Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ í HUGA Steingríms St.Th. Sig- urðssonar listmálara er listin eins og- hafið — djúp, dularfull og vandasöm viðureignar. Sjálf- ur er hann ekki þekktur fyrir að sigla lygnan sjó, hvorki í lífi né list, en fullyrðir að í seinni tíð sé siglingin orðin öruggari. „Eg er farinn að mála af meira öryggi en áður enda hefur mér Iiðið óskaplega vel undanfar- ið — hef fundið hamingju í vinnunni. Það skiptir ekki svo litlu máli enda er ekkert eins dýrlegt og að lifa.“ Ummælin falla í tilefni áttugustu málverkasýn- ingar hans, Flug án lend- ingar, sem stendur nú yfir í Nönnukoti við Mjó- sund í Hafnarfirði. Um er að ræða samsýningu Steingríms og húsráð- andans, Nönnu Hálf- dánardóttur, „sjórekinn- ar franskættaðrar sóma- konu að vestan", og er hún tileinkuð sjöunda innsiglinu, sem listamað- urinn útskýrir ekki nán- ar. Verkin á sýningunni, sem lýkur síðasta vetrar- dag, málaði Steingrímur svo til öll í frystihúsinu á Stokkseyri sem heima- menn réttu honum á silf- urfati í tilefni tímamót- anna, eins og hann kemst sjálfur að orði. Eru þau ríflega þrjátíu talsins. Æviminningar á leiðinni Steingrímur segir að mikill skyldleiki sé með myndunum á sýningunni og skrifum hans í seinni tíð. Þykir honum ekki ólíklegt að sú stað- reynd muni endurspeglast í ævi- minningum hans, sem komnar eru vel á veg og hlotið hafa nafnið Lausnarsteinn. Þá er hann jafnframt með aðra bók í smíðum. Fjallar hún um yfir- stéttarkonu sem leikin hefur verið grátt af vissum öflum í samfélaginu. „Þessar bækur munu báðar teljast til stórtíð- inda enda eru þær byggðar á Það er ekkert eins dýrlegt og að lifa Steingrímur velur svipuð orð til að lýsa listgagnrýnendum. „Mér leiðast snobbhugtökin sem gagnrýnendur hafa tamið sér til að sýnast intellektúal. Það er alltof mikið af gervigáfnaljósum í þeirri stétt, leiðinlegu og illa ritfæru fólki og jafnvel sýru- hausum.“ Öruggur i New York , Morgunblaðið/Krislinn STEINGRIMUR St.Th. Sigurðsson segir íslenska listamenn skorta kraft og sjálfstæði. staðreyndum og eru því gjör- samlega óvilhallar." Steingrímur hefur ekki mikið álit á íslenskum listamönnum. Segir þá skorta kraft og sjálf- stæði, dyggðirnar sem ein- kenndu forfeður þeirra. „Það er ekkert varið í list, hvort sem það er ritað mál, myndlist eða músík, nema hún sé hlaðin sprengikrafti. Hingað til lands kom þýskur gagnrýnandi um árið sem furðaði sig á því að ekki skyldi vera til raunveruleg islensk samtímalist. íslenskir listamenn kepptust við að stæla einhveija hollenska tísku- eða úrkynjunarlist. Svo mála sumir kollegar minir alltaf sömu myndirnar fullir af hroka og gorta af list sinni. Það er slæmt þegar menn halda að þeir séu betri en aðrir; listamenn eiga ekki að gorta af list sinni frekar en menntamenn af menntun sinni, fræknir sjómenn af afrek- um sínum eða kynþokkafullar konur af fegurð sinni.“ Listmálarinn hefur dvalist töluvert í Banda- ríkjunum, einkum New ~ York, í seinni tíð. Segir hann New York vera geysilega stóran þátt í lífi sínu enda hafi borgin haft sterk áhrif á hann. „Eg er líka miklu ró- legri og öruggari þar en í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Maður á ekki að þurfa að vera vopn- aður þegar maður fer inn á skemmtistaði í Reykjavik.