Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,- amma og langamma, MÁLFRÍÐUR GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR, Droplaugarstöðum, áðurtil heimilis á Hagamel 38, sem lést mánudaginn 22. apríl, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudag- inn 30. apríl kl. 15.00. Gísli Gunnarsson, Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Vilborg Gunnarsdóttir, Hilmar Þór Sigurðsson, Guðfinna Gunnarsdóttir, Torfi Gunnlaugsson, Skarphéðinn Gunnarsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðmundur Vilhjálmsson, Jóhannes Gunnarsson, Sigþrúður Sigurðardóttir, Þóra Guðný Gunnarsdóttir, Jónbjörn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ÁSTVALDUR HELGASON, Ásbraut 9, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðar- kirkju, Fljótshlíð, þriðjudaginn 30. april kl. 14.00 Kristfn Ingimundardóttir, Óli Þór Ástvaldar, Guðfinna Nývarðsdóttir, Sóley Ástvaldar, Ágúst Ingi Ólafsson, Ragnar Ástvaldar, Guðrún Bergmann, Viðar Þór Ástvaldar, Jóhanna Ósk Pálsdóttir, Finnbogi Arnar Ástvaldar, Sigurður Rúnar Ástvaldar, Inga Arnórsdóttir, afabörn og langafabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNLÍNA jVARSDÓTTIR frá Reyðarfirði, síðasttil heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 13.30. Bjarni Þórarinsson, Þóranna Þórarinsdóttir, Ásdfs Þórarinsdóttir, Óskar Þórarinsson, ívar I. Þórarinsson, Þórir Þórarinsson, Valur Þórarinsson, barnabörn, barnabarnabörn Svanhildur Jónsdóttir, Bjarni Björgvinsson, Gunna S. Kristjánsdóttir, Marfa H. Jónsdóttir, Kristín Elfdóttir, Ólaffa Andrésdóttir, og barnabarnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og vináttu við andlát eigin- manns míns, KJARTANS BENJAMÍNSSONAR, Ásgarði 109, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Jóns Hrafnkelsson- ar, læknis, hjúkrunarþjónustu KARITAS og starfsfólki 11-E, Landspítalanum fyr- ir góða umönnun og hlýhug. Lilja H. Guðnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs sonar míns, bróður okkar, barnabarns, barnabarnabarns og frænda, ÓLAFS BERGMANNS ÓMARSSONAR, Hólmgarði 7, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Sara Dögg Ómarsdóttir, Hörður Freyr Harðarson, Arinbjörn Harðarson, Ólafur Bergmann Ásmundsson, Málfríður Ó. Viggósdóttir, Helga Ósk Kúld, Stefán Brynjólfsson, Sverrir Svavarsson, Sigrún Halldórsdóttir, Sigurlfn Ester Magnúsdóttir, Rósinkrans Kristjánsson Arinbjörn Kúld, Ásmundur Bjarnason, Magnea Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON + Guðjón Steingrímsson, raf- virkjameistari, var fæddur á Eyrarbakka 2. desember 1917. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 12. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. apríl. „Hvem vildir þú eiga fyrir pabba, ef okkar pabbi væri dáinn?“ spurði Jón Sverrir bróðir minn. Við vorum 5 og 6 ára, hann eldri og vitrari. Við veltum þessu nokkra stund fyrir okkur, það var um ýmsa að velja að okkar mati, þeir voru margir kallarnir í Soginu, sem við höfðum dálæti á og virtust hafa dálæti á okkur krökkunum, allavega fengum við að reyna ýmislegt sem líklega væri bannað í dag, svosem að sitja undir stýri á „dumptor" eða stórum trukk, auðvitað á hnjánum á viðkomandi ökumanni, eða á sama hátt aka einhverri drossíunni, og þá var það sem við systkinin urðum sammála um staðgengil pabba, ef út í þá sálma færi: Guðjón. Hann átti flottustu drossíuna, hann var alltaf svo góður og skemmtilegur og svo var hann líka langfallegastur af þeim öllum! Jón Sverrir bróðir minn naut því miður ekki gæsku Guð- jóns nema u.