Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna gamanmyndina Grumpier Old Men með Walther Matt- hau, Jack Lemmon, Ann-Margret og Sophiu Loren í aðalhlutverkum. Þetta er framhald myndarinnar Grumpy Old Men sem sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum. ÞAU Melanie (Daryl Hannah) og Jacob (Kevin Pollack) hætta við brúðkaupið vegna afskipta feðra sinna. ENNÞÁÍ BARÁTTU Þeir Jack Lemmon og Walter Matthau leiða saman hesta sína á nýjan leik sem fjandvinimir fúlu, John og Max, í kvikmyndinni Grumpier Old Men, sem er fram- hald myndarinnar Grumpy Old Men sem gerð var 1993 og sló rækilega í gegn á sínum tíma. Eins og í fyrri myndinni fara þau Ann-Margret, Daryl Hannah, Kevin Pollack og Burgess Mered- ith með stór hlutverk, en nú hefur ítalska leikkonan Sophia Loren einnig bæst í hópinn. Sumarið hefur gengið í garð í smábænum Wabasha í Minnesota með tilheyrandi þíðu og jafnvel hefur eilítil þíða hlaupið í áratuga- löng stirð samskipti fjandvinanna. John er nýlega og hamingjusam- lega kvæntur Ariel (Ann-Margr- et), en Max er hins vegar ennþá einn á báti. En þá kemur til sög- unnar Maria Ragetti (Sophia Lor- en) sem keypt hefur beitusölu Chucks við uppáhaldsveiðivatn þeirra félaga og hyggst hún breyta henni í rómantískan ítalskan veit- ingastað sem þeim finnst af og frá. Til þess að koma í veg fyrir þetta hræðilega tiltæki sameinast þeir John og Max í baráttu til að koma í veg fyrir fyrirætlan Mariu og beita þeir öllum tiltækum ráð- um til þess. Þeir eru hins vegar óviðbúnir hugprýði hennar og bar- áttuþreki, en hún hefur alls ekki í hyggju að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Hún svarar ofsókn- um þeirra í sömu mynt og er allt útlit fyrir að hún fari með sigur af hólmi og geri Max þar að auki bálskotinn í sér. Á meðan þessu fer fram eru þau Melanie (Daryl Hannah), dóttir Johns, og Jacob (Kevin Pollack), sonur Max að undirbúa vænt- anlegt brúð- kaup sitt, en þau hætta hins vegar við allt saman þeg- ar þeim verður ljóst með hvaða hætti feður þeirra hafa undir- búið veisluhöldin. John kennir Max um hvernig fór og Max ásakar John. Ekki líður því á löngu þar til hið skammvinna vopna- hlé fjandvinanna fúlu er farið út um þúfur og þeir eru á nýjan leik komnir í hár saman á þann hátt sem þeim einum er lagið. Grumpier Old Men er sjötta kvikmyndin sem Óskarsverð- launahafarnir Walther Matthau og Jack Lemmon leika saman í. Þeir léku fyrst saman i The Fort- une Cookie (1966), en þá þekktust þeir varla. Núna eru þeir hins vegar eins og bræður og samleik- ur þeirra aðeins framlenging á vináttusambandi þeirra. Jack Lemmon varð fyrstur leikara til að hljóta Óskarsverðlaunin bæði sem besti leikari í aðalhlutverki (Save the Tiger) og sem besti leik- ari í aukahlutverki (Mister Rob- erts). Þá er hann sá eini sem hlot- ið hefur verðlaunin og leikstýrt öðrum sem tilnefndur hefur verið til þeirra (Matthau í Kotch), og eini leikarinn sem hefur hlotið útnefningu tvisvar á kvikmynda- hátíðinni í Cannes sem besti leik- ari (The China Syndrome og Miss- ing). Margvíslegur annar heiður hefur fallið leikaranum í skaut og hefur hann hlotið fjölda alþjóð- legra verðlauna. Lemmon fæddist í Boston í Massachusetts en hann lauk há- skólaprófi frá Harvard-háskóla árið 1947. Eftir að hafa þjónað í sjóhemum hélt hann til New York að freista gæfunnar, og fyrstu hlutverkin fékk hann í nokkrum sápuóperum í útvarpi. Þá sneri hann sér að sjónvarpi og lék þar í rúmlega 500 sjónvarpsþáttum sem flestir voru í beinni útsend- ingu, og árið 1953 lék hann sitt fyrsta hlutverk á Broadway. Fljót- lega lá leiðin svo til Hollywood og fyrir hlutverk sitt í fjórðu myndinni HIN hugprúða Maria svarar ofsóknum félaganna Johns (Jack Lemmon) og Max (Walther Matthau) í sömu mynt. sem hann lék í, Mister Roberts (1955), hlaut hann óskarsverð- launin fyrir bestan leik í aukahlut- verki. Vendipunktur varð á ferli Lemmons þegar hann lék í sinni fyrstu kvikmynd fyrir Billy Wild- er. Það var Some Like It Hot (1959), en í henni lék hann á móti Tony Curtis og Marilyn Monroe. Samstarf Lemmons og Wilders leiddi síðar af sér myndir á borð við The Apartment, Irma La Douce, The Fortune Cookie (fyrsta hlutverkið með Walther Matthau), Avanti!, The Front Page og Buddy Buddy, en í þeim tveim síðastnefndu lék hann einnig á móti