“ Steingrímur kveðst lifa heilbrigðu lífi um þessar mundir; synda mikið og stunda Miillersæfingar. Sextán ár eru siðan leiðir þeirra Bakkusar skyldu og nú hefur hann jafnframt náð tóbakinu úr sér. Gerðist það í sjávarloft- inu á Stokkseyri. „Ég er á móti tóbaki; það drepur eins og rottueit- ur og við Nanna höfum ákveðið að ganga að því dauðu en Nönnukot er sennilega eina tóbaks- lausa kaffihúsið á Vesturlöndum." Steingrímur hefur sem endranær mörg járn í eldin- um, auk ritstarfa, er hann nefni- lega að leggja drög að myndlist- arsýningu númer 81. Annars dreymir hann um að eyða sem mestum tíma í frönsku jökla- Ijaldi á Vestfjörðum á næstunni. Ékki ætti að væsa um kappann þar enda ku hann vera volkinu vanur. Móðir hans leit til að mynda á kalda sturtu sem fastan lið í uppeldinu — til að búa börn sín undir veðráttuna og lífsbar- áttuna á Islandi. Kakófónía til Dan- merkur UNGLINGADEILD Leikfé- lags Kópavogs hefur undan- farnar vikur sýnt spunaleikrit- ið Kakófónía. Nýverið var sýn- ingin valin af dómnefnd á veg- um BÍL til að vera fulltrúi Is- lands á leiklistarhátíð ung- menna í Danmörku í sumar. Hátíðin verður haldin í Vord- ingborg og verða þar fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. í umsögn dómnefndar vegna valsins segir m.a.: „Kakófónía er mjög vel gert spunaverk, þar sem sögð er ein saga með söngvum, dansi, texta og ekki síst mjög skemmtilega útfærðu lát- bragði. Dómnefndarmenn hrifust af kröftugum og sann- færandi leik, einfaldri og ferðavænni leikmynd og vel unninni ljósa- og hljóðvinnu. Einnig teljum við sýninguna í heild henta mjög til sýninga fyrir erlenda áhorfendur, þar sem sagan er einföld, sterk og að mestu skilað með lát- bragði.“ Þrír ættliðir listamenn aprílmánaðar LISTA- og menningarfélagið Dægradvöl á Álftanesi kynnir listamenn aprílmánaðar í Haukshúsum á Álftanesi í dag, sunnudaginn 21. apríl, kl. 14-18 e.h. Listamenn mánaðarins eru að þessu sinni þrír ættliðir úr sömu fjölskyldu, Þórunn Árna- dóttir á Tjöm, dóttir hennar Anna Olafsdóttir Björnsson og barnabörnin Jóhanna Aradótt- ir og Ólafur Arason. Þórunn mun sýna myndverk unnin í smelti, tin, leður og klippi- myndir, Anna sýnir olíu- og grafíkverk, Jóhanna sýnir keramik og Ólafur skapalóns- þrykk og grafík. Dressmann AS er stærsta verslunarkeðja í herrafatnaði í Skandinavíu og er liluti af klæðskerasamsteypunni Varner-rglænd. Árið 1995 hafði fyrirtækið 2 milljarða DKR í brúttóveltu og 2.500 starfsmenn. Aðalskrifstofan cr í Asker í Noregi. AFGREIÐSLUFÓLK Við óskum eftir afgreiðslufólki í heilsdags og hálfsdagsstörf. Við væntum þess að þú sért kunnugur nútíma verslunarháttum, hafir góða samstarfseiginleika og sért "fæddur" sölumaður. Við sækjumst eftir glöðu og duglegu afgreiðslufólki sem sinnir viðskiptavinum okkar vcl, er áhugasamt og jákvætt. Við setjum það skilyrði að þú sért góður sölumaður og hafir áhuga á tísku og fatnaði. Skrifleg umsókn sendist til: Dressmann AS, Postboks 124, 1361 Billingstad, Noregur, merkt: Leiv Martinsen. Opnun nýju Dressmann verslun- arinnar verður í júní1996 á Laugavegi 18 B Ltd., 101 Reykjavík. DRESS MANN Málverkauppboð á Hótel Sögu GALLERÍ Borg heldur málverkauppboð á Hótel Sögu í dag sunnudaginn 21. apríl kl. 20.30. Boðin verða upp um 90 verk, flest eftir þekktustu listamenn þjóðarinnar. Þar má nefna_ verk eftir J.S. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Gunn- laug Scheving, Jón Engil- berts, Júlíönu Sveinsdóttur, Svavar Guðnason, Mugg, Nínu Tryggvadóttur, Jó- hönnu Kristínu Yngvadóttur, Guð- mundu Andrésdóttur, Tryggva Ól- afsson, Tolla, Kjartan Guðjónsson, Sigurð Sigurðsson, Gunnar Örn, Alfreð Flóka og Sigurbjörn Jónsson. Uppboðsverkin eru sýnd í Gallerí Borg við Ingólfstorg í dag og sunnudag kl. 12.00 til 18.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.