Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 51 ÍÞRÓTTIR i i l ) ) I I I I ! I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 J nýju félaga hafi öll starfsemi íþróttabandalagsins orðið nútíma- legri og nýjar áherslur komið í starf þess. Þannig hefur starf undanfar- inna ára meira snúist um uppbygg- ingu íþróttamannvirkja og sam- skipti við bæjaryfirvöld á Akra- nesi, en hin sjálfstæðu íþróttafélög hafa yfirtekið samskiptamál við sérsambönd hvert í sinni íþrótt. Þegar þessar skipulagsbreyting- ar voru að ganga í garð hóf IA byggingu nýs íþróttahúss, jafn- framt því sem Akraneskaupstaður byggði á sama tíma sundlaug og Knattspyrnufélag ÍA hóf stórfellda uppbyggingu á grasæfingasvæði. Allt þetta er nú að fullu uppbyggt og er kjarni hinnar frábæru aðstöðu sem íþróttafólk og almenningur á Akranesi geta nú notið til útivistar og íþróttaiðkunar. Þessir þrír aðilar annast nú rekstur þessa mannvirk- is samkvæmt sérstökum samningi. Þessar framkvæmdir íþróttahreyf- ingarinnar eru bundnar í fram- kvæmdasamningi milli í A og Akra- neskaupstaðar og samsvarandi samningar hafa verið gerðir um uppbyggingu hestaíþróttasvæðis, uPPbyggingu golfvallar og stúku- byggingu við íþróttavöllinn sem einstök íþróttafélög standa að, en í samningi ÍA og Akraneskaupstað- ar er ákvæði um stuðning við íþróttafélögin, vilji þau sjálf standa að nýframkvæmdum og eru þessir þrír fyrrnefndu samningar þeir fyrstu sem gerðir hafa verið á þann hátt. Þannig reyna íþróttafélögin sjálf að vera í fylkingarbijósti fyrir betri æfingar- og keppnisaðstöðu með stuðningi bæjaryfirvalda og almennings. Farsæl forysta , Allt frá upphafi hefur gæfa Iþróttabandalags Akraness verið sú að hafa á að skipa góðum og starfsömum forystumönnum. Tólf menn hafa gegnt starfi formanns og var Þorgeir Ibsen síðar skóla- stjóri í Hafnarfirði fyrsti formaður- inn. Þorgeir gegndi formennsku fyrstu tvö árin. Auk Þorgeirs voru í fyrstu stjórninni þeir Guðmundur Sveinbjörnsson, Lárus Árnason, Þórður Hjálmsson og Óðinn S. Geirdal. Stefán Bjarnason varð síð- an formaður 1948-49, Óðinn S. Geirdal 1949-51, Guðmundur Sveinbjörnsson 1951-63 og 1965 til dauðadags 1971, ,Lárus Arnason 1963-65, Oli Örn Ólafsson 1971- 72, Ríkharður Jónsson 1972-77, Þröstur Stefánsson 1977-1980, Svavar Sigurðsson 1980-1981, Andrés Ólafsson 1981-85 og Magnús Oddsson 1985-1992. Nú- verandi formaður er Jón Runólfs- son og ásamt honum í fram- kvæmdastjórn eru Jón Gunnlaugs- son varaformaður, Þorvarður Magnússon gjaldkeri, Halldór Jóns- son ritari og Páll I. Pálsson með- stjórnandi. I aðalstjórn ÍA sitja auk framkvæmdastjórnarinnar for- menn aðildarfélaganna. Bjart framundan Óhætt er að segja að íþrótta- hreyfingin á Akranesi hafí búið vel í haginn fyrir næstu kynslóð og bjart sé framundan í starfi hennar. Af tali foystumanna hreyfingarinn- ar má ráða að stóru málin í náinni framtíð verði á sviði aukins alhliða félagsstarfs og að fá félögum sínum vel menntaða leiðbeinendur. Þannig treysti það best þá þætti starfsins sem snúa að unga fólkinu, á sviði uppeldis- og æskulýðsmála og for- vamarstarfs sem svo mikið hafa verið í umræðunni að undanförnu. Þá er mikill áhugi fyrir því að halda áfram uppbyggingu íþróttamann- virkja og þá fyrst og fremst vegna þeirra félaga sem búa við ófullnægj- andi aðstöðu í dag. Framtíðin ein ræður hvernig þessu framvindur, en ef marka má starfið og árangur- inn í þau 50 ár sem liðin eru frá stofnun ÍA, ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að ná markmiðum sínum á næstu árum og halda