Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Margrét Þóra GUÐMUNDUR Bjamason landbúnaðarráðherra kynnti skýrslu um landgræðsluáætlun í Skútustaða- hreppi á fundi í Skjólbrekku í vikunni. Við hlið hans sitja Helgi Jónasson, fundarstjóri, Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, og Stefán Skaftason héraðsráðunautur. Öræfagirðing forsenda landgræðsluáætlunar í Skútustaðahreppi Mesta beitarfriðun sem um getur á landinu BÖÐVAR Jónsson bóndi á Gautlöndum og Þómnn Einarsdóttir í Baldursheimi. Eftir að semja við bændur um legu girðingarinnar LANDGRÆÐSLUÁÆTLUN fyrir Skútustaðahrepp var kynnt á al- mennum fundi sem Guðmundur Bjamason landbúnaðarráðherra boðaði til í Skjólbrekku í Mývatns- sveit í vikunni. Rétt tvö ár eru frá því skýrslu nefndar sem fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Haíldór Blön- dal, lét vinna var skilað en Guð- mundur Bjamason sagði hana standa fyllilega fyrir sínu. Megin- markmið áætlunarinnar er að stöðva jarðvegseyðingu, styrkja og auka gróður og bæta skilyrði fyrir búsetu í Mývatnssveit. Forsenda stórfelldra landgræðsluaðgerða á svæðinu er að reist verði svonefnd öræfagirðing, sem í raun yrði nátt- úruverndargirðing og myndi friða allt að fjögur þúsund ferkílómetra lands. Afréttir Mývetninga eru eitt al- varlegasta rofsvæði landsins og er varlega áætlað að tap gróðurlendis nemi um 50 til 500 hekturum á ári. Gífurlegur sandur berst að grónu landi og safnast þar fyrir, en ekki er hægt að mæta slíkum hamförum án stórfelldrar friðunar lands og með víðtækum land- græðsluaðgerðum. Fyrir þjóðina alla Landbúnaðarráðherra sagðist trúa því að þessum áfanga yrði náð og þá yrði um að ræða einhveija mestu beitarfriðun sem um getur í landinu. Hann nefndi að mikilvægt væri að vetja lífríki Mývatns og Laxár, sem væri svæði sem allir íslendingar væm stoltir af. Þetta umfangsmikla verkefni væri því ekki einungis unnið fyrir íbúa Skútustaðahrepps heldur alla þjóð- ina. Guðmundur ætlar síðar á árinu að kynna í ríkisstjórn nýja land- græðsluáætlun sem lögð verður fyr- ir Alþingi næsta haust og vænti hann þess að fá þar stuðning í þá veru að viðbótarfjárveiting fáist til þessa málaflokks. Á þessu stigi gæti hann ekki gefið fyrirheit um hversu_ mikið fjámagn fengist til þess. Áætlað er að kostnaður við þetta verkefni nemi um 750 milljón- um króna. Meginmarkmið landgræðslu- áætlunarinnar miðast við að unnið verði í áföngum að stöðvun eyðing- ar á þann hátt að það valdi sem minnstri búseturöskun í hreppnum. SIGURÐUR Þórisson bóndi á Grænavatni fylgist með því sem fram fer á fundinum. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði að bændur yrðu hvattir til landbóta og skipulags á jörðum sínum með opinberum framlögum en þannig mætti auka og bæta gróður í heimalöndum og minnka álag á viðkvæmu landi afrétta. Helstu verkefni sem vinna þarf að eru að komast fyrir upptök sand- foks þar sem það er gerlegt og verður lögð áhersla á að sá mel- gresi á friðuðum svæðum. Þá verð- ur unnið að lokun rofabarða, að framkvæmdum í eldri landgræðslu- girðingum, að uppgræðslu heima- landa og friðun og uppgræðslu auðna. Fjögur þúsund ferkílómetrar friðaðir Stefán Skaftason