Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ár liðið frá hryðjuverkinu í Oklahoma City Hver er huldumað- urínn „John Doe 2“? TIMOTHY McVeigh, fluttur til yfirheyrslu tveimur dögnm eftir illvirkið. Hans kann að bíða dauðarefsing. RI eftir sprenginguna í Oklahoma City í Bandaríkjunum er enn mörgum mikilvægum spurningum ósvarað um þetta mannskæðasta hryðju- verk í sögu Bandaríkjanna, sem kostaði 168 manns lífið. Tveir menn sitja í fangelsi og bíða réttarhalda, sem enn hafa ekki verið dagsett. Ljóst þykir að sækjendur í málinu eigi í vændum harða baráttu fyrir því að fá þá Timothy James McVeigh og Terry Lynn Nichols dæmda fyrir fjöldamorð. Strax eftir að mennirnir tveir höfðu verið handteknir og sakaðir um sprengjutil- ræðið í Alfred P. Murrah- byggingunni þann 19. apríl í fyrra tóku að koma fram fjölmörg vitni sem fullyrtu að einn maður til viðbót- ar hefði komið nærri illvirkinu. Hann sást aka gula sendiferðabílnum, sem talið er að borið hafi sprengjuna og fara út úr bifreiðinni rétt áður en ósköpin riðu yfir. Áköf leit að þessum manni hefur ekki borið árangur þrátt fyrir þokka- lega nákvæmar lýsingar. Stjórnvöld viðurkenna að þau hafi ekki minnstu hugmynd um hver þessi maður er. Hann gengur undir nafninu „John Doe 2.“ En fleiri spurningum er ósvarað um tilræðið. Á meðan sitja þeir ákærðu, hinn 27 ára gamli Timothy McVeigh og hinn 41 árs gamli Terry Nichols, og bíða þess að réttur verði Ýmsum gnmdvallar- spumingum er enn ósvarað um sprengjutil- ræðið mannskæða í Oklahoma City fyrir réttu ári. Tveir menn bíða þess að réttarhöld hefjist en sennilega er þriðji tilræðismaðurinn enn ófundinn. settur í Denver en þangað voru réttarhöldin flutt á þeim forsendum að mál þeirra gæti ekki fengið sanngjarna meðferð í Okla- homa. Ósamhljóða frásagnir Frásagnir vitna eru ósam- hljóða og engar játningar liggja fyrir. Spurt er m.a. hvort annar bíll hafi verið notaður og þá hver hafi ekið honum. Ef Nichols tók þátt í samsærinu spyrja margir hvers vegna tveir vina hans fullyrða að hann hafi viljað losna úr því. Þá þykir ýmis- legt á huldu um innbrot sem saksóknarar fullyrða að til- ræðismennirnir tveir hafi gerst sekir um til að fjármagna ill- virkið. Ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvenær réttarhöldin hefj- ast en það verður síðar á þessu ári eða því næsta. Ákæruatriðin eru 11 og unnt er að krefjast líflátsrefsing- ar. Embættismenn viðurkenna að ýmsar spurningar í þessa veru gætu orðið til þess að kalla fram efasemd- ir í hugum kviðdómenda, sem ætlað væri að skera úr um hvort taka bæri tilræðismennina af lífi. Ríkis- valdið telur hins vegar að tekist hafi að leggja fram sterk rök í mál- inu auk fjölda sönnunargagna en þúsundir vitna hafa verið yfirheyrðar og verksummerki í rústum bygging- arinnar í Oklahoma vandlega könn- uð. TILRÆÐIÐ í Oklahoma 19. apríl í fyrra kostaði 168 manns lífið. Byggingin hefur nú verið rifin. Ákæruvaldið mun m.a. leggja fram fingraför McVeighs á kvittun fyrir áburði sem keyptur var til að búa sprengjuna til. Kvittunin fannst á heimili Nichols. Vitni eru tilbúin til að bera að Mcveigh hafi leigt bílinn sem notaður var og unnt er að sýna fram á að þeir Nichols og McVeigh ræddu mjög oft saman í síma dagana fyrir tilræðið. En líkt og málið gegn íþróttahetj- unni O.J. Simpson sýndi getur verið erfitt í Bandaríkjunum nú um stund- ir að fá fram dóm í máli sem bygg- ir ekki á tilteknum einstaklingum sem urðu vitni að því er glæpurinn var framinn. McVeigh aðeins „smápeð“? Stephan Jones, lögfræðingur Tim- othy McVeigh, hyggst freista þess að grafa undan málflutningi ákæru- valdsins með því að benda á fjölda annarra hugsanlegra sökudólga, allt