Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN UMHVERFISSLYS VIÐ BLÁA LÓNIÐ SEINT á sl. sumri var gert mat , á. umhverfísáhrifum við Bláa lónið vegna fyrirhugaðra framkvæmda í tengslum við nýtt merðferðar- og þjónustusvæði á staðnum. Skipu- lagsstjóri ríkisins samþykkti nær skilyrðislaust hugmyndir fram- kvæmdaraðilans um skipulag og mannvirkjagerð á svæðinu. Nátt- úruverndarráð kærði hins vegar úrskurð skipulagsstjórans til um- hverfísráðherra, sem aftur á móti staðfesti niðurstöðu skipulagsstjór- ans. Ég er þeirrar skoðunar að meðferð Skipulags ríkisins og um- hverfísráðuneytisins á málinu sé .ámælisverð. í öllu ferli málsins hafa sjónarmið og rök að baki vemd náttúru og útivistar verið meira eða - minna hunsuð. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Bláa lónið munu að þarflausu valda umtalsverðum spjöllum á ungum hraunmyndunum sem eru meðal helstu sérkenna í náttúru íslands. Með nær skilyrðis- lausri samþykkt á framkvæmdun- um er ekki aðeins gengið gegn stefnu Náttúruverndarráðs í vernd hrauna, en ráðið heyrir undir um- hverfisráðuneytið, heldur eru nátt- úru- og umhverfisverndarsjónarmið sniðgengin í víðara samhengi. Bláa lónið í dag Þegar rekstur orkuversins á jarð- ■hitasvæðinu við Svartsengi hófst var affallsvatni veitt út í hraunið næst orkuverinu og fljótlega mynd- aðist þar lítið lón, ljósblátt að lit. Suðurnesjamenn tóku skömmu síð- ar upp á því að baða sig í lóninu og margir komust á þá skoðun að böðin væru heilsusamlegri en önn- ur. Nú er svo komið að lónið er ekki aðeins vinsæll baðstaður meðal íslendinga, heldur sækir þangað fjöldi erlendra ferðamanna á hverju ári. um yngstu gosmyndun að ræða á öllu Reykjanesinu. Byggingarlóðin mun liggja á stalli Illahrauns þar sem það rís eina 5-6 m yfir vatns- borð lónsins. Að lóðinni mun liggja um 2 km langur vegur úr norðri frá Grindavíkurvegi og fer hann yfir Sundhnúkshraun, helluhraun sem er líklega um 2500 ára, og er hluti vegarins á náttúruminjasvæði. Suður frá byggingarlóðinni mun um 3 km langur vegur liggja yfir Illa- hraun og meðfram Þorbjarnarfelli að vestanverðu og tengjast Grinda- vík. Þorbjarnarfell og kragi um- hverfis fellið er á náttúruminjaskrá. Álit N áttúruverndarnefndar Grindavíkur á svæðinu er að það sé „með vinsælustu útivistarsvæð- um á Suðurnesjum, sumar sem vet- ur“. Mat á umhverfisáhrifum? Lögum samkvæmt var gert mat á umhverfisáhrifum vegna fyrir- hugaðra framkvæmda á svæðinu. Vinnustofa Arkitekta hf. sá um matið og á grundvelli þess, ásamt umsögnum frá Grindavíkurbæ, Ferðamálaráði íslands, Hollustu- vernd ríkisins, Náttúruverndarráði og Vegagerð ríkisins, skar Skipu- lagsstjóri ríkisins svo úr um að framkvæmdin skyldi leyfð. Engin skilyrði voru sett fram af hans hálfu um legu vegarstæða eða byggingar- svæðis. Úrskurðurinn birtist í frum- matsskýrslu og þar koma einnig fram athugasemdir Ferðamálaráðs, Hollustuverndar og Náttúruvernd- arráðs við nokkra þætti fram- kvæmdarinnar sem snerta vernd umhverfisins. Það voru einkum þijú atriði sem fundið var að við fram- kvæmdina og gerði Náttúruvernd- arráð veigamestu