Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBIADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRAITI 85 ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Viðræður um sameiningu sex sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum Hefði yfir að ráða 10 þús- und þorskígildistonnum ísafirði. Morgunblaðið. Flugæfing á vélsleða -SIGURÐUR Gylfason vél- sleðameistari og aksturs- íþróttamaður ársins leggur ýmislegt á sig til að vera í fremstu röð. Hér svífur hann á vélsleða í átt til him- ins á æfingu á Hellisheiði. Markmið æfingarinnar var að finna takmörk ökumanns og nýs vélsleða fyrir kom- andi keppnistímabil, sem er nýhafið. Bæði sleði og mað- ur voru í heilu lagi eftir lendingu, enda Sigurður al- vanur keppnismaður og lék þennan leik í snjóhengju með púðursnjó. VIÐRÆÐUR standa' yfir milli stjórnenda sex sjávarútvegsfyrir- tækja á norðanverðum Vestfjörðum um sameiningu, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Það eru ís- firsku fyrirtækin Norðurtangi hf., Ritur hf., íshúsfélag ísfirðinga, Togaraútgerð ísafjarðar og Bása- fell. Einnig er Kambur hf. á Flat- eyri með í viðræðunum. Ef af sameiningu fyrirtækjanna yrði myndi þar verða til eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með fímm togara, fimm línubáta og um 10 þúsund tonn í þorskígildum. Það yrði þar með fjórða kvótahæsta sjáv- arútvegsfyrirtæki á landinu. Sam- kvæmt heimildum blaðsins eru við- ræður þessar að frumkvæði forystu- manna Olíufélagsins hf. Geir Magn- ússon, forstjóri félagsins, vildi þó ekkert láta eftir sér hafa um málið. Það er í stöðugri skoðun hvernig best er hægt að tryggja framgang Kambs hf., að sögn Hinriks Krist- jánssonar, framkvæmdastjóra . „Við höfum styrkt fyrirtækið með nýjum fjárfestum og munum vinna að því jafnt og þétt áfram,“ segir hann. „Það er ekkert fyrir- liggjandi á borðinu í dag og ég játa því hvorki né neita að við séum í einhverjum viðræðum." Þarf að efla atvinnulífið Hinrik segist vera þeirrar skoð- unar að svæðið þurfi á því að halda að atvinnufyrirtækin styrki sig og að hann telji það skyldu þeirra sem séu í forsvari hjá hveiju fyrirtæki að skoða hvað sé í spilunum. „Nú liggur fyrir að sveitarfélögin á svæðinu sameinist og því þurfa stjómendur fyrirtækja að skoða sín mál til að efla atvinnulífið sem og fyrirtækin sjálf, bæði í sjávarútvegi sem öðrum greinum,“ segir hann. „Við þurfum að ná því til baka sem við höfum misst, hvort sem það er í kvóta eða mannafla." ■ Eitt stærsta/18 Gunnlaugur Rögnvaldsson/Morgunblaðið Skýrslur um mögulega sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í ÚA lagðar fram Bréfin eru verð- mætari seljist þau sem ein heild LANDSBRÉF hf. telja að hlutabréf Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa séu verðmeiri seld sem ein heild fremur en ef þau yrðu seld í hlutum. Þá telur fyrirtækið æski- legt að ekki verði takmarkað með neinum hætti hvetjir geti boðið í hlutabréfin, því þá sé líklegra að hæsta verð fáist fyrir hlutabréfin. Þetta kemur fram í skýrslu Lands- bréfa sem bæjarstjórn Akureyrar fjallaði um í gær. Einnig lá fyrir skýrsla frá Kaupþingi Norðurlands hf. Meirihluti bæjarstjórnar stefnir að því að selja hlut bæjarins í ÚA en eignarhluturinn nemur um 53% að nafnvirði 409 milljónir króna. ~Núverandi gengi hlutabréfanna á markaði er 3,80. Landsbréf telja að með dreifðri sölu fáist gengi 3,80- 4,00 fyrir bréfin en gengi 4,55-5,25 ef bréfin eru seld í einu lagi. Kvótinn ekki á brott Landsbréf benda á að Akureyrar- __ bær þurfi að tryggja að starfsstöðv- ar ÚA verði áfram í bænum og að varanlegur