Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ rr Morgunblaðið/Kristinn HELGI Magnússon, framkvæmdastjóri málningarverksmiðjunnar Hörpu. Um þessar mundir eru sextíu ár frá því að fyrirtækið hóf starfsemi. MÁLNINGFRÁ HÖRPUÍ60ÁR eftir Pétur Gunnarsson UM ÞESSAR mundir eru liðin sextíu ár frá því að málningarverksmiðj- an Harpa tók til starfa. Á tímamótunum er engin ellimerki að sjá á þessu rótgróna fjölskyldu- fyrirtæki; Gallup-könnun staðfest- ir jákvætt viðhorf almennings til vörumerkisins og að sögn Helga Magnússonar framkvæmdastjóra gengur reksturinn vel, er arðsamur og framleiðsla og sala Hörpu hefur vaxið ár frá ári. „Ekki síst hafa síðustu tvö ár gengið vel,“ segir Helgi. „Árin 1994 og 1995 hefur hagnaður eft- ir skatta sem hlutfall af rekstrar- tekjum verið 5-6%, hagnaður 11-12% af eiginfé og eiginfjárhlut- fall yfir 40%. Veltufjárhlutfall hef- ur verið 2,3 til 2,6.“ Nánari upplýs- ingar um tekjur, gjöld og efnahag fyrirtækisins eru ekki birtar opin- berlega. í sérhannaða verksmiðju 1989 Harpa er í eigu 10 hluthafa úr tveimur fjölskyldum. Þóra Guðrún Óskarsdóttir, dóttir eins af fimm stofnendum fyrirtækisins, og hennar fjölskylda eiga 23% hluta- bréfa, en fjölskylda Magnúsar Helgasonar á 77%, þar af Magnús sjálfur 23% og Helgi Magnússon er stærsti hluthafinn með 36%. Magnús Helgason keypti, ásamt systkinum sínum, meirihluta í fyr- irtækinu árið 1961 og tók þá við starfi framkvæmdastjóra sem hann gegndi allt þar til Helgi son- VIÐSKIPn fflVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Helgi Magnússon er 47 ára. Hann varð stúdent frá Versl- unarskóla Islands 1970, viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands 1974 og hlaut löggildingu sem endurskoðandi árið eftir. Með námi og til ársloka 1976 starfaði hann á endur- skoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar en rak eigin endurskoðunarskrifstofu frá 1977-1986. Árin 1987-1988 var Helgi forstjóri ferðaskrifstofunnar Utsýnar og síðan rit- sljóri Frjálsrar Verslunar til 15. mars 1992 er hann tók við starfi framkvæmdasljóra Hörpu af föður sínum. Helgi hefur setið í stjórn Hörpu frá 1981. Hann á einnig sæti í stjórn Samtaka iðnaðarins. Eiginkona Helga Magnússonar er Arna Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau eiga tvö börn. FEÐGARNIR Magnús Helgason og Helgi Magnússon ásamt Atla Ásbergssyni, yfirverkfræðingi, í rannsóknarstofu fyrirtækisins. ur hans tók við. Magnús er nú stjórnarformaður Hörpu og geng- ur þar til daglegra starfa. Reykvíkingar minnast þess að verksmiðja Hörpu stóð lengst af við Skúlagötu 42. Gífurleg breyt- ing varð á starfseminni í upphafi ársins 1989 þegar fyrirtækið flutti í nýja málningarverksmiðju við Stórhöfða 44. „Verksmiðjan er sérhönnuð utan um starfsemi Hörpu og hefur gjörbreytt starfsemi fyrirtækisins til hins betra og gert mönnum kleift að færa allan reksturinn í nútímalegt horf,“ segir Helgi Magnússon. „I þessu 3.000 mz húsi er máln- ingarverksmiðja, áfyllingar- og pökkunardeild, lager, litunarþjón- usta, söludeild, rannsóknarstofa og skrifstofur. Þar til við fluttum hafði starfsemin farið fram í göml- um húsum við Skúlagötu 42, sem voru löngu úrelt og óþægileg til þessa rekstrar. Fyrirtækið seldi ýmsar fasteign- ir sínar til að standa straum af byggingu nýju verksmiðjunnar og gat því lagt fram talsvert eigið fé, sem kom sér vel á tímum allt of hárra vaxta. Auðvitað þurfti.einnig að taka fjárfestingarlán sem að miklu leyti voru í erlendum