Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 43 ÍDAG BRIDS Bmsjön Guðmundur Páll Arnarson TÍMASETNINGIN skiptir sköpum í alslemmu suðurs. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ - ¥ K64 ♦ ÁK8743 * ÁK93 Suður * ÁD742 ¥ ÁDG73 ♦ 2 * 76 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 5 grönd Pass 7 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Laufdrottning. Hvemig er best að spila? Sagnhafi á tíu toppslagi og þarf að búa þijá til. A.m.k. tveir verða að koma á tígul, svo besta byijunin er að spila strax tígulás og trompa tígul. En hvað svo? Einn möguleiki er að spila hjarta á kóng og stinga tígul hátt, trompa svo spaða og taka trompin. Slemman vinnst þá ef trompið kemur 3-2 og tígullinn liggur ekki verr en 4-2. Norður ♦ - ¥ K64 ♦ ÁK8743 ♦ ÁK93 Vestur Austur ♦ G9 ♦ ¥ 10852 IIIIH ¥ K108653 ♦ G96 ♦ 9 ♦ DG104 + D105 852 Suður ♦ ÁD742 ¥ ÁDG73 ♦ 2 ♦ 76 Þetta er ekki alvond áætl- un, en þó er neyðarlegt að fara niður á slemmunni í þessari ijómalegu í tíglinum. Með réttri tímasetningu vinnst spilið einnig ef tromp- ið liggur illa en tígullinn vel. Eftir að hafa trompað tígul í þriðja slag, er hjaita spilað á kóng og til baka á ás. Ef báðir eru með, er hægt að trompa spaða í borði og tígul heima. En þegar í ijós kemur að vestur á flögur hjörtu, er ekki um annað að ræða en taka þau öll og treysta á hagstæða tígullegu. ÁRA afmæli. Á morgun, mánudag- inn 22. apríl, verður níutíu og fimm ára Þórður Jóns- son, Sölvholti. Hann fædd- ist í Vorsabæ, Ölfusi og ólst þar upp. Eiginkona hans var Þórhildur Vig- fúsdóttir, frá Þorleifskoti en hún lést 4. apríl 1989. Þau eignuðust 3 böm og einn uppeldisson. ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 21. apríl, er fimmtug Sigríður ALradóttir. Hún og eigin- maður hennar Björn Finn- bjömsson eru búsett í Luxemborg, 33 City Jos- eph Bech - 6186 Gonder- ange. Sími: 00-352- 789132 og bréfsími: 00- 352-789132. Með morgunkaffinu Áster... að hafa einhvem sem huggar þig þegar gengi hlutabréfanna lækkar. TM Beg. U.S. Pat. Off. — sll rights reserved (c) 1996 Los Angeles Tlmes Syndlcate minni að þú sætir og biðir eftir henni lærði ég nokkur ný blótsyrði... COSPER GAKKTU bara um biðstofuna í svolitla stund og viðbrögð fólksins munu áreiðanlega sjá til þess að þú hættir að hiksta. TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með áhuga á tónlist, ferðalögum, bók- menntum og pótkortum: Chrissie Myles- Abadoo, P.O. Box 49, Oguaa Town, Ghana. SÆNSKUR piltur sem safnar merkjum og minja- gripum knattspyrnufélaga vill komst í samband við íslenska safnara með skipti í huga: Lars Iredahl, Söderviigen 36, 183 64 Táby, Sweden. SEXTÁN ára finnsk stúlka með áhuga á blaki, tónlist og kvikmyndum: Sanna Hyytiáinen, Ponjalantie 61, 03300 Otolampi, Finland. FJÓRTÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Pennavinir Masumi Higachi, 2227-9 Ieshiro, Kakegawa, Shizuoka, 436-02 Japan. SAUTJÁN ára piltur í Zimbabwe með áhuga á ljóðum, tónlist, póstkortum og frímerkjum: Archford Parehina, Chishngao Sec. School, P.O. Box 64, Sadza, Zimbabwe. FJÓRTÁN ára sænsk stúlka með áhuga á dýrum, badminton, ísknattleik, tónlist o.fl.: Maria Olofsson, Apelgatan 22, 621 49 Visby, Sweden. NÍTJÁN ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Pia Backman, Lehvánkatu 24G61, 33820 Tampere, Finland. SÆNSKUR 33 ára ein- hleypur karlmaður vill skrifast á við 30-40 ára konur: Bengt Eliasson, Sandgatan 12 A, S-582 35 Linköping, Sweden. NÍTJÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Yuko Fujita, 1-4948 Sakae-machi, Niigata-shi, Niigata, 951 Japan. ÞÝSKUR frímerkjasafnari vill skiptast á merkjum við íslenska safnara: Gunther Petersen, Legienstr. 13, D-25348 Gluckstadt, Germany. TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum, bókmenntum og ljósmyndun: Rosemary Dadzie, P.O. Box 1176, Oguaa Town, Ghana. STJÖRNUSPÁ cftir Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú anarekki aðneinu, og tekur engar vanhugs- aðar ákvarðanir. Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Þú hikar ekki við að segja álit þitt í máli, sem þér finnst skipta þig miklu. Þú ættir að hafa samband við gamla vini í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú getur gert góð innkaup í dag. Ættingi biður þig að gera sér greiða. í kvöld ætt- ir þú að slaka á heima með ástvini. Tvíburar (21. maí- 20. júní) Einhver, sem þú hefur ekki séð lengi, lætur frá sér heyra, og vinur er með góða hugmynd, sem þú ættir að gefa gaum. Krabbi (21.júní- 22. júlf) HBB Sumir taka að sér aukaverk- efni, sem unnt er að vinna heima. Eitthvað sem þú lest gefur þér góða hugmynd varðandi viðskipti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér verður falið verkefni á vegum félagasamtaka. Fjöl- skyldan þarf að ræða saman í kvöld, og þú ættir ekki að bjóða heim gestum. Meyja (23. ágúst - 22. september) Gömul hugmynd þín öðlast nýtt líf í dag og fellur í góð- an jarðveg. I kvöld býðst þér óvænt tækifæri til skemmt- unar. Vog (23. sept. - 22. október) Þú gætir orðið fyrir von- brigðum vegna þróunar mála í vinnunni í dag. Sýndu þolin- mæði í samskiptum við heimtufrekan vin. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér berst óvænt og góð gjöf. Varastu deilur við vin um fjármálin. Hugsaðu þig vel um áður en þú tekur mikil- væga ákvörðun. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Láttu vinnuna sitja á hakan- um í dag. Þú þarft að sinna einkamálunum og málefnum Qölskyldunnar. Þér berast góðar fréttir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt auðvelt með að koma orðum að hugmyndum þín- um í dag, og þær hljóta góð- ar viðtökur. Ferðalag virðist á næstu grösum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh í dag hefur þú verkefni að vinna heima, og þarft auk þess að annast innkaupin. Slakaðu svo á heima í kvöld með ástvini. Fiskar (19. febrúar — 20. mars) Láttu það ekki koma þér á óvart þótt hugmyndir þínar fái betri undiríektir en þú reikanðir þeð. Þú ert á réttri leið.. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Glerlistanámskeið Jónas Bragi, glerlistamaður, heldur bæði dag- og kvöldnámskeið, annars vegar í steindu gleri og hins vegar í glerbræðslu. Vinnustofan, Auðbrekku 7, verður opin almenningi í dag frá kl. 14-18. Nánari upplýsingar í símum 562 1924 og 554 6001. AÐALFUNDUR SÍF HF. Aðalfundur Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 26. apríl og hefst kl. 14.00. Á dagkrá fundarins verða: 1. Ávarp Þorsteins Pálssónar, sjávaríitvegsráðherra. 2. Venjuleg aðalfimdarstörf skv. grein 4.03 i samþykktum félagsins. 3. Tillaga stjóniar um arðgreiðslur. 4. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 5. Tillaga um breytingu á 2. gr. samþykkta um heimild til stjórnar til hækkunar á hlutafé með sölu nýrra hluta. 6. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundinum, skulu komnar í hendur stjórnar eigi síðar en 7 sólarhringum fyrir fundinn til þess að þær verði teknar á dagskrá. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis frá og með 19. apríl 1996. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á skrifstofu féiagsins, að Fjarðargötu 13-15, Hafnarfirði, þriðjudaginn 23. og miðvikudaginn 24. apríl næstkomandi. Um kvöldið verður haldið aðalfundarhóf fyrir hluthafa, gesti þeirra og framleiðendur í Súlnasal Hótel Sögu og hefst hófið kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðar á hófið verða seldir á skrifstofu SÍF og á aðalfundinum. Stjórn SÍF hf. MARKAÐSSETNING ERLENDIS Ríkisstjórn veitir á þessu ári styrki til útflytjenda til sérstakra markaðsaðgerða á eftirfarandi sviðum: ÁTAKSVERKEFNI OG RÁÐGJÖF MARKAÐSRANNSÓKNIR OG ÞEKKINGARÖFLUN FRAMKVÆMD MARKAÐSÁÆTLUNAR Um styrki geta sótt fyrirtæki og einstaklingar með skráð lögheimili á Islandi. Umsækjendur skulu leggja fram umsóknir á þar'til gerðum eyðublöðum sem fást hjá Utflutningsráði Islands. Gert er ráð fyrir að styrkirnir geti að jafnaði numið um þriðjungi af skilgreindum kostnaði hvers verkefnis, þó aldrei meira en helmingi. Umsækjendum ber að gera grein fyrir því hvernig þeir hyggjast fjármagna mismuninn. x Nánari upplýsingar um reglur vegna markaðsstyrkja i fylgja umsóknareýðublöðum. Umsóknarfrestur er lil 10. t maí n.k. og umsóknum skal skila til Útflutningsráðs « íslands, Hallveigarstíg 1. 121 Reykjavík. Sími 511-4000 | Fax 511-4040. Netfang : tradecouncil@icetrade.is s Upplýsingar og umsóknareyðublöð er einnig hœgt að s scekja á Internetinu : http:llwww.icetrade.isl utras.html. y|hr. v0 /// áÉSlillí ÚTFLUTNINGSRÁÐ UTAN RÍKIS RÁÐU N E YTIÐ ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.