Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 32
.32 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ þjóða, sem eiga afkomu sína undir fiskveiðum. Norðmenn hafa ekki verið reiðubúnir til slíkra samninga hingað til. Hins vegar eru Norðmenn sjáifir ekki yfir það hafnir að stunda veiðar utan lögsögu annarra ríkja þ.m.t. á stofnum sem ganga inn og út úr lögsögu þeirra, eins og t.d. karfaveiðar úti fyrir lögsögu íslands og Grænlands. Munurinn á þeim veiðum annars vegar, og þorskveið- um í Barentshafí eða síldveiðum í Síldarhafínu hins vegar er sá, að karfastofnarnir eru sannarlega of- veiddir, meðan þorskstofninn í Bar- entshafí og síldarstofnamir em ört vaxandi. • Norðmenn halda til streitu hinum „sögulega rétti“ og hafna öllum réttindum íslendinga á Barentshafí, á þeirri forsendu að þeir hafí ekki veiðireynslu. Sú fullyrðing er að vísu ekki sannleikanum samkvæmt. Hitt er verra að með því að halda hinum sögulega rétti til streitu neyða Norð- menn Islendinga til að keppast við að afla sér veiðireynslu, til þess að geta gert kröfu á grundvelli „sögu- legs réttar", ef og þegar loks verður sest að samningaborði. • Norðmenn minna íslendinga gjaman.á að þeir hafí sjálfir hafnað dómstólaleiðinni, þegar þeir vom í fararbroddi við að þróa hafréttinn út í 200 mílur á grundvelli vísinda- legrar verndar fískistofna á ábyrgð strandríkja. Það er rétt. Það studd- ist við þau rök, á þessum tíma, að Alþjóðadómstóllinn í Haag gat ekki dæmt í ágreiningsmálum, nema á grundvelli hefða hins úrelta hafrétt- ar. Nú hefur Hafréttarsáttmálinn tekið gildi sem stofnskrá í þjóðar- rétti í þessum málum, að viðbættum samningsniðurstöðum úthafsveiði- ráðstefnu SÞ. Viðhorfín em því ger- breytt. 5. Að skilgreina vandann Reynum nú að skilgreina vanda- málin sem leysa þarf, áður en hugað ^erður að tillögum um lausnir. ís- lendingar og Norðmenn, ásamt Færeyingum, Rússum og hugsan- lega öðmm þjóðum, þurfa að freista þess að ná samningum, sem era innbyrðis tengdir og taka til þriggja málasviða: Barentshafsveiðar Meðan norsk stjómvöld fást ekki til að viðurkenna að þau hafí farið yfír mörkin í þjóðréttarlegu tilliti, með sjálftökurétti sínum á fisk- verndarsvæðinu við Svalbarða og neita samningum við aðildarríki Svalbarðasamningsins á grundvelli hans og halda til streitu hinum „sögulega rétti“ sem einu forsendu samninga um fískveiðiréttindi á Barentshafí - eiga íslendingar ekki annarra kosta völ en veiða áfram í Smugunni, í því skyni að afla sér veiðireynslu og þar með sögulegs réttar síðar. Ef ekki nást samningar á grund- velli Svalbarðasamningsins um veiðirétt innan fískverndarsvæðis- ins, eiga íslendingar og Norðmenn ekki annarra kosta völ en að vera sammála um að vera ósammála. Þá er bara eftir dómstólaleiðin. íslend- ingar hafa leitað í smiðju nokkurra reyndustu þjóðréttarfræðinga og dómara sem fyrirfinnast í hafréttar- málum um ráðgjöf á þessu sviði. Niðurstaða okkar er sú að yfirgnæf- andi Iíkur bendi til eftirfarandi nið- urstöðu dómstólsins: • Fullveldi Noregs á Svalbarða byggi á Svalbarðasamningnum, með þeim takmörkunum sem hann setur norsku fullveldi. • Svalbarðasamningurinn, með réttindum sínum og skuldbinding- um, nái til 200 mílna fískvemdar- svæðisins. • Jafnræðisreglan skv. 2. gr. Sval- barðasamningsins sé í fullu gildi. Samkvæmt henni megi Norðmenn ekki mismuna aðildarþjóðum, né heldur hygla