Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ h LISTIR t I » Píanótón- leikar á Flateyri ÞRIÐJUDAGINN 30. apríl kl. 20.30 heldur Jónas Ingimund- arson píanótónleika í matsal Kambs hf. á Flateyri. Á efnisskránni eru verk eft- ir þrjá meistara, Mozart, Beet- hoven og Chopin. Eftir Mozart leikur Jónas tvö stutt verk Fantasíu og Rondo. Eitt þekktasta píanóverk Beethov- ens er næsta viðfangsefni á tónleikunum, sónatan í f-moll op. 57 (Appassionata). Eftir hlé leikur Jónas sjö Polonesur eftir Chopin. Þess má geta að á þessu ári eru 30 ár frá því að Jónas Ingimundarson lét fyrst í sér heyra á tónleikum. Helga Björg sýnir í Humarhúsinu í HUMARHÚSINU við Amt- mannsstíg stendur yfir sýning á verkum Helgu Bjargar Jón- asardóttur frá Akureyri. Verkin á sýninguni eru saumaðar myndir af fólki auk fjögurra olíumálverka. Sýn- ingin er opin á afgreiðslutíma Humarhússins og stendur fram að hvítasunnu. Safnahúsið Sauðárkróki FÉLAG trérennismiða á ís- landi heldur yfirlitssýningu á verkum félagsmanna í Safna- húsinu á Sauðárkróki dagana 28. apríl til 5. niaí. Sýningin opnar kl. 14 í dag, en hún er haldin í tengslum við Sælu- viku á Sauðárkróki. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 til kl. 19. Tónleikar í Bústaða- kirkju BARNA- og Bjöllukór Bú- staðakirkju halda lokatónleika í Bústaðakirkju sunnudaginn 28. apríl kl. 15.30. Kaffiveit- ingar verða að loknum tónleik- unum í boði Foreldrafélags Barnakórsins. Sj ónlist á Akureyri MYNDOST Listasafn Akureyrar GUNNLAUGUR BLONDAL STÁLKONAN. MÓDELMYNDIR Gunnlaug'; Blöndal eru víðfrægar, á íslandi heimsfrægar, og þó eiga þær á hættu að vera settar til hliðar, jafn- vel gleymast eins og svo margt ann- að, ef íslenzkri sjónlistasögu er ekki haldið að uppvaxandi kynslóðum. Svo lengi sem Sjónlistasaga er ekki til innan skólakerfisins ber listasöfnum og menningarmið- stöðvum skylda til að halda uppi hlutlægri fræðslu um söguna. Hér ræktar Listasafn Akureyrar hlut- verk sitt með sýningu á módel- myndum Gunnlaugs Blöndals. Gunnlaugur nam upprunalega hjá Cristian Krogh í Osló, sem áður hafði m.a. verið lærimeistari Ed- vards Munchs og studdi mjög við bakið á honum á umbrotasömum uppgangsárum hans. Mikilvægt var fyrir Gunnlaug að á námsárun- um var haldin sýning á verkum Renoir og Matisse í borginni. Mun það hafa átt þátt í að hann hélt til Parísar og gerðist nemandi í nýstofnuðum skóla André Lhote, en í þann skóla sóttu norrænir lista- menn um langt árabil. En eins og stundum vill gerast, höfðu lista- menn utan skólans meiri áhrif á Gunnlaug og verður þar helst að telja hinn munúðarfulla pólska málara Moise Kisling (1891-1953). Er inn í listasafn Ákureyrar er gengið blasa þessi áhrif við gestin- um á veggiium andspænis, og það er jafnframt heildstæðasti veggur- inn á sýningunni. í málverkunum lengst til vinstri og lengst til hægri greinast þó minnst áhrif frá Kisl- ing, en Gunnlaugur missir þó engan veginn flugið og eru þau afar merkiieg i þróunarferli hans. Le- sanda bið ég strax velvirðingar á að geta ekki skírskotað afdráttar- laust til einstakra verka sem áhug- inn beindist að, en merkingum myndanna er því miður ábótavant, auk þess sem þau eru ónúmeruð. Slík handvömm takmarkar mjög möguleika rýnisins til að fjalla skil- merkilega um þau, og illu heilli virðist áhuginn minni um slíka ná- kvæmni er um ýmsa myndlistar- menn fyrri kynslóða er að ræða og hefur svip af því að framkvæmda- aðilar gangi fremur til verks af skyldurækni en eldmóði. Margt má mjög gott segja um sýninguna og ekki skortir á prýði- leg verk eftir listamanninn, en hins vegar hefði mátt standa betur að upphengingunni þannig að allir veggir hefðu orðið jafnheildstæðir og fyrrnefndur. Það gengur ekki upp að setja seinni tíma myndir við hlið þeirra frá Parísarárunum, því það raskar upphengingunni, hins vegar er mikil prýði að litlu mynd- unum í vatnslit sem skapa loft og andrými milli hinna stærri og þær eru gæddar ríkum yndisþokka. Stálkonur Bill Dobbins njóta sín aftur á móti mun betur á veggjun- um, þótt enn sé merkingum ábóta- vant og sumar myndanna ómerkt- ar, en hér er á ferð gjörólík og ný útgáfa á viðhorfinu til konulíkam- ans. Gerir að verkum að sýningarn- ar framkalla tvær mjög harðar andstæður, sem svo aftur skapa jafnvægi líkt og þegar andstæðulit- irnir rekast