frá alþjóðlegum hryðjuverkamönn- um til hvítra kynþáttahatara í Mannleg mistök tíð orsök flugslysa FLAK Boeing 737-þotunnar sem Ron Brown, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna, fórst með í nágrenni flugvallarins í Dubrovnik í Króatíu. FJÖGUR flugslys á síðustu mánuðum hafa verið rakin til flugmannamistaka. Eru mannleg mistök talin skýra. mikinn meirihluta flugslysa og einbeita bæði flugmálayfírvöld, flugvéla- framleiðendur og, ekki síst, flugfélög sér að því að draga úr hættu á slík- um mistökum. ÞAð gera framleið- endur með því að endurskoða hönn- un véla og flugrekendur m.a. með öðrum áherslum í vali og þjálfun flugmanna og vinnubrögðum í stjórnklefa. Mannleg mistök urðu þess vald- andi að Boeing 737-200 þota per- úska flugfélagsins Faucett flaug á fjall 29. febrúar sl. með þeim afleið- ingum að allir sem um borð voru, 117 farþegar og sex manna áhöfn, fórust. Kynnti samgönguráðherra Perú þá niðurstöðu fyrir helgi en slysið er hið mannskæðasta í flug- sögu landsins. Flugmennimir lásu ranglega af hæðarmælum flugvélarinnar og flugu undir leyfilegri lágmarkshæð er þota þeirra skall á fjallshlíð í að- flugi að flugvellinum í Arequipa 29. febrúar sl. Nokkrum mínútum fyrir áætlaða lendingu skýrði flugstjórinn frá því að flugvélin væri í 9.500 feta hæð en reyndist vera í 8.644 fetum, eða 856 fetum lægra en hann taldi og 116 fetum undir lágmarkshæð á þessum slóðum. Stuttu seinna, í 8.015 hæð og aðeins 6 km frá flugvellinum, skall Boeing-þotan á fjallshlíð. Sérfræð- ingar perúskra og bandarískra flug- málayfirvalda, komust að þeirri nið- urstöðu, að hreyfilbilun hefði ekki orðið í þotunni eins og í fyrstu var talið. Þotan, sem var 28 ára gömul, hefði verið í góðu ásigkomulagi. Sömuleiðis tæki og flugleiðsögubún- aður flugvallarins. Röð mistaka Röð mistaka leiddi til flugslyss við Cali í Kólumbíu síðla kvölds rétt fyrir síðastliðin jól. Flugmenn Bo- eing 757-200 þotu American Airli- nes misstu sjónar á hvar þeir voru og því rugluðu fyrirmæli frá flugum- ferðarstjórum þá í ríminu. Létu þeir hjá líða að undirbúa að- flug og lendingu með eðlilegum hætti, sem er afar mikilvægt í aðflugi til Cali, ekki síst þar sem flugumferðarstjórar hafa ekki ratsjá til þess að fylgjast með vélum á leið þangað. Stilltu þeir ekki sjálfstýringu og siglingatæki þotunnar á tilskildan ijölstefnuvita fyrr en þeir voru komnir fram hjá honum. Sveigði þotan þá af leið, leitaði aftur í átt að vitanum, sem var að baki. Af sam- tölum flugmannanna á hljóðrita þotunnar kom í Ijós að þegar hér var komið sögu töldu þeir sig enn ókomna að vitan- um. Áfréð flugstjórinn að beygja aftur til hægri, í átt að títtnefndum vita, sem hann taldi enn vera fram- undan. Vildi ekki betur til en svo að þotan tók stefnu beint á fjall sem tróndi eitt upp úr hásléttunni. Flaut- ur um hættulega jarðnánd glumdu í stjórnklefanum en tilraunir flug- mannanna til að klifra frá hættunni mistókust enda aðeins nokkrár sek- úndur sem þeir höfðu úr að spila. Dró það úr klifurgetu þotunnar að þeir gleymdu að draga inn lyftispilla á vængjum sem voru á vegna lækk- unar úr farflugi. Misstu stjórn á auðfljúganlegri flugvél Rannsókn á flugritum tyrknesku Boeing 757-200 þotunnar sem fórst undan ströndum Dóminíkanka lýð- veldisins 6. febrúar sl. hefur leitt í Ijós, að minniháttar vandi ruglaði flugmennina það mikið í rímuna að þeir misstu stjórn á auðfljúganlegri Mannleg mistök orsaka meiríhluta flugslysa. fi'ögur stórslys undan- fama mánuði flokkast í þeim hópi, segir í grein Ágústs Ásgeirssonar. flugvél. Fórust 189 manns. Flugmennirnir áttuðu sig á því í flugtaksbruninu að eitthvað var að. Þegar aðstoðarflugmaðurinn