Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 11
siðfræðinni í þessu efni og segir
það ekki vera rétta siðfræði að taka
korn, sem sé mannamatur, og
breyta því í annars konar manna-
mat í heimi, sem hingað til hafi
ekki getað brauðfætt alla þegna
sína. Meira aðlaðandi væri fyrir
íslendinga að nýta kosti grasrækt-
arinnar heldur en að innleiða stofn,
sem krefðist aukins kjarnfóðurs.
Með því værum við að taka kornið,
sem jafnframt er notað til manneld-
is, frá hungruðum auk þess sem
ýmis teikn væru á lofti um hækk-
andi heimsmarkaðsverð á korni og
jafnvel skort.
í grasræktinni væru jafnframt
ekki notuð nein illgresis- eða skor-
dýralyf og engir hormónar. Það
tryggði neytendum hreinni afurðir.
„Eg er sannfærður um að gras-
framleidd mjólk með mjög lítilli
aukaefnanotkun á framtíð fyrir sér
og að okkar stofn, sem hefur verið
einangraður þetta lengi, hljóti að
eiga eftir að skipta máli i markaðs-
setningu hreinnar og vistvænnar
vöru. Hitt er svo annað hvort neyt-
endur eru tilbúnir að borga hærra
verð fyrir vöruna með vistvænum
ræktunaraðferðum. Islenskar kýr
standa einnig betur að vígi en þær
norsku varðandi prótín-
innihald mjólkurinnar
sem helgast af því að
grasið er hentugra fóður
til að hafa áhrif á prótín-
myndun en komið.“
Menningarverðmæti
Hvað huglægari efni
snertir, nefnir Jóhannes
íslenska búfjárstofna
sem menningar- og
erfðafræðileg verðmæti,
sem beri að hlúa að í
stað þess að drepa niður.
Kýrnar veki athygli er-
lendra ferðamanna, sem
líti fyrst og fremst á þær
sem skrautlega hjörð.
Litirnir hafi hinsvegar
ekkert með það að gera
hversu góðar mjólkurkýr
þær eru, en svartar og
dökkar kýr þola betur sól
en hinar sem sé kostur
gagnvart hirðingu. Is-
lensku kýrnar, kindurnar
og hestarnir hafi verið
einangruð nánast frá Is-
landsbyggð og hafi þar
af leiðandi þróað með sér
ýmsa verðmæta eigin-
leika, sem ekki væru þó mikils virði
menningarlega nema sem lifandi
stofnar í framleiðslu. Að öðrum
kosti mætti hugsa sér íslensku
kýrnar geymdar í húsdýragörðum
sem sýningargripi eða sem fóstur-
vísa á frystibrúsum svo að komandi
kynslóðir geti séð eftir 100-200 ár
hvernig íslenska kýrin hafi litið út
um aldamótin 2000.
Bóndinn að Torfalæk segist hafa
um 30 ára reynslu af kúm. Hann
segist blása á allar staðhæfingar
um að íslenskar kýr séu almennt
skapstyggar. Þær séu hinsvegar
misjafnlega skapi farnar rétt eins
o g mannfólkið og krefjist umhyggju
og natni í umgengni. Jóhannes
sagðist vilja benda þeim, sem teldu
kýrnar skapstyggar, á hið forn-
kveðna að fé er jafnan fóstra líkt.
Skammtímasj ónarmið
Stefán Aðalsteinsson, sem er
framkvæmdastjóri norræns gena-
banka fyrir búfé í Noregi, telur að
stundarhagsmunir og skammtíma-
sjónarmið ráði ferðinni ef ákveðið
verður að skipta um kúastofn hér
á landi. „Það er hagnaður af því
að vera með kýr, sem mjólka mikið
hver um sig þegar aðeins er litið á
þann þáttinn, en þessar norsku kýr
endast mun verr en íslensku kýrn-
ar. Þeir, sem eru hvað ákveðnastir
í að flytja inn, ætla sér að græða
í byijun og taka svo áhættu ef þetta
reynist ekki eins gott er frá líða
stundir. Þeir geta orðið ríkir þann
tíma sem þetta endist, en lítið er
hugsað um langtímasjónarmiðin.
