Morgunblaðið - 04.05.1996, Page 39

Morgunblaðið - 04.05.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ _______________________LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 39 MESSUR Á MORGUINI SJÓNMENIMTAVETTVANGUR var á öllu að það kom fyrir væntum- þykju og á_st á myndlist en ekki til að sýnast. Ástæða er að geta þessar- ar sýningar sérstaklega í Lesbók ásamt grein um Köbke svo ég sný mér að öðru (til 27. maí). í Öksnehallen við Halmtorvet er hluti framkvæmdar kringum 250 ungmenni á aldrinum 18-30 ára frá 16 borgum er liggja að Eystrasalti, og nefnist „Artgenda 96“. Munu þau öll mæta á sýninguna í smáhópum að mér skilst og á þann veg er vel að henni staðið. Höllin er aðalbygg- ing brúnu kjötborgarinnar við Halmtorvet og var upprunalega byggð til að hýsa lifandi nautgripi (öksne = uxi), sem voru seldir til slátrunar, útflutnings eða kynbóta. Sýningarsvæðið er risastórt eða 5.000 fermetrar og satt að segja varð lítið úr þeim 800 verkum sem til sýnis voru, og enn minna í ljósi þess að hér var mikið til á ferðinni miðstýrður, tillærður frumleiki sem maður rekst á í hverju byggðu bóli er svo er komið. Afar fátt fólk var á sýningunni þau tvö skipti sem ég skoðaði hana enda ris hennar lítið í höllinni, sýnu lakast var hve losaralega hún var skipulögð svo hún var á stundum líkust markaðstorgi. Málverkin, í þessu mikla kraðaki af öllu mögu- legu í myndlist listiðnaði hönnun myndböndum. tónlist og hljóðskúlpt- úrum, illa máluð. Fullljóst má vera, að einungis vond pentverk geta gengið af málverkinu dauðu (til 30. júní). Islömsk list er í brennidepli í Þjóð- minjasafninu með magnaðri fram- kvæmd er nefnist „Sultan, Sah og Stormogul“, þar sem á yfírgripsmik- inn hátt er mögulegt að rekja menn- ingarsögu Islam. Var það mikil lifun að skoða sýninguna og er fyrirhuguð heil grein sem segir frá þessari hlið islamska veldisins. Fleiri sýningar eru í gangi er skara Islam t.d „I halvmánens skær“ í Davids-safninu" og „Den Arabiske Rejse“ í safninu í Moesgárd (til 29. semptember). Einnig er sérstök sýning á 1.000 ára gamalli víkingamynt í mynt- deildinni, en þá deild er jafnan afar fróðlegt að renna augum yfír. Minnt er rækilega á viðburði menningarársins á jarðhæð þar sem er forláta listgripa- og bókabúð. Á hæðinni beint fyrir ofan er svo mjög vistleg veitingabúð sem ég gef mjög háa einkun. Þennan þriðjudag 2. apríl skein sólin skyndilega á Kaup- mannahafnarbúa, eftir kaldasta marzmánuð í manna minnum, en meðalhitinn mældist 0 gráða og voru menn afar snöggir að reikna það út, því það gat að lesa í morgun- blöðunum 1. apríl! Mjög hýmaði yfir borgarbúum og allir í góðu skapi, en ég veit ekki hvort það hafí verið út af því eða öðru, að unga fallega stúlkan sem hafði fært mér kaffið sendi mér alltaf fallegt bros í hvert skipti sem hún átti leið framhjá borði mínu (til 29. september). Helst hefði ég viljað gista, en áfram skyldi haldið og nú var farið í Kunsforeningen og sýning á æsku- stílnum í Miðevrópu heimsótt „Art Nouveau i Central Europa". það reyndist mjög upplýsandi sýning, því minna vissi maður um þróun stílbragðanna í Ungveijalandi, Tékkalandi, Slóvakíu og Póllandi þótt eitthvað hafi maður rekist á í bókum. En að skoða verkin svona augliti til auglitis og bera saman, er allt annar handleggur og þannig séð ómetanlegur ávinningur fyrir fróðleiksfúsa. Nú hefur allt húsið verið tekið undir starfsemi Kunst- foreningen sem þýðir að menn geti átt von á enn meiri listaveislum í því en áður. Nóg er af kaffihúsum og ölstofum í nágrenninu svo þeirri hlið þurfa húsráðendur ekki að sinna en gera samt (til 9. júní). Eg var á leiðinni í Listiðnaðar- safnið og ætlaði að sneiða fram hjá Nikolai Kirke þar sem Artgenda í Öksnehallen er með framlengingu er skarar innsetningar. En þangað