Morgunblaðið - 04.05.1996, Page 17

Morgunblaðið - 04.05.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÁHUGAFÓLK um skógrækt mætti í kvöldvökuskapi á skógstefnu. Skógstefna á Egilsstöð- um í kvöldvökustíl Egilsstöðum - Áhugafólk um skógrækt ásamt Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs stóð fyrir skóg- stefnu sem haldin var í Hótel Vala- skjálf á Egilsstöðum. Aðalfyrirles- ari stefnunnar var Ingi Tryggva- son ferðaþjónustubóndi á Norður- landi en hann talaði um ferðaþjón- ustu og skógrækt. Hann sagði frá reynslu sinni í uppbyggingu ferðaþjónustu á Narfastöðum og gaf ráð til þeirra sem hefðu hug á að fara út í slík- an rekstur. Ennfremur sagði hann frá skógrækt í Aðaldal og Reykja- dal. Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóri íjallaði um skóg- arlandslag og það hvernig skógur- inn breytir landslaginu. Sigurður sýndi myndir frá Hallormsstað og úr Eyjólfsstaðaskógi og auk þess myndir frá Bandaríkjunum og Finnlandi. Að lokinni dagskránni voru skemmtiatriði en þau flutti Tatu Kantoma harmóníkusnillingurinn ungi frá Finnlandi og Hákon Aðal- steinsson rakti þróun byggðarlags- ins í rituðu máli. SIGURÐUR Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, Ingi Tryggvason ferðaþjónustubóndi og Orri Hrafnkelsson for- maður Skógræktarfélags Austurlands. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir BÆJARSTJÓRN Hveragerðisbæjar ásamt bæjarsljóra, í baksýn má sjá léttsveit Hveragerðis. Hveragerði - Sérstakur hátíðar- fundur bæjarstjórnar Hveragerð- isbæjar vegna 50 ára afmælis bæjarfélagsins var haldinn í Hótel Hveragerði mánudaginn 29. apríl. Þann dag voru 50 ár liðin frá því að fyrsti fundur hreppsnefndar í Hveragerði var haldinn, eftir að skilið var á milli Hveragerðis og Ölfushrepps. Svo skemmtilega háttar til að fundurinn fyrir 50 árum var einmitt haldinn í húsa- kynnum Hótels Hveragerðis eins og fundurinn síðastliðinn mánu- dag. Knútur Bruun, forseti bæjar- stjórnar, setti hátíðarfundinn og í ræðu sinni minntist hann sérstak- lega þess mikla hlutverks sem lista- og menningarmál hafa gegnt í Hveragerði, en á árdögum bæjar- félagsins bjuggu margir lands- frægir listamenn í bænum. Að loknu ávarpi forseta bæjar- stjórnar steig Steinunn Þórarins- Hátíðar- fundur bæj- arstjórnar í Hveragerði dóttir, listakona, í ræðustól og færði Hveragerðisbæ að gjöf stórt útilistaverk, Mýri. Verkinu hefur verið fundinn staður á opnu svæði við aðalgötu bæjarins. Halldór Höskuldsson, sonur Höskulds Björnssonar, lista- manns, færði Hveragerðisbæ einnig veglega listagjöf í tilefni tímamótanna. Það var stórt Kjarvals málverk sem af tilviljun fannst á háalofti á heimili Hall- dórs. Síðasti dagskrárliður hátíðar- fundarins var kynning á dagskrá þeirri sem á döfinni er á afmælis- árinu og var það Bragi Einarsson, formaður afmælisnefndar, sem kynnti dagskrána. Það er ljóst að mikið verður lagt í það að gera afmælisárið eftirminnilegt og fjöl- margar uppákomur á döfinni svo sem tónleikar, myndlistarsýning- ar og leiksýningar. Aðalhátíðardagurinn verður 6. júlí en þann dag mun forseti Is- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir,, taka þátt í hátíðarhöidunum er hefjast munu með hátíðardagskrá og opnun mikillar blómasýningar í íþróttahúsi bæjarins. Það var skemmtileg viðbót við fundinn að Haukur Baldvins, eini eftirlifandi hreppsnefndarmað- urinn frá því fyrir 50 árum, var viðstaddur fundinn og var hann heiðraður sérstaklega af forseta bæjarstjórnar. I dag opnum við, stuðningsmenn Péturs Kr. Hafstein, upplýsingaskrifstofu á horni Austurstrætis óg Pósthússtrætis. Af því tilefni bjóðum við þér á Kafli París milli kl. 2 og 5 í dag til að fá þér hressingu og hitta Pétur og Ingu Ástu. Létt laugardagsstemmning og lifandi tónlist. Ailir velkomnir. Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.