athugasemdirnar. í fyrsta lagi var fundjð að því svæðisins við Þorbjarn- arfell. í dag nýtur svæðið þess tvímæla- laust að vera í vari fyr- ir umferðinni á Grinda- víkurvegi, hinum meg- in Þorbjarnarfells. Markmiðið með syðri veginum er að „stuðla að eðlilegri dreifingu umferðar um svæðið og betri tengslum við Grindavíkurbæ“, sem í þessu tilfelli fer alls ekki saman við mark- mið útivistar á svæð- inu. Þá er eðlilegt að spyq'a hvað sé „eðlileg“ dreifing umferðar og hvort vegur nr. 43, Grindavíkurveg- ur, sé ekki nógu góð samgönguæð fyrir þá sem ferðast milli Grindavík- ur og Bláa lónsins? Málsmeðferð ríkisins í umhverfismati á nýju. ferðaþjónustusvæði við Bláa lónið er með ólík- indum að mati Hilmars J. Malmquist og mun leiða til verulegra spjalla á nútímahraunum að þarflausu. Stj órnsýslukæra Þegar úrskurður Skipulagsstjóra lá fyrir og ljóst var að nær ekkert tillit hafði verið tekið til vemdar Dæmalaus málsmeðferð Dómur umhverfis- ráðherra yfir kæru Náttúruverndarráðs var sá að úrskurður skipulagsstjóra ríkis- ins skyldi standa. Málsmeðferð umhverf- isráðuneytisins sem og Skipulags ríkisins á kæmnni er með ólík- indum. Hún staðfestir ekki aðeins ófagleg vinnubrögð heldur ber hún einnig dapurlegt vitni um stefnu- og hugsjónaleysi í nátt- úru- og umhverfisverndarmálum. Eftir töluverða umræðu í þjóðfélag- inu um bágt ástand í efnistökumál- um, sér í lagi um afar slæma um- gengni á yfirborði hrauna, hefði mátt ætla að æðstu yfirvöld í um- hverfismálum legðu við eyrun og huguðu að mikilvægi þess að vernda slíkar jarðmyndanir gegn öllu óþarfa raski. Niðurstaðan í kæm- málinu gengur þvert á slíkt viðhorf og gegn stefnumörkun Náttúm- vemdarráðs í vernd hrauna. Helstu mótrök umhverfisráðu- neytisins fyrir því að lega nyrðri og syðri vegar spilli jarðmyndunum að óþörfu eru að vegastæðin séu „í samræmi við gildandi aðalskipu- lag Grindavíkur sem staðfest var 25. nóvenber 1991“! Skipulagsstjóri ríkisins notar sömu rök þegar hann svarar beiðni umhverfisráðherra um viðbrögð við kærunni. Þetta er afar forvitnilegt og vekur upp ýmsar spurningar. Til dæmis þá hvort aðalskipulag ríki í lagalegum skiln- ingi yfir niðurstöðu úr mati á um- hverfisáhrifum? Og ef svo er, til Hilmar J. Malmquist svæði Suðurnesjamanna við Þor- bjarnarfell liggur samsíða og þétt upp að fyrirhuguðum vegi. I öðru lagi má ætla út frá orðum skipu- lagsstjórans að ef mannvirkjagerð er ekki staðsett á friðlýstu svæði eða svæði á náttúmminjaskrá, þá sé lítil eða engin ástæða til að huga að vernd umhverfisins. Slík afstaða er alveg úr takt við þann boðskap sem fluttur er með^Náttúruverndar- ári Evrópu 1995. í því fjölþjóðlega átaki er sérstaklega brýnt fyrir valdhöfum að huga að náttúruvernd utan friðlýstra svæða. Tilgangurinn með átakinu er sér í lagi að opna augu almennings, landeigenda, landnotenda og skipulagsyfirvalda fyrir því að ef náttúruvernd á að vera virk og árangursrík er nauð- synlegt að hlúa að náttúrunni á svæðum sem ekki njóta ákvæða friðlýsingar. Þetta má lesa í kynn- ingarbréfi umhverfisráðuneytisins um tilgang Náttúruverndarárs Evr- ópu 1995. Sú skoðun