Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 28. APRÍL1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR ISLENDINGUM hefur orðið betur ágengt í baráttunni við æðakölkunarsjúkdóma en flestum öðrum þjóðum. Þenn- an árangur ber fyrst og fremst að þakka góðri hæfni og þjón- ustu hjartalækna, hjarta- skurðlækna og annarra starfsmanna heilbrigðisþjón- ustunnar. En jafnframt minnkandi vægi áhættuþátta, blóðfitu, háþrýstings og reyk- inga. í viðtali við Þórð Helga- son prófessor hér í blaðinu síðastliðinn fimmtudag kemur fram að dánartíðni þeirra, sem lagzt hafa inn á Landspítala með kransæðastíflu, hefur lækkað úr 20% á árunum 1965 til 1970 niður í 5% árið 1995. Á síðustu sex árum hafa verið framkvæmdar um 1.350 hjartaaðgerðir á fullorðnum og rúmlega 140 á börnum. Aðgerðir á börnum eru því um tíu af hveijum hundrað. „Vandamálið er,“ segir Bjarni Torfason hjartaskurðlæknir í viðtali við Morgunblaðið, „að hjarta-lungnavélin okkar og Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. verkfæri til opinna aðgerða henta ekki yngstu og léttustu börnunum og þarf því að senda þau utan til hjarta- skurðaðgerða fyrst um sinn eða þar til úrbætur fást.“ Þetta er mjög bagalegt. í fyrsta lagi er ólíkt betra fyrir viðkomendur, og á stundum nauðsynlegt, til að bjarga lífi barns, að það eigi aðgang að hjartaaðgerð hér heima. í annan stað þarf Trygginga- stofnun, að sögn Bjarna Torfasonar, að greiða um tvær milljónir króna fyrir hverja hjartaskurðaðgerð barns, sem framkvæmd er erlendis, eða tvöfalt meira en nemur kostnaði við slíka að- gerð á Landspítala. Landssamtök hjartasjúk- linga standa að merkjasölu næstu daga, eða 2. til 4. maí nk., undir kjörorðunum „tök- um á - tækin vantar“. Til- gangur söfnunarinnar er að afla fjár til kaupa á nýju hjartagæzlutæki fyrir Land- spitalann, auk tækja til barna- hjartaskurðlækninga. _Af þessu tilefni er öllum, sem hug hafa á, boðið til fundar í Perl- unni þriðjudaginn 30. apríl, þar sem fyrsta merkið verður afhent, ávörp flutt og Karla- kór Reykjavíkur syngur. Dregið hefur verulega úr tíðni hjartasjúkdóma sem og tíðni dauðsfalla af völdum þeirra. Þar kemur margt til. Meðal annars forvarnir, sem Landssamband hjartasjúk- linga hefur stuðlað mjög að með upplýsingum um áhættu- þætti. Einnig framfarir í rann- sóknum á æðakölkun, í sam- eindalíffræði og í sameinda- erfðafræði. Ný lyf, sem m.a. lækka blóðfitu, vega og þungt á þessum vettvangi og hafa dregið úr dauðsföllum af völd- um kransæðasjúkdóma og heilaæðasjúkdóma. Síðast en ekki sízt hafa íslenzkir hjarta- skurðlæknar skilað starfs- árangri, sem vakið hefur verð- skuldaða athygli erlendis sem hérlendis. Bjarni Torfason hjarta- skurðlæknir telur líklegt að um 30 íslenzk börn þarfnist hjartaskurðaðgerða á ári hverju. „Þegar við verðum búin að tækjavæðast og koma öllu fyrir eins og við viljum,“ segir Bjarni,„þá getum við sinnt þremur fjórðu aðgérð- anna.