héraðsráðu- nautur gerði grein fyrir öræfagirð- ingunni en ítrekaði að ekki væri búið að semja við bændur um legu hennar. Viðbrögð við fyrstu könnun bentu þó til að þeir legðust ekki gegn henni. Svæðið sem þannig yrði friðað væri um fjögur þúsund ferkílómetrar að stærð „og þýðir að hægt verður að hefjast handa við að stöðva sandrennsli inn í Mývatnssveit," sagði Stefán og benti á að stökkbreyting hefði orðið á lífríki Mývatns og Laxár síðustu 20 ár og horfði til vandræða yrði ekki úr bætt. „Ef þessi öræfagirð- ing verður að veruleika er um að ræða einsdæmi á íslandi sem ekki á sér hliðstæðu og ■ mývetnskir bændur tækju forystu í umhverfis- málum,“ sagði Stefán. Sauðfé hefur fækkað verulega á síðustu árum eða um 41,5% frá árinu 1975, á sama tíma hefur beit- ardögum fækkað mikið og haust- beit lagst af og þá sagði Stefán að mun fleira fé væri nú í heimalöndum en áður og hefði beitarálag minnkað geysilega mikið. „Ég fullyrði að mývetnskir bændur hafí unnið meira að landgræðslumálum en nokkrir aðrir hér á landi og þeir hafa nú tækifæri á að vinna með eftirminnilegum hætti að mikil- vægu landgræðsluverkefni.“ Þeir bændur sem til máls tóku á fundinum voru sammála um að verkefnið væri áhugavert en fram kom að skiptar skoðanir væru um legu öræfagirðingarinnar. Það væri hins vegar mál sem vilji væri til að leysa. Mandela afhent trúnaðarbréf Mandela er hógvær en áhrífamikill Sigríður Snævarr SIGRÍÐUR Snævarr sendiherra afhenti Nelson Mandela, for- seta Suður-Afríku, trúnað- arbréf sitt á fimmtudag. Sigríður er fyrsti sendiherra íslands í Suður-Afríku. Sig- ríður var meðal nokkurra sendiherra, sem afhentu trúnaðarbréf sín þennan dag. Athöfnin fór fram í garði forsetahallar Mandel- as í Höfðaborg. Mandela barðist gegn að- skilnaðarstefnunni, sem hvíti minnihlutinn í Suður- Afríku kom á árið 1948. Mandela var settur í fang- elsi fyrir skoðanir sínar árið 1962 og ekki látinn laus fyrr en 1990. Var hann þá orðinn tákn andspyrnunnar gegn aðskilnaðarstefnunni. Hann var kjörinn forseti landsins árið 1994. - Hvernig fór afhending trún- aðarbréfsins fram? Það var tekið á móti okkur í garðinum við forsetahöllina og athöfnin fór fram þar innan dyra. Það var mjög sérstök stund að hitta Mandela. Hann er hógvær, en áhrifamikill. Ég hafði lesið sjálf- sævisögu hans og þar kom fram að hann var fyrsti blökkumaður- inn, sem útskrifaðist með mál- flutningsréttindi í Suður-Afríku. Mandela hélt ræðu við þessa athöfn að viðstöddum blaðamönn- um. Hann sagði að það væri ánægjuleg stund að taka á móti fyrsta íslenska sendiherranum gagnvart Suður-Afríku og þrátt fyrir að það tæki sólarhring að komast frá Reykjavík til Höfða- borgar fyndu Suður-Afríkumenn fyrir hlýju íslendinga. Mandela sagði að Suður-Afríka ætti íslendingum og öðrum Norð- urlandaþjóðum mikið að þakka fyrir ötula baráttu gegn aðskilnað- arstefnunni á meðan hún var við lýði í landinu. Gömlum vinum yrði ekki gleymt. Hann minntist þess einnig að hann hefði hitt forseta íslands og forsætisráðherra. Það hefðu verið góðir fundir og áhugi þeirra á málefnum Suður-Afríku hefði verið hrífandi. - Vék Mandela að málefnum Suður-Afríku? Hann talaði almennt um stjórn- málaviðhorfið