skipulagsstjórans að hrauninu fyrir austan Bláa lónið hafí þegar verið raskað vegna þess að vegslóði er fyrir á svæðinu, þ.e. slóðinn frá Hitaveitu Suðurnesja til Eldvarpa, er illskiljanleg. í fyrsta lagi eru svæðin beggja megin ,við slóðann, sem gengur þvert á stefnu væntanlegs syðri vegar, ósnortin og laus við alla vegagerð. Hér und- ir heyrir m.a. útivistarsvæðið við Þorbjarnarfell. Slóðinn í Eldvörp er þar að auki niðurgrafinn að hálfu og lítið áberandi. I öðru lagi gefur skipulagsstjórinn í skyn að ef vegur er fyrir á svæði þá sé lítil sem eng- in ástæða til að sporna við frekari vegagerð á svæðinu. Slíka afstöðu er erfitt að skilja á tímum þar sem umfang óraskaðra svæða fer stöð- úgt minnkandi í náttúrunni. Og meira til Umhverfisráðuneytið hefur kom- ist að því að nyrðri vegurinn muni „ekki spilla ósnortnu svæði þar sem hann fylgir núverandi vegi að vatnstanki Suðurnesja" og byggir ráðuneytið á lýsingu frá Skipulagi ríkisins í frummatsskýrslunni. Hér er um rangtúlkun að ræða. Teikn- ingar í frummatsskýrslunni stað- festa að engin slík samnýting vega á sér stað. Líklega er ruglað saman fyrirhuguðu vegarstæði og aflögð- um línuvegi sem áður er getið. Nyrðri vegurinn mun liggja yfir ósnortið og mosagróið Sundhnúks- HORFT í vestur yfir Svartsengissvæðið. Bláa lónið er fyrir miðju. Efri myndin sýnir legu fyrirhugaðs ferðaþjónustusvæðis eins og yfirvöld hafa samþykkt. Neðri myndin sýnir tillögu sem hefur mun minna umhverfisrask í för með sér. Bláa lónið er sérkennilegur stað- ur, sambland íslenskrar náttúru og mannanna verka. Á aðra hönd eru hraun, ygld og grett og grá, en á hina eru tækniundur mannsins þar sem orka úr iðrum jarðar er beisluð i myndarlegum byggingum með til- heyrandi gufubólstrum, ljósadýrð og drunum. Mitt á milli liggur lónið sjálft með himneskan bláan litinn sinn. Andstæðurnar ljá staðnum svipmót framandleika, eins konar leiksviði _ vísindaskáldsögu í öðru sóikerfi. í ofanálag býr blái vökvinn yfír lækningarmætti. Er hægt að hugsa sér nýstárlegri söluvöru fyrir ferðamenn? Eins og skipulagi og aðbúnaði ferðamanna við svæðið er háttað í dag og m.t.t. þess að aðsókn að Bláa lóninu á örugglega eftir að aukast á næstu árum er nauðsyn- legt að ráðast í úrbætur á staðnum. Vegna þess hve umhverfi Bláa lóns- ins er sérkennilegt, sem grundvall- ast ekki hvað síst á hinum ungu hraunum, er mjög mikilvægt að taka tillit til þessara náttúrusér- kenna í skipulagi svæðisins. Framtíðin Samkvæmt tillögu fram- kvæmdaraðila hefur nýja þjónustu- svæðinu verið valinn staður á ósnortnu hrauni við vesturbakka Bláa lónsins, fjærst núverandi baðaðstöðu. Þar sem hraunið er hæst skulu byggingar rísa og að þeim skulu liggja vegir úr tveimur áttum (mynd A). Byggingasvæðið er umfangsmikið, um 30 hektarar, og staðsett á hinu úfna Illahrauni, - ^itlu, ungu apalhrauni, sennilega frá árinu 1226, og því er hér líklega að sjálft byggingarsvæðið var ekki haft með í matinu á umhverfisáhrif- um. Færð voru rök fyrir því að hvað mest rask hlytist á svæðinu af staðsetningu byggingarlóðarinn- ar, enda er hraunflæmið fyrir vest- an Bláa lónið, þar