Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 31 SKOÐUN NORSKA strandgæslan hefur haft sig nyög í frammi á veiðislóðum íslenskra skipa í Norðurhöfum. fyrir strandríkin. Á áratug hafa þeir helgað sér tvær milljónir fer- kílómetra hafsvæði, en þar af er norska efnahagslögsagan sjálf ein- ungis 875 þúsund ferkílómetrar. Sumir . kalla þetta útþenslustefnu. Og minna á landakröfur Norðmanna á Grænlandi, sem var hnekkt af Alþjóðadómstólnum í Haag 1930. 3. Fiskveiðistjórnun og ríkis- styrkir. Ég nefndi áðan að það gæti verið gagnlegt fyrir þessar frændþjóðir, Norðmenn, íslendinga og Færey- inga, að reyna að setja sig hver í annarra spor. Hugsanlegar' mála- miðlanir byggja á því að taka tillit til lífshagsmuna annarra. Það er ólíku saman að jafna, hagsmunum Norðmanna annars vegar, og hags- munum Íslendinga/Færeyinga hins vegar, varðandi nýtingu sjávarauð- linda. í olíuríkinu Noregi er sjávarút- vegurinn ríkisstyrkt aukabúgrein, þrátt fyrir mikilvægi hans í N-Nor- egi. Norskur sjávarútvegur hefur á eftirstríðstímanum notið verulegra ríkisstyrkja. Noregur hefur efni á þessum niðurgreiðslum og ríkis- styrkjum. Það hafa íslendingar ekki - og Færeyingar ekki heldur, nema Danir borgi. Ríkisstyrkir og niðurgreiðslur auðugra iðnríkja á sjávarútvegi, sem aukabúgreinum á jaðarsvæðum, er ein helsta undirrót hins alþjóðlega vanda. Styrkirnir skekkja sam- keppnisstöðuna. Þjóðir sem lifa á fiskveiðum eru í sömu stöðu og þró- unarríki sem lifa á landbúnaði. Þeim er haldið í fátæktargildru, af því að niðurgreiðslur ríku þjóðanna úti- loka þá frá mörkuðum. Ríkisstyrkt- ur sjávarútvegur er óarðbær. Meðan sjávarútvegi er haldið uppi á styrkj- um verða flotarnir of stórir og sókn- in í nytjastofnana of mikil. Það vefst fyrir mér að skilja, að þjóðir sem þannig halda á málum, hafi efni á að prédika siðferði yfir hinum, sem þurfa að veiða til að lifa. íslendingar og Færeyingar þurfa að veiða til að lifa. Svo einfalt er það. Þess vegna beittu íslendingar sér fyrir því að koma inn í úthafs- veiðisamning SÞ hinu svokallaða „íslenska ákvæði“. Efnislega merkir það þetta: Þegar ákvarðanir eru teknar um fiskveiðiréttindi ríkja, undir svæðisstjórnum skv. samn- ingnum, „skal taka tillit til þarfa strandríkja, sem byggja efnahag sinn að langmestu leyti (are overw- helmingly dependent on) á fiskveið- um“. Þetta var samþykkt þrátt fyrir hávær mótmæli Norðmanna. Okkar sjónarmið er að „sögulegur réttur" (sem er erfðagóss frá fallbyssubáta- tímabili („Gunboat Diplomacy") Bretanna), einn og sér, geti aldrei leitt til sanngjarnrar niðurstöðu við úthlutun veiðiheimilda. Þar verði að taka tillit til fleiri þátta: Ástands fiskistofna, mikilvægis sjávarútvegs fyrir viðkomandi þjóðfélag, nálægð vtö veiðislóð - auk veiðireynslu. Islendingar voru vissulega braut- tyðjendur í þróun hafréttarins í átt frá 3 mílum til 200 mílna efnahags- lögsögu strandríkja. í þeirri baráttu höfnuðum við hinum sögulega rétti sem erfðagóssi frá nýlendutíman- um. Norðmenn voru á sínum tíma mikil úthafsveiðiþjóð. Þá höfðu þeir hag af málflutningi sem byggði á sögulegum rétti. Nú, þegar