Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hamingju- galdrar Handverkshúsið Hnoss hefur tekið til starfa í kjallara Hlaðvarpans við Vesturgötu. Þór- oddur Bjamason skoðaði listmuni sem þar eru unnir og ræddi við listafólkið. SEX aðilar standa að gallerí- inu sem er hugsað bæði sem verkstæði og sýningar- staður fyrir verk þeirra. Verk aðstandenda eru jafn ólík og þau eru mörg, en unnið er með tré, roð, leir og bein, svo eitthvað sé nefnt. Sexmenningarnir þekktust öll lítillega áður. Þtjú þeirra kenna sam- an í heimilisiðnaðarskólanum og karlmennirnir tveir í hópnum eru bræður. Húsnæðið er hvítmálað og hlýlegt. Margt skemmtilegt er að sjá og húsið er góð viðbót við listalífíð í miðbænum. Edda Jónsdóttir er amman í hópn- um, eins og hún kýs að kalla sig, þar sem hún er elst sexmenning- anna. Hún er kjólameistari að mennt og fór 62 ára í Kennaraháskólann og kenndi eftir það handmennt í 8 ár. Þá fór hún til Danmerkur þar sem hún lærði að vinna verk eins og þau sem er að finna í galleríinu. Töskur og belti úr hreindýra- og lambaskinni sem hún skreytir með sútuðu fískroði eða selskinni. Hver taska ber sitt eigið nafn eins og til dæmis „Selakonan" og „Ráðstefnu- konan“, en það er taska sem að sögn Eddu hentar vel athafnakon- um. Þau leggja öll metnað sinn í að búa til hluti sem eru einstakir, þ.e.a.s. að engir tveir hlutir eru eins, hvort sem það eru töskur eða út- skornir jólasveinar. „Þetta er tilraun til að sjá hvort þessir hlutir verða eins vinsælir hjá fólki sem kemur í galleríið og hjá meðlimum í fjölskyldu rninni," sagði Edda Jónsdóttir. Ekki öll í einu Gerða Hlöðversdóttir er menntuð í textíldeild MHÍ og vinnur verk úr handgerðum pappír sem hún býr til sjálf. Blaðamaður skoðaði öskjur sem hún hafði gert en þegar talið barst að þeim sagði hún að þetta væru í raun skálar. „Öskjur eru með lok,“ sagði hún og blaðamaður sam- þykkti það. Hún gerir einnig bækur sem hægt er að nota sem gestabæk- ur og hún lætur skrautskrifa inn í þær fyrir þá sem það vilja. Hún sýnir blaðamanni eina bókina. „Lit- urinn í pappírnum hér er jurtalitur, unninn úr birkilaufi, en ég hef verið að þróa aðferðir til að nota liti úr íslenskum jurtum í verk mín,“ sagði Gerða. Vinnuaðstaða hópsins er ekki mikil um sig og er staðsett í öðrum enda handverkshússins. Blaðamaður undraðist hvernig þau gætu unnið þarna í svo litlu rými. „Við verðum ekki hérna öll í einu. Við eigum eft- ir að ganga betur frá aðstöðunni, en hún er hugsuð þannig að sá sem er hér á staðnum getur bæði verið að vinna að sínum verkum og tekið á móti fólki sem vill skoða eða kaupa hluti hjá okkur. Við hugsum þetta líka þannig að fólk getur horft á okkur vinna og jafnvel lagt fram séróskir og fengið verkið glóðvolgt beint úr höndunum á okkur," sagði Páll Kristjánsson og bætti við að hugmyndir væru uppi um að hann og bróðir hans myndu setja upp eld- smiðju í portinu fyrir framan staðinn í sumar og reynt yrði að skapa líf- lega stemmningu sem myndi draga VERK eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. BELTI eftir Eddu Jónsdóttur. Morgunblaðið/Ásdís BJARNI Þór Kristjánsson, Edda Jónsdóttir, Páll Krisljánsson, Gerða Hlöðversdóttir og Elke Mohrmann. fólk að og jafnvel blanda hljóðfæra- slætti inn í líka. „Við höfum líka hugsað okkur að opna galleríið á kvöldin fyrir Kaffileikhúsgesti," sagði hann, en Kaffileikhúsið er ein- mitt til húsa í Hlaðvarpanum. Páll vinnur verk í íslenskan við og bein. Hann gerir t.d. staup úr hornum og hálsmen með rúnum sem hann segir vera ástar- og hamingju- galdra. „Ég nota allt annað en svartagaldur. Annars er ég að fást dálítið við 1000 ára gamlar stemmn- ingar,“ sagði hann. Málað með leir Ingibjörg Hjartardóttir var sú eina sem var ekki á staðnum þegar blaða- mann bar að