Matthau. Dramatískir hæfi- leikar Lemmons fengu svo notið sín í myndum eins og Days of Wine and Roses, Save the Tiger, The China Syndrome, Tribute, Missing, JFK og Glengarry Glen Ross. Walther Matthau hefur leikið í rúmlega 50 kvikmyndum, en hann lék sitt fyrsta hlutverk á sviði á Broadway árið 1948. Hann er fæddur í New York og stundaði nám í blaðamennsku í Columbia- háskólanum, og síðar stundaði hann leiklistamám. Á Broadway átti hann farsælan feril til ársins 1955 þegar hann lék í fyrstu kvik- mynd sinni, The Kentuckian, en jafnhliða kvikmyndaleik hélt hann áfram að leika á Broadway, og árið 1965 hlaut hann Tony-verð- launin sem besti leikari fyrir frammistöðu sína í The Ödd Couple. Eftir að hafa hlotið Óskars- verðlaunin fyrir bestan leik í auka- hlutverki í The Fortune Cookie (1966) varð Matthau einn eftirsótt- asti aðalleikari í bandarískum kvik- myndum og fylgdi hvert stórhlut- verkið í kjölfar annars. Meðal mynda sem hann hefur leikið í eru The Laughing Policeman, The Sunshine Boys, Califomia Suite, Hopscotsh, The Survivors, Dennis The Menace og síðast I.Q. Síung stjarna SOPHIA Loren hefur leikið í rúmlega 80 kvikmyndum á 45 ára ferli sínum sem kvikmyndaleikkona, en síðast sást þessi síunga stjarna á hvíta tjald- inu í mynd Roberts Altman, Pret-a- Porter, sem gerð var 1994. Skírnarnafn leikkonunnar er Sofia’ Scicolone, en hún fæddist 20. septem- ber 1934 í Róm og verður því 62 ára á þessu ári. Hún var óskilgetin og ólst upp í fátækrahverfum Napólí við þröngan kost i seinni heimsstyijöldinni. Móðir hennar var leikkona sem barðist í bökkum og innrætti dóttur sinni metnað til að verða stjarna. 14 ára tók hún þátt í fyrstu fegurðarsamkeppninni í Napólí og var hún ein af 12 stúlkum sem hlutu titilinn „prinsessa hafs- ins“, en að launum fékk hún lest- armiða til Rómar, nokkrar rúllur af veggfóðri, borðdúk og smá- vægilega peningaupphæð. Mamma hennar fór með henni til Rómar en þar fengu þær báðar fljótlega smáhlutverk í myndinni Quo Yadis og fleiri myndum. Sofia tók þátt í keppninni um titilinn ungfrú Ítalía og þar var hún valinn ungfrú glæsileiki. Hún lifði við heldur bág kjör fyrir peninga sem henni áskotn- uðust m.a. fyrir fyrirsætu- störf, og hún var ekki orðin 15 ára þegar hún kynntist kvikmynda- framleiðandanum Carlo Ponti sem var dómari í einni fegurðarsam- keppninni sem hún tók þátt i og varð síðar eiginmaður hennar. Hann gerði samning við hana og hófst þegar handa við að undirbúa kvikmyndafer- il hennar. Hann sendi hana í nám hjá leiklistarkennurum og kom henni í aukahlutverk í nokkrum kvikmynd- um og þá undir nafninu Sofia Lazz- aro, og síðan í veigameiri hlutverk undir nafninu Sophia Loren. Tvítug að aldri var hún orðin stjarna í heima- landinu og fór að keppa við Ginu Lollobrigidu um athyglina beggja vegna Atlantsála. Hávaxin og þrýstin með munúðarfulla andlitsdrætti höfð- aði hún til karlpeningsins í Bandaríkj- unum og ekki leið á löngu þar til henni fór að berast skriða af tilboðum frá kvik- myndaframleiðendum í Hollywood. Eftir að hafa leikið í nokkrum bandariskum myndum sem tekn- ar voru í Evrópu kom hún svo loks til Hollywood árið 1958 að undangenginni mikilli auglýsinga- herferð þar sem hún var kynnt sem nýjasta kyn- táknið. En Hollywood misnotaði þennan nýja feng sinn með því að leggja áherslu á yfirborðs- legan glamúr i stað jarðbundinnar framkomu leikkonunnar sem var henni eðlislæg, og með fáeinum undantekningum var hlutverkaval handa henni misráðið í bandarískum kvikmynd- um, jaf-nvel þótt hún ynni til verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum fyrir hlutverk sitt í myndinni The Black Orchid, sem gerð var 1959. Tveimur árum síðar var Sophia komin aftur til Ítalíu og þar lék hún í mynd Vittoria De Sica, La Ciociara, sem þykir ein besta frammistaða hennar allt til þessa. Hún hlaut bæði Óskarsverð- laun og Cannes verðlaun auk fjölda annarra verð- launa fyrir þetta hlutverk sitt þar sem hún leik- ur móður í stríðshijáðri Ítalíu, og var þetta í fyrsta skipti sem leikkona hlaut Oskarsverðlaun- in fyrir bestan leik í aðalhlutverki í erlendri mynd. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna aftur árið 1964 fyrir hlutverk sitt í myndinni Matrim- onio all’Italiana og 1991 hlaut hún sérstök Ósk- arsverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.