Við þurfum að halda við þeim stofni,
sem ræktaður hefur verið í landinu
og þolir okkar veðráttu. Það er
ekki viðlit að setja þessar norsku
kýr út í þá veðráttu, sem okkar
íslensku kýr hafa mátt þola í gegn-
Yfirburðir
nýs kyns
þurfa að vera
15-20% að
lágmarki til að
innblöndun
megi teljast
áhugaverð.
Endanleg
áhrif innflutn-
ings er
ómögulegt að
meta fyrir-
fram.
Með nýjum
stofni yrði að
endurnýja
nánast öll fjós
í landinu.
fari menn ekki að,með gát. Vanda-
málið snýst um landlæga nýjunga-
girni íslendinga. Vestrænar þjóðir
hafa verið að kynbæta búfé í ein
50 ár og telja sig nú geta dæmt
um það hvers konar búfé heimurinn
þarfnist næstu árþúsundirnar. Við
höfum hinsvegar ekkert leyfí til
þess að dæma um það enda höfum
við enga hugmynd um hvort við
séum að gera rétt eða vitlaust þeg-
ar til lengri tíma er litið, t.d. með
hliðsjón af aukaverkunum af kyn-
bótum. Nefna má dæmi af svínum,
sem eru kynbætt að auknum vexti.
Styrkur fótanna dugir ekki til að
bera aukinn þunga gríssins við
yngri aldur. Hliðstætt dæmi eru
holdakjúklingar. Þar bila fæturnir
líka af sömu ástæðu. Það er mjög
margt sem bendir til þess að við
séum að vaða út í vitleysu ef við
lendum í kröggum með fóður, hús-
næði eða veðráttu. Ekki síst þess
vegna ber okkur skylda til að
vernda það sem við eigum. Megin-
skilyrðið er að eiga góðan efnivið,
sem reynst hefur vel frá fornu fari
og heldur lífi við þær aðstæður sem
við höfum hingað til haft upp á að
bjóða.“
Nythæstu kýr í Noregi geta
vildi Stefán í lokin minna á að nú
væri allt í hers höndum í mörgum
löndum Evrópu út af kúariðu. M.a.
hefði eitt tilfelli fundist í Dan-
mörku og sannað þykir að köttur
í Noregi hafi smitast af kúariðu.
Öll einkenni bentu til þess og lík-
legt talið að orsakanna væri að
leita í innfluttu fóðri. „Við eigum
auðvitað hiklaust að hafa þetta í
huga í tengslum við hugleiðingar
um innflutning á nýjum kúastofni.
Gott dæmi um það hvernig stað-
ið var gegn innflutningi er af stóð-
hesti af norska Fjarðakyninu sem
fluttur var til Viðeyjar um síðustu
aldamót. Þar var hann notaður á
nokkrar hryssur og mikið sótt í að
fá að taka hann í land. Þáverandi
yfirdýralæknir, Magnús Einarsson,
leyfði það aldrei. Hesturinn var
fluttur út aftur og afkvæmin með
honum. Við getum rétt ímyndað
okkur hvað hefði gerst ef þessi
stóðhestur hefði komist inn í ís-
lenska hrossarækt fyrir tæpum
100 árum. Hann hefði vafalaust
haft mikil áhrif og jafnvel eyðilagt
íslenska hestinn miðað við það sem
hann er í dag,“ segir Stefán að
lokum.
V0RUÞR0UN
1996
Samstarfsverkefni
til þróunar á
markaöshæfum
vörum.
Umsóknarfrestur er
til 3. maí 1996
Frekari upplýsingar og
umsóknarblöð fást hjá
Smára S. Sigurðssyni,
Iðntæknistofnun
í síma 587 7000,
Kristjáni Birni Garðarssyni,
Iðntæknistofnun Akureyri
í síma 463 0957
og atvinnuráðgjöfum
víðs vegar um landið.
