Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.04.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 39 Við andlát félaga okkar og sam- verkamanna reynum við fyrst að meta störf þeirra og framlag til okk- ar sem eftir lifum. Guðlaugur Þorvaldsson er einn þeirra manna sem koma vel frá slík- um dómi sögunnar. Hann gegndi um árabil einu vandasamasta starfi vinnumála, þ.e. embætti ríkissáttasemjara þar sem mjög reyndi á samstarf við Alþýðu- samband íslands og aðildarfélög okkar. Við sem störfum í verkalýðs- hreyfingunni þekkjum vel þá tilfinn- ingu að hafa forystustörf okkar alla daga undir dómi almennings. Við höfum lært þá lexíu ótal sinnum að allt orkar tvímælis þá gert er. Hlut- verk ríkissáttasemjara er að því leyti sérstaklega vandasamt að hann þarf að þjóna ólíkum og kröfuhörðum aðilum á vinnumarkaði. Hann má ekki draga taum eins á kostnað hinna. 'Hann þarf að kunna þá list að leiða menn áfram í hörðum deilu- málum undir grimmu fjölmiðlaljósi, gefa mönnum lausan tauminn þegar það á við, en taka í taumana þegar stefnir sundur með deiluaðilum. Guðlaugur Þorvaldsson fær góða einkunn fyrir störf sín í okkar þágu. Hann brást aldrei viðhorfi jafnréttis og réttsýnis. Hann var maður frið- samlegra lausna fyrst og fremst og bar þar vel arfinn frá því umhverfi alþýðufólks sem hann var vaxinn úr, þar sem fá orð og athafnir hafa jafnan dugað betur en hróp og köll á torgum. Daglegt fas hans og glað- værð hvernig sem á stóð átti áreið- anlega þátt í því að laða fram lausn- ir þar sem allt virtist stefna í óefni. Hann átti þann eiginleika sem er dýrmætur í vandasömu starfi að geta myndað persónuleg tengsl við samverkamenn og haldið þeim hvernig sem á stóð. Félagar og forystumenn Alþýðu- sambands Islands sem kynntust Guðlaugi Þorvaldssyni minnast hans með virðingu og þökkum. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Guðlaugs Þorvaldssonar, Kristínu Kristinsdóttur, börnum og öðrum aðstandendum samúð okkar. Benedikt Davíðsson forseti ASÍ. Fallinn er frá Guðlaugur Þor- valdsson, einn traustasti félagi Li- onsklúbbsins Freys í Reykjavík. Guðlaugur var einn af stofnfélög- um Freys 29. febrúar 1968 og starf- aði óslitið til hinsta dags eða í rúm 28 ár. Þrátt fyrir gífurlegt vinnuálag sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og var m.a. formaður stafsárið 1970-1971. Hann var einn af svæðisstjórum umdæmis 109A 1986-1987 og klúbburinn útnefndi hann „Melvin Jones“-félaga árið 1993. Guðlaugur var hrókur alls fagn- aðar á góðúm stundum. A fundum flutti hann oft frumortar, smellnar vísur um menn og málefni, því hann var hagyrðingur góður. Minnisstæð- astur er hann okkur félögunum í því sambandi þegar hann orti kvæða- bálk mikinn um alla félagana og forsöng á 20 ára afmælishátíð klúbbsins vorið 1988. Við minnumst góðs félaga með virðingu og þökk og vottum Kristínu og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúð. F.h. Lionsklúbbsins Freys Þórður Guðmundsson, formaður. „Ertu virkilega að vinna með hon- um Guðlaugi?" spurði systir mín, þegar ég hóf sumarstörf á Hagstof- unni, fyrir meira en 30 árum. Hann hafði kennt henni í Verzlunarskól- anum, en var nú skrifstofustjóri Hagstofunnar. Hafði m.a. umsjón með launakönnun fyrir Kjaradóm, sem ég hafði fengið vinnu við og ljómi stóð af honum í fjölskyldunni. Guðlaugur var jafn yndislegur yfirmaður á Hagstofunni eins og hann hafði verið kennari. Fyrir mig var Hagstofan reyndar merkilegur vinnustaður. Ég var í hagfræði úti í Englandi og fékk nú fyrsta aðgang að öllum hagstærðum, sem mest voru ræddar úti og sem grundvöll- uðu ákvörðunartöku í hagstjórn landsins og stefnumótun í efnahags- málum. Klemens Tryggvason