Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
NEMENDUR vinna verkefnin yfirleitt nokkur saman í hópum.
HANNES Líndal Þjóðbjörnsson (t.v.) og Björn Vaiur Guðjónsson við tölvuna.
ÞVÍ ER stöðugt haldið
fram að íslensk ung-
menni lesi færri bækur
en jafnaldrar þeirra
gerðu á árum áður og hvað þá
fornsögur. Ábyrgð kennara á að
glæða áhuga nemenda sinna er
því mikil. En hvernig fer hann að
því að gera íslendingasögur sem
og annað efni áhugavert?
Aðferðimar eru sjálfsagt eins
misjafnar og kennaramir em
margir. Einn þeirra, sem tekist
hefur að ná fram því besta hjá
nemendum sínum með því að fara
ótroðnar slóðir, er Harpa Hreins-
dóttir, sem kennir við Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi
(FVA). íslendingasögumar hafa
hreinlega lifnað við í höndum henn-
ar með verkefninu Fornfræði á
Vesturlandi, sem unnið er í tölvum.
Hróður Hörpu og nemendanna
hefur farið víða á undanförnum
mánuðum. Allt fram í síðustu viku
vora menn á vegum NBC-sjón-
varpsstöðvarinnar á leiðinni til
landsins til að taka upp þátt um
Fornfræðivefinn. Var þátturinn
hugsaður sem hluti af nýrri þátta-
röð, þar sem sagt yrði frá því
hvernig tækni hefur breytt lífi
fólks eða hvernig hún nýtist í
starfi, leik eða námi. Hugmyndin
var einnig að sjónvarpsmennirnir
tækju upp fleiri þætti af öðrum
atburðum, en nú hefur málið frest-
ast um ótiltekinn tíma.
Áhugi vaknar
á víkingum
Viðfangsefnin sem vekja slíkan
áhuga eru úr Laxdælu, Snorra-
Eddu, Egils sögu auk verkefnis
um Snorra Sturluson. Hefur
Harpa sett þau inn á veraldarvef-
inn á alnetinu. í kjölfarið hefur
áhugi fólks víða um heim vaknað
á íslandi og víkingum. „Laxdælu-
síðurnar voru flestar gerðar fyrir
jól í ISL 103, þar sem ég var með
þijá nemendahópa, en nú eru nem-
endur í ISL 202 að bæta við það
sem fyrir var. Áfangi 313 fyrir jól
gerði síðurnar um Snorra-Eddu
og núverandi 313-hópur hefur
gert síður um Snorra Sturluson
og er hálfnaður með Egils sögu,“
segir Harpa, þar sem við sitjum á
kennarastofu FVA eftir að blaða-
manni og ljósmyndara hafði verið
sýndur afrakstur vinnunnar í
kennslustofunni. Segja má að um
frumsýningu hafi verið að ræða
því nemendur höfðu ekki heldur
séð verkefnin í heild sinni fyrr og
voru augsýnilega stoltir af árangr-
inum.
„Markmiðið með því að taka
námið á þennan hátt er í fyrsta
lagi að kynna nýja tækni. í öðru
lagi að hvetja nemendur til þess
að leggja sig fram í námi og loks
að æfa þá í að meta texta hver
annars, sem hefur mjög erfítt að
koma á en ætti að vera eðlilegur
hluti af ritunarkennslu," segir
Harpa, sem hefur ekki breytt ís-
lenskuáföngunum að öðru leyti en
því að vinnan við vefsíðurnar koma
í stað ritgerða. Nemendur taka
skyndipróf, fá hefðbundna kennslu
inn á milli og fara í gegnum sams
konar lokapróf og áður.
Hróður Fomfræðivefsins á Vestur-
landi hefur borist langt utan íslenska
skólakerfisins, enda er verkefna-
vinna Hörpu Hreinsdóttur dæmi um
hvemig kennari getur glætt áhuga
nemenda sinna á námsefninu um
leið og hann nýtir sér nýjustu tækni.
Hildur Friðriksdóttir og Arni
Sæberg heimsóttu Hörpu og nem-
endur hennar við FVA og skoðuðu
afrakstur vinnunnar, sem hefur
einnig vakið áhuga útlendinga á Is-
landi og víkingum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HARPA Hreinsdóttir hefur farið nýjar og
spennandi leiðir til að kenna nemendum
íslendingasögur.
Nemendur í dómnefndum
Fornfræðivefurinn er byggður
þannig upp að nemendur afla sér
heimilda svo sem ritaðs texta,
mynda og Ijósmynda, sem síðan
er unnið úr. Harpa segir að verk-
efnin snúi fremur að ákveðnum
persónum, því þannig hafi henni
reynst vel að kenna námsefnið.