áfram braut framfara og samtakamáttar. Samtaka- máttur og áhugi „EG tel að árangur okkar í íþróttastarfinu byggist mikið á því hvernig okkur hefur tekist að byggja upp starfið með samtakamætti aðildarfélag- anna og því hve almennur íþróttaáhugi er mikill á Akra- nesi,“ sagði Jón Runólfsson, for- maður íþrótta- bandalags Akraness, við Morgunblaðið. Jón tók við formennsku árið 1992, en hefur lengi verið í framvarðasveit forystumanna íþróttamála á Akranesi og þekkir því vel til þegar reynt er að meta starf og árangur í íþróttastarfi á Akranesi síðustu fimmtíu árin. Almennur íþróttaáhugi Jón sagði einkum tvennt standa upp úr. „I fyrsta lagi nefni ég árangur knattspyrnuliðs okkar sem hefur skapað okkur ákveðna hefð og trú á hverju lítið bæjarfé- lag getur áorkað. Arangurinn hef- ur haldið merkinu svo vel á lofti að það hefur verið nær samfellt í fremstu röð frá stofnun ÍA. Að sjálfsögðu hafa komið lægðir, en athyglisvert er að þegar þær hafa komið hefur alltaf verið brugðist snöggt við og slíkur tími hefur að jafnaði staðið stutt yfír á hveijum tíma. Þessi árangur hefur einnig haft góð áhrif á annað íþróttastarf og í yósi þess hefur aimennur áhugi á íþróttum aukist á Akra- nesi og árangur í öðrum íþrótta- greinum verið mjög góður. Þá er ekki síður ánægjulegt hve stór hópur fólks stundar ýmsar íþróttir sér til heilsubótar og sá hópur er alltaf að verða stærri." íþróttahreyfingin og bæjarbú- ar hafi borið gæfu til að samein- ast um að skapa góða iþróttaað- stöðu á Akranesi og skilningur bæjaryfirvalda á þýðingu þess hefur jafnan verið mikill. „Það er augljóst að vilji bæjarbúa er sá að íþróttir hafi þennan sess á Akranesi. Við sjáum þetta vel þegar bæjarbúar koma saman og fagna íþróttaafrekum okkar. Bæjarbúar fögnuðu Islandsmeist- urunum 1951 og hafa hyllt sigur- heljurnar síðan en þetta er ógleymanlegur þáttur í bæjarlíf- inu.“ Framtíðin björt Jón sagði að framtíð íþrótta- starfs á Akranesi væri björt. „Min ósk er sú að okkur takist að efla félagsstarfið og við hljót- um að hafa enn frekari áhuga á að bæta íþróttaaðstöðuna og þá hugsa ég sérstaklega til þeirra sem búa við ófullnægjandi að- stöðu. Þar þurfum við enn einu sinni að standa saman. íþrótta- hreyfíngin þarf að fá fleiri mennt- aða og hæfa leiðbeinendur og til að svo geti orðið þarf fjárhags- staðan að vera sterk. Næsta skref- ið er að tryggja íþróttahreyfing- unni betri fjárhagslegan stuðning og tryggja það að gildi íþrótta sé metið að verðleikum í þjóðfélagi nútimans. Ég vona að næstu fimm- tíu árin verði okkur jafngóð og þau ár sem liðin eru. Við eigum sjálfsagt eftir að sjá skipulag íþróttastarfsins breytast á næstu árum eins og margt fleira í þjóðfé- laginu en mín ósk er sú að okkur auðnist áfram að ganga eins sam- einaðir til verka og unnt er, í stað sundrungar eða misskiptingar sem mér sýnist svo víða vera til staðar í þjóðfélaginu." Jón Runólfsson Vandað áVaNtaskálasett Ein stór skál og 6 minni ÞOIU'IB BORGARKRINGLUNNI Opið alla dag kl. 12-18, laugard. kl. 10-16. Styttti opnunartimi, lægri verð, sgögn samræma ströngbstu kröfui um I og notagiídi. Uppröðunanr.öguieikamir 5a upp á góða starfsaðstöðu. Irinanhús- arkitektar okkar veita faglega ráðgjöf, þér að kostnaðarlausu. Hönnuður: Gunnar Magnússon FHI Smiðjuvegi 2 .Kópavogi — Þær heita 100% Organic Nail System gerfineglurnar sem unnu til 1. verðlauna á íslandsmeistaramóti Snyrtifræðinga 1995 Háholti 14 Mosfellsbæ s: 566-6161 DigranesheiSi 15 Kópavogi s: 564-fOl 1 TMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.