Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 13 LEIÐTOGAR Ólífuhreyfingarinnar þeir Romano Prodi (t.v) og Lamberto Dini, starf- andi forsætisráðherra á kosningafundi. af nunnum og munkum, en skóla- kerfið er fyrst og fremst byggt á skólum hins opinbera. Vinstri flokk- amir eru ekki frábitnir einkavæð- ingu, frekar en flestir aðrir evrópsk- ir vinstri- og jafnaðarmannaflokkar nú um stundir, en kjósa samstarf hins opinbera og einkaaðila í heil- brigðiskerfinu, þar sem hið opinbera tryggði ódýra og góða þjónustu. Ólífuhreyfingin bendir því óspart á að Frelsisbandalagið ætli sér að vinda ofan af velferðarkerfínu með einkavæðingaráformum sínum. Ólífuhreyfíngin hefur hamrað á að hún noti ekki stóryrði líkt og Frelsisbandalagið, en á þeim bæ hef- ur Bossi meðal annars verið kallaður „Júdas“ og Scatfaro forseta var sagt að það ætti að „sparka í rassinn á honum“ eftir ummæli hans, sem Frelsisbandalaginu hugnaðist ekki. Ólífuhreyfíngin reynir hins vegar að höfða til ábyrgari kjósenda og hefur líka tekist að vera sameinaðri í mál- flutningi sínum, meðan Berlusconi og Fini hafa hvað eftir annað orðið ósammála. Frelsisbandalagið ekki metið erlendis vegna samstarfs við nýfasista í kosningunum 1994 lofaði Ber- lusconi að segja skilið við fyrirtæki sín, en það hefur hann ekki gert. Margir álíta hann ótrúverðugan, því hann geti ekki skilið á milli eigin- hagsmuna og þjóðarhags. Um leið hefur hann gefið höggstað á sér, þar sem yfirvofandi mútumál gera allt tal hans gegn múturannsóknum „hreinna handa“ ótrúverðugt, þó vís- ast hljómi það vel í eyrum einhverra að Cesare Previti fyrrum dómsmála- ráðherra í stjórn Berlusconis, er varð að fara frá þegar hann reyndi að hindra dómsrannsókn mútumála, hefur lofað að enginn verði settur í fangelsi, ef Frelsisbandalagið komist til valda. En þrátt fyrir þetta þá er Berlusconi enn eini kostur þeirra, sem ekki geta hugsað sér að styðja gömlu vinstrihreyfínguna og hófsam- ir hægrimenn benda á að stefna Berlusconis líkist stefnu annarra evr- ópskra hægriflokka, en Frelsis- bandalagið hijóti bara ekki viður- kenningu þeirra vegna samstarfsins við nýfasistana. Það tók Romano Prodi, hagfræði- prófessorinn frá Bologna, langan tíma að koma saman Ólífuhreyfing- unni og ýmsir álíta að hann hafi ekki fest sig í sessi sem ótvíræður leiðtogi, sérstaklega ekki eftir að Lamberto Dini, sem nú fer með emb- ætti forsætisráðherra í embættis- mannastjórn, hefur stofnað flokk. Prodi er 56 ára, en maður númer tvö í hreyfíngunni er Walter Veitroni, fertugur ritsjóri L’Unita, sem hann hefur svift gamla kommúnistahjúpn- um og gert að nútímalegu blaði. Veltroni hefur áhuga á fótbolta og kvikmyndum eins og margir Italir og er nýjabrum Ólífuhreyfingarinnar í kosningabaráttunni. Hann þykir heillandi stjómmálamaður, sem sam- eini skýra stefnu og hæfíieika til að BRÚÐHJÓNIN í hamslausum fögnuði á svölum Bucking- ham-hallar á giftingardaginn 23. júlí 1986. allt að 300 milljóna króna en hermt er að skilnaðarsamningur- inn færi henni sjálfri rúmar 50 milljónir, entæpar 150 milljónir séu ætlaðar dætrum hjónanna og verði í vörslu fjárhaldsmanns. Tekjur hertogaynjunnar af út- gáfusamningum nema sem svar- ar 20 milljónum króna á ári en áætlað er að árleg útgjöld hennar hafi numið 60 milljónum. Fullvíst þykir að í skilnaðar- samningi hjónanna verði kveðið á um að Fergie geti ekki skýrt frá sögu hjónabandsins og komið þannig konungsfjölskyldunni í frekari vandræði. tala til fólks svo allir