Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skráningargjöld í Háskóla íslands ekki innheimt við skráningu Menntamálaráðuneytið bíð- ur afgreiðslu frumvarps SKRÁNING stúdenta sem lokið hafa árs námi við HÍ eða lengra stendur nú yfir, en öfugt við venju er skráningargjald eða ásetningargjald ekki innheimt við innritun. Þórður Kristinsson kennslustjóri HÍ segir ástæðu þessa vera þá að ekki liggur fvrir staðfesting menntamálaráðu- neytis á því hversu há upphæðin verður, en sam- kvæmt reglugerð og lögum skólans þarf ráðu- neytið að staðfesta ákvörðun háskólaráðs um upphæðina sem innheimt er. „Skýringin á þessu er einföld, því að nú ligg- ur fyrir Alþingi frumvarp þar sem verið er að breyta lögum HÍ og setja þessa upphæð inn í þau og væntanlega bíður ráðuneytið eftir ákvörð- un þingsins," segir hann. Ekki næg stoð til innheimtu Frá 1992 var fjárveiting til skólans lækkuð sem nam þeirri upphæð sem síðan átti að inn- heimta með skrásetningargjöldum. „Gjaldið hefur verið innheimt síðan, en í lögum skólans er ekki talin nægjanlega stoð til inn- heímtunnar. Innheimtan er að vísu lögleg að okkar mati eins og hún birtist nú, þótt deila megi um hvort að allir þeir liðir sem eru inni í gjaldinu megi það og einnig að hluta gjaldsins er ráðstafað til Stúdentaráðs HÍ. Það er ekki skýrt að það sé heimilt samkvæmt gildandi lög- um,“ segir Þórður. Skráningargjaldið er 24 þúsund krónur sam- kvæmt ákvörðun háskólaráðs, og renna um 10% þeirrar upphæðar til Stúdentaráðs. í áliti um- boðsmanns Alþingis frá maí í fyrra kemur fram að innheimtuna til Stúdentaráðs skorti lagastoð, og segir Þórður menn ekki draga það álit í efa. Reiknað sé með samkvæmt frumvarpinu að breyting verði gerð á greiðslufyrirkomulagi, þannig að HÍ myndi géra samning við Stúdenta- ráð um að sinna ákveðnum verkefnum gegn greiðslu. Ákveðið hámark verði á þeirri upphæð. Vont fyrir fjárhag HÍ „Við getum hins vegar ekki beðið með skrán- inguna, enda er hún auglýst með árs fyrirvara og hluti af mikilli skipulagningu innan skólans. Við innheimtum gjöldin strax og við fáum fýrir- mæli ráðuneytis um að okkur sé það heimilt. Þetta kemur sér illa hvað varðar fjárhag skól- ans, því að þetta eru tekjur sem honum er ætl- að að afla í þessari mynd og auðvitað versnar lausafjárstaðan á meðan,“ segir hann. Þórður kveðst ekki óttast að torveldara verði að innheimta skráningargjaldið eftir á, sendir verði út greiðsluseðlar og menn muni þurfa að greiða meira ef þeir greiða ekki á gjalddaga. Þrír stúdentar við HÍ neituðu að greiða félags- gjöld til Stúdentaráðs um áramótin 1993-94, á þeim forsendum að Háskólann skorti lagastoð til að innheimta þessi gjöld. Skólinn hafnaði hins vegar þessari röksemdafærslun nemanna og greiddu þeir gjöldin að lokum, þar sem þeir töldu námi sínu stefnt í tvísýnu að öðrum kosti. Glúm- ur Jón Bjömsson, einn nemanna þriggja, kveðst líta svo á að háskólayfirvöld hafi fallist á ábend- ingar þeirra með því að fresta innheimtu innrit- unargjalda í ár. SUS á móti frumvarpi „Yfirvöld HÍ hafa í raun viðurkennt að meint brottrekstrarsök stúdentanna var á misskilningi byggð. Háskólayfirvöld hafa hins vegar hvorki beðið stúdentana afsökunar né boðist til að end- urgreiða þeim ranglega tekin félagsgjöld til Stúdentaráðs," segir Glúmur Jón. Sjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hef- ur sent frá sér ályktun