“ Söfnunin, sem fram fer næstu daga, er í þágu kaupa á nýju hjartagæziutæki fyrir Landspítalann og til tækja- væðingar barnahjartaskurð- aðgerða. Þetta er kjörið tæki- færi til að styðja brýnt og og þarft mál. Morgunblaðið hvet- ur landsmenn til að leggja söfnuninni lið: „Tökum á - tækin vantar“! TÖKUM Á - TÆKIN VANTAR! -J OO ÉG HEF X«ö»verið að líta um öxl og rifja upp kynni af eftir- minnilegu fólki. Suma þekktí ég áðuren ég varð blaðamaður, öðr- um kynntist ég í starfi. Ég kynntist Vilhjálmi frá Skáholti ungur dreng- ur í Vesturbænum en var hræddur við hann fyrst framanaf, eða þang- að til ég kynntist hinu hlýja hjarta mannsins sem fór ekki endilega með hávaða um Vesturbæinn og hrópaði, Skáldið er komið, skáldið er komið! Ég hafði líka kynnzt Vil- hjálmi af ljóðabókum hans enda voru þeir faðir minn miklir mátar. Og 1950 kom hann heim með þriðju útgáfu þekktustu ljóðabókar Vil- hjálms, Vort daglega brauð, en hún hafði verið aukin og myndskreytt. Og á henni var áritun til föður míns: Til vinar míns... Ég kunni vel að meta ljóð Vilhjálms, þótt sum beri þess þvímiður vitni að hann skorti þá menntun sem stundum ræður úrslitum. En hann kemur til dyranna einsog hann er klæddur og er allur í Ijóðum sínum svo það vegur á móti því sem á skortir með köflum. Þegar ég var orðinn blaðamaður skrifaði ég samtal við Vilhjálm, h'k- lega í tilefni af úgáfu ljóðabókarinn- ar Blóð og vín, 1957, en þá hefur Vilhjálmi þótt við hæfi að vera í hátíðlegum stellingum því hann skrifar á þetta eintak mitt: Hr. blaðam. Það hefur líklega verið mér að kenna að þetta samtal okkar mistókst að mestu leyti og liggur nú gleymt og grafið einsog margt annað í uppgrónum sorphaugi sam- tímans. Á æskuheimili mínu kynntist ég einnig gömlum tónlistargagnrýn- anda Morgunblaðsins, Árna Thor- steinssyni, þvíað þeir faðir minn voru miklir mátar og unnu saman í Landsbankanum þarsem ég sá einnig Eirík Einars- son frá Hæli, mikinn vin og samstarfsmann föður míns og komu þeir stundum heim saman í hádegismat og hlustaði ég gaum- gæfilega á tal þeirra. Eiríkur var alþingismaður og í þá daga taldi ég það þónokkurn virðingarvott og leitjoá einungis á hann sem slíkan. Arni var eins hversdagslega vax- inn og nokkur maður gat verið og var einskonar persónugerð ímynd borgarastéttarinnar. Og það var ekki fyrren löngu seinna sem ég gerði mér grein fyrir því að hann var eitt fínasta tónskáld landsins. Skáld áttu að vera einsog Keats eða Byron en ekki einsog Árni Thor- steinsson eða Eiríkur frá Hæli! Síð- ar hef ég gert mér grein fyrir því að þeir hafa líklega verið álíka skáldlegir í umhverfi sínu og T.S. Eliot sem var bankastarfsmaður í London og útgáfustjóri. Árni gat víst stundum verið harður í horn að taka sem tónlistargagnrýnandi og mér hefur verið það óskiljanlegt hvað hann gat verið strangur og jafnvel miskunnarlaus við mann einsog Eggert Stefánsson sem hat- aðist við Morgunblaðið vegna skrifa hans þangaðtil ég skrifaði rauðvíns- samtalið við hann á sjötta áratugn- um og hann sættist við málgagn Árna Thorsteinssonar. Árni var öllum mönnum kurteis- ari, ljúfur og fyrirferðarlítill og dag- farsprúður með afbrigðum. En þeg- ar tónlistin átti í hlut hafði hann sínar skoðanir. Þá var Árni Thor- steinsson ekkert lamb að leika við. Eiríkur Einarsson var einnig þessi dagfarsprúða ímynd gamla íhaldsins en gat verið léttur á bár- unni og gamansámari en venja var um menn í hans stöðu. Ég vissi aðvísu að hann væri góður vísna- smiður en hafði ekki hugmynd um að hann fór yfir mörk skálds og hagyrðings í beztu kvæðum sínum en því kynntist ég síðar og þótti þá mikið til koma að hafa