Morgunblaðið - 28.04.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.04.1996, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ JKieiripwiMíi&lí' VIKAN 21/4 - 27/4. ►STANTON Perry frá Children’s Hospital í Boston og Hróðmar Helgason frá Landspítalanum, sérfræð- ingar í hjartasjúkdómum barna, gerðu hjartaþræð- ingu á Marín Hafsteinsdótt- ur, eins árs frá Eskifirði, á mánudag. Eftir aðgerðina sagðist Stanton ánægður með árangurinn. ► FLÓTT AM ANN AH JÁLP Sameinuðu þjóðanna hefur óskað eftir að íslendingar taki við fjörutíu flóttamönn- um frá Bosníu. Af þeim þurfa nítján sérstakrar að- stoðar við. Halldór Asgríms- son utanríkisráðherra segir að reynt verði að verða við þessari beiðni. ►FEÐGARNIR Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen léku sama landsleikinn gegn Eistlendingum í vik- unni. Ekki er vitað til að feðgar hafi áður verið vald- ir í sama landsliðið í knatt- spyrnu. Arnór leikur í Sví- þjóð en Eiður Smári í Hol- landi. ►ÍSLENDINGAR kvöddu mildan vetur í góðu veðri sumardaginn fyrsta á fimmtudag. Meðalhiti í Reykjavík var ein gráða eða rúmri einni gráðu yfir með- allagi á tímabilinu desem- ber til mars sl. Sólskins- stundir voru 195 eða örfá- um stundum færri en venja er. Á Akureyri var meðal- hiti t-0,3 gráður eða 2,3 gráðum yfir meðallagi. Sól- skinsstundir á Akureyri voru 200 eða u.þ.b. 80 fleiri en í meðallagi. ►FJÖLDI erlendra skipa hefur verið við mörk 200 mílna lögsögunnar á Reykjaneshrygg undan- farnar vikur. Oftar en einu sinni hafa íslensk varðskip þurft að stugga við þeim þegar þau hafa gerst of nærgöngul við landhelgina. Lág laun við HÍ vandi HÁSKÓLAREKTOR telur vissa hættu á því að samfara bættu efnahags- ástandi aukist líkur á að kennarar við Háskóla íslands sæki í betur launuð störf utan skólans. Hann segir að bor- ið hafi á því að erfitt sé að fá sérfræð- ing á vissum sviðum til að sækja um laus störf við HÍ. Enginn sótti um pró- fessorsstöðu í röntgenlækningum ný- lega. Aðeins tveir sóttu um prófessors- embætti í tölvuverkfræði. Dætur Sophiu fyrir dómara DÓMARI í undirrétti í Istanbúl í Tyrk- landi hefur farið fram á að dætur Soph- iu Hansen komi fyrir réttinn í Tyrk- landi vegna forræðismáls hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar. Sophia hefur ekki trú á því að dætur hennar þori að tjá sig í réttinum enda óttist þær refsingu föður síns. Hins vegar þykir jákvætt að dómarinn skuli hafa samþykkt niðurstöðu hæstaréttar. Nið- urstaðan felst m.a. í því að dæma eigi í málinu samkvæmt íslenskum lögum. Ættarnöfn fleiri en föðurnöfn ÆTTARNÖFNUM fjölgar mjög ört hér á landi og nú er svo komið að ættar- nöfn karla eru nokkru fleiri en föður- nöfn þeirra en ættarnöfn kvenna all- miklu fleiri en föðurnöfn þeirra. Verði ekkert að gert kann svo að fara að ekki líði margir áratugir þar til kenni- nafnaflóra Islendinga einkennist af ættamöfnum sem flest verða útlend og með mjög framandlegum blæ. Setubiskup KIRKJUMÁLARÁÐHERRA hefur sett séra Bolla Gústavsson, vígslubisk- up á Hólum, setubiskup í tengslum við niðurstöðu stjórnar PÍ í framhaldi af áliti siðanefndar Prestafélagsins. Siðanefnd komst að því að biskup hefði brotið alvarlega af sér gagnvart hinu kirkjulega embætti með því að bera út upplýsingar um fund sóknar- prests og skjólstæðings vegna per- sónulegra hagsmuna. í framhaldi af því óskaði stjórn PÍ eftir því að emb- ætti biskups kæmi að umfjöllun máls- ins og lúkningu þess. Nú hefur séra Bolli verið fenginn til þess. Vopnahlé í átökum ísraela og Hizbollah SAMKOMULAG tókst í fyrradag um vopnahlé í átökum ísraela og Hiz- boílah-hreyfingarinnar í Líbanon. Að sögn Warrens Christophers utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna lofuðu báðir stríðsaðilar að hlífa óbreyttum borgur- um við frekari árásum. Vopnahléð tók gildi klukkan eitt í fyrrinótt að íslensk- um tíma. „Samkomulagið bindur enda á Katjúsa árásir [Hizbollah á norður- hluta ísraels] og vemdar óbreytta borgara, bæði í ísrael og Líbanon, og gerir þeim