þ.b. eitt ár eftir þess- ar heimspekilegu umræður, því hann fórst í umferðarslysi aðeins 7 ára gamall, en ég hef átt því láni að fagna að eiga hann að vini það sem sem af er minni ævi. Ég kom seinast til hans í endaðan febrúar sl. í notalega húsið hans á Folemarksvej í Brondby við Kaup- mannahöfn. Mér varð þá ljóst að hann kæmi ekki aftur heim í þessu lífi, eins og við höfðum vonað, en hann var sáttur við lífið og tilbúinn að kanna nýjar slóðir. Við áttum saman ómetanlegan tíma, töluðum um gömlu dagana og skoðuðum myndir, hringdum heim til íslands og spjölluðum við þá sem hann taldi sig hafa vanrækt, því skamm- tímaminnið var farið að hrella hann ofurlítið. Eins var hann áfjáður í að heyra álit mitt á framhaldslífi og öðrum andlegum málefnum, og við bundumst því heiti, að hvort okkar sem á undan færi, léti hitt vita. Ég þarf varla að taka fram að hann gaf mér vísbendingar strax, og hefur sýnt mér á ótvíræð- an hátt síðan, að það er leikur einn, því hann hafði hvað mestar áhyggjur af því að hann myndi ekki geta lært þá kúnst strax. Guðjón var mikill vinur foreldra minna og kom oft til þeirra í Hvera- gerði, ýmist einn eða með strákana sína. Éinhvemveginn urðu þessir strákar, Hilmar, Magnús og Stein- grímur, að „bræðrum“ okkar systkina og litu gjarnan inn til Öllu Möggu og Árna, án þess að hafa pabba „gamla" í eftirdragi. Tvö yngri systkini fæddust síðar, Sigríður og Ingólfur Sverrir, en yngsta soninn, Kjartan, eignaðist hann í Danmörku. Mér er minnis- stætt eitt atvik sem gerðist rétt fyrir ferminguna mína. Guðjón hafði eflaust grunað að efnahagur- inn væri ekki allt of góður hjá for- eldrum mínum, því hann keypti handa mér fermingarskóna, og þá ekki af lakara taginu í Danmörku. Það var vitanlega stór stund fyrir mig að fá splunkunýja skó, alla leið frá útlöndum og svo voru þeir miklu flöttari (fannst mér) en allir aðrir skór. Svona stundir geymast í minningunni. Eftir að Guðjón flutti til Dan- merkur höfum við haft mismikið samband, en alltaf samband. Ég hef komið alloft til hans, stundum rétt litið inn og stundum dvalið lengur, eftir ástæðum. Eftir að ég sjálf flutti til Danmerkur náðum við upp góðum „dampi“ í gegn um símann og áttum oft langar sam- ræður. Ekki vorum við nú alltaf sammála um allt, og Guðjón hefur eflaust talið sig hafa fullan rétt sem „aukapabbi" að segja mér til syndanna, þegar honum þótti það eiga við, og mér fannst það hið besta mál, enda skildum við ævin- lega sem vinir, hvernig sem um- ræðurnar á undan voru. Þegar for- eldrar mínir svo fluttu til Dan- merkur árið 1990, hófst nýtt og skemmtilegt tímabil hjá þeim og Guðjóni, þar sem þau gátu ræktað gömlu vináttuna vel og dyggilega. Við bjuggum á Norður-Jótlandi og Guðjón var í Koben, svo það var e.t.v. ekki svo auðvelt að skreppa í heimsóknir, en þó urðu þau nokk- ur skiptin sem mamma og pabbi dvöldu hjá Guðjóni, og hann tók t.d. síðustu myndina af þeim sam- an, skömmu áður en pabbi féll frá í ágúst 1993. Eftir lát pabba sýndi Guðjón okkur sem eftir vorum, fádæma alúð og ræktarsemi og var mömmu mikill styrkur, sérstaklega eftir að ég lenti í alvarlegu umferð- arslysi, daginn eftir bálför pabba. Það verður aldrei fullþakkað. Nú er vinur niinn kominn heim. Við systkinin og mamma vottum öllum aðstandendum og fjölskyldu Guðjóns Steingrímssonar okkar dýpstu hluttekningu. Megi minn- ing hans lifa. Bergþóra Árnadóttir. Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - cinnig um helgar. Skrcytingar fyrír öll tílcfni. Gjafavörur. t TRYGGVI EMIL GUÐMUNDSSON Hrafnistu, Reykjavik, lést þann 15. apríl. Útförin hefur farið fram. Aðstandendur. t Hugheilar þakkir til allra þeirra sem vottu.ju okkur samúð og minntust hinn- ar látnu móður okkar, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Mánabraut 6a, Akranesi. Farsæld og friður fylgi ykkur. Soffía Karlsdóttir, Ólína Björnsdóttir, Þórhallur Björnsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför ÓLAFS E. ÓLAFSSONAR fyrrverandi kaupfélagsstjóra frá Króksfjarðarnesi, Dalalandi 10. Sérstakar þakkir sendum við öllu því góða starfsfólki á deild A-3, Borgarspít- alanum fyrir mjög góða umönnun og alúð í garð hins látna og fjölskyldu hans. Friðrikka Bjarnadóttir, Bjarni Ólafsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Bjarney Ólafsdóttir, Richard A. Hansen, Ólafur Elías Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jón Sigurður Ólafsson, Caroline Nicholson, Dómhildur Ingibjörg Ólafsdóttir, Jón Hilmar Friðriksson, Þóra Sigríður Ólafsdóttir, Páll Már Pálsson, barnabörn og langafabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.