Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðmundiw Rapi Gemdal væmanlecuK poRseTapKambióðandi Kosningafundur sunnudagskvöldið 28. apríl kl. 21 á Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík, 3. hæð. Dagskrá: 1. Kynning á stefnuskrá minni 2. Skoðun mín á valdssviði forseta samkvæmt Stjómarskámni. 3. Umræður. Allir velkomnir Kosningaskrifstofa Guðmundar, s. 567-8921. Baci-Baci. Varalitafestir sem inniheldur Aloa Vera. Duo Mascari Tvöfaldur maskari sem nærir,þéttir, lengir og verndar augnhárin. TARA Heildverslun Kringlan 7, 103 Reykjavík, s: 568-6030 Hjá Gks hf. færðu eldhús- og kaffistofu- húsgögnin sem þú leitar að. Úrvalið af borðum og stólum er mikið. Áuk þess sérsmlðum við húsgögn eftir óskum viðskiptavina, Hönnuður Mocca stOla: Pétur B. [ útherssorr FHI vu ■ V/ V U I Smiðjuvegi 2 ,Kópavogi Sími 567 21 10 IÞROTTABANDALAG AKRANESS 50 ARA Góð aðstada ÍA og bæjaryfirvöld hafa verið mjög öflug í uppbyggingu á íþróttaaðstöðu á Akranesí og þann- ig skapað fólki glæsilegar aöstæður til iðkunar og keppni í íþróttum. Myndin sýnir Akranes- völl þegar Evrópuleikur ÍA og Raith Rovers fór þar fram sl. haust. Fjölbreytt íþröttalrf í 14 íþróttafélögum Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá stofnun íþróttabanda- lags Akraness og mun þessa merka afmælis verða minnst á margvís- legan hátt á næstu mánuðum. Af mörgu verður að taka í þeim efn- um, enda íþróttalífið mjög fjöl- breytilegt á Akranesi. Fjórtán íþróttafélög eru aðilar að íþrótta- bandalaginu og eru aðildarfélagar í þeim milli tvö og þrjú þúsund talsins sem lætur nærri að vera um helmingur bæjarbúa á Akranesi. Ársþing ÍA var haldið í gær, laug- ardag, og þar var tímamótanna minnst en að því loknu var afmælis- hóf í íþróttamiðstöðinni að Jarðars- bökkum. Öflugt íþróttastarf frá upphafi íþróttabandalag Akraness, eða ÍA eins og flestir þekkja það, var formlega stofnað 28. apríl 1946 og tók þá við verkefnum íþróttaráðs Akraness sem starfað hafði frá árinu 1935. Stofnun íþróttabanda- lagsins var liður í skipulagsbreyt- ingu innan íþróttasambands Is- lands sem varð með tilkomu nýrra íþróttalaga 1945. Allt frá stofnun IA hafa aðildarfélög þess verið mjög virk í íþróttastarfinu, látið mikið af sér leiða og unnjð marga glæsta sigra. Þá hefur ÍA verið mjög öflugt í uppbyggingu á íþrótta- aðstöðu á Akranesi ásamt bæjaryf- irvöldum og þannig skapað sínu fólki glæsilegar aðstæður til iðkunar og keppni í íþróttum. Þá hefur LA ekki síður verið í fylkingarbrjósti fyrir öflugri æskulýðsstarfsemi á Ákranesi og margir af forystumönn- um þess sem leitt hafa hið öfluga starf heimafyrir, hafa jafnframt sinnt veigamiklum störfum fyrir landssamtök á íþróttasviðinu. Segja má að upphaf hins öfluga íþróttastarfs á Akranesi sé tilkomið með tveimur íþróttafélögum, Knattspyrnufélaginu Kára sem stofnað var 1922 og Knattspyrnu- félagi Akraness sem stofnað var 1924. Þessi félög héldu úti öflugu félagsstarfi frá byijun og voru í framvarðasveit þeirra félaga sem síðar urðu aðilar að íþróttabanda- lagi Akraness. Aðildarfélögum ÍA fjölgaði með tímanum og nú eru þau fjórtán talsins. Þau halda úti öflugri starfsemi og flest eiga þau afreksfólk á landsmælikvarða. Samtakamátturinn skiptir mestu máii Þegar íþróttabandalag Akraness var stofnað 1946 voru önnur tíma- mót í íþróttalífinu á Akranesi rétt Iiðin. Það var þegar íþróttafélögin bundust samtökum haustið 1944 og byggðu eitt glæsilegasta íþróttahús landsins á þeim tíma, að mestu í sjálfboðavinnu. Það stóra átak var ávísun á það sem slíkt afl gæti áorkað og það var líka vísbending um að þrátt