ias upp vaxandi hraða þotunnar bar mælun- um ekki saman er hann kallaði að hraðinn væri orðinn „80 hnútar". Hraðamælir flugstjórans virkaði þá ekki en hann kaus samt að halda áfram flugtaki og reiða sig á hraða- mæli flugmannsins. Athuguðu þeir hvorki gátlista eða aðrar upplýsingar tölvukerfis þot- unnar og báru heldur ekki saman hraðamæla sína við þriðja mælinn, sem er til vara ef aðalmælarnir bila. Þotan hafði staðið óhreyfð á flugvellinum í Puerto Plata í Dóminík- anska lýðveldinu í 14 daga og allan þann tíma voru þrír hraðanemar, litlir hausar sem standa út úr skrokknum, óvarðir. Því kunna regndropar hafa komist inn í hausana og skert notagildi þeirra. Ringulreið í sljórnklefanum Flugstjórinn flaug Birgenair-þotunni og eftir tvær mínútur í loftinu höfðu væng- börð verið dregin inn og sjálfstýring sett á, svo sem eðlilegt er. Vandinn er hins vegar sá að sjálfstýringin er stillt á tölvu sem m.a. er fóðruð á upplýsingum frá hraðamæli flug- stjórans, sem var bilaður. Með vax- andi hæð sýndi hann mikinn flug- hraða, eða 350 hnúta, sem jafngild- ir 650 km/klst., en var langt umfram raunverulegan hraða þotunnar. Stýringin brást réttilega við „hrað- anum“ og dró úr honum með því að lyfta nefinu og minnka hreyfilafl. A þessu stigi birtust aðvaranir á skjám flugmannanna um hliðarstý- risálag og flughraða. Öryggi er ekki storkað þó þær séu látnar afskipta- lausar. Þær settu þó flugmenn Birg- énair-þotunnar út af laginu, ef marka má viðbrögð þeirra. Jafnframt segir aðstoðarflugmað- urinn frá því að hraðamælir sinn sýni 200 hnúta hraða og fari hann lækkandi. Viðbrögð flugstjórans voru þau að mælir flugmannsins hlyti einnig að sýna rangan hraða. Ofrishraði þotunnar á þessu stigi var um 160 hnútar. Viðvörun um of mikinn hraða hvein í stjórnklefanum [enda sjálfstýringin tengd við bilað- an hraðamæli flugstjórans] en nokkrum sekúndum seinna, er flug- stjórinn dró úr hraða þotunnar, gullu ofrisbjöllur, þ.e. flughraði þotunnar væri of lítill. Heyrðist skakstur stýr- isstanga á hljóðritanum síðan aflveg þar til þotan skall á haffletinum. í bráðabirgðaskýrslu sérfræðinga, sem rannsaka Birgenair-slysið, seg- ir, að þotan hafi hrapað stjórnlaust í eina mínútu og 41 sekúndu. Allan tímann hefðu vélkerfi flugvélarinnar starfað og svarað eðlilega í samræmi við hvernig þeim var beitt. Saman- burðartilraun í flughermi hefði leitt í ljós, að óeðlileg virkni hraðamælis mætti rekja til fyrirstöðu í hraða- nema. Völdu ranga stefnu Boeing 737-200 þota Rons Brown, viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, sem fórst við slæm flug- skilyrði 3. apríl við Dubrovnik í Króatíu, var af sparnaðarástæðum hvorki búin gervihnattastaðsetning- artækjum (GPS) eða flug- og hljóð- ritum, svörtum kössum. Það gerir rannsókn slyssins mun erfiðari. Will- iam Perry varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur gefið fyrirmæli um, að búnaður af þessu tagi skuli settur í allar farþegaflugvélar bandarísku herjanna. Aðflugsbúnaður í Dubrovnik var ófullkominn og urðu flugmennirnir að fljúga svokallað hringsjáraðflug að radíóvita sem sendir óstefnuvirk- ar hljóðbylgjur frá sér. Flugstefnan sem þeir völdu reyndist röng. Ekk- ert hefur komið fram við frumrann- sókn á þotunni sem bendir til bilun- ar í henni. Öryggisstofnun samgöngumála í Bandaríkjunum (NTSB) hefur enn ekki tekist að leiða í ljós orsakir tveggja Boeing 737 flugslysa. Hið fyrra var er þota United Airlines fórst árið 1991 í Coloradoríki en þá biðu 25 bana. Hið síðara varð við Pittsburgh árið 1994 en þar fórust 132 er þota USAir steyptist skyndi- lega beint til jarðar í aðflugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.