Síðan blandist sögusviðið inn í, en
ekki sé um að ræða handrita-
samanburð eða slíkt. Að sögn
hennar sýndu nemendur mikinn
metnað og voru tilbúnir að leggja
á sig ótrúlega mikla vinnu í þeim
tilgangi að afla upplýsinga. Til að
læra að meta texta skipa nemend-
ur þriggja manna dómnefndir, sem
verða að rökstyðja val sitt hverju
sinni. Hún segist ekki alltaf vera
sammála úrskurðinum, en dóm-
nefndin hafi síðasta orðið.
Teikningar eftir nemendur
ásamt ijósmyndum hafa verið
skannaðar inn á vefínn, en engin
hljóð hafa verið notuð enn sem
komið er. Hins vegar stendur til
að nemandi lesi upphaf Heims-
kringlu inn á band, sem sent verð-
ur tii Noregs. Þar mun kennarinn
Wigo H. Skrámm, sem hefur búið
til stóran víkingavef, sjá um að
setja lesturinn á stafrænt form.
Verður þannig hægt að smella á
tilvísun í texta og les íslensk rödd
þá upphaf Heimskringlu.
Einn nemandi þýddi verkefni
úr goðafræði yfir á dönsku, en öll
verkefnin hafa verið þýdd yfir á
ensku ýmist af Hörpu sjálfri eða
,i *>••!* , ___
©Ál-fcSL-.
NOKKRAR frummynda nemenda. Sumar þeirra hafa verið
skannaðar inn á Fornfræðivefinn.
nemendum. Hún segir enskukenn-
ara ekki hafa verið áhugasama
um verkefnið fyrr en alveg nýver-
ið, en þá samþykktu þeir að nota
það í sínum hópi. Ástæða þess að
farið var að þýða verkefnin yfir á
önnur tungumál var samstarf
Hörpu við Wigo Skrámm, en hann
bað um að síðurnar yrðu þýddar
til að þeir sem eru á víkinganetinu
geti nýtt sér upplýsingarnar. „Við
höfum fengið mikla aðstoð frá
Wigo en hins vegar nánast enga
frá íslenska menntanetinu,“ segir
Harpa.
Hún gefur nemendum ekki ein-
kunnir heldur fá þeir kross fyrir
hvert unnið verkefni og þá skiptir
ekki máli hvert verkefnið var né
hversu vel það var unnið. „Þeir
sem fá flest x-in fá 2 heila, því
verkefnið gildir 20% af áfangan-
um, og síðan raða ég hinum í hlut-
falli af því. Ég þarf ekki að hafa
neinar áhyggjur af einkunnum því
það eru alls ekki þær sem reka
nemendur áfram heldur það að
koma sínu verki inn á vefinn.“
ítarefni fyrir aðra kennara
Harpa bendir á að kennarar í
öðrum skólum geti notað verkefn-
ið sem ítarefni. Hún segist einnig
vita til þess að kennari hafi notast
við hugmyndafræðina í Gunnlaugs
sögu með því að vinna verkefnin
á blöðum í stað tölvu.
Spurð hvort tölvuverkefnið sé
ekki tímafrekt segir hún að fyrir
nemendur muni það ekki svo
miklu. „Þetta eru verkefni sem ég
hefði ella lagt fyrir í umræðuhóp-
um, en með þessu móti vinna þeir
betur, því þar sem samkeppni er
skiptir máli að vinna vel. Þetta er
auðvitað mun meiri vinna fyrir
mig vegna þess að ég hef slegið
inn stóran hluta textans, þótt ég
hafi fengið eitthvað á disklingum
frá nemendum. Einnig hef ég séð
um að vefa, koma efninu inn á
vefinn, skrá það á leitarvélum og
auglýsa það í útlöndum. Auk þess
sé ég um öll bréfaskipti,“ segir
Harpa og hlær við þegar henni
kemur í hug hinar furðulegustu
fyrirspurnir sem hún hefur fengið.
Hestaflutningar
til Vínlands?
Eitt bréf fékk hún frá náunga
sem vildi fá að vita hvort heimild-
ir væru fyrir því að hestar hefðu
verið fluttir til Vínlands. Hún
kveðst hafa flett upp í Eiríks sögu
og Grænlendinga sögu og sagt
honum að þar væri rætt um „alls
kyns fénað“ en ekkert um hesta.
„Þegar ég spurði af hveiju hann
vildi fá að vita þetta sagðist hann
vera hrossaræktarráðunautur í
þjóðgarði í Nevada með sérstakan
áhuga á villihestum,“ segir hún.
„Eg var einnig að fá annað svar
frá náunga sem heitir Kenneth
Peacock og er prófessor í tónlist
frá New York. Hann er að koma
til landsins í vor til að rannsaka
íslensk tónskáld. í einhveiju bríaríi
sagði hann frá því að hann ætti
íslenskan forföður sem héti Ólafur
Peacock eða Ólafur pá. Þá var
honum bent á vefinn okkar og í
bréfi til mín segist hann aldrei
I
I
I
>
>
I
í
i
i
i
i
í
i
i
I'
i
!