sjálfum sér á annarra kostnað, varðandi úthlutun veiði- heimilda. • Dómstóllinn mun trúlega komast að þeirri niðurstöðu líka að Sval- barðasamningurinn nái til land- grunnsins og þar með þeirra auð- linda sem fínnast á eða undir hafs- botni, þ.m.t. olíu og gass. Einnig er til í dæminu að Alþjóða- dómstóllinn lýsi fískvemdarsvæðið kringum Svalbarða einfaldlega ólöglegt, þar sem það byggi á sjálf- tökurétti og rangri túlkun á Sval- barðasamningnum. Þá myndu gilda þar sömu reglur og um úthafíð. Og þá hæfíst kapphlaup þjóða um að afla sér veiðireynslu þar upp í sögu- legan rétt síðar. Síld og loðna Norðmenn halda því gjaman fram um þessar mundir, að þeir hafí byggt upp norsk-íslenska síld- arstofninn eftir að íslendingar hafí nær gjöreytt honum með rányrkju á fullorðna stofninum. En stað- reyndin er sú, að veiðar á hrygning- arsfld skiptu ekki máli varðandi eyðingu stofnsins. Það sem hafði úrslitaáhrif vom gengdarlausar veiðar Norðmanna sjálfra á smásíld innan fjarða. Afleiðingar rányrkjunnar á smá- síldinni voru viðurkenndar af þrem- ur nafnkunnum síldarsérfræðingum Norðmanna í ítarlegri yfirlitsgrein í alþjóðlegu tímariti árið 1980 um þróun og hrun síldarstofnsins. Sér- fræðingarnir vom Olav Dragesund, Johannes Hamre (höfundur Hamre- módelsins) og Öyvind Ulltang. Greinin heitir: „Biology and popul- ation dynamics of the Norwegian spring-spawning herring." Niðurstaða þeirra var þessi: „Eina takmörkunin sem þurfti til að koma í veg fyrir eyðingu stofnsins var að setja á árunum fyrir 1960 regiur um lágmarksstærð síldar í afla, sem vernduðu 0-1 árganginn." í frum- textanum er þetta svohljóðandi: „In the 1960’s, a minimum landing size, protecting 0-1 group físh, was the only regulatory measure needed to prevent the depletion of the stock." Þeir segja jafnframt, að hefði þetta gerst, þá hefðu veiðarnar ár- lega sveiflast milli 1-2 milljóna tonna, og flest árin nær 2 milljónum tonna. Fyrir íslendinga skiptir þetta miklu, því fyrir hrun stofnsins kom þriðjungur allra útflutningstekna þeirra úr síldveiðum. Rányrkjan á smásíldinni var of- boðsleg. Fræg urðu til dæmis um- mæli eins fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra Norðmanna Eyvind Bolle, um að 15 síldar kæmust fyrir í ein- um eldspýtnastokki! Fjölmörgum árgöngum var gjöreytt á seiðastig- inu, þannig að nýliðun varð engin. Af mörgum árgöngum náðu aðeins örfá prósent að stálpast og verða hluti af hrygningarstofninum. Dæmi vom um að einungis 0,1 pró- sent - eitt prómill - næði fullorðins- aldri, t.d. árið 1965. I ljósi þessa spyr ég: Er það skyn- samlegt af Norðmanna hálfu, þegár litið er til lengri tíma, að ætla ein- hliða að ákvarða veiðiheimildir á síld og skammta öðram þjóðum (sem þarna eiga vissulega mikinn „sögu- legan rétt“) molana af borðum höfð- ingjans? Ég held ekki. Hvað eiga Norðmenn þá að gera? Ég held það væri skynsamlegt að þeir hefðu samninga Islendinga, Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga um skiptingu loðnustofnsins sem for- dæmi fyrir lausn við svipaðar kring- umstæður. Norðmenn halda því nefnilega fram að meðan síldin haldi sér innan norskrar lögsögu, beri þeim engin skylda til að úthluta öðrum veiði- heimildum. Nákvæmlega hið sama á við um loðnuna. Sl. áratug hefur engin loðna fyrirfundist í norskri lögsögu. Samt halda íslendingar sig við gerða samninga um hlut Norð- manna í loðnustofninum