Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ I LISTIR TONLIST F c 11 a - « g llólakirkja KÓRSÖNGUR Rarik-kórinn og Lögreglukórinn í Reykjavík fluttu íslensk og erlend söngverk. Stjórnendur voru Violeta Smid og Guðlaugur Viktorsson en undirleik annaðist Pavel Smid. Síð- asti vetrardagur, miðvikudagurinn 24. aprfl, 1996. SONG- GLEÐI TÓNLEIKARNIR hófust á því að Lögrelukórinn söng Þakkarbæn (höfundur ekki tilgreindur í efnis- skrá), er kórinn söng við undirleik Pavel Smid á orgel kirkjunnar. Lag- ið hefst á veikum einrödduðum söng og við hvert erindi óx hljómur kórs- ins en aðeins undir það síðasta, í niðurlaginu var sungið raddað. Það kemur á óvart hversu kórinn er vel samæfður og kom það einkar vel fram í lögum eins Hver á sér fegra föðurland eftir Emil Thoroddsen og í meistaraverki Þórarins Jónasson- ar, Ár var alda, sem var sérlega vel sungið. Lífið hún sá í ljóma þeim eftir Inga T. Lárusson var vel sungið en það vantaði nokkuð á festu í Veiðimannakórinn, úr Töfra- skyttunum eftir Weber, sérstaklega í viðlaginu. Lögreglukórinn hyggur á ferð til Norðurlanda og söng því nokkur skandinavísk lög eftir Weise, Ring, Gustav Svíaprins, Söngkveðjuna eftir Grieg og þjóð- söng Norðmanna. Auk þessa voru sungin tvö lög úr bandarískum söngleikjum Don’t fence me in, eft- ir Porter og There’s no business like show business, eftir Berlin. Lögreglukórinn söng skandinavísku lögin af þokka og amerísku lögin hressilega og með töluverðri hryn- skerpu. Það er auðheyrt að Guð- laugur Viktorsson er laginn kór- stjóri og bar söngur kórsins þess glögg merki, að vel hafði verið æft. Rarik-kórinn er einn af þessum starfsmannakórum, sem hafa á Siemens SIEMENS Þvottavél Við bjóðum nú þessa annáluðu gæðavél (WM 21) á hreint ótrú- legu verði. Þetta tilboð verður vart slegið út í bráð. Vélin hefur mörg þvottakeríi, stiglaust val á hitastigi að 95° C og stiglausa stillingu á þeyti- vindu frá 500-800 sn./mín. Sérstök kerfi fyrir ull og viðkvæmt tau. Staðgreiðsluverð: 49.900 kr. Frystiskápar GS 21B04:169 I nettó. Staðgreiðsluverð: 54.900 kr. GS 26B04: 210 I nettó. Staðgreiðsluverð: 59.900 kr. GS 30B04EU: 250 I nettó. Staðgreiðsluverð: 64.900 kr. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskálct • Snæfellsbær: Blómstun/ellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búðardalur: Asubúð • ísafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: Öryggi • Þórshöfn: Norðurraf • Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaöur: Rafalda • Reyðarfjöröur: Rafmagnsv. Áma E. • Egilsstaöir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafiröi: Króm og hvítt • Vík í Mýrdal. Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Hella: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi. SMUH & NORLAND Nóatúni 4 ■ Sími 511 3000 undanförnum árum látið æ meira að sér kveða og er það án alls vafa, að gæfan hefur fært þeim góðan og laginn kórstjóra, sem er Violeta Smid. Svo sem eins og í Lögreglu- kórnum, þá er ekki hægt að veija sér þjálfað söngfólk en það hefur sýnt sig, að laginn kórstjóri getur skapað góðan kór úr hópi lítt þjálf- aðra söngvara. Rarik-kórinn hóf söng sinn á vinsælum lögum, fyrst tveimur lögum eftir Oddgeir Krist- jánsson, Blítt og létt og Ágústnótt, þá einu eftir Sigfús Halldórsson, Þín hvíta mynd og eftir Friðrik Jónsson, Við gengum tvö. Fyrir utan það að raddsetningin á Blítt og létt er ópassandi fyrir lagið og var ekki reglulega vel sungin, voru hin lögin sungin af þokka og lag Sigfúsar reyndar best. Sönggleðin réð ferðinni í rússneska þjóðlaginu Kalinka og sama má segja um flutn- inginn á Pilturinn og stúlkan en það vantaði meiri þunga í söng Odi et amo, (Hatur og ást) eftir Carl Orff. Laudate domino, eftir Mozart er falleg tónsmíð og var hún sungin af þokka, séstaklega af einsöngvar- anum Guðrúnu Lóu Jónsdóttur. Hún söng einnig, ásamt Inga Ingi- mundarsyni, einsöng í lagasyrpu úr Sardasfurstynjunni, sem var flutt í raddsetningú