Norð- menn hafa lagt undir sig tvær millj- ónir ferkílómetra af hafsvæði á Norður-Atlantshafinu, líta Norð- menn á sig sem bókstarfstrúarmenn („fundamentalista"), út frá sjónar- miðum strandríkja. Þeir hafa kúvent afstöðu sinni, í ljósi breyttra hags- muna. Norðmenn saka íslendinga um að hafa gert hið sama. En íslending- ar hafa aldrei horfið frá málflutn- ingi sínum um réttindi og ábyrgð strandríkja. Þeir hafa frá upphafi þessara deilna lýst sig reiðubúna til samninga við strandríkið Noreg, en Noregur hafnað. Hitt er svo annað mál, að það er engin mótsögn í því að vera strandríki og stunda úthafs- veiðar, ef hvort tveggja er undir formerkjum ábyrgrar fiskveiði- stjórnunar. Þjóð eins og íslendingar, sem lif- ir á því að veiða, án ríkisstyrkja, hefur ekki efni á því að stunda ein- hliða sjálfsafneitun varðandi rétt til úthafsveiða. Aðrar þjóðir meta það einskis. Og meðan hinum „sögulega rétti“, þ.e. veiðireynslunni, er haldið til streitu, sem eina mælikvarðanum á fiskveiðiréttindi, eiga íslendingar ekki annarra kosta völ en að kepp- ast við að afla sér veiðireynslu og þ.m.t. sögulegra réttinda. Alþjóðleg vandamál verða- ekki leyst á grundvelli einhliða sjálfsaf- neitunar einnar þjóðar, sem aðrar þjóðir taka ekki tillit til. íslenskur sjávarútvegur nýtur ekkí ríkisstyrkja. Fiskveiðistjórnun- arkerfi íslendinga er í veigamiklum atriðum strangara stjórnkerfi en það sem Norðmenn búa við. Það byggir á framsali aflaheimilda. Það hefur stuðlað að minnkun fiotans, dregið úr ofveiði, aukið hagkvæmi og arðsemi veiðanna. Það er farið að skila árangri. Þess vegna hefur orðið bylting í íslenskum sjávarútvegi á sl. hálfum áratug. Fækkun skipa innan lögsög- unnar þýðir að skip eru aflögu sem geta stundað úthafsveiðar. Islensk- ur sjávarútvegur er í vaxandi mæli að gera útrás um allan heim. Við stundum nú veiðar ekki bara í Norð- urhöfum, heldur í S-Ameríku, við Afríku og í Asíu. Alls staðar er þetta gert samkvæmt samningum við hlutaðeigandi þjóðir. Það er umhugsunarefni, að við virðumst geta náð samningum við allar þjóðir - nema frændur vora Norðmenn. 4. Hinn siðferðilegri mannjöfn- uður Fáein orð í gamni og alvöru um hinn siðferðilega mannjöfnuð, sem notaður hefur verið eins og salt út í grautinn, í áróðursstríðinu milli frændþjóðanna: • Björn Tore Godal, utanríkisráð- herra Norðmanna, hefur sagt að veiðum íslendinga í Smugunni og í Barentshafi megi líkja við innbrots- þjófnað á norsk heimili; að íslend- ingar hafi rofið friðhelgi hins norska heimilis. íslendingar svara því til að Svalbarðasamningurinn, sem norska fiskverndarsvæðið við Sval- barða byggir á, sé eins og fjölbýlis- hús. Sem eitt af 40 aðildarríkjum Svalbarðasáttmálans eigi íslending- ar staðfesturétt í einni af þessum 40 íbúðum. Við höfum látið uppi efasemdir um að norsk lög um fjöl- býlishús heimili einum íbúðareig- andanum að setja sambýlisreglur, án samráðs við aðra íbúa; að hirða allar leigutekjurnar, en úthluta þó sumum hluta af þeim, (Rússum), samkvæmt geðþóttaákvörðun. Og uni íbúamir ekki þessum yfirgangi, þá megi bara bera þá út á