þekkt þennan skáldlega þingmann ungur drengur. Ég átti því miður hvorki samtal við Áma tónskáld né Eirík frá Hæli vegna þess að ég var ekki orðinn blaðamaður þegar leiðir okk- ar lágu saman. En síðan hef ég glaðzt yfir verkum beggja. Og nú fyrir síðustu jól fékk ég í hendur Vísur og kvæði, seinna bindi, safn áður óbirtra ljóða eftir Eirík Einars- son og minntist þess þá hversu góðar minningar ég á frá fundum þeirra föður míns. I þessu ritverki eru margar fínar vísur en jafnframt kvæði sem bera skáldlegu flugi svo áþreifanlegt vitni að ekki verður um það deilt. Er mér sérstök ánægja að styðja þá fullyrðingu þeim rökum sem nærtækust em og birta nokkur sérstæð og falleg er- indi þess efnis því til staðfestingar. í lok æviágrips Hjalta Gestssonar framanvið þetta síðara bindi Vísna og kvæða vitnar hann í eitt þeirra ljóða sem Eiríkur orti undir lok ævi sinnar en í því em þessi erindi: Búin er nú brýnan drýgsta og breiði skárinn; þau eru að baki bestu árin, bilað orfið, ég og ljárinn. Held ég bráðum hinsta sinni heim frá slætti; skyldi þvi frestað ef ég ætti eftir þrek sem duga mætti. Aldrei hreif mig eins og nú þinn yndisbrapr, brosmildur og brúnafagur, bjarti, langi sumardagur. Kvæðið heitir Sláttulok. Og svo þessar línur úr kvæðinu Sömu ættar: Svipuð ertu túnblómi í tólftu viku, fallegri sóley við fífilshlið. Slíkt yrkir enginn aukvisi inní arf- leifð Jónasar. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 27. apríl Eftir RÚMLEGA EITT og hálft ár eða 1. jan- úar 1998 komast ís- ' lenzk stjómvöld ekki hjá því að leyfa fijájsa samkeppni í fjarskipt- um vegna þeirra skuld- bindinga, sem við tók- um á okkur með aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu. Ástæðan er sú, að fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið, að þann dag skuli einkaréttur rík- isrekinna símafyrirtækja afnuminn. Marg- ir telja, að þessi ákvörðun marki upphaf að einni mestu byltingu, sem orðið hefur á undanförnum áratugum í viðskipta- og atvinnulífi Evrópuríkja. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar byggist á 90. grein Rómarsáttmálans, sem heimilar Evrópusambandinu að afnema ríkiseinokun í aðildarríkjum þess en grund- völlur þeirrar ákvörðunar var skýrsla, sem tekin var saman af nefnd undir forystu Martins Bangemanns um stöðu Evrópu- ríkja í upplýsingabyltingunni. í þeirri skýrslu var hvatt til afnáms einokunar í fjarskiptum og að uppbygging og þróun upplýsingasamfélagins yrði byggð á einka- framtaki og fijálsri samkeppni. Áður hafði Jacques Delor, þáverandi forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, gefið út hvítbók, þar sem sömu markmiðum var lýst. Frelsi í rekstri fjarskiptakerfa var einn- ig tii umræðu á leiðtogafundi sjö helztu iðnríkja heims í febrúar fyrir rúmu ári. Þar flutti A1 Gore, varaforseti Bandaríkj: anna, ræðu, sem vakti mikla athygli. í ræðunni hvatti hann til þess að öllum hindrunum fyrir erlendri fjárfestingu í fjar- skiptum yrði rutt úr vegi og lýsti því yfir, að Bandaríkjamenn mundu styðja fijálsa samkeppni í fjarskiptum, sem mundi leyfa hvaða fyrirtæki sem væri, að veita hvaða viðskiptavini sem væri, hvar sem væri, þá þjónustu, sem hann óskaði eftir. Jafnframt lýsti varaforsetinn því yfír, að á árinu 1995 mundu Bandaríkjamenn