Iðntæknistofnun
n
<fl>
IÐNLANASJOÐUR
|j| IÐNPRÓUNARSJÓÐUR
'
IÐNAÐARRAÐUNEYTIÐ
NORSKU kýrnar skiluðu 6% meiri framlegð en þær íslensku, skv.
tilrauninni í Færeyjum og eins og sjá má umtalsvert stærri.
Velta má
fyrir sér hvort
í íslenska
stofninum sé
að finna verð-
mæta eigin-
leika sem rétt-
læta varð-
veislu hans.
Við þurfum
að endurnýja
kynbótastefn-
una og leggja
aukna áherslu
á byggingar-
og júgurlag.
um aldimar. Það er greinilegt að
af þessu ævintýri yrði skammtíma-
hagnaður og líklega tap þegar fram
í sækir.“
Stefán segir að starf sitt sé að
hluta til fólgið i því að stuðla að
verndun búfjárkynja, hvort sem þau
ættu rétt á sér eða ekki, vegna
þess að þau séu hluti af lífríkinu
og undir svokölluðum Ríó-sáttmála,
en skv. honum ber þjóðum heims
að vernda upprunalega stofna hvort
sem mönnum líki betur eða verr.
„Kúastofninn á íslandi telur ekki
nema rétt um 30 þúsund kýr og
það er fljótlegt að eyðileggja hann
mjólkað 35-40 kg á sólarhring. Þær
kýr þarf að fóðra að mesþu leyti á
kjarnfóðri innanhúss. Á íslandi er
ekkert kjarnfóður framleitt, heldur
yrði að flytja það allt inn, að sögn
Stefáns. „Fróðir menn telja að korn-
forðinn i heiminum fari minnkandi
auk þess sem ýmsar þjóðir heims,
sem hingað til hafa lifað á korn-
meti, hafa farið út í kjötneyslu í
stað korns. í ljósi þessa gæti orðið
kornskortur í heiminum eða stór-
hækkun á verði korns innan tiltölu-
lega stutts tíma. Þá er í raun
öfugsnúið af íslendingum að ætla
að fara að skipta grasbítunum okk-
ar út fyrir annað kornætukyn með
öllum þeim kostnaðarauka sem því
fylgdi.
Það er sjálfsagt út frá hagfræði-
legu sjónarmiði að reyna að nýta
landið sjálft til að framleiða fóðrið
í skepnurnar. Því fylgir veruleg
áhætta að vera bundin við erlenda
fóðurgjafa og gripi, sem ekki nýta
kosti landsins í sama mæli og okk-
ar kyn gerir. Á íslandi eru um 15%
af fóðri kúnna í formi kjarnfóðurs,
en í Noregi er sú tala nærri 40%.
Auk þess er nú á tímum mikið
rætt um vistvæna framleiðslu. Is-
lendingar ættu að hafa alla mögu-
leika á því sviði ef við eyðileggjum
ekki fyrir okkur með því að taka
inn nýtt kyn. Þessi færeyska tilraun
er mjög merk að því leyti að hún
sýnir einfaldlega að það er tiltölu-
lega lítið að sækja í norska stofninn
sé litið á málið í heild. Margs þarf
að gæta og hvað varðar staðhæf-
ingar um að íslenska kýrin mjólki
ekki jafnvel og sú norska, er það
ekki rétt, sé litið til lifandi þunga.“
Allt í hers höndum
Viðvíkjandi hugsanlegum inn-
flutningi á nautgripum til íslands,
IBUÐ A EFRI HÆÐ
Ákveðið er að halda áfram verkefninu íbúð á
efri hæð. Tilgangurinn með verkefninu er að
breyta auðu og illa nýttu húsnæði i miðborg
Reykjavíkur í íbúðir.
Miðað er við svæðið frá
Hlemmi að Aðalstræti - Grettisgötu að Skúlagötu.
Húseigendur sem áhuga hafa á þátttöku í
verkefninu sendi umsóknir til skrifstofu
Þróunarfélags Reykjavíkur, Kirkjutorgi 4, 101
Reykjavík.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað.
Umsóknarfrestur er til 20. maí 1996.
Þróunarfélag Reykjavíkur