Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 56
varða víðtæk f jármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓII' 3040, NETFANG MBIJSlCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 28. APRÍL1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Milljónatjón þegar eldur kom upp í verslunarmiðstöð og fjölbýlishúsi I g'egmim þykkt reykjar- kóf til bjargar íbúum TUGIR manna hafa orðið að flytja af héimilum sínum og um 20 fyrir- tæki verða lokuð næstu daga vegna milljóna króna tjóns sem varð þegar eldur kom upp í aðalrafmagnstöflu Eiðistorgs 13-15 á Seltjarnarnesi í fyrrinótt þar sem er bæði verslana- miðstöð og fjölbýlishús. Um 250 manns voru að skemmta sér á veit- ingastaðnum Rauða ljóninu þegar eldurinn kom upp og reyk lagði upp stigagang þar sem eru um 15 íbúðir. Guðjón Ingólfsson, yfirþjónn á Rauða Ijóninu, er jafnframt íbúi í húsinu. Auk þess að rýma veitinga- staðinn ásamt samstarfsfólki sínu hljóp hann gegnum þykkt reykjarkóf upp stigagang fjölbýlishússins og vakti sofandi íbúa með því að beíja dyrnar að utan. Sprengingar heyrðust „Við tókum fyrst eftir því að raf- magnið sló út og ég fór niður til að setja á straum aftur,“ sagði Guðjón Ingólfsson í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var þá ásamt Árna Björnssyni eiganda Rauða Ijónsins og öðrum starfsmönnum staðarins að virða fyrir sér ummerkin. Gengið er að töflunni í gegnum eldhús staðarins og þegar þangað var komið sá Guðjón að eldur logaði í rafmagnstöflunni. Hann reyndi að sprauta úr slökkvitæki á eldinn en árangurslaust. „Það heyrðust hvellir og sprengingar frá töflunni," sagði Guðjón. Starfsfólk veitingastaðarins gekk rakleiðis í það verk að koma út þeim um það bil 250 manns sem voru að skemmta sér á Rauða ljóninu á föstudagskvöld. Guðjón sagði að fólkinu hefði ver- ið sagt að eldur væri laus í húsinu og það beðið að ganga rólega út og taka með sér eigur sínar. Rýming staðarins hefði gengið fljótt og æs- ingslaust fyrir sig enda væru út- gangar góðir á staðnum. Á meðan komu slökkviliðs var beðið dældu starfsmenn veitingastað- arins úr nokkrum slökkvitækjum á rafmagnstöfluna en árangurslaust. Morgunblaðið/Árni Sæberg SLÖKKVILIÐSMAÐUR við brunna aðalrafmagnstöflu Eiðistorgs 13-15. GUÐJÓN Ingólfsson ásamt Telmu dóttur sinni í stiga- ganginum á Eiðistorgi. Guðjón Ingólfsson kvaðst hafa hlaupið upp í stigagang blokkarinn- ar, þar sem hann býr sjálfur, til þess að vekja íbúana. Auk rafmagns sló síma og dyrasíma hússins út og því var ekki um annað að ræða en að hlaupa upp stigana og betja á hverjar dyr og gera fólki viðvart um hvað væri á seyði. Þykkur reykur „Það var þykkur reykur í gangin- um og það var erfitt að hlaupa í gegnum hann,“ sagði Guðjón. Slökkvilið Reykjavíkur fékk til- kynningu um eldinn klukkan 00.15 og var allt tiltækt lið sent á staðinn. Mikill reykur var á stigaganginum en reykkafarar slökktu eldinn í töfl- unni á skammri stundu. Utan töfl- unnar hafði eldurinn ekki breiðst víða út, en að sögn Árna Björnsson- ar mátti engu muna að eldur kæm- ist í gegnum veggi og inn í eldhús Rauða ljónsins. Sót og reyk lagði upp um allan stigagang fjölbýlishússins og aug- ljósjega mikið tjón af þeim völdum. Árni Björnsson eigandi Rauða ljónsins sagði í gær við Morgunblaðið að útilokað væri að áætla hve mikið tjón hefði orðið á veitingastaðnum enda ættu starfsmenn tryggingafé- laga eftir að skoða tjónið. Sameiginlegt tjón allra fyrirtækja í þeim hluta verslanamiðstöðvarinn- ar á Eiðistorgi sem telst til húsa númer 13-15 og íbúa íjölbýlishússins felst í því að aðalrafmagnstafla þeirra er brunnin og ónýt og talið ljóst að margra daga vinnu þurfi til að bæta úr því, auk þess starfs sem vinna þarf við sót- og reykhreinsun. Þá er húsið nú án símasambands. Leggurí langflug til Miðjarðar- hafsins ÁTJÁN ára einkaflugmaður, Jón M. Haraldsson, ráðgerir að fara í júní í eitt lengsta flug sem einka- flugmaður hefur farið á lítilli flugvél frá Islandi. Flogið verður frá Keykjavík til Korsíku í Mið- jarðarhafinu og til baka, en þessi leið er um 4.000 km löng. Áætlað er að leiðangurinn taki 5 daga. Flugleiðin mun liggja frá Reykjavík um Hornafjörð, Hebri- deseyjar, Lúxemborg og til Kor- síku sem er skammt suður af Ital- íu. Norðurleiðin verður sú sama nema hvað viðdvöl verður höfð í Köln í stað Lúxemborgar. Gert er ráð fyrir að sjálft flugið taki 24-26 stundir á 4 dögum. Til sam- anburðar má geta þess að vega- lengdin er u.