Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 39 FRÉTTIR Mótmæla niðurskurði til fatlaðra AÐALFUNDUR Styrktarfélag vangefinna haldinn í Bjarkarási 26. mars sl. mótmælir harðlega þeirri skerðingu sem orðið hefur á síðustu árum á framlögum hins opinbera til stofnana og heimila fatlaðra, eins og segir í fréttatil- kynningu. Telur fundurinn að ekki verði lengra gengið en skerðingin er þegar farin að valda miklum erfið- leikum í rekstri stofnananna. Stjórnvöld eru hvött til þess að snúa þessari óheillaþróun við og hefja að nýju markvissa uppbygg- ingu í þágu fatlaðra í landinu, segir í ályktuninni. Sumarheimilið Astjöm 50 ára í SKÓGIVÖXNUM þjóðgarði við Jökulsárgljúfur í Kelduhverfi, skammt frá Ásbyrgi, var Sumar- heimilið Ástjörn stofnað árið 1946. Stofnendur þess voru Arth- ur Gook og Sæmundur G. Jó- hannesson. Heimilið er við sam- nefnda tjörn og umlykur skógur allt svæðið. Þar hefir Sjónarhæð- arsöfnuðurinn á Akureyri starf- Dagbók Háskóla * Islands rækt kristilegt barnaheimili í 50 ár. Frá 15. júní til 10. ágúst í sum- ar munu 6 til 12 ára drengir og stúlkur dvelja þar í 8 vikur. Hægt er að dvelja þar allt að 8 vikur samfleytt, og geta 80 börn verið þar í senn. Dagana 11. til 18. ágúst verður unglingavika fyrir 13 ára og eldri. Skógurinn umhverfis Ástjörn og tjörnin sjálf bjóða marga möguleika til leikja og útiveru. Á tjörninni eru 28 bátar af ýmsum gerðum; hjólabátar, seglskútur, árabátar og kajakar. Einnig er minigolf og körfubolta- og knatt- spyrnuvöllur á staðnum. Þá er og hægt að fara í útreiðartúra o.m.fl. Ástjörn verður 50 ára í sumar og verður þess minnzt með ýmsum hætti á sumri komanda. Innritun er hafin og veitir forstöðumaður, Bogi Pétursson, Víðimýri 16, Akureyri, allar nánari upplýs- ingar. Þriðjudagur 30. apríl: Á vegum málstofu í viðskipta- fræði flytur dr. Anders Söderholm fyrirlestur sem nefnist „Organiz- ing by Projects for Renewal and Learning" og verður fluttur á ensku. Oddi, kennarastofa 3. hæð, kl. 16.15. Allir velkomnir. Sunnudagur 5. maí: Móttaka í Odda fyrir hollvini og kennara Háskóla Islands. Skrif- stofa Hollvinasamtakanna er opin mán. og þri. 8-14, mið. og fim. 14-19. Sími 551 4374. Tölvupóst- fang sigstefrhi.hi.is Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar: 29.-30. apríl kl. 8.15-16. Stjórnun fyrir hjúkrunarfræðinga með áherslu á íjármál og nýjung- ar. Leiðbeinendur: Anna Stefáns- dóttir hjúkrunarfrkvstj., Birna Flygenring HÍ, Hrund Sch. Thor- steinsson HÍ, Ingibjörg Þórhalls- dóttir hjúkrunarfrkvstj., Ágústa Benný Herbertsdóttir verkefna- stjóri Bsp. og Helga Bjarnadóttir verkefnastj. Lsp. ítalska - hraðnámskeið; Byij- endanámskeið * 29. apríl-18. maí, 45 st. Framhald I * 29. apríl-18. maí, 27 st. Framhald II * 30. apríl-16. maí, 18 st. Leiðbeinandi: Roberto Tartaglione kennari við Scuola Italiana, Róm. 2. maí kl. 8.30-16.30. Hjúkrun og krabbamein. Fyrirbygging, umönnun og endurhæfing. Leið- beinandi: Nanna Friðriksdóttir M.Sc. hjúkrfræðingur krabba- meinsdeild Lsp. 2.-3. maí kl. 8.30-16.00. Microstation. Leiðbeinandi: Sig- urður Ragnarsson verkfr., Verkfrst. Línuhönnun. 