gjaldm- iðlum." Engin erlend lán Helgi segir að þegar verst lét hafi 7s hlutar allra skulda fyrir- tækisins verið i erlendri mynt. „Þess vegna vár fyrirtækið við- kvæmt fyrir gengisbreytingum sem gátu skaðað afkomuna,“ segir hann. „Sem betur fer hefur orðið sú breyting á fjármagnsmarkaði hér að okkur var kleift að breyta er- lendum lánum yfir í íslensk. Nú hefur orðið sú ánægjulega breyt- ing á að Harpa skuldar engin er- lend lán, einungis erlendar vöru- kaupaskuldir sem eru innan við 10% af heildarskuldum. Við teljum að þetta sé lykilatriði varðandi rekstraröi-yggi okkar og fram- tíðarmöguleika," segir Helgi Magnússon. Hann tekur undir með mörgum öðrum talsmönnum fyrirtækja sem tjáð hafa sig um bætta afkomu atvinnurekstrar í seinni tíð, að batann megi bæði rekja til ráðstaf- ana sem gerðar hafa verið í fyrir- tækjunum sjálfum og einnig til stöðugleika í efnahagsmálum, bættra starfsskilyrða og ekki síst til lægri fjármagnskostnaðar. Hann segir að ekki sé hægt að leggja of mikla áherslu á mikil- vægi þess fyrir íslenskt atvinnulíf að þeim stöðugleika sem náðst hefur undanfarin ár verði haldið við. Islenskar aðstæður „íslenskir málningarframleið- endur eru í fullkomlega óverndaðri samkeppni við innflutning og standa sig vel, ekki síst vegna gæða framleiðslunnar og stöðugr- ar vöruþróunar. Við erum að fram- leiða hágæða málningu á íslandi. íslensk málningarframleiðsla stendur framarlega vegna þess að menn hafa aðlagað hana íslensku veðri og aðstæðum. Veður og að- stæður hér á landi eru allt aðrar og ekki sambærilegar við það sem málningarframleiðendur í Evrópu miða sína framleiðslu við,“ segir Helgi. „Harpa hefur frá upphafi rekið rannsóknarstofu þar sem efna- verkfræðingar starfa og við fram- leiðum eingöngu úr eigin uppfinn- ingum; úr uppskriftum sem hafa prðið til á rannsóknarstofu Hörpu. í 60 ár hefur fólki líkað fram- leiðsla Hörpu, sem stöðugt hefur verið aðlöguð nýjum tímum með vöruþróun, rannsóknum og gæða- eftirliti. Við höfum ekki valið að leigja uppskriftir frá útlöndum eins og margir íslenskir framleiðendur hafa gert. Hins vegar flytjum við inn málningarvörur þegar við telj- um það eiga betur við en eigin framleiðsla, enda stefnum við að því að geta veitt viðskiptavinum okkar sem víðtækasta þjónustu. M.a. höfum við flutt inn Ftúgger- viðarvörn og International skipa- málningu. Engu að síður eru nær 90% af sölu Hörpu eigin fram- leiðsla fyrirtækisins.“ Samsettur og flókinn markaður Á árunum 1963-1984 flutti Harpa út 12.000 tonn af lakki til Sovétríkjanna samkvæmt vöru- skiptasamningi eins og þeim sem þá tíðkuðust í viðskiptum við A- Evrópuþjóðir. Helgi segir að nú leggi fyrirtækið hins vegar alla áherslu á framleiðslu fyrir innan- landsmarkað. Málningarmarkaðurinn er sam- settur og flókinn markaður, segir framkvæmdastjóri Hörpu. Stærsti viðskiptavinahópurinn er almenn- ingur, sem kaupir málningu og málningarvörur fyrir heimili sín í verslunum en regluleg viðskipti við fyrirtæki, verktaka og málara- meistara eru einnig mikilvæg. „Við leggjum mikla áherslu á þjónustu við viðskiptavinina og viljum að þeir geti fengið hjá okk- ur öll þau málningarefni sem þeir kunna að þurfa á að halda. Megin- markmiðið er að geta sinnt öllum fyrirspurnum og óskum viðskipta- vinanna.“ Þrír verkfræðingar starfa hjá fyrirtækinu og Helgi segir að efnaverkfræðingar rann- sóknarstofu Hörpu taki t.d. iðulega ) ) » i \ ) í í i i > \ i I I I 6 f í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.