þar sem alþingismenn eru hvattir til að endurskoða ákvæði í frum- varpi til breytingar á lögum um HÍ. Ungir sjálf- stæðismenn telja að með því sé skylduaðild að Stúdentaráði í raun fest í sessi í lögum. „Með frumvarpinu eru hagsmunir Stúdenta- ráðs metnir þyngra en þau sjálfsögðu réttindi fólks að fá að standa utan félaga. Það kemur ungu sjálfstæðisfólki mjög á óvart ef fjárhags- legir hagsmunir Stúdentaráðs eru teknir fram yfír félagafrelsi þeirra sem stunda nám við Há- skóla íslands,“ segir í ályktun SUS. Morgunblaðið/Pétur ísleifsson FJÖLMENNI tók á móti Sunnuberginu í Vopnafjarðarhöfn. Vopnfírðingar eignast nótaveiðiskip Vopnafirði. Morgunblaðið. Steinsnar milli tveggja íkveikja SUNNUBERGIÐ GK 199 sigldi fánum skreytt í höfn á Vopna- firði að morgpii sumardagsins fyrsta. Þar með hafa Vopnfirð- ingar eignast sitt fyrsta nótaskip í yfir 20 ár og hyggjast róa á ný mið á síldar- og loðnuveiðar. Utgerðarfélagið Bjarnarey ehf., dótturfyrirtæki Tanga hf. á Vopnafirði, keypti skipið af út- gerðarfélaginu Siglubergi hf. í Grindavík. Sunnubergið er austur-þýskt og smíðað árið 1966 en mikið endurbætt. Skipið hefur verið fengsælt en sami skipstjóri hefur siglt skipinu í 18 ár, Magnús Þorvaldsson. Magnús mun verða skipstjóri Sunnuberginu og hluti áhafnar hans fylgir honum í vopnfirska höfn. Fjöldi fólks var við athöfnina þegar skipið var boðið velkomið til Vopnafjarðar. ELDUR kom upp í einbýlishúsi í byggingu í Hafnarfirði í fyrrinótt og í Mercedes Benz fólksbíl steinsnar þar frá nokkrum klukkustundum síð- ar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er talið að um íkveikju hafi verið að ræða í bæði skiptin. Ungur maður var handtekinn á þeim stað þar sem eldurinn kom síðar upp og var í haldi í fyrrinótt en hafði ekki verið yfírheyrður þegar blaðið fór í prentun í gær. Skömmu eftir klukkan 1 í fyrri- nótt var slökkviliði í Hafnarfírði gert viðvart um eld í nýbyggingu við Vesturholt. Að sögn slökkviliðs hafði greinilega verið kveikt í rusli fyrir utan húsið. Eldurinn hafði náð að svíða útveggjagrind og sperrur en var slökktur á skammri stundu án þess að stórvægilegt tjón hlytist af, að mati slökkviliðs. Skömmu fyrir kl. sex um morgun- inn sáu lögreglumenn á eftirlitsferð hvar M. Benz fólksbíll stóð í björtu KÓPAVOGSLÖGREGLAN handtók í fyrrinótt tvo menn um fimmtugt grunaða um innbrot í bíl og reiðhjóla- þjófnað. Mennimir, sem eru 51 og 47 ára gamlir, voru handteknir á Sæbóls- báli á bílastæði við golfskálann á Hvaleyrarholti, steinsnar frá götunni Vesturholti. Að sögn slökkviliðs er bíllinn, sem er árgerð 1988, mikið bmnninn og talinn ónýtur. Handtekinn við staðinn Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er eigandi bifreiðarinnar búsettur við götuna Vesturholt en hafði lagt bílnum við golfskálann þar sem hann komst ekki að húsi sínu vegna slökkvistarfsins í götunni fyrr um nóttina. Við staðinn var ungur maður handtekinn og færður í fangageymsl- ur lögreglunnar í Hafnarfírði. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var maðurinn mjög ölvaður og voru yfírheyrslur yfir honum ekki hafnar í gær. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið til meðferðar en vildi ekki staðfesta upplýsingar Morgunblaðsins um að talið væri að kveikt hefði verið í á báðum stöðum. braut um klukkan þijú í fyrrinótt með fjallareiðhjól sem talið er stolið. í fórum þeirra fannst tónjafnari og tónsnælda sem talið er að hafi skömmu áður verið stolið úr Range Rover jeppa. Stálu hjóli og brutust inn í bíl Ok í veg fyrir rútu Laugarvatni. Morgunblaðið. KARLMAÐUR á níræðisaldri var fluttur á sjúkrahúsið á Sel- fossi eftir að fólksbíll og rúta lentu sanian rétt fyrir ofan Laugarvatn uppúr kl. 13 í gær. Hann var ekki talinn í lífshættu. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn beygði út af hjól- hýsasvæðinu innan við Laugar- vatn og í veg fyrir rútuna. Báð- ir ökumenn stefndu að Laugar- vatni. Ökumaður fólksbílsins skarst á andliti' og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á- Selfossi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Listahnefinn mótaður LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík, einn helsti menningarviðburður hér- lendis í ár, nálgast óðfluga og innlendir sem erlendir lista- menn eru nú þegar teknir til við undirbúning fyrir hátíðina. Páll Guðmundsson frá Húsafelli er einn þeirra, en hann var önnum kafinn við að klappa steinhnull- ung mikinn í líki hnefa þegar ljósmyndari Morgunblaðsins sótti hann heim. Höggmynd þessari á síðan að koma fyrir hjá Listasafni Sigurjóns Olafs- sonar. ►Skiptar skoðanir eru uppi um hvort auka megi hagkvæmni í mjólkurframleiðslu hér á landi með því að fá annað kúakyn til fram- leiðslu en það sem hér hefur verið frá örófi alda. /10 Hvar var huldumaður- inn „John Doe 2“? ►Ár liðið frá hryðjuverkinu í Okla- homa City og enn þykir ýmsum grundvallarspurningum ósvar- að. /12 Hef ríka hreyfiþörf ► Bragi Ragnarsson hefur víða komið við á starfsferli sínum og ber nú ábyrgð á viðleitni Eimskipa- félags íslands til að hasla sér völl í Eystrasaltslöndum og Rússlandi í harðri samkeppni við önnur al- þjóðleg stórfyrirtæki. /20 Málning frá Hörpu í sextíu ár ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Helga Magn- ússon, forstjóra Hörpu. /24 B_________________________ ► 1-32 Fuglarnir í fjörunni ►Á Þorvaldsstöðum í Bakkafírði lærðu krakkamir snemma að föndra við rekaviðinn. Þar er geymt merkilegt safn fugla sem einn bróð- irinn í röð fjórtán systkina tálgaði úr einni rekaspýtu, en fleiri Þor- valdsstaðasystkina hafa lagt fyrir sigtréskurð. /1&15-16-17 Landsbankavíxill og nautpeningur ►Þegar gefur á virtar stofnanir í þjóðfélagsumræðunni, er oft holit að horfa til fortíðar og skoða mál- in í spéspegli hennar. /4 Synd að ég skyldi ekki verða píanisti ►Ólafur Gaukur Þórhallsson hef- ur verið lengi að í íslenskum dæg- urlagaheimi og enn er hann kom- inn í sviðsljósið með framlagi okk- ar íslendinga til söngvakeppni evr- ópskra úrvarpsstöðva. /8 FERÐALÖG ► U4 Boston ►Margt að sjá í menningar- borg. /2 Á skíðum á vit ævintýranna ►Þeir sem hafa gaman af því að skíða í óhreyfðum snjó, missa af miklu ef þeir reyna ekki fjallaskíð- un. /4 D BÍLAR ► U4 Nýr Renault vörubíll ►Frönsku bílaverksmiðjurnar hafa frumkynnt nýja gerð vöru- bíla, sem kallast Premium. /1 Reynsluakstur ►Grand Cherokee með viljugri dísilvél. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 42 Leiðari 28 Skák '42 Helgispjall 28 Fólk f fréttum 44 Reykjavíkurbréf 28 Bíó/dans 46 Skoðun 30 íþróttif 50 Minningar 33 Útvarp/sjónvarp 52 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 40 Mannlífsstr. 6b ídag 42 Kvikmyndir 12b Brids 42 Dægurtónlist 14b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.