Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 15 Einsöngstónleik- ar í Gerðarsafni KRISTÍN Sædal Sig- tryggsdóttir sópran og Hrefna Unnur Eggerts- dóttir píanóleikari halda tónleika í Lista- safni Kópavogs - Gerð- arsafni þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi klukkan 20.30. Flutt verða íslensk sönglög eftir ýmsa höf- unda auk ljóðaflokksins Sígaunaljóð eftir Dvor- ák. íslensku sönglögin eru eftir Sigfús Einars- son, Eyþór Stefánsson, Pál Isólfsson, Jórunni Viðar, Sigvalda Kald- alóns, Emil Thorodd- sen, Magnús Á. Árnason og Sigfús Halldórsson. Kristín Sædal Sigtryggsdóttir hóf snemma söngnám og var Guð- rún Á. Símonar fyrsti kennari henn- ar. Kristín stundaði síðar nám við Söngskólann í Reykjavík og útskrif- aðist úr kennaradeild 1985. Aðal- kennari hennar var Þuríður Páls- dóttir. Með námi sótti Kristín nám- skeið hjá ýmsum þekktum leiðbein- endum. Að loknu kennaraprófi fór Kristín til Englands í framhaldsnám hjá Valerie Heath Davies og hefur notið handleiðslu hennar til margra ára. Kristín hefur haldið nokkra einkatónleika, sungið í Þjóðleikhús- inu, íslensku óperunni og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Kristín gaf út hijómdiskinn Draumalandið á síðasta ári með 18 íslenskum sönglögum eftir ýmsa höfunda og verður hluti þeirra laga fluttur á 'tónleikunum. Hrefna Unnur Eggertsdóttir nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Arndís Stein- grímsdóttir, Jón Norðdal og Árni Kristinsson voru aðalkennarar hennar. Framhaldsnám stundaði hún við Hochschule fúr Musik und Darstellende Kunst í Vínarborg. Hún starfar nú sem kennari og píanóleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Kópa- vogs. LISTIR V AXT ARRÆKT ARKON AN og stálmeyjan Melissa Coates. Staða kven- ímyndar MÁLÞING verður haldið í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi um stöðu kvenímyndarinnar út frá nýju vaxtarræktarkonunni, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í sinni ofurstæltu mynd fyrir að- eins röskum áratug, í dag, sunnu- daginn 21. apríl, kl. 20. Hveijar eru sögulegar forsendur hennar? Hvaða öfl í samtímanum endur- speglar hún? Er húri „úrkynjuð" framlenging á hinni hefðbundnu kvenímynd sem stöðugt er haldið að okkur í bíómyndum, fjölmiðl- um og auglýsingum? Hver er hinn lífeðlisfræðilegi mismunur karla og kvenna? Hvað er kven- leiki? Á málþinginu verður reynt að varpa ljósi á fyrirbærið frá ýms- um sjónarhornum. Bill Dobbins, sem sérhæft hefur sig í ljósmynd- um af vaxtarræktarkonum, og stálmeyjarnar Ericca Kern og Melissa Coates munu sitja fyrir svörum. Ericca Kern er líkams- ræktarmeistari Norður-Ameríku í þungavigt kvenna. Hún var áður lystarstolssjúklingur en get- ur nú lyft 810 kílóum í fótpressu og 120 kilóum í bekkpressu. Melissa Coates er hins vegar áhugameistari Kanada. Hún þyk- ir með fegurstu konum á þessu sviði og er mjög eftirsótt sem módel fyrir auglýsingar og for- síður tímarita. í upphafi málþings munu stál- meyjarnar hnykla vöðvana með- an Dobbins útskýrir fyrir áhorf- endum hvernig slíkar konur