þ.b. 72 sinnum lengri en á milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja. Dagfinnur Stefánsson fyrrv. flugstjóri hjá Flugleiðum verður Jóni til aðstoðar. Farkostur verður sex sæta, tveggja hreyfla flugvél af gerð- inni Partenavia PN-68-C, sem nær 200 sjómilna hámarksflughraða á klukkustund. Flugið spennandi áhugamál „Það verður bæði spennandi og nýtt fyrir mig persónulega að takast á við þessa ævintýraferð. Það er von mín að svona tiltæki, eins og þessar flugferðir Islend- inga á einkaflugvélum út fyrir landsteinana, verði til þess að kynna og efla einkaflugið hér heima," segir Jón. Morgunblaðið/Halldór Jón M. Haraldsson Foreldrar hvattir til aðgátar vegna unglingadrykkju við lok samræmdra prófa „Unglingar safna birgðum áfengis“ FRÆÐSLUSTJÓRINN í Reykjavík, Áslaug Brynjólfsdóttir, hefur sent frá sér áskorun til foreldra vegna þess að næstkomandi þriðjudag Ijúka nemendur 10. bekkjar grunn- skóla samræmdum prófum. Áslaug hvetur foreldra til að gera allt sem í þeirra valdi stendur, svo að próflok þessi snúist ekki upp í leiðindi í ljósi neikvæðrar reynslu undanfarinna ára vegna óhóflegrar neyslu áfengis og annarra vímuefna. Áslaug sagði í samtali við Morg- unblaðið að áfengisneysla unglinga af þessu tilefni væri vaxandi áhyggjuefni. Alvarlegt vandamál „Þetta er orðið mjög alvarlegt vandamál og ég hef frétt það úr skólum að krakkarnir eru að safna sér birgðum af áfengi, bæði landa og bjór, og ætla aldeilis að rasa út. Þegar unglingar eru komnir í bjór- drykkju og annað koma alltaf ein- hveijir á staðina sem reyna að læða öðrum vímuefnum að þeim, þannig að þessi vandi er ekki bundinn áfeng- inu,“ segir Áslaug. Hún kveðst þeirrar skoðunar „að þótt drykkjan hafi kannski ekki auk- ist mikið, hefur ástandið verið nógu slæmt hingað til. Þetta er okkur meira til skammar heldur en flest annað," segir Áslaug. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur og forstöðumaður forvarnardeildar SÁÁ segir vandann hins vegar hafa aukist þegar lengra tímabil er skoð- að, einkum með tilliti til þess að meðalaldurinn hafi færst neðar. „Nú er staðan sú að mikill meiri- hluti 10. bekkinga hefur notað áfengi, auk þess sem þeir unglingar á grunnskólaaldri sem drekka áfengi, drekka mun meira magn en jafnaldrar þeirra gerðu fyrir sex til átta árum. Önnur vímuefni eru fyrst og fremst vandamál í framhaldsskól- um, en þó er vandinn til staðar í grunnskólum, eins og könnun, sem gerð var á seinasta ári, leiddi í ljós. Hún sýndi að 10% nemenda í 10. bekk grunnskóla höfðu prófað hass einhvern tímann, sem er alltof stórt hlutfall," segir Einar. Hann kveðst telja unglinga- drykkju við lok samræmdra prófa vera „ýkta birtingarmynd þeirrar staðreyndar að áfengisneysla í þess- um aldurshópi er orðin alltof al- menn. Ef ástandið væri eðlilegt, ætti hún að heyra til undantekn- inga, en því miður er raunin önnur." Einar Gylfi kveðst telja umræðu um þessi mál vera eitt helsta ráðið til að stemma stigu við ótímabærri áfengisneyslu ungmenna, þar sem hún veki hugsanlega foreldra til vit- undar um vandann og styrki þá til að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir drykkju barna sinna. Foreldrar séu á varðbergi Meðal þeirra skóla sem reynt hafa að sporna við þessu atferli ungling er Æfíngaskólinn, sem að frum- kvæði félagsmiðstöðvarinnar Tóna- bæjar og með þáttöku foreldrafélags 10. bekkjar hefur kynnt nemendum ferð eftir seinasta samræmda prófið. Auk þess hafa kennarar í Hagaskóla hringt heim í foreldra og beðið þá um að vera á varðbergi. Steinunn Lárusdóttir skólastjóri Æfingaskólans segir í ráði að bjóða nemendum í Bláa lónið og út í Við- ey, en síðan verði sameiginlegt borð- hald og skemmtun. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að gefa krökkunum kost á dagskrá sem þeim hugnast, þannig að loknum prófum liggi fyrir áhugaverð dag- skrá, í stað þess að þessi stóri hópur í Reykjavík safnist saman niður í miðbæ eins og hætta er á,“ segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.