Morgunblaðið - 21.04.1996, Side 32

Morgunblaðið - 21.04.1996, Side 32
 32 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BENGTA K. GRÍMSSON, Hringbraut 77, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 19. apríl sl. Birna Gróa Kristjánsdóttir, Leiv Ryste, Reinhold Kristjánsson, Elfn Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minri, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, ALEXANDER SIGURSTEINSSON frá Djúpadal, Goðheimum 21, sem lést í Landspítalanum þann 15. apríl sl., verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju 24. apríl nk. kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd. Guðrún Helgadóttir, Gunnar Aiexandersson, Katrín Óskarsdóttir, Hafdís Alexandersdóttir, Gísli J. Friðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON, Háholti 7, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 24. april kl. 14. Þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess. Anna Erlendsdóttir, Erlendur Danielsson, Ingileif Danfelsdóttir. t Eiginmaður minn, bróðir og faðir, GUÐMUNDUR GÍSLASON húsgagnasmiður, Flyðrugranda 20, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 24. apríl kl. 13.30. Guðbjörg Sigurbergsdóttir, Guðrún Gfsladóttir, Dóra Guðmundsdóttir, Oddný Guðmundsdóttir, Erna Guðmundsdóttir og fjölskyldur. t Útför mannsins míns, föður okkar og fósturföður, HARALDAR EINARSSONAR, Ljósheimum 4, Reykjavík, Verður gerð frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 23. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vin- samlegast bent á Kristniboðssamband- ið, afgreiðsla í síma 588 8901. Helga G. Jakobsdóttir, Gréta S. Haraldsdóttir, Sigrún J. Haraldsdóttir, Friðþjófur D. Friðþjófsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar elskulegi bróðir, frændi, rriágur og vinur, HAUKUR FRIÐRIKSSON fyrrv. sfmstöðvarstjóri frá Króksfjarðarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 22. apríl kl. 15. Jón Friðriksson, Þuríður Sumarliðadóttir, Sigmundur Friðriksson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Víðir Lárusson, Guðmunda Gúðmundsdóttir og fjölskyldan frá Króksfjarðarnesi. + Laufey Arnalds fæddist í Reykja- vík 16. október 1915. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, f. 15. júlí 1893, d. 12. nóv 1950, skrifstofustjóri í Reykjavík, sonur Guðmundar Helga- sonar prests í Reyk- holti og Þóru Ás- mundsdóttur, syst- urdóttur Gríms Thomsens, og Krist- ín Gunnarsdóttir, f. 6. júlí 1893, d. 10. mars 1929, dóttir Gunnars Gunnarssonar kaupmanns í Reykjavík og Júlíönu ísafoldar Jónsdóttur. Kristín var fyrri kona Guðmundar en seinni kona hans var Lilja Sölvadóttir, f. 2. júlí 1898, d. 5. desember 1973. Laufey átti einn bróður, Gunnar, f. 19. nóv 1920, d. 1. nóv 1990, bankafulltrúi i Reykjavík, og tvær systur, Helgu, f. 20. nóv 1922, og Ástu Júlíu, f. 17. okt 1926, en þær dóu báðar í frum- bernsku. Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg; svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. Grímur Thomsen. Minningamar um Eyju velta fram og þær eru hugljúfar. Ég hitti hana fyrst haústið 1960 er ég kom á heim- ili þeirra Einars í fylgd dóttur þeirra Kristínar er seinna varð eiginkona mín. Eyja tók mér strax frá upphafí opnum örmum og alla tíð var sam- band okkar einstakíega gott. Eyja missti móður sína ung og þurfti fljótt að standa á eigin fótum. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reylq'avík og jafnframt lagði hún stund á píanónám. Allt til hinstu stundar settist hún við píanóið og spilaði af fíngrum fram og oft söng ég með og þar áttum við sameigin- legt áhugamál. Föðursystir hennar, Guðrún Reyk- holt, studdi hana og hvatti mjög við tónlistarnámið og batt miklar vonir við framabraut hennar á því sviði. Laufey dvaldi einn vetur, eftir lát móður sinnar, á Spáni hjá föðurbróð- ur sínum, Helga Guðmundssyni, sem var sendiherra þar. Svo vildi til að í fyrstu fréttum Ríkisútvarpsins 1930 voru lesnar upp nýjustu fréttir frá Spáni úr bréfí Eyju til Guðrúnar Reykholt sem starfaði við útvarpið. Það voru einu erlendu fréttimar að sögn. Eftir að Eyja kom heim starf- aði hún hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur með píanónáminu. Laufey giftist Einari Amalds haustið 1935 og dvöldu þau í Eng- landi, Þýskalandi og Danmörku állt Öpið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrír öll tílefní. Hinn 19. september 1935 giftist Laufey eftirlifandi eigin- manni sínum, Ein- ari Arnalds, fyrr- verandi hæstarétt- ardómara, f. 3. jan. 1911. Hann var son- ur Ara Arnalds, sýslumanns, f. 7. júní 1872, d. 14. apríl 1957, og konu hans Matthildar Einarsdóttur Kvar- an, f. 29. sept. 1889, d. 27. jan. 1980. Þau skildu. Laufey og Einar eignuðust tvær dætur, Kristinu, f. 14. júlí 1939, gift Jónasi Finnbogasyni, f. 26. sept 1936, og Matthildi, f. 19. mars 1943, gift Thulin Jo- hansen, f. 4. sept 1946. Barna- börnin eru sex, Einar Arnalds Jónasson, f. 16. okt. 1965, Ari Jónasson, f. 21. nóv. 1968, Elín Lilja Jónasdóttir, f. 22. apríl 1973, Laufey Arna Johansen, f. 17. jan. 1968, Kittý Johansen, f. 11. ágúst 1974 og Anna Lilja Johansen, f. 10. mars 1981. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. til ársins 1938, en Einar stundaði þar framhaldsnám í lögfræði. Eftir að heim kom helgaði hún eiginmanni sínum og dætrum krafta sína og studdi þau með ráðum og dáð til dauðadags. Eyja var greind kona, skemmtileg, glaðsinna og félagslynd. Hún var gestrisin, gjafmild og mátti ekkert aumt sjá. Um árabil var hún einn fremsti bridsspilari kvenna og spilaði fyrir íslands hönd á mótum erlendis og vann til ljölda verðlauna eins og verðlaunagripir á heimili þeirra bera vitni um. Þau hjónin voru vinmörg og héldu margar höfðinglegar veislur bæði vegna embættis Einars og fjölskyldu. Hún stóð fyrir þessum veislum af mikilli reisn og naut þess að vera gestgjafi, gaf sig að öllum og var hrókur alls fagnaðar og hápunktur þessara gleðistunda var þegar hús- móðirin settist við flygilinn til að skemmta gestunum. Minnisstæð eru aðfangadagskvöld- in á Miklubrautinni, en þar kom flöl- skyldan saman um árabil. Barnaböm- in voru í fyrirrúmi, dansað var og sungið í kringum jólatréð og börnin spiluðu á flygilinn fyrir afa og ömmu og lásu ljóð. Síðast en ekki síst ber að minnast samverustundanna í sælureit hjón- anna við Álftavatn, en þar byggðu báðar dætumar sumarbústaði í landi þeirra hjóna. Eins og fram hefur komið bar Eyja hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir bijósti og nú á síðustu árum hefur hún hlúð að Einari manni sínum af einstakri umhyggjusemi í veikindum hans og skipulagt heimsóknir til hans á hveijum degi. Hún var stolt kona, hafði mikinn viljastyrk eins og kom fram í veikindum hennar sem hún tókst á við af aðdáunarverðu æðru- leysi. Með henni er gengin eftirminni- leg, glæsileg heimskona, sem við söknum sárt og við fínnum nú til tómleika. Þakka gefandi og ánægju- legar samverustundir. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró hinum líkn, er lifa. (Sólarljóð) Jónas Finnbogason. Kveðja Óhjákvæmileg afleiðing langlífís, og ekki sú léttbærasta, er að þurfa að sjá á bak kærum vinum og sam- ferðamönnum á lífsleiðinni. Með Lau- freyju Arnalds áttum við hjónin langa og ánægjulega samfylgd, en Sigurður þó sýnu lengur af skiljanlegum orsök- um. Raunar báru Eyja og Einar Arn- alds ábyrgð á fyrstu kynnum okkar og Einar hnýtti þau bönd traustlega er hann gaf okkur saman fyrir hart- nær hálfri öld í krafti þáverandi stöðu sinnar sem borgardómari. Laufey og Einar voru afar gestris- in og margra gleðistunda er að minn- ast af Miklubraut 52. Eyja átti auð- velt með að umgangast fólk og sómdi sér hvarvetna vel en þá best í hlut- verki gestgjafans, látlaus og smekk- vís. Hún var þýð í viðmóti og gædd léttri lund, enda vinmörg en jafnframt vinföst og ræktarsöm. Ekki er síður margs að _ minnast frá samvistum austur við Álftavatn þar sem við komumst í nábýli við þau Laufeyju og Einar og dætur þeirra ungar, Kristínu og Matthildi, er við eignuðumst land svo að segja sam- liggjandi þeirra. Þriðji bróðirinn, Þor- steinn Arnalds, og Guðrún kona hans slógust þá oft í hópinn og áttu með okkur notalegar stundir. Jafnvel bar við að efnt væri til íþróttamóts í sandinum við vatnið. Mótsstjóri var Ragnar Amalds, þá 10 ára gamall, og skráði persónuleg met keppenda. Fyrir fáum ámm var haldið niðjamót Matthildar og Ara Arnalds við Álfta- vatn. Auk sona þeirra þriggja var þar saman kominn allstór og mannvæn- legur hópur niðja af þriðju og fjórðu kynslóð. Vakin var upp hefð íþrótta- móta í sandinum og um kvöldið var safnast saman umhverfis varðeld við vatnið og sungin fullum hálsi ættjarð- arljóð og einnig nýjustu dægurlögin, Fóra þá fljótlega að sjást þreytu- merki á eldra fólkinu flestu, nema Eyju sem var geislandi glöð og þekkti ekkert kynslóðabil. Jákvætt lífsviðhorf Laufeyjar og óbilandi kjarkur var Einari og flöl- skyldu hennar ávallt mikill styrkur, ekki hvað síst í langvinnum veikindum hans að undanförnu. Heilsubrestur hennar sjálfrar duldist flestum fram undir lokadægur. Við minnumst Eyju þakklátum huga og óskum þess að ræst hafí von hennar um gleðilega endurfundi við ástvini sem á undan vora famir - en góðar minningar ylji þeim um hjartarætur sem eftir lifa. Ásdís og Sigurður Arnalds. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma okkar. Nú ertu farin frá okkur og verður því erfitt fyrir okkur að horfast í augu við Íífíð án þín. Við huggum okkur við að nú líður þér vel hjá ást- vinum þínum hinum megin. En sökn- uður okkar er sár og tárin virðast engan endi hafa. Okkur er efst í huga öll sú hlýja og umhyggja sem þú sýndir okkur. Þú varst okkur svo góð og gerðir allt til að gleðja okkur. Þær stundir sem við áttum saman á Miklubrautinni með ykkur afa eru ómetanlegar. Á Miklubrautinni ríkti alltaf svo mikil gleði og hlátur. Það var ósjaldan sem við systumar völdum grammófóns- plötu úr safninu þínu, settum á fóninn og dönsuðum eins og við ættum lífíð að leysa inn á kontórnum hans afa þar sem þú, amma Eyja, sast skelli- hlæjandi og klappaðir fyrir okkur. Eitt af því fyrsta sem þú kenndir okkur barnabömunum var að spila á spil, sem svo síðar varð ein mesta skemmtun okkar krakkanna þegar við hittumst heima hjá þér. Við eigum aldrei eftir að gleyma öllum þessum minningum sem við eigum um ykkur afa. Við geymum þær alltaf í hjörtum okkar þó að samverastundum okkar sé lokið hér á jörðinni, þá vitum við að við eigum eftir að hittast aftur. Guð geymi þig. Takk fyrir allt, elsku amma. Líkt og rótföst angan er, ímynd þín í hjarta mér. Minning’ þína þar ég geymi, aldrei gleymi, öðru gleymi - ekki þér. Með ást, LA UFEY ARNALDS 9 9 % 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 9 Q 9 9 4 Laufey og Kittý.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.