garði, en hún málar myndir á gler. Elke Mohrmann kom hingað til lands fyrir átta árum sem au pair og hefur ílengst. Hún málar myndir með íslenskum leir af háhitasvæðum og teiknar á hann með bleki. Á nokkrum myndum voru marglitir englar málaðir eingöngu með leir. „Þetta eru minni úr íslenskri þjóð- trú,“ sagði Elke og segist viss um að íandar hennar, þýskir ferðamenn, eigi eftir að hrífast af munum þeim sem þarna eru unnir. „Þjóðveijar hafa svo gaman af að taka með sér lítinn minjagrip heim,“ sagði hún. Bjarni Þór Kristjánsson sker manna- og fuglamyndir í tré og blaðamaður innti hann eftir því hvaða fólk þetta væri. „Hér er Gróa á Leiti,“ sagði hann og benti á konu sem var að hvísla einhverju leyndar- máli að annarri konu, „og hér er Egill úr „Manni og konu“,“ sagði Bjarni. Hann sagði að þau ætiuðu sér árs reynslutíma fyrir staðinn til að sjá aðsókn á öllum árstíðum og sagði að þau myndu laga verk sín að árs- tíðunum á einhvern hátt. „Við ætlum líka að bjóða gestum hingað til að vinna og sýna hlutina sína og þá erum við einkum að hugsa um fólk utan af landi. Það er til fjöldinn all- ur af góðu handverksfólki út um allt land,“ sagði Bjarni Þór Krist- jánsson að lokum. Kveði nú hver sem meira má TÓNLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Gömul og ný islenzk karlakórslög; amerískir negrasálmar og söng- leikjalög. Karlakórinn Fóstbræður ásamt Láru Rafnsdóttur, pianó, u. stj. Ama Harðarsonar. Langholtskirlqu þriðjudaginn 26. marz kl. 20:30. HELDUR virðist Fóstbræðrum hafa vaxið ásmegin frá því er síðast heyrðist til þeirra í Digraneskirkju fyrir jól; ég er ekki frá þvi, að nú sé ögn bjartara yfír tenórum og heild- arkraftur ívið meiri. Hinn fomi fjandi, sighneigðin, fer minnkandi, þótt ekki sé hún með öllu horfín, þegar hægast og veikast er sungið. Samanburðurinn er að því leyti auð- veldari, að mikill hluti söngskrárinn- ar s.l. þriðjudagskvöld var hinn sami og í fyrra. Gæti það líka verið skýr- ingin á heldur dræmari aðsókn nú, því í fyrra komust færri að en vildu. Fóstbræður eru að verða áttræðir, og hyggja af því tilefni á utanför í vor. Er ekki að efa, að margt úr dagskrá þeirra eigi eftir að gera stormandi lukku syðra, ekki bara af því að karlakórar fara að verða sjald- séðar hvítar mörgæsir í Suðurskand- inavíu, heldur líka vegna þess, að náttúrulaust þéttbýli og velferðar- hóglífí gera frændþjóðimar í suðri vamarlausar gagnvart ósviknum hrímköldum hraunskvettandi ís- lenzkum karlakórsgusum. Maður sér fyrir sér í anda umsagnir á við „dynj- andi fossa“ og „freyðandi geysisgos" hjá gagnrýnendum stórborgardoð- ans, þegar rennur upp fyrir þeim, að hér ríða enn óspjallaðar hetjur um héruð. Allavega í karlakórssöng. Af þeim hefðbundnu karlakórslög- um, sem stóðu upp úr miðað við ágæta heildarframmistöðu Fóst- bræðra, var Ár vas alda Þórarins Jónssonar að vanda einna áhrifa- mest. Má í því sambandi minna á, að norræn goðafræði virðist loks, eftir langa útivist, farin að þykja aftur stofuhæf með Dönum, því ein- hver þeirra kvað þegar búinn að tón- setja nýja Völuspárþýðingu Suzanne Broggers. Meðal fróðleiksmola í munnlegum kynningum stjómandans (því miður barst ekki allt nógu greinilega upp á svalir þar sem undirritaður sat) kom fram, að Þú álfa vorrar yngsta iand og Af himninum háa, bæði eft- ir Sigfús Einarsson, eru mest fluttu karlakórslög á Islandi, enda kjarn- mikil og glæsileg. Einsöngvari úr röðum kórmanna í Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson var Þorsteinn Guðnason, mjög fallegur tenór-barí- ton, er hafði nánast þann eina galla að teygja ekki nóg úr lokatónum hendinga. Siglingavísur Jóns Leifs dilluðu hlustendum blítt og Iétt í B- og C-köflum rondósyrpunnar, en hefðu mátt höggva stærra fyrir stáli í Austan kaldinn á oss