2. maí kl. 13.00-18.00 og 3. maí kl. 9.00-14.00. Innri gæðaút- tektir fyrir stofnanir / fyrirtæki. Leiðbeinendur: Einar Ragnar Sig- urðsson rekstrarráðgjafi hjá Ráð- garði hf. og Kjartan J. Kárason framkvæmdastj. hjá Vottun hf. 2., 3., 6., 7. og 8. maí. Próf 11. maí. Námskeið til leyfis til að gera eignaskiptayfirlýsingar. Umsjón: Sif Guðjónsdóttir, Húsnæðisstofn- un. 3. maí kl. 8.30-12.30 og 4. maí kl. 9.00-13.00. Markviss sölu- stjórnun. Leiðbeinandi: Jón Björns- son viðskiptafræðingur hjá HOF sf. 3. maí kl. 13.00-17.00 og 4. maí kl. 9.00-12.00. Sönnunarmat í kynferðisbrotamálum - námskeið eingöngu ætlað dómurum. Leið- beinendur: Þorgeir Magnússon sálfr., Félagsmálastofnun Rvk. og Aðalsteinn Sigfússon sálfr., Fé- lagsmálastofnun Kópavogs. DANMORK Veröfrákr. AAA hvora leiö meö U Ul |B I flugvallarskatti Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku, Sími: 0045 3888 4214 Fax: 0045 3888 4215 FYRIRTÆKJASALA Skipholti 50b \/ 2.hæd ★★★★★★★★ SPENNANDI FYRIRTÆKI FYRIRTÆKJASALA Skipholti 50b \/ 2.hæð 551 9400 Opið virka daga kl. 9-18 Listmunaverslun Um er að ræða fyrirtæki sem selur myndir, rammar inn, er með gjafavöru, selur list- og leirmuni ásamt ýmsu öðru. Þarna er á ferðinni gott tækifæri til að skapa sér góða vinnu í glæsilegu umhverfi. Fyrirtækið er rekið ( eigin húsnæði. Prentþjónusta Um er að ræða meðalstóra prentþjónustu í 100 fm leiguhús- næði miðsvæðis í Reykjavík. Fyrirtækið er vel tækjum búið og starfsmenn að meðaltali 2-3. Getur hentað útgefendum, auglýsingastofum, prentsmiðjum eða mönnum sem vilja starfa sjálfstætt. Fiskvinnslufyrirtæki Þarna er á ferðinni, af sérstökum ástæðum, sérhæft fiskvinnslufyrirtæki sem framleiðir m.a. þurrkaða fiskhausa og hryggi á erlendan, traustan pg góðan markað. Markaðurinn fyrir afurðimar er mun stærri en fslendingar geta framleitt fyrir. Tæki framleiðslunnar bjóða einnig upp á mjög hraðvirka framleiðslu á harðfiski og saltfiski. Fyrirtækið er rekið í eigin húsnæði. Blóma- og gjafavöruverslun Á góðum stað miðsvæðis í Reykjavík erum við með góða blóma- og gjafavöruverslun til sölu. Um er að ræða verslun sem leggur mikla áherslu á gjafa- og smávöru. Góð verslun í fallegu umhverfi. Sælgætisframleiðsla Vel tækjum búið fyrirtæki sem sérhæfir sig í lakkrísframleiðslu til sölu af sérstökum ástæðum. Fyrirtækið er starfrækt á lands- byggðinni en mundi henta vel á Reykjavíkursvæðinu. Allar nánari uppl. gefnar á Hóli. Pizza — veitingastaður — heimsending Þessi staður hefur algjöra sérstöðu á sínu markaðssvæði enda er þarna á ferðinni frábært tækifæri fyrir aðila sem eru tilbúnir í slaginn strax. Staðurinn er rekinn í rúmgóðu leiguhúsnæði og er ágætlega tækjum búinn. Allar nánari uppl. gefa sölumenn Hóls. Söluturn — grill — myndbönd — lúga Glæsilegur söluturn ásamt grilli, myndbandaleigu og bílalúgu. Fyrirtækið er staðsett í úthverfi Reykjavíkur og býður upp á mikla möguleika. Söluturn — austurbær Þessi söluturn er staðsettur við mikla umferðargötu og er glæsilegur í alla staði. Um er að ræða sérstaka ástæðu fyrir sölu, þess vegna er verðið við flestra hæfi. by David Waisglass Qordon Coulthart / CfOMÍPb daga... c&ur en 'Œuná/újr u/'ssi hvcu$ <xínwvvngur uÍLd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.