hag- stofustjóri var líka einstakur yfir- maður. í allri framkomu eins og ég hafði helst gert mér hugmyndir um norrænan konung. Glæsilegur, hreinskiptinn og alþýðlegur. Þetta var skemmtilegur vinnustaður og mjög eftirminnilegur. Við kynnin af Guðlaugi fann ég strax hversu reynsluheimur hans var víðfeðmur og hann kunni að meta það, sem ég hafði áður fengist við í sumarvinnu. Sveita- og blaðastörf, fiskvinna, sjómennska og vegamál voru líka hans líf. Hann kynnti mig persónulega fyrir því stórkostlega fólki, sem þá fyllti hvert rúm á Hagstofunni. Áka, Ingimari, Hrólfi, Högna, Hjalta, Stefáni, Maddý, Hildi og Ásthildi. Hann var einstakléga félagslyndur og hrókur alls fagnaðar hvarvetna, þar sem hann fór. Ósér- hlífinn dugnaðarforkur og einn glæsilegasti dansherra, sem ég hef séð til á gólfinu. Kaffistofa Amarhvols á þessum tíma var jafnan vettvangur mikilla atburða ekki síst á skákborðinu. Opinmynntur fylgdist ég með öllum snillingunum, en engum tjáði að tefla til sigurs við stjórnarráðið á þessum tíma. Guðlaugur hafði verið formaður starfsmannafélagsins og átti sinn þátt í aðstöðunni. í síðdegiskaffið komu svo Klemens og Torfi Hjartar- son tollsjóri, spjölluðu saman, - alltaf við sama borðið, og þá vissi ég að íslenska lýðveldinu væri vel borgið. Nokkrum árum seinna lágu leiðir okkar Guðlaugs aftur saman í há- skólanum. Ég var deildarfulltrúi heimspekideildar þegar Guðlaugur var kosinn rektor, en vegna vináttu við hann og Stefán Sörenson há- skólaritara, sinnti ég strax nokkrum verkefnum á aðalskrifstofunni og fór alfarið þangað, þegar Guðlaugur var endurkosinn rektor eftir þrjú ár. Um þetta leyti var ég einnig í stjóm félags háskólakennara og knúðum við mjög á við háskólayfir- völd um lausn orlofsmála félagsins. Guðlaugur hóf þá hið mikla starf við enduruppbyggingu Herdísarvíkur og afhenti félaginu staðinn til ráðstöfun- ar. Einnig fengum við helming Há- skólans í Halldórsstöðum í Laxárdal og undir fomstu Gunnars Schram prófessors byggðum við í Brekku í Biskupstungum. Án skilnings og áhuga Guðlaugs á öllu þessu, er mér til efs að þetta allt hefði tekist. Guðlaugur hafði mikið yndi af ferðalögum og stundum skelltum við okkur saman í bíltúr út úr bænum, t.d. til Herdísarvíkur eða upp í Borg- arfjörð. Við fórum jafnan Krísuvíkur- leiðina til Herdísarvíkur og þá minnt- ist Guðlaugur æskuáranna. Hann þekkti hvert fjall, holt og mýri. Hafði smalað þetta allt sem unglingur. Hann átti yndislegan sumarbústað upp í Skorradal og stoltur sagðist hann hafa borið með strákunum sín- um megnið af efninu í bústaðinn upp gönguslóðann til þess að hlífa birkinu kringum bústaðinn. Mikið annríki var hjá Guðlaugi sem háskólarektor og reyndi á hann í stjórnsýslunni og byggingarmálum. Aukastörfin hlóðust líka á hann. Hann vann t.d. að sameiningu flug- félaganna íslensku, var skipaður í sáttanefndir og var fylgdarmaður erlendra þjóðhöfðinga á íslandi. Eitt sinn í boði á Bessastöðum, þegar mikið gekk á í þinginu, vildi þáver- andi forsætisráðherra, Ólafur heit- inn Jóhannesson, skála sérstaklega við hinn „áhyggjulausa" rektor og kinkaði Kristján heitinn Eldjárn for- seti kolli brosandi. Stuðningur við forsetaframboð Guðlaugs, kom víða að og ótvírætt tel ég að ríkisráðið hafi treyst honum til starfans. Sem ríkissáttasemjari hafði Guð- laugur upphaflega aðstöðu í Toll- stjórahúsinu og við vorum saman í bíl í Tryggvagötunni þegar útvarpið bar fyrst fréttina um framboð Vig- dísar Finnbogadóttur til embættis forseta íslands. „Nú er ég fallinn,“ sagðir Guðlaugur. Mér fannst hann skilja þetta þannig, að sérstaða hans hjá félagshyggjufólki og launþegum, varðandi hina frambjóðendurna, væri nú