Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon inn Poul Moller í fararbroddi áleit að frumvarpið fæli í sér eignarnám og fékk staðfestingu þess frestað, þar til það hefði verið samþykkt af nýju þingi, eins og stjórnarskrá- in gefur tækifæri til. Margir þing- menn undu því illa að vart hafði gefist tími til að ræða frumvarpið, sem þingmenn máttu ekki breyta, heldur aðeins samþykkja eða hafna. Jorgen Jorgensen féll afar þungt að fá ekki að afhenda hand- ritin, eins og hann hafði vonast til. Frumvarpið var síðan lagt aftur fram af K.B. And- ersen menntamálaráð- herra Dana haustið 1964 og þá gefið tækifæri til að ræða það betur. Þann vetur voru gríðar- legar umræður í Danmörku, að mestu að undirlagi Árnanefndar, sem var stjórnarnefnd safnsins, nema hvað að Jón Helgason kom þar hvergi nærri. En allt kom fyrir ekki. Frumvarpinu var ekki breytt í meðförum þingsins, heldur sam- þykkt vorið 1965. Enn reyndi Poul Moller að fá málinu frestað, nú með því að fá því skotið til þjóðarat- kvæðagreiðslu, en hlaut ekki nægi- legan stuðning þingmanna. Þá greip Árnanefnd til sinna ráða, enn án þátttöku Jóns og með fjárstuðningi frá stór-dönskum fé- sýslumönnum stefndi hún mennta- málaráðuneytinu, því lögin um af- hendingu handritanna fælu í sér eignamám. Málið fór bæði fyrir Eystri landsrétt og Hæstarétt, en dómurinn var ekki nefndinni í hag og fjármunir nefndarinnar á þrot- um. Enn kom til málaferla, því menntamálaráðuneytið höfðaði nú staðfestingarmál til að fá því slegið föstu að ekki þyrfti að greiða skaðabætur fyrir þau handrit, sem afhent væru. Dómur Hæstaréttar féll ekki fyrr en í mars 1971 og þá loksins var hægt að undirbúa skil fyrstu handritanna og það voru auðvitað kjörgripirnir tveir, Flat- eyjarbók og Konungsbók Eddu- kvæða, sem send voru með fríðu föruneyti til íslands. Skipting handritanna tók mörg ár, en 1986 skrifuðu Bertel Haarde og Sverrir Hermannsson undir síð- ustu sáttmála í málinu á Þingvöll- um og þar með var því lokið. Skil- um handritanna er nú að mestu lokið ... og handritin því komin heim. Þær sterku tilfinningar, sem handritamálið vakti á sínum tíma verða ekki skýrðar. nema málið sé skoðað í samhengi við stjórnmála- stefnur og strauma í Danmörku MÓTTAKA handritanna við Reykjavíkurhöfn. Jóhann Hafsteln, þáverandi forsætisráðherra, í ræðustól en aðrir á myndinni sem þekkja má: Pétur Eggertz, fyrrverandi sendlherra, vinstra megin við ræðupúltið en hinu megin Jörgen Jörgensen, fyrrverandi menntamálaráðherra Dana, Ólöfu Pálsdóttur og Sigurð Bjarnason frá Vigur, þáverandi sendiherrahjón í Kaupmannahöfn, Ragnheiði Hafstein, forsætisráðherrafrú, Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra og konu hans Guðrúnu Vilmundardóttur, Auði Auðuns, Eggert G. Þorsteinsson, Birgi Finnsson og Heige Larsen. og á íslandi á þessum tíma. Lengi eftir 1944 voru margir Danir Islendingum sárir vegna sambandsslitanna og margir þeirra því mótfallnir íslensku handritaósk- unum. En andstaðan í Danmörku á sjötta áratugnum stafaði einnig af því að stjórnarandstaðan var hörð, svo að jafnvel stjórnarand- stæðingar, sem í raun voru hlynnt- ir málstað íslendinga, unnu gegn lausn málsins. Það stjórnmálagildi sem málið hafði í upphafí í hugum þeirra dönsku stjórnmálamanna, sem ljáðu óskunum eyra minnkaði er leið framundir 1960 og umræður um málið snerust að hluta upp í gamalkunn átök í Danmörku milli háskólamanna og lýðháskóla- manna. Hvað íslendingum viðvíkur er fróðlegt að íhuga hvers vegna lausn, sem þótti fráleit árið 1954, gat verið til umræðu 1961 og hér er varla vafí á að stjórmálaand- rúmsloftið skýrir þessi hvörf. Alveg frá því á stríðsárunum höfðu um- ræður um umsvif Bandaríkja- manna á