eru dæmdar í alþjóðlegum keppnum. Dobbins hefur átt dijúgan þátt í að móta þær reglur sem þar gilda og skrifar reglulega fyrir tvö stærstu líkamsræktartímarit- in, Flex og Muscle & Fitness (saman- lagt um 7 milljón eintök á mánuði). Auk þess hefur hann sent frá sér fjölda bóka um íþróttina, þar á meðal tvær í sam- vinnu við Arnold Schwarzenegger. Þá mun nýkjörin ungfrú Reykjavík, Harpa Rós Gísla- dóttir, og Bergljót Þorsteinsdóttir, sem hafnaði í öðru sæti, koma fram í sundbolum. Heið- ar Jónsson snyrtir útlistar á hverju f egurðardómur- inn grundvallast, en hann, ásamt Hannesi Sigurðs- syni listfræðingi, verða fundar- sljórar kvöldsins. Spyrjendur á málþingi verða Soffía Auður Birgisdóttir (bók- menntafræð- ingur), Halldór Björn Runólfsson (listfræðingur), Stefán B. Sig- urðsson (lífeðlisfræðingur), Dagný Kristjánsdóttir (bók- menntafræðingur), Kolfinna Baldvinsdóttir (fjölmiðlamaður), Gísli Pálsson (mannfræðingnr), Agnar Jón Egilsson (leiklistar- nemi) og Sigurður Svavarsson (formaður karlanefndar Jafn- réttisráðs). Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Að- gangseyrir er 300 krónur. KARLAKÓR Reykjavíkur. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Mýkt og þróttur TÓNLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Einsöngv- arar: Ásgeir Eiríksson (B), Friðbjöm G. Jónsson (T), Sigurður Haukur Gíslason (T) og Hreiðar Pálmasón (T). Píanóleikari: Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir. 17. apríl kl. 20.00. KARLAKÓR Reykjavíkur verður sjötugur á þessu ári. Viðfangsefni hans á tónleikunum í troðfullri Langholtskirkjunni sl. miðvikudag voru í inngangsorðum tónleikaskrár sögð endurspegla sérkenni kórsins, þ.e. fastheldni á þjóðlegar hefðir og framsækni í efnisvali. Hvað sem segja má um fram- sækni dagskrár, þar sem lag úr Carmina Burana (1937) og Stjáni blái (1942) eru meðal yngstu at- riða, stóð hitt heima. Fyrri hlutinn leit þannig út: íslands vísur eftir Bjarna Þorsteinsson; Sumar er í sveitum e. Jóhann Ó. Haraldsson, Undir bláum sólarsali í radds. Em- ils Thoroddsens, Draumalandið og Sefur sól hjá Ægi e. Sigfús Einars- son, Fyrstu vordægur, ísland og Nótt e. Árna Thorsteinsson, Brenn- ið þið vitar e. Pál ísólfsson og Stjáni blái e. Sigfús Halldórsson í radd- setningu Róberts A. Ottóssonar. Ekki jókst framsæknin eftir hlé: Prestakór og O Isis und Osiris úr Töfraflautunni, Þitt Íof, ó, Drottinn e. Beethoven, Undir svörtudröngum (sænskt þjóðlag), Hjartaminning e. Áström, Si puer cum puellula e. Orff, Kvöldkyrrð e. Lange-Múller, Á vængjum söngsins e. Mendels- sohn og Þakkarbæn, hollenzkt sál- malag. Friðrik S. Kristinsson er sköru- legur stjórnandi og virðist verðugur arftaki forvera síns, Páls P. Páls- sonar. Andstætt mörgum starfs- bræðrum sínum notaði hann aldrei of stórar hreyfingar, og kórinn fylgdi honum eins og skuggi; reynd- ar svo vel, að styrkbreytingar urðu stöku sinnum of snöggar. Dýnamík kórsins var annars frískleg og jafn- vel frumleg, eins og í Brennið þið vitar, og var svosem tími til kominn að sýna nýja hlið á þessum meist- aralega hápunkti Alþingishátíðar- kantötu Páls Isólfssonar, en á öðr- um stöðum varð vökurðin í styrk- breytingum fullsnörp, t.a.m. í Kór prestanna, þar sem orðin „sehliche Wonne!