og þá stjórn, sem situr nú. Mandela lagði sérstaka áherslu á mik- ilvægi þess að allir í landinu fyndu að þeir ættu sinn fulltrúa við stjórnvölinn. - Hvernig kom Mandela þér fyrir sjónir? Það var gott að vera nálægt honum. Þessi maður sat í fangelsi í aldarfjórðung fyrir skoðanir sínar og hann hefur sterka nærveru. Hann kemur fram af mikilli hóg- værð og lítillæti og maður hefur á tilfinningunni að hann _sé mjög gáfaður og lífsreyndur. Ég gerði mér betur grein fyrir því hvað Mandela hefur gengið í gegnum þegar ég sigldi á föstudag til Robb- en-eyju, þar sem hann sat í fang- elsi frá 1964 til 1982 og sá aðstæð- ur þar. - Hvaða störf bíða sendiherra íslands í Suður-Afríku? Fyrsta skrefið var vitaskuld að afhenda trúnaðarbréfið og síðan nýti ég heimsóknina til að hitta ráðamenn. Venjan er að ráðherrar landsins séu í Höfðaborg á þessum tíma en vegna tveggja vikna ráð- ► SIGRÍÐUR Snævarr sendi- herra fæddist í Reykjavík árið 1952. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972, tók B.Sc. próf í hag- fræði frá London School of Ec- onomics og lauk MA-prófi frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Bandaríkjunum 1978. Sigríður hóf störf í utan- ríkisþjónustunni sama ár. Hún var sendiráðsritari í Moskvu, varafastafulltrúi hjá Evrópuráð- inu í Strasbourg og blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Hún var sendifuUtrúi í Bonn frá 1987 til 1991. Hún varð þá sendiherra Islands í Stokkhólmi og gegndi þeirri stöðu til 1995. Auk þess að vera nýorðin sendiherra ís- lands í Suður-Afríku er hún sendiherra í Namibíu með aðset- ur í Reykjavík. Maður Sigríðar er Kjartan Gunnarsson. stefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróunarsamvinnu, UNCTAD, í Jóhannesarborg eru þeir staddir þar. Ég mun í næstu viku sækja ráðstefnuna og meðal annars hitta ráðamenn. Einnig mun eg ræða við Islandsvini og hitta íslendinga búsetta hér. Fyrir liggur að kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi í Suður-Afríku. Til dæmis tók fjöldi íslenskra fyrir- tækja þátt í sjávarútvegssýningu hér í lok síðasta árs og áttu fulltrú- ar þeirra viðræður við fyrirtæki og stjórnvöld. Sjávarútvegur er að vísu lítill hluti af at- vinnulífi í S-Afríku en það eru þó örugglega möguleikar fyrir íslensk fyrirtæki hér rétt eins og í Namibíu. Mikilvægt er að myndað hefur verið stjórn- málasamband milli íslands og S- Afríku. Það hefur táknrænt gildi og er um leið mikilvægt skref í samskiptum ríkjanna. - Þú ert einnig sendiherra ís- lands í Namibíu. Muntu sinna því starfi í þessari Afríkuferð? Já, förinni lýkur í Namibíu og þar mun ég dvelja í þijá daga. Ég hef verið sendiherra í Namibíu síð- an í janúar 1994 og þetta verður þriðja heimsókn mín þangað. ís- lendingum hefur fjölgað mjög í Namibíu undanfarið. í janúar 1994 voru tvær íslenskar fjölskyldur í hafnarbænum Lúderitz 1 Namibíu. Þegar ég kom til landsins síðasta sumar með Davíð Oddssyni for- sætisráðherra er hann var þar í opinberri heimsókn voru íslending- ar í Lúderitz orðnir 65. Mér var sagt að í Namibíu hefðu verið 200 íslenskar fjölskyldur um jólin. Gömlum vin- um verður ekki gleymt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.