og heimild þeirra til að veiða hann, innan ís- lenskrar lögsögu, á tilteknum tíma- bilum. Það er hægt að leysa síldar- vandamálið á svipuðum nótum. ísland og Grænland - djúpkarfaveiðar utan lögsögu strandríkja Þessir stofnar ganga inn og út úr lögsögu Grænlands og í minna mæli Islands. Að mati íslenskra físki- fræðinga em þeir nú ofveiddir. Al- þjóða hafrannsóknaráðið mælti með 150 þús. tn. hámarksveiði. Afrakst- ursgetan, þrátt fyrir ótakmarkaða sókn; reyndist aðeins vera 100 þús. tn. Öfugt við þorskinn í Barentshafí og sfldina, sem er í vexti, em þessir stofnar í hættu vegna ofveiði. Rúss- ar, Norðmenn og ESB flotar, auk íslendinga sjálfra, hafa látið þar mest að sér kveða. íslenskir fískifræðingar krefjast þess í nafni verndunarsjónarmiða að þessir stofnar verði kvótabundn- ir. Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- ráðið (NEAFC) hefur daufheyrst við þeim kröfum, þar til fyrir skömmu. Ástæðan er deilur um skiptingu kvóta. Þar koma Notðmenn við sögu ásamt Rússum og ESB-þjóðum. Ástandið er því svipað og á Barents- hafi, fyrir utan það að stofnarnir em veikari. Sambærilegt ástand kallar á sam- bærilegar lausnir. Islendingar og Grænlendingar eiga að bregðast við með því að setja upp svæðisstjórn skv. úthafsveiðisamningi SÞ. Þeir munu axla ábyrgð strandríkjanna í þessu tilfelli og kvótabinda stofn- ana, eins og norsk-rússneska físk- veiðinefndin gerir í Barentshafí. En hvað þá með hinn „sögulega rétt“ úthafsveiðiþjóðanna, sem þama hafa stundað ótakmarkaðar veiðar með vaxandi sókn? Svar: Strandríkjunum er skylt að setja á heildarkvóta, á gmndvelli vísinda- legs mats á afrakstursgetu stofn- anna. Stjórnamefndinni ber að út- hluta kvótum. Eftir hverju á hún að fara? Svar: Eftir ástandi físki- stofna, nálægð við miðin, mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi þjóðir og veiðireynslu. Hvaða þjóðir eiga rétt á aðild að stjómarnefndinni? Það er samnings- atriði. Ég legg til að við semjum um kaup kaups. I staðinn fyrir að íslendingar (ásamt Færeyingum og Grænlendingum) fái aðild að stjóm- arnefnd á Barentshafssvæðinu, ásamt sanngjarnri hlutdeild í kvót- um, fái Norðmenn og Rússar aðild að þessari stjórnarnefnd, ásamt sanngjamri hlutdeild í kvótum. Svona á að semja. Það á að semja á gmndvelli gagnkvæmra hags- muna um vemdun fiskistofna og hagkvæmar veiðar. 6. Leit að lausnum Orð em til alls fyrst. Úr því að við höfum nú skilgreint vandamálin, þurfum við í framhaldinu að púsla saman lausnunum. Lykillinn að lausn snýst um málamiðlun, þar sem tekið er sanngjarnt tillit til gagn- kvæmra hagsmuna allra aðila. Pólitík er að vilja, sagði Olof Palme. Vilji er allt sem þarf, segi ég. Því að í þessum málum eru það stjórnmálamennirnir sem hafa brugðist. Stjórnmálamaður, sem þjáist af kjósendahræðslu, er vondur stjórnmálamaður. Stjórnmálamaður sem hefur heildarsýn og lætur stjórnast af langtímasjónarmiðum - þ.e.a.s. vísar veginn þeim sem ekki rata - má með sanni kallast leið- togi. Churchill gamli skildi þetta, eins og svo margt annað, til hlítar. Hann gerði greinarmun á tvenns konar stjórnmálamönnum: Stjórn- málamönnum sem væru vandamál og stjórnmálamönnum sem leystu vandamál. Það er mikið framboð af þeim fyrrnefndu, en lítið af þeim síðarnefndu. Á eftirspurnarhlið er þetta þveröfugt. Að lokum er þetta allt saman spurning um, hvort þjóð- ir þekki sinn vitjunartíma og