blés. Undirleikshlutverk Láru Rafns- dóttur á píanó var fremur rýrt að þessu sinni, því það takmarkaðist við Ég leitaði blárra blóma eftir Gylfa Þ. og þrjú söngleikjalög í lokin, Bali Ha’i, Some enchanted evening og 01’ man river, en var engu að síður leyst samvizkusamlega af hendi. Á óvart kom, hvað píanóleikurinn hljómaði skýrt uppi á svölum, þar sem hljómburður Langholtskirkju fyrir píanóleik er sagður afleitur. Þorsteinn Guðnason stóð sig aftur með ágætum í einsöngsrullunni í lagi Gylfa, og kórinn söng undir af nær- gætni. Eitt elzta dæmi um íslenzka leik- hústónlist, Búðarvísur Emils Thor- oddsens, hljómaði síðast fyrir hlé. Aldrei þessu vant tók söngur kórsins þar dýfu niður á við, því hendingar gerðust slitróttar og dýnamík ójafn og hvellur. Dró það til vanza úr létt- leikanum sem þarf að vera yfír lag- inu. Eftir hlé var bryddað upp á mjög svo æskilegum nýjungum fyrir karla- kórsmiðilinn, fyrst með tveim frekar stuttum en laglegum lögum eftir stjomandann, Hjartafrost og Líf, við ljóð eftir Þorstein frá Hamri. Hið fyrra var angurvær lítil Ijóðræn vig- netta, hið seinna fór með öllu meiri bægslagang og skartaði tilkomu- miklu niðurlagi, en bæði voru að yfírbragði í nánum tengslum við inni- hald Ijóðanna. Flutningur Fóst- bræðra var hnitmiðaður og áhrifa- mikill. Þó kastaði tólfunum í næsta lagi, Kváli, eftir Atla Heimi Sveinsson við sænskan texta (ljóðahöfundur ónefndur í tónleikaskrá), sem var sérdeilis glæsilega sungið, enda með afbrigðum fallegt karlakórslag af módernískri tónsmíð að vera og há- punktur kvöldsins. Hið hrífandi hryn- fasta Kveði kveði úr lagaflokki um miðaldakvæði eftir Jón Nordal frá 1956 var og vel sungið, en vantaði ögn meiri snerpu og betra jafnvægi milli radda. Sjóvinnusöngurinn (bráðabirgða- snörun á „sea shanty") Shenandoah breiddi úr sér af viðeigandi hlýju og stóð upp úr negrasálmunum sem á eftir komu, My Lord! What a morn- ing og Ride the Chariot (hið síðara með dyggum forsöng Björns J. Em- ilssonar), er mig minnir að hafí gert sig betur í Digraneskirkju um árið, og gilti það sumpart einnig um Rod- gers-lögin úr South Pacifíc, þó að lokakaflar þeirra létu að vanda mik- ið yfír sér. 01’ man river komst þó ekki frekar en fyrri daginn hjá því að gera lukku hjá áheyrendum, og var það ekki sízt að þakka hljómmikl- um bassasöng sólistans, Grétars Samúelssonar, svar Fóstbræðra við Paul Robeson. Það virðist sem sé óhætt að spá kómum hagstæðum viðtökum á söngför komandi, ef hann sofnar ekki á verðinum næstu vikurnar. Hvað verkefnaval varðar, mætti þó kannski gefa nánari gaum að því, fyrir hvers konar áheyrendur er sungið á hverjum stað, áður en of miklu er hleypt til af Broadway- efni. Því þó ágætt sé að sýna breidd í efnisvali, þá er það á hinn bóginn tæplega þessi tónlist sem mesta for- vitni vekur á suðlægari slóðum, þá sjaldan íslenzkan karlakór ber að garði. Ríkarður Ö. Pálsson FEGURÐ íslenska hestsins er rómuð í bók Ruhnbro. * Islendingar stoltir og ekki lausir við hjátrú MÖTE med Island. Ett hem i Nord- atlanten (Carlsson Bokförlag Stock- holm) nefnist íslandsbók eftir Svíann Rune Ruhnbro. Eins og í fleiri bókum um ísland er lögð áhersla á sögu landsins og náttúru og líka skyggnst um í samtímanum. Bókin er skrifuð í léttum dúr og ríkulega mynd- skreytt. Meðal þeirra sem höfundur ræðir við eru Vigdís Finnbogadóttir forseti og Njörður P. Njarðvík prófessor. Ruhnbro leggur áherslu á landið, söguna og málið í einni sæng, menn- inguna sem veigamikla undirstöðu þjóðarinnar. Um íslendinga segir hann að þeir séu gjafmildir og gest- risnir, nokkuð varkárir á köflum, en trúir og tryggir vinir. Stolt og viss hjátrú eru meðal sérkenna að mati sænska rithöfundarins og ferða- langsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.