“, á eftir ofurveiku „O, Isis und Osiris", beljuðu fyrirvaralaust út á fortissimo. Karlakór Reykjavíkur er efalítið kraftmesti karlakór landsins, en jafnframt einhver sá agaðasti. Hann leikur sér að því að syngja niður á ppp og er geysilega sam- taka, jafnt í styrkbreytingum sem í hrynjandi. Þá er jafnvægið milli radda til fyrirmyndar, sem og texta- framburður. Fyrir kór af slíkum gæðastaðli duga ekkert minna en hæstu kröfur, og samkvæmt þeim virtist mesti og nánast eini galli kórsins felast í flötum hátíðnum endrum og eins (áberandi mest í 1. tenór) sem lítill vandi ætti vera að laga, ef menn halda vöku sinni, því yfirleitt var aðeins um sárafáa hundraðshluta úr tóni að ræða. Að öðru leyti hélt kórinn hæðinni að- dáunarlega vel, og var í því sam- bandi athyglivert, að gestakór eldri KKR-inga reyndust sízt eftirbátar ungu strákanna í þeim efnum. Erfítt er að gera upp á milli ein- stakra atriða í efnisskránni, því söngur kórsins var geysilega jafn frá upphafí til enda. I fyrri hálfleik þótti undirrituðum hlutfallslega mest til 5. lags koma (Sefur sól hjá Ægi), og þó einkum til Nætur, Brennið þið vitar og Stjána bláa. Friðbjörn G. Jónsson söng ágætan einsöng í Draumalandi Sigfúsar Einarsssonar, en þó enn betri í dá- fallegu lagi Lange-Múllers, Kvöld- kyrrð, þar sem tenórrödd hans var opnari og hljómmeiri. Ungur bassi meðal kórfélaga, Ásgeir Eiríksson, kvaddi sér hljóðs í Nótt og afhjúp- aði feykiefnilega bassa-baríton- rödd, sem „þyrfti að komast undir góðra manna handleiðslu sem fyrst“, eins og haft var að orði við undirritaðan. Ásgeir söng aríu Sar- astros úr Töfraflautunni eftir hlé, O Isis und Osiris, en naut sín ekki alveg eins vel þar, enda sú aría hentugri dýpri bössum. Sigurður Haukur Gíslason tenór og Hreiðar Pálmason baríton sungu hvor sitt einsöngserindið í Stjána bláa, og fórst þeim vel úr hendi. Sigurður átti líka nokkrar innskotssetningar í kersknislagi Carls Orffs um pilt og telpu úr Carmina Burana, Si puer cum puellula, sem kórinn söng hressilega, utan hvað hefði mátt beita meira staccatói. í seinni hlutanum stóðu upp úr hymni Beethovens, Þitt lof, ó, Drottinn, er var sunginn af þrótti, og innslag eldri kórfélaga undir stjórn Kjartans Siguijónssonar, fyrst með serenöðu Lange-Múllers (Kvöldkyrrð), þar sem píanisti kórs- ins átti fallega mótaðan leik, og síðan Á vængjum söngsins. Meðal fjölda aukalaga, sem ánægðir áheyrendur heimtuðu af kómum, var óvæntur aldursforseti söngskrár, Kom þú ljúfa fagra fljóð, sem ég heyrði ekki betur en að væri fengið úr „Le Jeu de Robin et Marion" eftir Adam de la Halle, frá ofanverðri 13. öld. Var þetta fallega litla lag í þjóðlegum trúbad- úrstíl flutt af þeirri viðeigandi mýkt og innileika, sem er verðug and- stæða við alkunnan stæltan þrótt Karlakórs Reykjavíkur. Ríkarður Ö. Pálsson rti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.