kvóti félagsins verði ekki seldur á brott. í niðurstöðu Landsbréfa er lagt til að á næsta aðalfundi félagsins verði samþykktum breytt með þeim hætti að til verði nýr flokkur hluta- bréfa, forréttindahlutabréf, og sé Akureyrarbær eini handhafi slíkra bréfa. Samþykktum verði jafnframt breytt þannig að til að hægt sé að færa starfsstöðvar félagsins eða framselja varanlega kvóta þurfi samþykki hluthafafundar, þar sem handhafi forréttindahlutabréfs þurfi að samþykkja gjörninginn til að hann teljist gildur. Landsbréf leggja til í skýrslu sinni að Akureyrarbær auglýsi opinber- lega eftir tilboðum í öll hlutabréf bæjarins í ÚA og með það að markmiði að reyna að fá sem hæst verð fyrir bréfin. Sex söluaðferðir í skýrslu Kaupþings Norðurlands hf. er rætt um sex mögulegar sölu- aðferðir bréfanna. Að bjóða öll hlutabréfin til sölu án skilyrða, að bjóða öll hlutabréfin til sölu með skilyrðum, að bjóða ákveðnum aðil- um hlutabréfin til kaups, að bjóða öll hlutabréfin til sölu en hafa val um að taka hvaða tilboði eða tilboð- um sem er eða hafna öllum, bjóða núverandi hluthöfum að kaupa í hlutfalli við eignaraðild, að taka til- boði stjórnar UA um kaup á hluta bréfanna og óska eftir viðræðum um frekari kaup. í niðurstöðu skýrslu Kaupþings segir að erfitt sé að fullyrða hver af þessum söluaðferðum sé best fyrir Akureyrarbæ. Það hvernig bæjarfulltrúar meta hagsrnuni bæjarins tengda rekstri ÚA, þ.e. hvetjir þeir hagsmunir eru og hversu þungt þeir vega, ræður mestu þar. Hagsmunir Akureyrarbæjar eru þeir að rekstur ÚA verði áfram í bænum, reksturinn verði sem arð- bærastur og velta fyrirtækisins haldi áfram að vaxa. Sé talið að dreifð eignaraðild stuðli helst að þeim hagsmunum að tryggja áframhald- andi umsvifamikinn rekstur í bænum er best að bjóða núverandi hluthöf- um að kaupa bréfin, segir í skýrslu Kaupþings. Stjórn Presta- félagsins fundar Niðurstaða kynnt eftir páska STJÓRN Prestafélags íslands fy'all- aði í gær um niðurstöðu siðanefndar Prestafélagsins í máli Sigrúnar Pá'l- ínu Ingvarsdóttur gegn herra Ólafi Skúlasyni, biskupi Islands. Málið varðar upplýsingar sem biskup gaf fjölmiðlum um fúnd hennar með sóknarpresti Langholtskirkju. Stjórnin samþykkti að senda biskupi bréf, en efni þess verður ekki gert opinbert fyrr en eftir páska. Siðanefnd komst að þeirri niður- stöðu að það sé alvarlegt að biskup skyldi leita skriflegrar staðfestingar hjá starfsmönnum Langholtssóknar á því að Sigrún Pálína hefði átt fund með séra Flóka Kristinssyni, sóknar- presti í Langholtskirkju. Það sé einn- ig alvarlegt að biskup skyldi senda yfirlýsingu starfsmannanna til fjöl- miðla. Með þessu hafi biskup brotið gegn siðareglum Prestafélagsins. Sagði ósatt Siðanefndin komst ennfremur að þeirri niðurstöðu að séra Flóki hafi á fundi með nefndinni 29. febrúar sl. sagt ósatt um fund sinn með Sig- rúnu Pálínu þegar hann sagði að fundurinn hefði snúist um mál óskyld biskupi íslands. Nefndin telur að þrátt fyrir ósannindi sóknar- prestsins standi fyrri niðurstaða nefndarinnar óhögguð um að málin tvö, Langholtsdeilan og ásakanir á hendur biskupi íslands, séu ótengd. ■ Biskup og séra Flóki/4 ----♦—♦------ Landfastur ís við Kögur LANDHELGISGÆSLAN kannaði hafís við landið í gær úr flugvél og kom í ljós að ísspöng liggur inn á Húnaflóa og nær hún suður undir Selsker. Þaðan liggja ísflákar vestur und- ir Kögur en þar virtist ísinn vera landfastur. Skyggni var slæmt og erfitt að greina ísinn í radar, að sögn Halldórs Nellet skipherra. Siglingaleið er ekki talin fær nema í björtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.