skilji. Það er vísast ekki síst honum að þakka að flokkurinn virðist hafa snúið við straumi ungs fólks til Berlusconi í síðustu kosningum. Fyrir nokkrum árum reyndi hann að ná kjöri sem formaður hins nýja vinstriflokks, þegar uppgjörið við kommúnistafortíðina varð, en lét þá í minni pokann fyrir Massimo D’Alema núverandi for- manni. Veltroni hefur nú fundið sér stað innan Ólífuhrejrfingarinnar og er tvímælalaust rétt að hefja feril sinn. Markalaust jafntefli Fótboltinn liggur nærri hjarta ítala og samlíkingar gjaman teknar úr fótboltamáli. Sem stendur óttast margir að úrslit kosning- anna stefni í markalaust jafntefli, þannig að niðurstaðan leiði til mánaðalangra stjprnmyndunarvið- ræðna, en slíku em ítalir ekki óvanir. Sergio Romano er kunnur stjóm- málaskríbent á Ítalíu, en hann var áður sendiherra Itala, meðal annars í Rússlandi og Svíþjóð. í samtali við Morgunblaðið segir hann að allt stefndi í sjálfheldu, meðal annars af því þingið er skipt í tvær deildir og ólíklegt að sami meirihlutinn fáist í báðum. Hann óttast að kosningabar- áttan og langt stjómarmyndunarþóf verði glataður tími. Hvorugri hreyf- ingu takist að mynda trúverðuga stjóm, svo aftur verði horfið til til- rauna, sem gerðar vom í febrúar til að mynda samstjóm hægri og vinstri flokka, meðal annars til að glíma við stjómarskrárbreytingar er leiddu til nýrra stjómarhátta, til dæmis sterks forsetaembættis að franskri fyrir- mynd. Þeim breytingum er ætlað að koma á stöðugra stjómarfari. Rom- ano segir að þótt ítalir hafi spjarað sig vel efnahaglega þrátt fyrir hálfr- ar aldar óstöðugleika þá geti þetta ástand ekki bara haldið áfram. Óstöðugleiki með stöðugum stjómar- skiptum hafí orðið til þess að við- halda gömlum mynstmm og það leitt til óholls andrúmslofts og spillingar. Árið 1993 voru gerðar breytingar á kosningalögunum til að draga úr vægi meirihlutakosninga, en Ra- mano bendir á að ekki dugi að lappa bara upp á kosningakerfið, heldur þurfí rækilegri endurskoðun stjórn- arskrárinnar eins og reynt var að gera í febrúar undir stjóm embættis- mannsins Antonio Maccanico. Eins og er virðist hin „heita bar- átta“ Ólífuhreyfíngarinnar skila henni áleiðis og þegar Walter Veltroni kom á fund með erlendum blaðamönnum á föstudaginn sagðist hann sannfærð- ur um að straumamir lægju í átt til ólífunnar og sama hefur D’Alema sagt. En ef þetta rætist og Ólífuhreyf- ingin fær umboð til stjómarmyndunar á enn eftir að koma í ljós hvort hreyf- ingin er jafnsamstæð og leiðtogar hennar vilja vera láta. En straumam- ir hafa líka legið til Þjóðfylkingarinn- ar og spumingin er hvort undanfam- ir mánuðir og þeir næstu verða enn eitt glatað tímabil í ítölskum stjóm- málum. Ert þú að tapa réttindum? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1995: Lífeyrissjóður A usturlands Lífeyrissjóður framreiðslumanna Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vesturlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóður matreiðslumanna Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna Lífeyrissjóður Suðurnesja Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga Sameinaði lífeyrissjóðurinn FAIR ÞU EKKIYFIRLIT er dregið hefur verið aflaunum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en l.maínk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda i lifeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan ^0 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil,sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.