kunni að greina kjarnann frá hisminu. Að mínu mati finnum við lykilinn að lausninni með því að nálgast málin á eftirfarandi hátt: • Alþjóðleg vandamál kalla á al- þjóðlega lausn. Við eigum ekki að slíta málin úr samhengi, heldur setja þau í samhengi. Þess vegna eigum við ekki að leysa hvert einstakt mál út af fyrir sig. Þvert á móti. Við eigum að leita heildarlausnar með öll málin uppi á borðinu í einu. Lyki- lorðið er málamiðlun um gagn- kvæma hagsmuni. Hagsmunirnir eru mismunandi miklir í núinu á hinum ólíku svæðum og varðandi hina ýmsu fískistofna. En með því að hafa öll málin undir í einu getum við fundið samnefnara gagnkvæmra hagsmuna í heildarniðurstöðunni. • Við eigum að byggja heildarnið- urstöðuna á tilteknum grundvallar- reglum. Þessar grundvallarreglur finnum við í meginstefnu Hafréttar- sáttmálans, útfærslu úthafsveiði- samnings Sameinuðu þjóðanna og í grundvallarreglum umhverfisvernd- ar um sjálfbæra þróun. Við höfum sameiginlegra hagsmuna að gæta af því að vernda fiskistofnana og forða þeim frá hruni. Við höfum líka sameiginlegra hagsmuna að gæta af því að tryggja hámarksafrakstur á grundvelli sjálfbærrar þróunar („optimal sustainable yield“). • Við þurfum líka að tryggja hag- kvæmni og hámarks arðsemi veið- anna. Þess vegna eigum við að af- nema ríkisstyrki og niðurgreiðslur, því að þar er að fínna undirrót tak- markalausrar sóknar. Reynslan kennir okkur að reglugerðir ein- stakra strandríkja duga ekki. Rammasamningar, hvort heldur er ijölþjóðlegir eða tvíhliða, sem ekki kveða á um stjórnsýsluvald til að framfylgja þeim, eru máttlausir. Þess vegna þarf að virkja markaðs- kraftana. • Það þarf að byggja inn í slíka samninga hvata til hagkvæmra veiða. Það gerum við með því að bjóða hlutdeild í auðlindinni (sem er sameign) einkaaðilum á uppboði (því kvótarnir em ávísanir á verð- mæti). Þar með hafa útgerðaraðil- arnir sjálfír hag af því að umgang- ast auðlindina (sameignina) eins og um þeirra eigin einkaeign væri að ræða. Auðlindaarðurinn, sem renn- ur til strandríkjanna og svæðis- stjórna, samkvæmt nánari samning- um, gerir miklu meira en að standa undir kostnaði við eftirlit og fram- kvæmd. • Við eigum að semja um samstarf svæðisstjórna á einstökum hafsvæð- um. Annars vegar er um að ræða svæðisstjórn fyrir Barentshaf þar sem fmmkvæðiskvöð og ábyrgð strandríkja á verndun fískistofna kemur í hlut Norðmanna og Rússa. Hins vegar er svæðisstjóm íslend- inga og Grænlendinga, sem byggist á sömu grundvallarreglu. Þriðja svæðisstjórnin á að bera ábyrgð á stjórnun sílöar- og loðnuveiða (á síldarhafínu). Fyrirmyndin er gild- andi loðnusamningar milli íslend- inga, Norðmanna, Grænlendinga og Færeyinga. Samnefnarinn fyrir þessar svæð- isstjórnir er málamiðlun um sann- gjarnar lausnir. Ef einhveijum finnst sinn hlutur of lítill á svæði 1, má bæta honum það upp á svæði 2. Með þessum hætti verður sveigj- anleiki til að semja sig að ásættan- legri heildarlausn meiri en ella. Setj- um málin í samhengi, slítum þau ekki úr samhengi. • Við skiptingu kvóta er varasamt að halda til streitu sögulegum rétti, einum og sér. Það leysir engan vanda en skapar ný vandamál. Grundvallarreglan sem á að gilda við skiptingu kvóta og mælikvarðinn á sanngjarna lausn þarf að taka til- lit til fleiri þátta: (1) Vísindalegs mat á afraksturs- getu veiðistofna. (2) Mikilvægi fískveiða fyrir viðkomandi