íslandi markað íslenska stjórnmálaumræðu. I hinu unga lýðveldi var þjóðernishyggja vopn, sem allir stjórnmálamenn reyndu að nýta sér í hag og forðuðust að leggja það í hendur andstæðing- anna. Þó sjálfstæðisbaráttunni lyki formlega með Sambandslagasamn- ingnum 1918 var málið samt sem áður oft sett fram sem einhvers konar framlenging sjálfstæðisbar- áttunnar. Það gat verið hentugt fyrir hægriflokkana að tala um málið sem sjálfstæðismál til að draga athyglina frá að áhrifin úr vestri á nýstofnað lýðveldi voru yfirþyrmandi, meðan vinstriflokk- arnir reyndu að slá eign sinni á málið til að styrkja þjóðernislega ímynd sína. Árið 1961 var ástandið í íslensk- um stjórnmálum orðið mun stöð- ugra en verið hafði frá stríðslokum og samskiptin við Bandaríkjamenn ekki lengur jafn umdeild og verið hafði. Það slaknaði því ögn á þjóð- ernishyggjunni, þó hún verði vísast lengi enn ríkur þáttur í íslenskri umræðu um utanríkismál. Handritamálið tilheyrir núorðið sögunni til. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á framvindu þess á sínum tíma má ekki gleym- ast að Danir eru eina þjóðin í heimi, sem skilað hefur menningarverð- mætum á borð við handritin. ís- lendingar geta því vart annað en fundið til djúpstæðs þakklætis fyrir ( þær einstöku málalyktir, að hand- ritin fengust heim. REKSTAR- OG VIÐSKIPTANÁM Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands þriggja missera nám með starfi - hefst í september 1996 Endurmenntunarstofnun býður fólki með reynslu í rekstri og stjómun upp á hagnýtt og heildstætt nám í helstu viðskiptagreinum. Námið hafa nú þegar stundað á fimmta hundrað stjómendur úr einkafyrirækjum og stofnunum. Nemendur eru flestir fólk með viðamikla stjómunarreynslu sem gera miklar kröfur um hagnýtt gildi og fræðilega undirstöðu námsins. Ávallt komast færri að en vilja. Tveggja missera framhaldssnám með sama sniði stendur til boða annað hvert ár. Inntökuskilyrði: Teknir eru inn 32 nemendur. Forgang hafa þeir sem lokið hafa háskólanámi, en einnig er tekið inn fólk með stúdentspróf eða sambærilega menntun sem hefur töluverða reynslu í rekstri og stjómun. Helstu þættir námsins: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, fjármálastjóm, stjómun og skipulag, starfsman- nastjómun, upplýsingatækni í rekstri og stjómun, framleiðslustjómun, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og viðskip- taréttur, þjóðhagfræði og haglýsing og stefnumótun. Kennslutími er að meðaltali 120 klst. á hverju misseri auk heimavinnu. Námið er alls 360 klst. sem samsvarar 18 einingum á háskólastigi. Nemendur taka próf og fá prófskírteini að námi loknu. Stjóm námsins skipa þrír háskólakennarar, þeir Logi Jónsson, dósent, fulltrúi Endurmenntunarstofnunar HI, Stefán Svavarsson, dósent, fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar HI, og Pétur Maack, prófessor, fulltrúi verkfræðideildar HI. Kennarar rp.a.: Bjami Þór Oskarsson, hdl. og adjúnkt HI. Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi og lektor HÍ. Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, stundakennari HÍ. Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur og rekstrarráðgjafi. Páll Jensson, prófessor, verkfræðideild HÍ. Stefán Svavarsson, dósent, viðskiptadeild HÍ. Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur Sinnu hf. Næsti hópur hefur nám í september 1996. Verð fyrir hvert misseri er 72.000 kr. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum (sem sendist inn fyrir 6. mar 1996) fást hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Tæknigarði, Dunhaga 5,107 Reykjavík. Sími: 525 4923. Fax 525 4080. Netfang: endurm@rhi.hi.is i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.