götuna. • Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, hefur sagt að íslendingar hafi rányrkt eigin fiski- stofna og þess vegna leiðst út í það athæfi að stela físki frá Norðmönn- um, sem hafi sýnt meiri fyrirhyggju við að byggja upp stofnana. Það er staðreynd, að þorskstofn- inn við ísland er í sögulegu lág- marki, þótt hann sé nú að rétta úr kútnum. En íslendingar hafa á und- anförnum árum skorið niður veiði- heimildir í þorski úr 450 þús. tn. í ca 150 þús. tn. Þar sem þorskurinn hefur skilað íslendingum 40% út- flutningstekna af fiski er þessu helst að jafna við það að Norðmenn lok- uðu olíulindum sínum. Það e_r rétt að hrun þorskstofnsins við ísland var að hluta til vegna ofveiði. Megin- skýringin er hins vegar óhagstæðari lífsskilyrði í sjónum, sem aldrei verð- ur unnt að koma í veg fyrir, hversu gott fiskveiðistjórnunarkerfi sem menn annars hafa. Og ég hef þegar svarað því að fiskveiðistjómunar- kerfi íslendinga er strangara en Norðmanna, enda er það að byrja að skila árangri. • Upphaflega sögðu Norðmenn að Smuguveiðar íslendinga væru ólög- legar. Þegar íslendingar sýndu fram á að frjálsar úthafsveiðar væm öll- um heimilar samkvæmt hafréttar- sáttmálanum, drógu þeir í land. Hins vegar er því enn haldið fram að þær séu ósiðlegar. Norðmenn hafi tekið á sig miklar fórnir við að byggja upp stofnana innan eigin lögsögu. En síðan komi Islendingar og hirði afraksturinn fyrir utan bæjardymar. Samkvæmt hafréttar- sáttmálanum ber úthafsveiðiþjóðum að skuldbinda sig með samningum við strandríki til að stunda ábyrgar veiðar. Frá fyrsta degi Smuguveiða- buðu íslendingar Norðmönnum upp á slíka samninga - hingað til án árangurs. Ég hef áður bent á það að úthafsveiðar eru alþjóðlegt vandamál. Einhliða sjálfsafneitun einnar þjóðar dugar ekki til að leysa það mál. Til þess þarf samninga sem byggjast á því að taka tillit til gagn- kvæmra hagsmuna. Það er ekki skynsamlegt að útiloka samninga við þjóðir, sem lifa á fiskveiðum, á grundvelli hugtaksins um „söguleg- an rétt“. Þá á viðkomandi þjóð eng- an annan kost en að keppast við að afla sér veiðireynslu, til þess að geta gert kröfur á grundvelli sögu- legs réttar. Óbilgirni að þessu leyti endar því í ógöngum. í • Norðmenn halda því fram að ís- lendingar hafi kúvent frá fyrri stefnu sem brautryðjandi í baráttu fyrir réttindum strandríkja. Ég hef áður svarað þessu. ísland var í kjamahópi strandríkjanna á úthafs- veiðiráðstefnu SÞ. Við áttum hlut að nauðsynlegri málamiðlun milli strandríkja og úthafsveiðiþjóða. Norðmenn komu inn í kjarnahóp strandríkjanna einungis á lokastigi. Það er engin þversögn milli þess að vera strandveiðiríki og úthafs- veiðiríki, ef viðkomandi þjóð fylgir fram grundvallarsjónarmiðum um vemdun fiskistofna og hagkvæmni veiða. Það hafa íslendingar gert. Þeir hafa lýst sig reiðubúna til samninga um málamiðlun, sem taki réttmætt tillit til lífshagsmuna 1 1 I Indesit kæliskápar. þvottavélar,uppþvottavélar, eldavélar ofl. ofl. 20% afsláttur af öllum * Tefal vörum m.a. matvinnsluvélar, brauSristar, caffivélar grill, eldhús og babvogir ofl ofl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.