samfé- lag. (3) Nálægðar við veiðislóð og (4) veiðireynslu. Vísitala sem reikn- uð væri út frá sanngjörnu vægi þessara þátta allra, er líklegri til árangurs en hugtök sem mótuðust á tímabili Pax Brittanica og mótuð- ust af drægni breskra fallbyssna á 19. öld. •.Forðumst að lenda í ógöngum við að leysa hvert mál eitt út af fyrir sig. Það þýðir ekki að bjóða íslend- ingum smákvóta í Smugunni gegn skilyrðum um að þeir falli frá öllum kröfum um veiðiheimildir á físk- vemdarsvæðinu eða falli'frá mál- skotsrétti út af þjóðréttarlegum ágreiningi um fískverndarsvæðið, sem er óskylt mál. Það þýðir heldur ekki að bjóða kvóta í Síldarsmug- unni gegn því að íslendingar eða Færeyingar falli frá öllum kröfum um veiðirétt á Barentshafi. Við eig- um þvert á móti að leita heildar- lausnar sem byggir á jafnvægi, þeg- ar á heildina er litið, þótt vægi ein- stakra þátta heildarlausnarinnar sé umsemjanlegt. • Ef norsk stjórnvöld, illu heilli, halda því til streitu að fiskverndar- svæðið kringum Svalbarða sé „óum- semjanlegt", þá verða menn einfald- lega að vera sammála um að vera ósammála. Þegar samningaleiðin er lokuð tekur dómstólaleiðin við. Ég er sannfærður um, eins og ég hef þegar rakið með dæmum, að það væri verri kosturinn, út frá köldu mati á norskum þjóðarhagsmunum. En það hafa allir leyfí til að láta sér skjátlast. En þá verða menn líka að taka afleiðingunum. Samningsvilji? Það fer ekki framhjá neinum sem fylgist af velvild með þróun mála í Noregi, að Norðmenn eru á nýju endurreisnarskeiði í sögulegum skilningi. Norska þjóðin hefur ekki staðið jafn sterk og nú, nema ef vera skyldi á víkingatímanum, sem var hið fyrra útþenslu- og landa- fundaskeið norrænna manna. Land- nám Færeyja, íslands og síðan land- nám Islendinga á Grænlandi og á meginlandi Ameríku á 9. og 10. til upphafs 11. aldar, em til marks um' liðna gullöld. Noregur stendur nú mjög styrk- um fótum efnahagslega. Efnahags- kerfið er eitt hið öflugasta í Evópu. Norðmenn eru ekki einasta moldrík- ir heldur ein örfárra þjóða sem eru skuldlausar við útlönd. Norðmenn em með réttu stoltir af þessum ár- angri sínum. íslendingar eiga að samfagna frændum sínum með þetta nýja endurreisnarskeið. Aðrir þættir í norsku þjóðlífí standa einn- ig með blóma. Norðmenn eru farnir að kunna að spila fótbolta og orðn- ir betri á skíðum í alpagreinum en Alpaþjóðirnar sjálfar. Bókmenntirn- ar standa með blóma á ný. Það er því vel skiljanlegt að þjóðarstoltið bærist í bijóstum sannra Norð- manna. En það er fleira sem aukið hefur á orðstír Norðmanna en auðsæld og íþróttaafrek. Norðmenn hafa vakið athygli umheimsins á landi og þjóð með því að hafa í kyrrþey og með kerfisbundnum vinnubrögð- um tekið frumkvæðið að lausn á viðkvæmustu og flóknustu milli- ríkjadeilum sögunnar: Deilum ísra- ela og arabaþjóða í Miðausturlönd- um. Þjóð, sem unnið hefur slík afrek á fjarlægum slóðum, ætti ekki að verða skotaskuld úr því að leysa heimiliseijur frænda og granna rétt við túnfótinn hjá sér. Einmitt vegna þess að hagur Norðmanna stendur nú með blóma hafa þeir efni á að sýna stórmennsku, örlæti og sann- girni í skiptum við grannþjóðir, sem heyja tvísýnni lífsbaráttu. Pólitík er að vilja. Vilji er allt sem þarf. Höfundur cr fyrrvernndi utnnrík- isráðherra. ÍSLENSKI fáninn blaktir við hún á varðskipinu Óðni í höfninni í Tromsö í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.