á og hlutleysa hvorn annan, þannig að útkoman verður mettaður grátónn. Ég tel það frek- ar athygiisvert en „heillandi" að bera saman þessar fullkomnu and- stæður, sem í báðum tilvikum inni- halda ástþrungnar fagurfræðilegar skírskotanir, þar sem plastísk kven- leg mýkt er í öndvegi á annan veg- inn en kraftur og harka hámarks niðurtálgunar á hinn. Konan hefur það frá skaparanum fram yfir karl- manninn, að meira er af fitu undir húðarlaginu þannig að hún er ekki viðlíka æðaber, minna sér í vöðva. Hér er hins vegar um niðurtálgaða konulíkama að ræða sem sviptir eru kvenlegum yndisleika sínum en engan veginn kynþokka, þó svo að þetta sérstaka afbrigði höfði minna til hins venjulega gagnkyn- hneigða manns, frekar sértækra athafna. Vísa má til þess að þjó- hnappar sumra stálkvennanna eru með afbrigðum formfagrir svo minnir á sígildar höggmyndir frá tímum Grikkja og Rómveija, þann- ig telst það rétt, að í sumum tilvik- um eru þær líkastar mennskum skúlptúr og niðurtálguðu formin eru í samræmi við skilgreiningu hugtaksins. Hér er ekki rými til að fara út í ítarlegar vangaveltur um feg- urðarímyndina né hvort þessi af- myndun kvenlíkamans svo sem hinn almenni maður dáir hann í nekt sinni geti talist pólitískt vopn og innlegg í feminismann. Lang- sótt er þó í meira lagi að bera vöðvabúntin saman við kvenímynd- ir Rubens og annarra meistara fyrri alda, alrangt að grípa til mælistik- unnar, því á þeim tímum var geng- ið út frá forsendum er skara lög- mál sjónhverfinga á myndfleti sem málararnir urðu að taka tillit til. A líkan hátt eru ljósmynd og málverk tveir ólíkir heimar þrátt fyrir allan innbyrðis skyldleika, því málverkið er afkvæmi handarinnar sem svo aftur er framlenging sálarinnar, en ljósmyndin er hreint sjónrænt fyrir- bæri. Bill Dobbins er snjall ljós- myndari svo sem margar myndirn- ar eru til vitnis um og menn geta notið þeirra sem afar verðmætrar fagurfræðilegrar afurðar án tillits til myndefnisins líkt og nektar- mynda Mapplethorpes, hvort held- ur þær voru af blómum er stolt opinbera „berstrípun" sína eða samkynhneigðum karlmönnum. Stálkonurnar eru sumar hveijar frábærar sem módel, og það hefur ljósmyndarinn leitast við að draga fram, til að sanna kenningu sína um skyldleikann við skúlptúrana. Vil ég hér einkum nefna Melissu Coates liggjandi, Lindu Murray í sjávarlöðrinu og liggjandi á sófa. Svart/hvítu myndina af Eriku Kern í sandinum og litmyndina af henni í hnéstellingu, Sha-ri Pendleton liggjandi og sitjandi í hvítum sloppi. Að mörgu leyti er vel til fallið að stilla þessum andstæðum upp, hugmyndin fullgild en sýningunum á safninu um sumt ábótavant og hvergi nærri í samræmi við hlutina eins og hinn ofurnákvæmi Hannes Sigurðsson listsögufræðingur skil- ar þeim af sér, svo sem fram kem- ur í læsilegu riti sem safnið hefur gefið út og stendur vel að. Bragi Ásgeirsson Húsavík. Morgunblaðií). MENNINGARMÁLANEFND Húsavíkur gekkst fyrir nám- skeiði í myndlist, sem lauk nýlega með sýningu 50 mynda sem 22 nemendur höfðu gert á náms- skeiðinu. Verkin voru unnin í pastel-, vatns- og olíulitum. Leið- beinandi var listamaðurinn Örn Ingi frá Akureyri. Sýningin sýndi að sumir nemenda höfðu eitthvað áður NOKKUR verkanna á sýningunni. Morgunblaðið/Silli Sýning nemenda fengist við myndgerð í frístund- um sínum og náðu þeir undra- verðum árangri og munu hafa fengið mikla hvatningu til að halda áfram þessari tómstunda- listgrein sinni. Áhugasamir byrjendur hafa komist vel af stað. Áhugi bæjarbúa var mikill á þessari sýningu og sóttu hana rúmlega 500 manns sem sýndu með því að þeir virða það frum- kvæði, sem menningarmála- nefndin hefur haft með því að koma á þessu námskeiði. Fyrirmæli dagsins Taktu þér frí EFTIR THOMAS SCHUTTE Kauptu gul og rauð blóm settu þau í bláan vasa komdu honum fyrir á borðinu náðu í nokkur glös af fersku vatni hreinsaðu penslana opnaðu litakassann skerðu pappírinn í rétta stærð skynjaðu sveifluna náðu í kaffi og líka kökur settu plötu með Cörlu Bley á fóninn BIG BAND THEORY bíddu skynjaðu sveifluna nákvæmlega ef þetta gengur ekki skaltu reyna aftur á morgun einhvern veginn en með bleikum blómum • Fyrirmælasýning í samvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós I I I » l I I 1 í I i: { I i; { l j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.