Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg Blóðugar móttökur Forsetinn í Japan FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er stödd í Japan í boði Saitamafylkis og Japansk-íslenska vinafé- lagsins. Forseti heldur aðal- ræðu á alþjóðlegu kvenna- ráðstefnunni „Global Forum on Women Creating the Fut- ure“ (Ráðstefna um framtíð- arsýn kvenna), sem setja átti formlega í gær, laugardag, í Omiya í Saitama. Fylkisstjóri Saitama, Tsuchiya, stendur fyrir ráð- stefnunni en Tsuchiya er þekktur stjómmálamaður í Japan og var síðast forseti öldungadeildar japanska þingsins. Tsuchiya er mikill Islandsvinur. Um þessar mundir fagnar Japansk- íslenska vinafélagið 5 ára afmæli og verður haldið upp á það í tengslum við komu forseta til Japans. Meðal ann- ars syngur Sigrún Hjálmtýs- dóttir við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmunsdóttur á afmælishátíð félagsins í Tókýó nk. þriðjudag. í fréttatilkynningu foreta- skriftofunnar segir, að forseti íslands sé væntanlegur aftur heim á sumardaginn fyrsta, 25. apríl.. MÓTTÖKURNAR sem farfugl- arnir fá eru mismunandi og það getur verið dýrkeypt að vera álft og tylla sér eftir langt ferðalag. Það fengu þær að reyna álftirnar þijár sem hafa legið dauðar á FYRIRHUGUÐ frestun fram- kvæmda við tvöföldun akbrauta í Ártúnsbrekku er talin geta valdið mikilli slysahættu. Um er að ræða framhald framkvæmdanna, sem nú standa yfir. Af þessu tilefni sam- þykkti Umferðarnefnd Reykjavíkur bókun frá Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þann 21. mars sl. Þar er þeim tilmælum beint til borgaryfirvalda að þau reyni að hafa áhrif á að nægilegt fé verði veitt til þjpðvegaframkvæmda í Reykjavík. Á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld sagðist Ölafur hafa miklar áhyggjur af þessu máli og óttast stóraukna slysatíðni í Ártúnsbrekku. Hann spurði borg- arstjóra hver viðbrögð yrðu við til- mælum umferðarnefndar. túni við Signýjarstaði í Hvítár- síðu síðustu daga. Eins dauði er annars brauð og vargar hafa gætt sér á iðrum og augum álft- anna þriggja. Álftin er alfriðaður fugl í íslensku dýraríki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri svaraði því til að borg- aryfirvöld hefðu allt frá því á síð- asta ári reynt að hafa áhrif á þá fjármuni, sem veitt er til vegagerð- ar á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjavík sérstaklega. Hún sagði hins vegar niðurskurð á fjárlögum Alþingis til vegamála og sérstaks átaksverkefnis koma verst niður á höfuðborgarsvæðinu. Hún líkti ástandinu eins og það yrði í Ártúns- brekkunni við einbreiðar brýr út á landi, þar sem breiður vegur þreng- ist snögglega. Árni Sigfússon oddviti D-listans varpaði fram þeirri hugmynd hvort óska ætti eftir því að núverandi endurbætur á Ártúnsbrekkunni yrðu ekki teknar í notkun fyrr en framhaldinu væri einnig lokið. Artúnsbrekka Óttast stóraukna slysatíðni / / // //. // // // // 30%- 70% afaláttur! ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA / / // / / / Útialan hept rnánudag 22. og otendur til 30. apríl. V EGGERT jcbhkíYi Sími 551 1121 Forstöðumaður skóla- skrifstofu Eyþings Sex umsókn- ir bárust Akureryri. Morgunblaðið SEX umsóknir bárust um starf for- stöðumanns Skólaskrifstofu Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Umsækjendur eru Amar Sverris- son, sálfræðingur, Akureyri, Hólm- fríður Bára Bjamadóttir, sálfræðing- ur, Reykjavík, Jón Baldvin Hann- esson, skólastjóri, Akureyri, Karl Er- lendsson, skólastjóri, Glæsibæjar- hreppi, Kristján Már Magnússon, sál- fræðingur, Ákureyri og Sigurður R. Símonarson, kennari, Svíþjóð. Fjallað var um umsóknimar á fundi skólaráðs Eyþings nú í vikulokin og ákveðið að kalla hluta umsækjenda til viðtals. Stefnt er að því að sögn Hjalta Jóhannessonar að ráða í stöð- una sem fyrst. Skólaskrifstofa Ey- þings verður í húsnæði við Glerárgötu 26 á Akureyri, þar sem starfsemi fræðslu- og félagsmálasviðs er til húsa. Auk þess verður rekið útibú frá skrifstofunni á Húsavík. Alls verða í byijun níu stöðugildi á skólaskrifstof- unni, en eitt bætist við síðar. Möguleikar akstursíþrótta miklir Neikvæð við- brögð yfirvalda eru vonbrigði Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson BragiBragason Mikill uppgangur er í heimi aksturs- íþróttamanna - hérlendis og helst ber að nefna það að íslenska tor- færan verður sýnd á sjón- varpstöðinni Eurosport í allt sumar. Þá er LÍA í samningarviðræðum við japanska ríkissjónvarpið og hefur aðstoðað fjöl- marga blaðamenn og þáttagerðarmenn varðandi kynningu á landinu og akstursíþróttum. Alþjóð- arallið sem verður hérlend- is