Magnúsar Ingi- marssonar. En þar, og í lokaverk- efni Rarik-kórsins, lagsyrpunni Faðmlög og freyðandi vín, eftir Winkler, var sönggleðin ráðandi. Tónleikunum lauk með samsöng kóranna í tveimur lögum, fyrst Tröllaslag og síðan (höfundarlaus- um) polka. Það er auðheyrt að söng- stjórarnir hafa gott lag á að þjálfa söngfólk og söngfólkið nýtur þess að syngja, svo að tónleikarnir í heild voru hin besta skemmtan. Pavel Smid lék með af öryggi og var sama hvort viðfangsefnið var evrópsk skemmti- og óperutónlist eða djössuð bandarísk söngleikja- tónlist. Jón Ásgeirsson Listaklúbbur Leikhúskjallarans Leikhús- tónlist Hugleiks í LISTAKLÚBBI Leikhúskjallar- ans verður nk. mánudagskvöld, 29. apríl, flutt söngdagskrá sem hefur hlotið nafnið „Ég held ég sé að bresta í söng“. Hérna eru á ferðinni félagar í leikfélaginu Hugleik með söngva- og tónlistardagskrá sem krydduð er leikrænu ívafi. Hugleikur er áhugaleikhópur og leiksmiðja sem starfað hefur í Reykjavík í rúman áratug. Á hans vegum hafa árlega verið sviðsett eitt eða fleiri verk sem samin eru innan leikhópsins. Mörg þeirra hafa síðan verið sett upp af öðrum leikfélögum um land allt. Eitt af einkennum þessara leikrita er að þar er jafnan mikið um söng, dans og hjóðfæraslátt. Lög og textar eru öll úr smiðju Hugleiks eins og annað sem hóp- urinn færir upp. Sýnishorn Dagskráin sem flutt verður í Leikhúskjallaranum er sýnishorn af því sem bruggað hefur verið í áranna rás. Þar verður boðið upp á einsöng, tvísöng, tríó, kvartetta, kóra og eina óperu. Söngvararnir eru fleiri en upp verða taldir. Hljómsveitina skipa Ármann Guð- mundsson, Fríða B. Andersen, Gísli Víkingsson og Þorgeir Tryggvason. Árni Hjartarson ann- ast undirbúning dagskrár en kynn- ir er Sigrún Valbergsdóttir. Dag- skráin hefst um kl. 20.30. Sólarmegin í Gerðarsafni SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi heldur tónleika í Gerðarsafni, Kópavogi, þriðju- daginn 30. apríl nk. kl. 20.30. A efnisskrá eru innlend og erlend lög, m.a. íslensk þjóðlög, dúettar og kvartettar. Sönghóp- urinn hefur sungið saman í sex ár og komið víða fram bæði inn- anlands og utan. Þetta eru síð- ustu tónleikar hópsins á þessu vori en sönghópurinn vinnur nú að upptöku á geisladiski. Söng- stjóri er Guðmundur Jóhannsson og undirleikari Anna Snæbjörns- dóttir. Danssýning í Is- lensku óperunni DANSSÝNING verður haldin í ís- lensku óperunni í tilefni af alþjóða dansdeginum mánudaginn 29. apríl kl. 20. Alþjóðlegi dansdagurinn er hald- inn hátíðlegur um allan heim og af því tilefni verður settur á svið dans- fögnuður ungra dansara í íslensku Óperunni. Þar verður sýndur ballett, jazzdans, samkvæmisdansar, nú- tímadans og fleira. Dans er stór hluti af menningarlífi allra þjóða og því mikilvægt að fagna þessum degi. Stjórnandi sýningarinnar er David Greenall listdansari. Allur ágóði rennur í menntunarsjóð dansara. Fram koma dansarar úr eftirtöld- um skólum: Listdansskóla íslands, Jazzballett- skóla Báru, Dansskóla Sigurðar Hák- onar, Danssmiðju Hermanns Ragn- ars. Einnig koma fram dansarar úr íslenska dansflokknum. Miðasala er í öllum ofangreindum skólum. Miðasala Óperunnar er op- inn sunnudaginn 28. apríl og mánu- daginn 29. apríl frá kl. 12 fram að sýningu. 4& hcui&iuiÁi Þúsundir kvenna þekkja SL TPA krentið. Nú bjóðum við þeim og nýjutn viðskiptavinum einstakt tilboð. Með hverri SL TPA 50 ml kremkrukku fylgir glœsilegur kaupauki: i Augnskuggar, tveir saman I Vcrrcilitur i Nctglalakk Verðmœti kaupaukans er ca. 2.950 kr. • Gildir nteðan birgðir endast. Andorra, Hafnarfirði; Ársól, Grímsbæ; Bylgjan, Kópavogi; Brá, Laugavegi; Clara, Kringlunni; Snyrtivöruv. Glæsibæ; Hygea, Austurstræti; Sara, Bankastræti; Spes, Háaleitisbraut; Amaró, Akureyri; Bjarg, Akranesi; Apótek Ólafsvíkur; Hllma, Húsavlk; Krisma, ísafirði; Libia, Mjódd; Mosfellsapótek; Ninja, Vestmannaeyjum. , ____, ___________ l I \ l I I I t . I . r I | «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.