breytt. Einnig að hinn gífur- legi kraftur i kvennahreyfingunni á þessum árum, myndi skipta sköpum. Um þetta leyti misstu þau Kristín einn sona sinna í hræðilegu slysi og hvernig þau bókstaflega héldu höfði þessa erfiðu mánuði er mér ennþá óskiljanlegt. Mannkostir Guðlaugs, sem ríkis- sáttasemjari, dugðu þjóðinni vel. Þjóðarsáttarsamningarnir, sem tók- ust þótt 200 þúsund tonn af þorski hyrfu úr sjónum og skuldirnar væru að kaffæra okkur, voru forsenda fyrir því, að hægt var að vinna sig verðbólgulaust út úr vandanum og björt framtíð blasir nú við. Að Guðlaugi stóð einstakt mann- kosta fólk. Fjölskylda hans er for- ystufólk í útvegi og sölumálum af- urða okkar, slysavörnum og félags- málum. Þetta er í hnotskurn þjóðin við ysta haf, þyggur, gleðst og þakk: ar og stendur saman í mótlæti. í fimmtugsafmæli Guðlaugs voru margar ræður haldnar. M.a. minntist einn æskuvinkona úr Grindavík þess, þegar þau börnin í plássinu stóðu saman hönd í hönd og horfðu á bát- ana koma inn úr brimsköflunum, fram hjá boðum og klettum í friðar- höfn. Pabba var borgið í það skipti. í lífinu óskum við okkur öll vel- gengni og hamingju. Þótt mótlætið styrki stundum, þá hjálpar ástúðin fyrst og fremst fram veginn. Guð- laugur eignaðist yndislega konu, falleg og mannvænleg börn, sem hann þakkaði sífellt fyrir. Þau hafa nú mikið misst. Ég sakna stundanna með Guð- laugi. Gruflað um fegurð veraldar- innar, landið og ferðalög, ástir og mannlíf, pólitík og iþróttir. Ég þakka vini og velgjörðarmanni stuðninginn, ráðin og samfylgdina. Algóður Guð styrki Kristínu, drengina, fjölskyldur þeirra, ástvini alla, vini og vandamenn og veiti Guðlaugi mínum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Kveðja frá Nprræna félag- inu á íslandi Um árabil var Guðlaugur Þorvalds- son í forustusveit Norræna félagsins á íslandi. Hann var formaður Nor- ræna félagsins í Reykjavík og í aðal- stjórn Norræna félagsins. Var hann að makleikum sæmdur gullmerki Norræna félagsins árið 1994 fyrir mikil og farsæl störf í þágu þess. Guðlaugur Þorvaldsson var glæsi- legur mannkostamaður sem lær- dómsríkt var að vinna með. Honum voru falin fjölmörg ábyrgðarstörf en samt hafði hann ávallt tíma til þess að sinna áhugamálum sínum af alúð. í félagsstarfinu innan Norræna fé- lagsins var hann ætíð boðinn og búnn til þess að takast á við þau verkefni sem úrlausnar biðu, og allir vissu að engum var betur treystandi en honum til að leysa úr öllum vanda. Komu þar til gáfur hans og þekk- ing, góðvild og hæfileiki tiL þess að umgangast fólk. Guðlaugi kynntist ég fyrst er við sátum saman í nefnd sem undirbjó kennslu í félagsvísindum við Háskóla íslands. Skömmu síðar varð hann háskólarektor og átti mikinn þátt í því að Félagsvísindadeild var stofnuð árið 1976. Síðar unnum við saman á vettvangi Norræna félagsins um margra ára skeið. Á ég honum þökk að gjalda fyrir það samstarf. Guðlaugur Þorvaldsson sameinaði alvöru og léttleika á þann hátt að ekki var hægt annað en að líða vel í návist hans. Hann var góður félagi á ferðum innanlands sem utan, og á löngum og stundum erfiðum fund- um dreifði hann drunga og þreytu með glaðværð ef honum fannst al- varan ganga úr hófi fram. Við minnumst góðs drengs með þökk og virðingu. Eiginkonu hans Kristínu Kristins- dóttur, sonum, tengdadætrum, barnabörnum og öðrum ástvinum eru sendar samúðarkveðjur. Haraldur Ólafsson. Guðlaugur Þorvaldsson var gleði- maður í þess orðs bestu merkingu. Hann gekk glaður að verki, uppfull- ur af áhuga, skýr í hugsun og skjót- ur að setja sig inn í hin margbreyti- legustu málefni. Hann átti auðvelt með að ræða við fólk og kynna sér - viðfangsefni þess og viðhorf. Hann var vörpulegur