í september hefur kveikt áhuga margra þekktra ökumanna erlendis, eftir kynningu á Eurosport. _En framkvæmdastjóri LÍA, Bragi Bragason telur skorta skilning yfirvalda á því hve mikið er í húfi varðandi þessar íþrótta- greinar hérlendis og hveiju þær hafi þegar skilað lands- mönnum. „Við höfum fengið fjölda fyrir- spurna frá útlöndum, bæði frá atvinnumönnum og áhugamönn- um í ýmsum löndum Evrópu við- víkjandi alþjóðarallinu hérlendis í haust og torfærunni. Ég vonast til að 10-12 bílar komi frá útlönd- •um, í það minnsta, sem þýðir 100-150 manns og tilheyrandi gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið," sagði Bragi. Mikið hefur verið um að vera hjá LÍA eftir að Eurosport sýndi þátt um íslenskar akstursíþróttir fyrir skömmu auk stöðugra end- urbirtinga BBC á þætti um ísland og akstursíþróttir. Þessa dagana er LIA að semja við stærstu sjón- varpsstöð Japans um aðstoð vegna gerð fimm þátta um ísland, m.a. um akstursíþróttir. í næstu viku fara fram upptökur á torfæruefni fyrir enska þáttinn Lonely Planet, sem sýndur er í 22 löndum, m.a. á íslandi í gegnum Discovery Channel. „Ég hef trú á að 60-70 milljón- ir manna muni fylgjast með tor- færunni á Eurosport í ár. Þrátt fyrir þessa og aðra kynningu sem landið fær fáum við grátlega litlar undirtektir hjá íslenska ríkinu, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Fólk verður að vakna fyrir mögu- leikunum, sem þessi kynning býð- ur upp á. Það voru lagðar 20 millj- ónir króna í heimsmeistaramótið í handbolta í sértæka kynningar- starfsemi. Við erum að vinna í að fá margfalt meira áhorf til margra ára og fáum lítil eða engin við- brögð. Það eru geysileg vonbrigði að fá þessi neikvæðu viðbrögð. Þáttur sem við aðstoðuðum við í fyrra hefur margsinnis verið end- ursýndur á BBC um allan heim, fyrir tugmilljónir áhorfenda. Ég veit ekki hvað þarf til að sannfæra þá sem ráða. Torfæran á góða möguleika að veita 100 manns ajvinnu, ef við náum að halda henni hérlendis og peningunum sem henni gætu fylgt. Við ætlum að gera þetta að atvinnumannaíþrótt og samn- ingurinn við Eurosport er fyrsta skrefið. Áhuginn er mikill erlendis og ég hræðist mest að torfæran flytjist úr landi, ef menn vakna ekki upp. Tveir af stærstu bjór- framleiðendum heims, Bitburger og Budweiser vilja styrkja íslenska keppendur og keppnishald, en slíkt er ekki hægt eins lög og reglur eru hérlendis. Samt geta íslend- ingar horft á erlendar bjórauglýs- ►Bragi Bragason er fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra akstursíþróttamanna (LIA) og stjórnarformaður fjölmiðlafélags LÍA, sem fram- leiðir Mótorsport sjónvarps- þáttinn, sem sýndur er í Ríkis- sjónvarpinu. Eiginkona Braga heitir Guðbjörg Elín Ragnars- dóttir, þau eigatvö börn, Ragn- ar Braga og Rakel Dögg. ingar í íslensku sjónvarpi gegnum erlendar sjónvarpsrásir, og í er- lendum blöðum og tímaritum. Ég veit að íslenska ríkið verður kært fyrir Evrópudómstólnum vegna þessara laga á þessu eða næsta ári. Ég hef enga trú á að þessar reglur standist EES lög. Þessi mál eru í lögfræðilegri athugun þessa dagana hjá einu stórfyrirtæki og ég vona að það verði tekið fyrir hjá réttum dómstólum. Vægt áætlað er þjóðarbúið að tapa 140 milljónum króna af mögulegum tekjum í formi auglýsinga af þessu tagi/‘ sagði Bragi. „Islenskar akstursíþróttir eru á mikilli uppleið, en spurningin er hvort við missum aðal vaxtar- broddinn, torfæruna, út fyrir land- steinanna. Það er sama hvernig við höfum lagj; dæmið upp fyrir opinbera aðila; sem landkynningu, útflutningsvöru, nýsköpun í at- vinnumálum eða íþrótt. Torfæran byggist á íslensku hugviti, ís- lenskri smíði, íslenskum keppend- um og íslensku umhverfi - þetta er algjörlega íslensk íþrótt. Við höfum þegar sannað hve mikill áhugi fjölmiðla er erlendis. Það fínnst öllum þetta gott mál, en þegar á reynir þá fáum við litla hjálp eða enga. Dymar eru lokað- ar á íþrótt sem hefur sannað sig á 25 árum og í fyrsta skipti í sögu landsins verður íslenskt sjón- varpsefni birt tugmillj- ónum manna með reglulegum hætti. Unnið hefur verið gegn starf- semi okkar í þingsölum á þeim forsendum að íþróttin valdi mikilli mengun vegna eldsneytiseyðslu keppnistækjanna, sem þó eru sér- hæfð til að nýta eldneytið til hins ýtrasta. Á sama tíma geta sömu aðilar farið í hópferð til Kína í þotu sem brenndi meira eldsneyti og olli meiri mengun en akturs- íþróttir íslendinga hafa gert og munu gera á þessari öld. Mér finnst skilaboð þessara aðila og fleiri vera skýr: íslenskt, nei takk“, sagði Bragi. Torfæran gæti veitt 100 manns vinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.