afléttaöllum hömlum á erlendri fjárfestingu á fjar- skiptasviðinu. Það frelsi mundi hins vegar einungis standa til boða fyrirtækjum í ríkj- um, sem byðu sams konar frelsi. Þessi afstaða varaforseta Bandaríkj- anna byggir á sömu rökum og Morgun- blaðið benti á fyrir nokkrum mánuðum, þegar biaðið breytti afstöðu sinni til er- lendrar fjárfestingar í sjávarútvegi á þeirri forsendu, að við gætum ekki búizt við að geta óhindrað fjárfest í sjávarútvegi í öðr- um löndum eins og t.d. Þýzkalandi, ef við veittum öðrum þjóðum ekki sömu heimild- ir hér; Af þessu má marka, að sú hreyfing til afnáms ríkiseinokunar og fijálsrar sam- keppni í rekstri hvers kyns fjarskipta- kerfa, sem nær til okkar 1. janúar 1998 er ekki afmarkað fyrirbæri heldur byggir hún á samráði forystumanna allra helztu iðnríkja heims og ákvörðunum allra aðild- arríkja Evrópusambandsins. Rökin fyrir þessari grundvallarbreytingu eru m.a. þau, að frelsi á þessu sviði muni leiða til mikill- ar grózku þegar fram í sækir og aukinna umsvifa. í nýju upplýsingariti frá dóttur- fyrirtæki brezka tímaritsins Economist um fjarskiptamarkaðinir er haft eftir Lars Ramquist, stjórnarformanni Ericsson fyrir- tækisins, að fengin reynsla sýni, að afnám einokunar þýði um 30% meiri viðskipti fyrir alla aðila, þ.á m. hin gömlu einokun- arfyrirtæki. Halldór Blöndal samgönguráðherra hef- ur hafið undirbúning að þeim breytingum, sem hér eru framundan, með tillögum sín- um um að Póstur og sími verði gerður að hlutafélagi, að vísu í ríkiseigu. Samgöngu- ráðherra hefur einnig á undanförnum vik- um ferðast um landið og átt fundi með starfsmönnum Pósts og síma, til þess að gera þeim grein fyrir þeim breytingum, sem framundan eru. En jafnframt er tímabært, að opinberar umræður hefjist um hin nýju viðhorf enda ekki augljóst, hvernig að þeim á að standa og margvísleg vandamál framundan, sem taka verður á. M.a. af þeim sökum birti Morgunblaðið sl. haust yfirgripsmikinn greinaflokk um viðhorfin á þessu sviði við- skiptalífsins hér, veika samkeppnisstöðu lítilla einkafyrirtækja, sem hafa tekið upp samkeppni við Póst og síma, og þær að- ferðir, sem Póstur og sími notar til þess að halda keppinautum sínum í skefjum, sem eru svo sem ekkert einangrað fyrir- bæri hér, heldur þekkjast alls staðar, þar sem einokunfyrirtæki reyna að halda sín- um hlut, hvað sem það kostar. ÖLLUM, SEM UM þessi mál fjalk, ber saman um að gífur- legar tæknilegar framfarir í hvers kyns íjarskiptum verði einn helzti vaxtarbroddur í at- vinnulífi Vesturlanda á næstu áratugum og að lykillinn að því að nýta þær tækni- framfarir til fulls sé sá að aflétta einokun opinberra aðila og leyfa þúsund blómum að blómstra. Þess vegna eru nú mikil umbrot í símafyrirtækjum um allan heim. í fyrrnefndri skýrslu Economist er hins vegar bent á, að það sé hægara sagt en gert að koma þessum breytingum á. Ríkis- stjórnir flestra ríkja séu þrátt fyrir allar röksemdir með frelsi og samkeppni tregar til. Ástæðurnar eru eftirfarandi: í fyrsta lagi líta margar ríkisstjórnir svo á, að ríkisrekin símafyrirtæki séu sam- bærileg tákn um sjálfstæði þessara ríkja og eigið flugfélag og eigin hergagnaiðnað- ur. í öðru lagi hafa þær meira og minna notað þessi fyrirtæki sem farveg fyrir dulbúna skattlagningu. Hér þekkjum