Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 . 19
Gijótkast
ERLENT
Aprílgabbið með ýmsum hætti
Bretadrottn-
ing á alnetinu
Reuter
Reynt að bjarga friðarsamningunum í Bosníu
Samkomulag um að
efla sambandsríkið
TUGIR palestínskra stúdenta
kasta gqóti á ísraelskar bif-
reiðar við veg til Bir Zeit á
Vesturbakkanum í kjölfar
mótmælafundar í gær þar sem
fjöldahandtökum á stúdentum
í síðustu viku var mótmælt.
Shimon Peres, forsætisráð-
herra Israels, sagði í gær, að
hann myndi bera lokasamning
við Palestínumenn um framtíð
Jerúsalem og landnám gyð-
inga á svæðum Palestínu-
manna undir þjóðaratkvæði.
Sarajevo, Tuzla, Zagreb. Reuter.
LEIÐTOGAR múslima og Króata í
Bosníu tilkynntu á sunnudag að þeir
hefðu náð samkomulagi um að efla
sambandsríki þeirra og koma í veg
fyrir að það leystist upp. Sérfræðing-
ar á vegum stríðsglæpadómstóls
Sameinuðu þjóðanna í Haag héldu
til Bosníu í gær til að rannsaka ásak-
anir um að Serbar hefðu myrt þús-
undir múslima í grennd við Sre-
brenica í austurhluta landsins í fyrra.
Stjórnarerindrekar í Sarajevo
sögðu að leiðtogar Króata og músl-
ima í Bosníu hefðu náð samkomulagi
seint á laugardagskvöld um hvernig
þeir ættu að deila með sér völdunum
í sambandsríkinu. Óttast hafði verið
að sambandsríkið, sem er enn aðeins
til á pappírnum, myndi leysast upp
vegna fjölmargra deilumála. Færi svo
yrði það Dayton-samningunum um
frið í Bosníu að falli.
Fjöldagrafir rannsakaðar
Samkomulagið náðist vegna
þrýstings Williams Perrys, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, sem
fór til Zagreb á laugardag og
Sarajevo á sunnudag. Báðir aðilarn-
ir samþykktu að afnema tolla, sem
þeir hafa krafist við mörk yfirráða-
svæða sinna, og Bosníu-Króatar lof-
uðu að greiða sambandsríkinu tolla,
sem innheimtir eru við landamærin
að Króatíu. Ennfremur náðist sam-
komulag um fána sambandsríkisins.
Sérfræðingar á vegum stríðs-
glæpadómstólsins fóru til Tuzla í
Bosníu í gær og gert er ráð fyrir
að þeir hefji í dag tveggja vikna
rannsókn á meintum fjöldamorðum
í grennd við Srebrenica eftir að Serb-
ar náðu borginni á sitt vald í júlí
fyrra.
Sérfræðingarnar ætla að rann-
saka ellefu staði nálægt Srebrenica
þar sem talið er að serbneskir her-
menn hafi grafið þúsundir músl-
imskra karlmanna eftir að hafa ték-
ið þá af lífi. Alþjóðleg mannréttinda-
samtök hafa sagt að serbneski her-
inn hafi drepið 3.000 til 8.000 karl-
menn sem teknir voru til fanga í
árásinni á borgina.
London. Reuter.
ELÍSABET Bretadrottning opnaði
sína eigin heimasíðu á alnetinu,
.rússneski herinn er farinn að fram-
leiða handsprengjur úttroðnar
gimsteinum fyrir nýríka glæpa-
menn og í Belgíu var fólki sagt,
að sumartíminn hefði verið aftur-
kallaður og því yrðu allir að færá
klukkuna aftur um eina stund.
Aprílgabbið var með ýmsu móti
en í Bretlandi var meðal annars
sagt frá því, að Disney-fyrirtækið
hefði keypt Hadríansmúrinn, sem
Rómverjar reistu á sínum tíma til
að veijast árásum Skota á Eng-
land, og því var jafnvel haldið fram
í einni frétt, að Díana prinsessa
væri farin að fljúga á venjulegu
farrými.
Ást í háloftunum
í Þýskalandi kom frétt um, að
Lufthansa-flugfélagið byði farþeg-
um sínum að setjast við hliðina á
hugsanlegri ástkonu eða ástmanni,
sem valin væru sérstaklega sam-
kvæmt óskum þar um, og ítar-
Tass-fréttastofan rússneska sagði,
að nú gæti glæpalýðurinn í landinu
loksins sent óvini sína yfirum með
viðeigandi hætti.
Sagði í fréttinni, að hergagna-
verksmiðja væri farin að framleiða
handsprengjur með gimsteinum,
sem skildu við fórnarlömbin eins
og ljósum prýtt jólatré laust við
allan subbuskap.
Dagblaðið L’Avenir í Belgíu
sagði lesendum sínum, að á fundi
leiðtoga Evrópusambandsríkjanna
í Torínó um helgina hefði verið
ákveðið að hætta við sumartímann,
sem gekk í gildi sl. laugardag, og
því yrðu allir að færa klukkuna
aftur um eina klukkustund.
Beinlínuáheyrn
hjá drottningu
The Guardian sagði, að með til-
komu drottningar á veraldarvefn-
um gæfist fólki kostur á gagn-
virkri skoðunarferð um Bucking-
hamhöll og þar að auki gætu drott-
inhoilir Bretar svarið drottningu
trúnaðareið í „beinlínuáheyrn".
Fyrir kom, að fólk reiddist sumu
gabbi, sem því fannst ósmekklegt.
Þannig var það til dæmis um frétt
í dagblaði í Frakklandi en þar
sagði, að Montauban-borg hefði
ákveðið að reisa hæli fyrir breska
nautgripi, sem þjáðust af kúariðu.
Hringdi fólk ævareitt á ritstjórnar-
skrifstofurnar og vandaði blaða-
mönnunum ekki kveðjurnar.
Líklega má rekja þennan sið að
láta fólk hlaupa 1. apríl aftur til
Rómarríkis en þar var það gömul
goðsögn, að Plútó hefði borið
Prosperinu burt af Ódáinsvöllum
og villt þannig um fyrir móður
hennar, Seres, að hún eltist bara
við bergmálið af ákalli dóttur sinn-
ar.
C^inkalíf plantna
Einkalíf plantna er þungamiðjan í verkum hins heimsfræga sjón-
varpsmanns og rithöfundar, Davids Attenborough. Þetta nýja og
heillandi yfirlit um gróðurríkið sýnir okkur hvemig plöntur ná
þroska, lenda í átökum, verjast óboðnum gestum eða nýta sér þá,
ná sér í fæðu og fjölga sér, svo eitthvað sé nefnt. Bókina prýðir
mikill tjöldi einstæðra litmynda.
Gjöf sem gleður hvern sem er.
oZ9jódaljóðin
Ljóðaljóðin úr Heilagri ritningu loksins fáanleg
á nýjan leik. Einstök bók með fjölda gullfallegra
myndskreytinga í lit.
y CJlveg einstakur vinur
Hlotnist þér hamingja
gxSjmjM Valdar tilvitnanir og orð til
I Þeirra sem ei8a aðeins það
m besta skilið. Upplagðai' tæki-
ííTlR k 3 færisgjafir sem hentugt er að
nota í stað hefðbundinna
ÍM korta.
Skjaldborg ehf
Ármúla 23 ^ 588-2400