kleift að snúa loks heim úr loftvarnarbyrgjum," sagði Christ- opher á blaðamannafundi í Jerúsalem. Viðbrögð sýrlenskra ráðamanna drógu nokkuð úr bjartsýninm vegna sam- komulagsins. Þeir sögðu að Hizbollah héldi rétti sínum til að ráðast á „ísra- elska hemámsliðið" í suðurhluta Lí- banons. ísraelar héldu uppi árásum á suðurhlutann 17 daga í röð til að hefna eldflaugaárása Hizbollah á bæi í norð- urhluta ísraels. Um 200 manns hafa týnt lífi, 400 særst og rúm hálf milljón manna neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna. Heitir styrkri stjórn á Italíu ÓLÍFUBANDALAG mið- og vinstri- flokka var ótvíræður sigurvegari í þingkosningum á Ítalíu sl. sunnudag. Romano Prodi, forsætisráðherraefni bandalagsins, hét því að mynda styrka stjóm og binda endi á upplausn, sem einkennt hefur landsstjórnina á síðustu ámm. Úrslitin eru mikið áfall fyrir Silvio Berlusconi, leiðtoga Frelsis- bandalagsins, samsteypu mið- og hægriflokka. ►ÞESS var minnst víða um heim í fyrradag, að þá voru liðin 10 ár frá Tsjernobyl- slysinu. Áformað er að loka verinu árið 2000. ►TSJETSJENAR heita því að berjast áfram fyrir sjálf- stæði frá Rússlandi þó svo leiðtogi þeirra, Dzhokar Dúdajev, hafi fallið í rúss- neskri eidflaugaárás að- faranótt mánudags. ►ÞING Palestínumanna samþykkti á miðvikudag að afnema ákvæði í stofnskrá Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO) um að eyða beri Ísraelsríki. Atkvæðin féllu 504-54 en 14 sátu hjá. ►VÍSINDAMENN í Bret- landi kynntu á miðvikudag niðurstöður rannsókna sem sýna, að kúariða og Creutz- feldt-Jakob-sjúkdómur, er veldur heilarýrnun í mönn- um, eru náskyld. ► BORIS Jeltsín Rússlands- forseti faðmaði og kyssti Jiang Zemín, forseta Kína, þegar hann kom til Peking á miðvikudag. Leiðtogarnir lýstu heimsókninni sem fyr- irboða nýs vors í samskipt- um ríkjanna. ►HELMUT Kohl kanslari Þýskalands kynnti í fyrra- dag á þingi áform um rúm- lega 2.000 milljarða króna sparnað ríkissjóðs auk að- gerða til að draga úr kostn- aði fyrirtækja. Varðan á Suðurnesi Sæluvikan hefst í dag endurbyggð BÆJARYFIRVÖLD á Seltjarnar- nesi hafa ákveðið að huga að end- urbyggingu vörðunnar á Suður- nesi ásamt þeim aðilum sem áhuga hafa. Að sögn Hrafns Jóhannsson- ar bæjarverkfræðings var varðan rifin vegna mikillar slysahættu en hún laskaðist illa af ágangi sjávar í vetur og óveðrinu í febrúar. Varðan var reist fyrir um 200 árum og var notuð sem innsigling- armerki við sundið milli Suður- ness og boða og skeija fyrir utan. „Þetta var leiðarmerki þegar róið var á árabátum en hefur ekki gegnt því hlutverki lengi," sagði Hrafn. Varðan var síðast endur- hlaðin um 1930 í þeirri mynd sem hún var þegar hún var rifin. Sjó- menn hafa á síðari árum notað hana til að miða út fiskimið. Varðan skemmdist mjög illa í óveðrinu í febrúar í vetur og höfðu bæjaryfirvöld leitað tilboða í við- gerðir. „Mér leist ekki á hana og fékk lögreglu til að líta á hana með mér,“ sagði Hrafn. „Lögregl- an taldi hana hættulega og vildi láta rífa hana. Það höfðu komið á hana tvö stór göt og gijót skolast út og stór hvelfing myndast." Varðan var girt af en fyrir nokkru voru börn þarna að leik sem skriðu inn í hvelfinguna. Skömmu eftir að þau skriðu út hrundi niður mikið af grjóti. Starfsmenn á golfvellinum urðu vitni að atburðinum og gerðu lög- reglu og bæjaryfirvöldum viðvart. Saudárkróki. Morgunblaðið. HIN ÁRLEGA Sæluvika Skagfirð- inga hefst í dag, sunnudaginn 28. apríl. Að vanda verður margt til skemmtunar á þessari gleðiviku, sem á sér mjög langa sögu, og var upp- haflega tengd sýslufundi héraðsins og hét þá Sýslufundarvika. Sæluvikan hefst í Safnahúsinu klukkan 15 þegar opnuð verður sýn- ing á verkum meðlima í Félagi tré- rennismiða, og ætla þeir sem að sýn- ingunni standa að vera með rennibekk meðferðis og sýna vinnubrögðin. Á mánudagskvöld er fastur liður, Kirkjukvöld Sauðárkrókskirkju, þar sem kirkjukórinn kemur fram ásamt Jóhanni Má Jóhannssyni, Sigríði Ell- iðadóttur og Sigurdríf Jónatansdótt- ur, sem syngja einsöng, en ræðumað- ur kvöldsins verður séra Pétur Þórar- insson í Laufási. Karlakórinn Heimir heldur sitt árlega Heimiskvöld í íþróttahúsinu á þriðjudag, þar sem mest er um kór- söng. Að venju eru hagyrðingar og harmóníkuleikarar með í för, og Heimiskonur bjóða upp á glæsilegt kaffihlaðborð. Björgunarsveitin Skagfirðinga- sveit verður með opið hús allan mið- vikudaginn, þar sem kynnt verður starfsemi deildarinnar og mönnum gefinn kostur á að reyna sjálfír það sem meðlimir sveitarinnar eru að fást við. Á Hótel Mælifelli verður dansleik- ur með hljómsveitinni Herramönn- um. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks verður í íþróttahúsinu á fímmtudagskvöldið, og ætla má að ekki verði þessi keppni síðri þeim sem á undan hafa verið. Eldridansaklúbburinn Hvellur verður með sinn dansleik í Miðgarði á föstudagskvöld og þar mun Geir- mundur Valtýsson sjá um að menn sitji ekki mjög lengi. í Miðgarði eru stórtónleikar á laugardagskvöldið, en þar koma fram margir kórar. Að loknum tón- leikunum verður lokadansleikur Mið- garðs. Nýtt leikrit frumsýnt Leikfélag Sauðárkróks verður með fímm sýningar í Sæluviku á nýju verki eftir Jón Ormar Ormsson, und- ir leikstjórn Eddu V. Guðmundsdótt- ur, og er frumsýning í Bifröst á fyrsta degi Sæluviku. Þá munu veitingahúsin á Sauðár- króki; Hótel Mælifeli, Kaffi Krókur og Pollinn, leggja sitt af mörkum til þess að gera sérstaklega vel við gesti þessa viku á ýmsan hátt. Svo sem sjá má ættu allir að fínna eitthvað við sitt hæfi á Sæluviku Skagfirð- inga, sem nú eins og alltafáður er einn þekktasti og vinsælasti viðburð- urinn í skemmtanalífi Norðlendinga. Morgunblaðið/Árni Halldórsson SIGURÐUR Gunnars- son fyrrverandi skóla- stjóri, rithöfundur og þýðandi lést á Landspít- alanum 23. apríl sl. á 84. aldursári. Sigurður var fæddur á Skógum í Öxarfirði 10. október árið 1912. Foreldrar hans voru Kristveig Björnsdóttir, húsfreyja, og Gunnar Árnason, bóndi. Eftir gagnfræðafræðapróf á Akureyri stundaði Sig- urður _nám í Kennara- skóla Islands. Að námi loknu stundaði hann kennslu í Borgarnesi 1936 til 1938 og á Seyðisfirði 1938 til 1940. Hann var skólastjóri barnaskólans á Húsa- vík á árunum 1940 til 1960 og æf- ingakennari við Kennaraskólann, síð- ar KHÍ, á árunum 1960 til 1978. Um tíu ára skeið starfaði hann fyrir Samtök aldraðra. Sigurður sótti fjöl- mörg kennaranámskeið hér heim og erlendis, gegndi ýms- um trúnaðarstörfum og lét að sér kveða í bind- indismálum. Sigurður skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, kennslubækur og bækur fyrir börn og unglinga. Hann var af- kastamikill þýðandi af norsku, dönsku og ensku og þýddi m.a. Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren árið 1970, Litla bróður og Kalla á þakinu I-II á árunum 1976 og 1978, Kötubækurnar svoköll- uðu, Teskeiðarkerlinguna árið 1971 og ný ævintýri af Teskeiðarkerling- unni árið 1974. Hann hafði unun af ferðalögum og gaf sjálfur út fjórar bækur með ferðaminningum sínum. Sigurður giftist eftirlifandi eigin- konu sinni Guðrúnu Karlsdóttur frá Seyðisfirði 24. júní 1941. Þau eign- uðust þijá syni. Endurskoðun virkj anasamnings Nær til 120 starfs- manna VSÍ og ASÍ hafa komist að sam- komulagi um endurskoðun á samn- ingi starfsmanna við virkjanafram- kvæmdir. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að end- urskoðunin hafí annars vegar snúið að aðstæðum og tækni og hins vegar launaþróun í Iandinu. Hann sagði að samningurinn væri að stofninum til frá árinu 1976. Nú hefði hins vegar farið fram endur- skoðun á gerð samningsins frá árinu 1984. Unnið hefði verið samkvæmt samningnum við Blönduvirkjun til 1990. Þórarinn sagði að samningurinn næði til 80 starfsmanna við Kvíslár- veitu og um 40 starfsmanna vegna hækkunar stíflu við Blöndu. Viðkom- andi verkalýðsfélög hefðu komið að samningsgerðinni. Þórarinn sagði að launahækkun samningsins væri i samræmi við launaþróun í landinu. Andlát SIGURÐUR GUNNARSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.