við þetta vel. Pósti og síma er gert að greiða í ríkissjóð, sem eins konar arð til eigand- ans, um einn milljarð króna á ári. En ís- lenzka ríkisstjórnin er sem sagt ekki sú eina, sem þetta gerir. Þvert á móti er þetta algild regla í Evrópulöndum. í þriðja lagi hefur ríkisstjórnum þótt þægilegt að nota póst- og símafyrirtæki til þess að hagræða gjaldskrám í þágu pólitískra sjónarmiða. Alþekkt er t.d., að hér hafa millilandasam- töl verið rándýr og notuð að einhveiju leyti Vaxtar- broddur í atvinnulífi en... IREYKJAVIK Morgunblaðið/RAX til þess að greiða niður aðra þjónustu. Nú hefur Póstur og sími tilkynnt, að póstgjöld verði hækkuð en kostnaður við millilanda- samtöl lækkuð. Það var tími til kominn, enda sýnir fyrrnefnd skýrsla, að í hópi 25 ríkja er ísland með fjórðu dýrustu milli- landasímtöl! En að vísu skal því bætt við, að skv. sömu skýrslu er kostnaður við gagnaflutningsnet hér hinn fimmti lægsti í hópi rúmlega 20 ríkja. í fjórða lagi hafa ríkisstjórnir áhyggjur af því, að einkavæðing símafyrirtækja leiði til þess að störfum fækki a.m.k. fyrst í stað. Sem dæmi má nefna, að eftir einka- væðingu brezka símafyrirtækisins fækkaði starfsmönnum þess úr 240 þúsundum í 150 þúsund. Það er hins vegar ljóst, að það er auðveldara að fylgjast með því, þegar störfum fækkar en með fjölgun þeirra í nýjum og litlum fyrirtækjum, sem spretta upp út um allt í kjölfar afnáms einokunar í fjarskiptum. í fimmta lagi er ljóst, að launþegasam- tök beijast gegn breytingum af þessu tagi og hafa t.d. í Þýzkaiandi og Frakklandi leitað til dómsstóla til þess að veija rétt starfsmanna hinna ríkisreknu einokunar- fyrirtækja. Pólitískur þrýstingur af ýmsu tagi veldur því þess vegna, að margar ríkis- stjómir vilja fara hægt í þessar breyting- ar, þótt þær komist engan veginn undan því að framkvæma fyrirmæli fram- kvæmdastjórnar ESB 1. janúar 1998 og það á við um okkur ekki síður en aðildar- ríki ESB. Reynslan af einkavæð- ingu enn yfir 86% af öllum langlínusamtölum innan Bretlands og 95% af heimamarkaðn- um að öðru leyti. Fyrirtækið ræður yfir 73% af markaðnum fyrir millilandasamtöl. Margvísleg tæknileg vandamál valda því, að brezka símafyrirtækinu Mercury eru mikil takmörk sett og hefur orðið að ein- beita sér að ákveðnum sérhæfðum mark- aði. Hins vegar hafa notendur notið góðs af einkavæðingunni að því leyti til að gjald- skrá fyrirtækisins hefur lækkað um 40% og kostnaður við millilandasamtöl er ein- hver hinn lægsti í heimi. Að vísu er kannski umdeilanlegt, hvort verðlækkunin er fyrst og fremst eða eingöngu vegna einkavæð- ingar eða hvort tæknilegar framfarir eiga ekki síður hlut að máli. En að minnsta kosti er ljóst að þær tækniframfarir hafa ekki að öllu leyti skilað sér til notenda í öðrum löndum. Auk Breta hafa Finnar og Svíar gengið langt í að afnema ríkiseinokun í fjarskipt- um og tekizt vel til, ekki sízt í Finnlandi, þó að sérstakar aðstæður komi þar nokkuð við sögu. En sem dæmi má nefna að lang- línusamtöl hafa lækkað um 60% í Finn- landi á tveimur árum. Hinir framfarasinnuðu Nýsjálendingar afnámu ríkiseinokun símafyrirtækis á ár- inu 1991. Aðalkeppinautur þess hefur náð 17% af markaðnum fyrir langlínusamtöl og 22% af millilandasamtölum og gjald- skrá símafyrirtækjanna hefur í heild lækk- að