Morgunblaðið - 03.05.1996, Síða 43

Morgunblaðið - 03.05.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1996 43 AÐSENDAR GREINAR Getur rön g innihalds- lýsing verið lífshættuleg? ALMENNINGUR treystir því að það sem hann leggur sér til munns sé honum ósk- aðlegt og heilnæmt. Að öllu jöfnu er það svo í okkar þjóðfélagi en til eru einstaklingar sem þjást af fæðuof- næmi og aðrir sem haldnir eru fæðuóþoli. Fyrir þessa einstakl- inga er sérstaklega mikilvægt að þær upp- lýsingar sem veittar eru um matvöru séu réttar. Ekki alls fyrir löngu var frétt í sænskum blöðum þar sem sagt var frá því að drengur á 15. ári hefði dáið eft- ir að hann fékk sér bita af köku. Drengurinn, sem vissi að hann hafði ofnæmi fyrir jarðhnetum, fór ásamt föður sínum á kaffihús, þar sem hann pantaði sér möndluköku í þeirri trú að í henni væru einungis möndlur. Eftir aðeins tvo bita af kökunni komu fram ofnæmisein- kenni, kláði í hálsi og bjúgur, sem torveldaði öndun. Ofnæmislyf sem drengurinn bar á sér dugðu skammt. Ofnæmisviðbrögðin leiddu til þess að drengurinn fékk alvar- legt ofnæmislost og var hann látinn áður en á sjúkrahúsið kom. I ljós kom að viðkomandi „möndlukaka“ innhélt ekki möndlur heldur jarð- hnetur. Framleiðandinn bar því við að jarðhnetur væru ódýrara hráefni en möndlur og að hann gerði sér ekki grein fyrir hættunni sem skapaðist af því að veita rangar upplýs- ingar um innihald kök- unnar, enda þyldi meirihluti fólks jarð- hnetur og fyndi lítinn sem engan mun. Fjögur dauðsföll hafa verið skráð í Svíþjóð síðustu ár sem rekja má til neyslu á fæðu sem ein- staklingurinn var með ofnæmi fyrir. Alvarleg- ustu tilvikin eru rakin til jarðhnetu-, hnetu- og sojaofnæmis. Það er alvarlegur hlutur að veita ekki fullnægjandi upplýsingar um samsetningu matvæla eða blekkja neytendur. Vörusvik eru refsiverð og geta valdið alvarlegu tjóni. Hér á landi hafa engin dauðsföll verið rakin beint til fæðuofnæmis en upp hafa komið alvarleg tilfelli þar sem fólk hefur verið lagt inn á sjúkra- hús þungt haldið. Atvik sem þessi ættu að vekja matvælafyrirtæki til umhugsunar um þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Notkun sojapróteina í kjötvörum hefur aukist á síðustu árum og er það áhyggjuefni fólks með soja- ofnæmi að sumir matvælaframleið- endur geti þess ekki í innihaldslýs- ingum. Önnur hlið á vandanum er sú að sum tilvikin hafa verið rakin til krossmengunar. Fólk hefur t.d. fengið leifar af hnetujógúrti í jarð- Ófullnægjandi upplýs- ingar um innihald mat- væla geta, að mati Sig- ríðar Klöru Arnadótt- ur, valdið ofnæmis- sjúklingum miklum skaða, jafnvel dauða. arbeijajógúrti og er það hlutur sem framleiðendur verða að taka til skoðunar. Þar ríður á að huga að hlutum eins og þrifum á vélarkosti og áhöldum á milli tegunda í fram- leiðsluferli eða taka síðast í fram- leiðslu þær tegundir sem innihalda algenga ofnæmisvalda til að minnka líkur á því að einstaklingur með ofnæmi veikist eftir neyslu á vöru sem á alls ekki að innihalda viðkomandi hráefni. Neytendur eiga rétt á að fá ná- kvæmar upplýsingar um samsetn- ingu matvæla sem dreift er til sölu. Þær upplýsingar eiga að koma fram í innihaldslýsingu á umbúðum mat- vöru. Þegar um óinnpakkaða vöru er að ræða á söluaðili að geta veitt réttar upplýsingar, jafnt fyrir fisk- rétt í kæliborði og köku í bakaríi. Höfundur er deildarmatvæla- fræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. Sigríður Klara Arnadóttir NÝJUNG ■■■ M bæði sér áranaurinn oa 111 1 J UIH WR LIFT-MINCEUR FRÁ CLARINS wm y JgÍSánda valinna efna með jppérlega mótandi eiginleika dregur úr „appelsínuhúð" Strax frá fyrstu notkun. Jurtaefnið keratólín mýkir húðina og með hverjum deginum sem líður verður hún sléttari og þéttari. fh’. * Frískar oa fearar iift-Minceur kremið gefur frískleikatilfinningu sem varir. Það eykur blóðstreymi í yfirborði húðar og dregur úr þyngslatilfinningu í fótum. • Hl' f"^7' \ \ I ”9i n tBí éi — HÍ mBÍM Erafflárskarandi.árangúr, tft-ivúiice'xií /wU , * % 1 - 94% kvenna upplifðu Wg/ff frískleikatilfinningu í húðinni strax við fyrstu notkun. I Eftir daglega notkun í 4 vikur: ' -86% fundu að húðin :: - ' varð stinnari. -71% tóku eftir mótandi t B áhrifum kremsins. Lift-Minceur frá Clarins: V Hinstök reynsla i meöferö húðar. Ekki prófað á dýrum. CLARINS Veldurekki ofnæmi. P A R 1 S K A N A D A Háskólanám í Nova Scotia - nyrog spcnnandi kostur! í Nova Scotia eru 12 háskólar sem bjóða nemendum afburða- aðstöðu. Skólarnir eru í mjög háum gæðaflokki þrátt fyrir að námskostnaður þar sé minni en víða annars staðar. < Nova Scotia er í næsta nágrenni við iðandi heims- ; menninguna. Þar er blómlegt og lifandi mannlíf og I landslagið stórfagurt. K^nntu þér háskólanám á Nova | Scotiadögunum! táttu sjá þig á Nova Scotia dögunum seni haldnir verða dagana 22. - 24. maí nk. Hingað fjölmenna fulltrúar ferða-, atvinnu- og menntamála með ítarlegar upplýsingar um land og þjóð í máli og myndum. Frekari upplýsingar veitir: Dr. Peter Rans. Nova Scotia Council

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.