fyrir harða keppni og ríg milli félaga og bæjarhluta gætu aðilar unnið saman að hagsmunamálum sínum í sátt og samlyndi. Nær víst er að með stofnun 1Á hafi það verk verið fullkomnað og enn þann dag í dag er unnið á þessum nótum og nýlega er risin ein glæsilegasta íþróttaað- staða sem til er á landinu og þar koma enn við sögu íþróttahreyfing- in og bæjarbúar almennt. Eins og gefur að skilja hefur það ekki ver- ið auðvelt verk að koma slíku sam- starfi á og beina því inn á leiðir samtakamáttar, en þrátt fyrir ólíka hagmuni og skoðanir er þessi þátt- ur einn traustasti hlekkurinn í íþróttastarfinu á Akranesi og hefur skilað margföldu starfi á við það að ganga sundraðir til verks. Árangurinn glæsilegur Það var stutt í að farið væri í að senda til keppni sameiginlegt lið undir merki íþróttabandalags Akraness til að etja kappi við ná- grannabyggðarlögin og taka þátt í landsmótum. Þetta hafði að vísu tíðkast um árabil, en þá að jafnaði félögin hvert fyrir sig. Þrátt fyrir ýmis áföll lét árangur í keppni ekki á sér standa og strax á fyrsta ári kom vísbending um það sem í vændum var. 2. flokkur drengja í knattspyrnu varð íslandsmeistari í sínum fíokki og með því var lagður grunnur að því stórveldi sem Akra- nes átti eftir að verða á næstu árum og áratugum í knattspyrnu. í þess- um flokki voru margir af þeim drengjum sem síðar urðu í fremstu röð knattspyrnumanna íslands og frumkvöðlar þeirrar knattspymu- legu stöðu sem Akranes hefur haft æ síðan. Akurnesingar hafa á þess- um árum sextán sinnum orðið ís- landsmeistarar í knattspyrnu auk annarra glæstra sigra fyrr og síðar bæði innanlands og utan. Á fyrstu árunum var á Akranesi öflugt fijálsíþróttafólk, töluverður áhugi á badminton, sundið var mjög vinsælt og starfsemi Sundfé- lags Akraness öflug. Akurnesingar eignuðust nokkra snjalla sundmenn sem voru í fremstu röð á fyrstu árunum og síðar varð Akranes eitt af stórveldum landsins í sundi og frá Akranesi kom fjöldinn allur af frábæru sundfólki. Tvö þeirra, Guð- jón Guðmundsson og Ragnheiður Runólfsdóttir, urðu á sínum tíma kjörnir íþróttamenn ársins á ís- landi og ekki færri en fimm sund- menn frá Akranesi hafa keppt á Ólympíuleikunum. Golfklúbburinn Leynir var stofn- aður 1964 og hefur golfíþróttin notið mikilla og vaxandi vinsælda. Klúbbfélagar hafa alla tíð unnið ötullega að uppbyggingu golfvallar- svæðisins og árangur einstakra golfmanna hefur oft verið góður og sérstaklega hefur starf yngra fólks- ins gengið vel á síðustu árum. í dag eru a.m.k. þrír ungir golfspilarar í fremstu röð golfleikara landsins. Badmintonfélag Akraness er stofnað 1966 og hefur haldið úti öflugri starfsemi og þaðan hafa komið góðir spilarar og nokkrir landsliðsmenn. Handknattleikur hefur lengi verið stundaður á Akra- nesi og um skeið var þar mikill handknattleiksáhugi. Kvenna- flokkur náði um tíma að vera í 1. deild og náði þar ágætum árangri. Hugsað til framtíðar Auk þessara íþróttagreina sem hér hafa verið nefndar eru eftirfar- andi íþróttir stundaðar á Akranesi og sérfélög verið stofnuð um þau: Blak, skotfimi, fímleikar, íþróttir fatlaðra, karate og hestaíþróttir. Þá eru Knattspyrnufélagið Bruni og Ungmennafélagið Skipaskagi aðilar að ÍA. Árið 1986 var allt félagsstarf gömlu íþróttafélaganna endur- skipulagt. Innan þeirra vébanda höfðu verið knattspyrna, hand: knattleikur og körfuknattleikur. í stað þeirra gömlu voru stofnuð ný félög um þessar íþróttagreinar. Þetta var tímanna tákn, hið gamla form varð að víkja fyrir nýju. Ohætt er að segja að með tilkomu hinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.