Morgunblaðið - 02.04.1996, Side 21

Morgunblaðið - 02.04.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996 21 ERLEIMT Leotard kjörínn leiðtogi UDF Lyon. Reuter. FRANCOIS Leotard, fyrrverandi varnarmálaráðherra Frakklands, var kjörinn leiðtogi Lýðræðissambands- ins, UDF, næst stærsta stjórnmála- aflsins í landinu, á sunnudag. Leot- ard fór með sigur af hólmi þótt stofn- andi og fráfarandi leiðtogi sam- bandsins, Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti, hefði lagst gegn honum i leiðtogakjörinu. Leotard fékk 57,4% atkvæðanna á landsþingi Lýðræðissambandsins, sem er laustengt bandalag nokkurra mið- og hægriflokka, í Lyon á sunnu- dag. Hann bar sigurorð af Alain Madelin, fyrrverandi fjármálaráð- herra og einum af helstu frjáls- hyggjumönnunum í frönskum stjórnmálum. Madelin fékk aðeins 30,2% at- kvæðanna þótt D’Estaing hafði lýst yfir stuðningi við hann og sagt hann líklegastan til að auka fylgi banda- lagsins og tryggja því sigur í þing- kosningunum 1998. D’Estaing, sem er sjötugur, stofnaði bandalagið fyr- ir 18 árum og ákvað að gefa ekki kost á sér að nýju sem leiðtogi þess. „Helsta skylda mín er að sætta og sameina," sagði Leotard eftir leiðtogakjörið. Hann sagði að Madel- in, sem hann hafði lýst sem öfga- manni, og helstu stuðningsmenn hans yrðu áfram í forystuliði flokks- ins. Madelin sagði að baráttan fyrir ieiðtogakjörið hefði leitt í ljós mikla þörf á endurnýjun, einingu og auknu lýðræði innan UDF. Hann kvaðst ætla að halda áfram að beijast fyrir hugmyndum sínum innan banda- lagsins og sagði ekkert hæft i vanga- veltum um að hann myndi segja sig úr UDF og stofna nýjan flokk. Hörð valdabarátta Stuðningsmenn Leotards púuðu á d’Estaing þegar hann lýsti yfir stuðningi við Madelin á landsþinginu en aðrir klöppuðu honum lof í lófa. Viðbrögðin þóttu dæmigerð fyrir óeininguna innan bandalagsins. D’Estaing lagði áherslu á að sam- eina þyrfti flokka UDF til að þeir ættu möguleika á sigri í komandi kosningum. UDF hefur verið í skugga gaullistaflokks Jacques Chiracs forseta frá því D’Estaing Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík mt r | Tonleikar Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur tónleika i kirkjunni í kvöld kl. 20:30. Flutt verða verk eftir: Dvorók, Bath, Hiindel, Mendelssohn og Þorkel Sigurbjörnsson Einsöngvarar: Þuriður G. Sigurðardóttir Erla B. Einarsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Elísabet Hermundardóttir, Svava Kristin tngólfsdóttir, Soffía Stefónsdóttir og Örn Arnarson Stjórn og undirleikur: Pavel Smid ”1 Ífefe. tapaði í forsetakosningum fyrir Francois Mitterrand árið 1981. Leotard hefur verið tregur til að sameina flokkana þegar í stað en kveðst vilja gera það í áföngum. Hann er 54 ára og var menningar- málaráðherra 1986-88 og varnar- málaráðherra 1993-95. Leotard hefur lýst því yfir að hann stefni að forsetaembættinu og sigur hans á sunnudag eykur líkurn- ar á að sá draumur rætist. Frétta- skýrendur telja þó að valdabaráttan innan UDF, sem náði hámarki í leið- togakjörinu, geti veikt bandalagið verulega fyrir þingkosningarnar 1998 og forsetakosningarnar árið 2002. ^ Reuter Otti í Hong Kong IBUAR í Hong Kong hafa beðið ráð á miðju næsta ári og eru marg- þúsundum saman eftir að fá breska ir farnir að óttast, að Pekingstjórn- vegabréfsáritun en frestur til þess in hafi alls ekki í huga að standa er um það bil að renna út. Hong við fyrirheitin um mikla sjálfstjórn Kong fer aftur undir kínversk yfir- krúnunýlendunnar. Hvers vegna vilja allir eignast Búnaðarbankann? Rekstrarafkoma viðskiptabankanna fyrir tekju- og eignarskatt 1991-1995 Búnaðarbankinn + 964 Hagnaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.