og vingjarnlegur, þeirrar gerðar að mönnum leið vel í návist hans. Ég kynntist Guðlaugi fyrst í að- draganda forsetakosninga 1980 þegar hann gaf kost á sér til forsetakjörs. Það var snarpur slag- ur og litlu munaði að Guðlaugur næði þá kjöri. Við kynntumst betur síðar og aldrei merkti ég neina eftir- sjá eða vonbrigði þótt svo litlu hafi munað. Ég held raunar að það hafi verið einn af eðliskostum Guðlaugs; að festast ekki í því liðna sem ekki verður breytt. Hann tjaldaði ekki sjóndeildarhringinn með erfiðleik- um gærdagsins. Guðlaugur tók við embætti ríkis- sáttasemjara 1979. Það kom því í hans hlut að móta það í nýju um- hverfi aukinnar samkeppni, al- þjóðavæðingar og minnkandi mið- stýringar á flestum sviðum. Nú- tímahagkerfi og atvinnurekstur á sér miklu styttri sögu hér á landi en meðal nálægra ríkja. Því er að vonum að minna er um fastmótaðar hefðir í samskiptum stéttarfélaga og vinnuveitenda hér á landi. Ríkis- sáttasemjari hlaut því að hafa mik- il áhrif á það, hvernig þessi sam- skipti mótuðust áfram og hvert hlutverk embætti hans ætti að hafa. Guðlaugur leit svo á, að deiluaðil- ar hlytu sjálfir að semja. Það hlut- verk mætti ekki taka frá þeim, ábyrgðin væri þeirra og þeir yrðu því sjálfir að hafa frumkvæði að lausn deilumála. Menn ættu ekki að losna undan þessari ábyrgð með því að vísa deilum til sáttasemjara og biða þess að hann kæmi með lausnina einu. Hans hlutverk væri fyrst og fremst að skapa aðstæður til samninga en ekki að semja fyrir menn. Ég er þess fullviss að þessi af- staða Guðlaugs til embættisins var hárrétt og þrýsti mjög á um beinni samskipti milli samningsaðila á almennum vinnumarkaði en áður hafði tíðkast. Á fáeinum árum hafa mótast mikilvægar vinnuregl- ur og iðulega leita samningsaðilar eftir aðstöðu hjá ríkissáttasemjara án þess að deilum sé formlega vís- að til hans. Ábyrgð samningsaðila á viðræðunum, skipulagi þeirra og árangri hefur tvímælalaust orðið meiri fyrir vikið. Guðlaugi tókst því það sem mörgum upp- alandanum hefur mistekist; að leiðbeina án þess að skipa og efla ábyrgðartilfinningu og frumkvæði ásamt vitund um að samninga- menn bæru sjálfir ábyrgð á gerð- um sínum og ákvörðunum. Hann efldi menn til ábyrgðar en tók hana ekki af þeim. Um 15 ára skeið lágu leiðir okk- ar tíðum saman í húsinu nr. 22 við Borgartún og ég hef örugglega ekki átt fleiri vökunætur með nokkrum öðrum. Það er því margs að minnast. í starfi leitaði ég eðli- lega oft til hans, ræddi vandamál og reifaði viðhorf atvinnurekenda og hugsanlegar lausnir. Hann var góður leiðbeinandi, hlustaði og lét aðra tala, tók ekki ákvörðun fyrir menn en hjálpaði þeim til að gera upp hug sinn. Þannig átti hann trúnaðarsamtöl á bæði borð og hjálpaði mönnum til að dragast að einni niðurstöðu. í erfiðum deilum beitti hann sér hins vegar af festu eftir því sem aðstæður kölluðu á. Af öðrum persónueinkennum Guðlaugs er mér fjörið, bjartsýnin og framkvæmdagleðin þó örugg- lega minnisstæðust. Hann var sá gæfumaður að hlakka jafnan til morgundagsins. Þannig hafði hann undirbúið starfslok sín af kost- gæfni, byggt sér sumarbústað austur í Laugardal og hugði gott til að stunda skógrækt þar á kom- andi árum. Þar skyldi verða gróskumikið ekki síður en í gamla bústaðnum þeirra hjóna í Skorra- dal. Það átti þó ekki að verða. 