sem megnið af Illahrauni liggur, nær ósnortið. Einnig má gera ráð fyrir að bygg- ingarframkvæmdunum fylgi um- talsvert rót, m.a. að hraunstallurinn verði lækkaður og sléttaður. í öðru lagi var bent á að vega- stæðin lægju að mestu á ósnortn- um, grónum hraunflákum og að lítt snortnir hraunkaflar myndu skerð- ast enn frekar en orðið er á svæð- inu. Nær engin samnýting er á eldri vegaslóðum á svæðinu. Til dæmis liggur aflagður línuslóði nærri nyrðri veginum en ekki er minnst á hann af hálfu framkvæmdaraðila. í þriðja lagi var bent á að syðri vegurinn gæti rýrt gildi útivistar- náttúru og útivistar á svæðinu kærði Náttúruverndarráð málið til um- hverfísráðherra og fór fram á að úrskurður skipulagsstjórans yrði felldur úr gildi og málið tekið upp á nýjan leik. Þar sem hluti af áætl- uðu framkvæmdasvæði er á náttúru- minjaskrá krafðist Náttúruverndar- ráð þess að framkvæmdaraðili legði fram fleiri tillögur um legu vega og byggingarsvæðis. Ráðið benti á að náttúruminjaskrá, sem er staðfest af umhverfísráðherra, felur í sér stefnumörkun stjómvalda um land- nýtingu, þ.e.a.s. að jarðvegurinn er undirbúinn fyrir viðræður við rétt- hafa um stefnu í friðlýsingarmálum. Minnt skal á að svæði sem skráð eru sem náttúruminjar, eru svæði eða staðir sem ekki hafa verið frið- lýst enn, en hafa eitthvað það til að bera sem þjóðinni er mikils virði að eiga og vart eða ekki verður bætt, sé því raskað.“ hvers er þá verið að eyða tíma og fé í mat á umhverfísáhrifum á svæðum í aðalskipulagi? Hvað líður sjónar- miðum náttúru- og umhverfisvernd- ar við slíkar kringumstæður? Einnig má spyija hvort það sé eðlilegt að skipulagsstjórinn sé dómari í kæru á sitt eigið embætti? Hann er það svo sannarlega eins og tekið hefur verið á þessu máli og reyndar fleiri kærumálum. Uppistaðan í málflutn- ingi ráðuneytisins gegn kæru Nátt- úruvemdarráðs eru einkum tilvís- anir í skoðanir skipulagsstjórans. Ekki er leitað álits óháðra faglegra aðila, t.d. hvað varðar jarðfræðilega sérstöðu svæðisins. í umbeðinni umsögn við kæru Náttúruverndarráðs segir skipu- lagsstjórinn um syðri vegarkaflann: „svæðið er hvorki friðlýst né á Náttúruminjaskrá.“(!) Þetta lofar ekki góðu. Skipulagsstjórinn lítur í fyrsta lagi fram hjá því að útivistar- hraunið og vegurinn mun meira að segja sneiða rétt fram hjá fornum mannvirkjum, sem ekki er gerð grein fyrir í frummatsskýrslunni. Hvað sem þessu líður þá leiðir rang- túlkunin til þess að umhverfisráðu- neytið byggir á vitleysu í úrskurði sínum við kæru Náttúruverndar- ráðs. Hvað varðar spjöll af völdum byggingarsvæðisins á Illahrauni, einni yngstu og minnstu hraun- myndun á Reykjanesi, hefur ráðu- neytið komist að því að byggingar- svæðið sé ekki matskylt og því er ekki ljallað um það í kæranni. Nú mæla lög um mat á umhverfisáhrif- um svo fyrir að þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn utan byggða skulu ávallt gangast undir mat. Ráðu- neytið lítur aftur á móti svo á að Svartsengi sé í þéttbýli. Hér örlar ekki á náttúrufræðilegum rökum né umhyggju fyrir náttúrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.