um 50%. REYNSLAN AF einkavæðingu sýn- ir, að langur tími líður frá því að ein- okun er afnumin og þangað til fullkom- ið frelsi ríkir í þessum viðskiptum. Raunar má ganga svo langt að segja, að slíkt frelsi ríki hvergi, a.m.k. ekki í Evrópu. Bretland er afar athyglisvert dæmi. Margrét Thatc- her einkavæddi brezka símafyrirtækið árið 1984 eins og raunar mörg önnur opinber fyrirtæki. Hið einkavædda brezka fyrirtæki ræður Viðhorfin hér UMRÆÐUR HÉR um þessi málefni hafa verið ótrúlega takmarkaðar. I raun og veru má segja, að Alþingi hafi hvorki rætt þessi nýju viðhorf til hlýtar né markað ákveðna stefnu um það, hvernig bregðast skuli við afnámi ríkiseinokunar eftir rúmlega eitt og hálft ár. Sú ákvörðun Halldórs Blön- dals samgönguráðherra að beita sér fyrir því, að Pósti og síma verði breytt í hlutafé- lag, er raunverulega eina ákvörðunin, sem stjórnvöld hafa tekið til þess að undirbúa sig undir nýja og breytta tíma. En vissu- lega má segja, að með þeirri ákvörðun sé grundvöllur lagður að enn víðtækari breyt- ingum á fyrirtækinu. Fleiri ákvarðanir þarf hins vegar að taka. Á að reka Póst og síma áfram sem eina heild? Ef svo er hvaða möguleika eiga lítil einkafyrirtæki á að keppa við þennan risa? Hvernig verður háttað aðstöðu nýrra fyrirtækja, sem vilja hefja hér starfsemi í sambandi við símaþjónustu og aðra fjar- skiptaþjónustu? Að hvaða leyti geta þau gengið inn í tæknikerfi Pósts og síma? Hvaða skilmála þurfa ný símafyrirtæki að uppfylla til þess að geta hafíð hér starf- semi? Á að takmarka rekstur Pósts og síma hf. við rekstur meginkerfa en gefa litlum einkafyrirtækjum tækifæri til að spreyta sig á þeim fjölmörgu sérsviðum, sem eru að opnast á þessum vettvangi án þess að skuggi risans sé yfír þeim öllum stundum? Á að selja hlutabréf í Pósti og síma hf. á almennum markaði? Á að skipta Pósti og síma hf. upp í einhveijar einingar áður en það er gert? Þessar spurningar og fjölmargar aðrar kalla á svör á næstu misserum. Hér eru áreiðanlega á ferðinni margvísleg tæki- færi fyrir íslenzkt atvinnulíf. Við höfum yfír að ráða fólkij sem hefur mikla þekk- ingu á þessu sviði. Forráðamenn Pósts og síma hafa verið framfarasinnaðir og þess vegna stöndum við tæknilega vel að vígi miðað við margar aðrar þjóðir. En hvernig nýtum við þá þekkingu, sem er til staðar og þá tæknilegu aðstöðu, sem hefur verið byggð upp? Það þarf að leita svara við þessum spurningum annars vegar með samráði á milli stjórnvalda og þeirra sem starfa á fjarskiptasviðinu, bæði hjá Pósti og síma og í einkafyrirtækjunum, sem hafa verið að hazla sér völl. Og hins vegar þarf Al- þingi á grundvelli slíks samráðs að marka ákveðna stefnu og hugsanlega setja lög- gjöf, sem setur þessari grein atvinnulífsins nýjan starfsramma. Það er ekki ofmælt að segja, að hér er á ferðinni eitt stærsta mál, sem íslenzk stjórnvöld og atvinnulíf standa frammi fyrir um þessar mundir. „ Af þessu má marka, að sú hreyfing til af- náms ríkiseinok- unar og frjálsrar samkeppni í rekstri hvers kyns fjarskiptakerfa, sem nær til okkar 1. janúar 1998, er ekki afmarkað fyrirbæri heldur byggir hún á sam- ráði forystu- manna allra helztu iðnríkja heims og ákvörð- unum allra aðild- arríkja Evrópu- sambandsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.