111- vígur sjúkdómur greip hann heljar- tökum svo öllum var ljóst að hverju stefndi. Og Guðlaugur tók þessu eins og öðru af yfirvegun og ró. Hann sagði mér í upphafi árs að hann væri að undirbúa sig og ætl- aði að verða tilbúinn. Ég veit hann var það. Eftir situr minning um góðan dreng þar sem Guðlaugur Þorvaldsson fór. Starfsmenn og stjórnendur Vinnuveitendasambands Islands senda frú Kristínu Kristinsdóttur og Qölskyldu samúðarkveðjur um leið og þökkuð eru giftudrjúg kynni af góðum dreng. Þórarinn V. Þórarinsson. Kveðja frá Rótarýklúbbnum " Reykjavík-Austurbær Guðlaugur Þorvaldsson gerðist félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík- Austurbær 1981. Hann var forseti klúbbsins 1989-1990. Þessi ár sem við nutum félagsskapar hans gegndi hann mjög erilsömu starfi sem ríkis- sáttasemjari, en það hindraði hann ekki í að mæta á fundum í klúbbnum enda sýndi' hann starfsemi klúbbsins ætíð mikinn áhuga og tók virkan þátt i hinum ýmsu nefndum, sem hann var skipaður í. Gauðlaugur var einstaklega - skemmtilegur maður og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann var skjótur að finna skoplegu hliðarnar á flestum málum þó að alvaran væri ekki langt undan. Hann hreif menn með hlýlegu viðmóti og rökföstum málflutningi. Þessir eigin- leikar hafa nýst honum vel í störfum hans, ekki síst í embætti sáttasemj- ara. Þegar Guðlaugs er minnst koma upp í hugann hinar mörgu gaman- sögur, sem hann var óspar á að segja- okkur, hnittin tilsvör hans að ógleymdum kviðlingunum sem hann lét svo oft fjúka. En fyrst og fremst minnumst við hans sem góðs félaga og vinar, sem gott var að Ieita til. í dag kveðjum við góðan félaga og sendum Kristínu konu hans og fjölskyldunni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jón Reynir Magnússon. Guðlaugur Þorvaldsson fyrrver- andi ríkissáttasemjari er allur. Guð- laugur átti langan og afar glæsileg- an starfsferil í opinberri þjónustu. Þann feril hóf hann á Hagstofu ís- lands árið 1950. Síðan varð hann ráðuneytisstjóri, prófessor við Há- — skóla íslands, rektor Háskóla Íslands og að lokum ríkissáttasemjari. Við, sem störfum í viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla íslands, minn- umst hans þó fyrst og fremst sem prófessors Guðlaugs - frábærs sam- starfsmanns, kennara og vinar. Guðlaugur varð kennari í við- skiptadeild Háskóla íslands árið 1956. Tók hann þá við kennslu pró- fessors Gylfa Þ. Gíslasonar, sem varð ráðherra. Er Gylfi lét af pró- fessorsembætti árið 1967, varð Guð- laugur prófessor við viðskiptadeild Háskóla íslands. Viðskiptadeild naut óskiptra kennslukrafta Guðlaugs þó miklu skemur en vonir stóðu til. Þegar árið 1973, aðeins sjö árurn^. eftir að hann varð prófessor, var prófessor Guðlaugur kjörinn til að gegna embætti háskólarektors. Þeirri stöðu gegndi hann síðan til ársins 1979 er hann tók við emb- ætti ríkissáttasemjara. Guðlaugur var einstaklega far- sæll í störfum sínum í viðskipta- deild. Hann hafði með höndum viða- mikla kennslu, sem hann sinnti af stakri alúð. Er ekki síst til þess tek- ið, hversu mikinn persónulegan áhuga hann sýndi nemendum, hög- um þeirra, markmiðum og væntan- legum starfsferli að námi loknu. Eru þeir ófáir viðskiptafræðingarnir, sem nutu aðstoðar Guðlaugs við að stíga fyrstu skrefin á framabrautinni eftir útskrift úr deildinni. Á starfsárum sínum í viðskiptadeild lét Guðlaugur einnig stjórnun deildarinnar mjög til sín taka og reyndist einstaklega lag- inn og farsæll stjórnandi. Hann var m.a. deildarforseti og átti ríkan þátt í hinni viðamiklu enduskipulagningu viðskiptadeildar árið 1970. Fráfall Guðlaugs er mikill missir fyrir viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands og raunar lands- menn alla. Fyrir hönd deildarinnar vil ég færa ekkju Guðlaugs og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ragnar Árnason, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar. • Fleirí minningargreinar um Guðiaug Þorvaidsson bíða birt- ingar ogmunu birtast í biaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.