var samt haldið og þakkaði ég guði fyrir, því þetta er að mínu mati tvímælalaust langbesti hluti fram- kvæmdarinnar og unga fólkinu til mikils sóma, þótt sumt orkaði tví- mælis. Innsetningar eru oftar en ekki mjög magnaðar ef þær eru vel unnar og upplifaðar. Var svo ánægður með tilveruna eftir að hafa reikað um básana langa stund að ég fékk mér rauðvínsglas í vist- legri veitingabúðinni. Gekk svo út í sólbjartan daginn og þau fáu skref sem þarf til að ná út á Strikið. Blasti þá við mér svo mikill manngrúi að ég minnist þess ekki að hafa séð annað eins á virkum degi á þeirri margfrægu götu. Bros- milt fólkið var þó einungis að út- lofta sig, fagna veðurblíðunni, lang- þráðum vorstraumum, og í kringum gosbrunninn fagra við Höjbro-torg sat ungt fólk yfír sig ástfangið af lífinu, hvert öðru og ókomnum dög- um. Hafði í raun verið á leið á listiðn- aðarsafnið á Breiðgötu alla dagana en áttaði mig ekki strax á vetrar- tíma safna, en þá opna þau seinna og loka fyrr. Náði þangað loks á skírdag og reyndist heimsóknin rús- ínan í pylsuendanum. Gekk ég beint á vit fortíðar og tækniheims nútíð- ar, því annars vegar var mikilfeng- leg sýning á Alfa Romeo-bílnum og sögu hans frá upphafí, en hins vegar á grafískri hönnun heima- manna. Sýnt var hvemig form og módel Alfa Romeo-bílsins hafði fyrmm verið mótað í höndunum, smíðað í tré og tálgað til eftir öllum kúnstarinnar reglum áður en blikk- grindin var steypt. Síðan hvernig tölvan stjórnar áhöldunum í dag eftir að hafa verið mötuð með þús- undum skilaboða og er það ævin- týraleg upplifun. Trégrindin er í báðum tilvikum hreinn skúlptúr í orðsins sígildustu merkingu, að vonum stómm mannlegri í eldri gerðinni. En hvað sem öðru líður þarf mannlegt hugvit og mikla til- fínningu fyrir hönnun til að móta jafn fullkomna smíð. Þá eru sýndir ýmsir árgangar bæði almennings- ' og kappakstursvagna og gerast þeir vart rennilegri þótt það grípi mann helst hve persónulegur bíllinn er og framúrskarandi formun. íslenzk þjóð veit ábyggilega minnst um bakgrunninn að smíði þessara blikkbelja sem hún hefur lagt svo mikla ofurást á, og innlit á sýninguna hefði verið mörgum landanum opinberun en henni lauk því miður 14. apríl. Danska hönnunarsýningin var ekki síður opinberun, því svo ný- stárleg var hún. í mörgum kössum undir gleri eru einstakir hönnuðir kynntir, en á botninum er mynd- skjár og þar talar sérfróður um við- komandi. Hlýtur það að vera ómældur fróðleikur fyrir þá sem nema hönnun og ekki síður almenn- an skoðanda. I einum kassanum er sýnt hve ævintýralegir hlutir geta gerst í gegnum alnetið, svo sem þegar markaðsfulltrúi eins stór- blaðsins í Tókýó rakst á skondna teikningu af hundi eftir einn hönn- uðinn og keypti hana til að nota í auglýsingaherferð um útbreiðslu blaðsins, sem gekk mjög vel. Án þess að hafa nokkurn tímann kom- ið til Japans né hitt þetta fólk á blaðinu var teiknarinn orðin frægur í Tókýó og mynd hans á veggspjöld- um út um allar trissur, auk þess sem 65% af íbúum borgarinnar könnuðust við hundinn! Svo er ekki ónýtt að blaðið er þrykkt í 8V2 millj- ón eintaka! Ég ætlaði aldrei að geta slitið mig frá þessum sýningum, en ég hafði séð veggspjald frá Thorvald- senssafninu á kaffístofunni og hélt að ég væri að missa af einhveijum miklum viðburði þar og skundaði á staðinn. En í ljós kom að þetta var staðbundin sýning og lítt áhugaverð nema að í gangi var fallegt og skil- merkilegt myndband. Eitthvað er rotið í konungsríkinu Danmörk, þeg- ar þetta einstæða safn er svo langt á eftir tímanum og ekki einu sinni mögulegt að ganga að upplýsingum um starfsemina. Ónnur söfn rækta hlutverk sitt með miklum sóma á þessu sviði, sem má marka af því að Tryggvi Ólafsson, sem snaraði bóka- og katalógatöskunni á skips- Qöl fyrir mig, hélt því fram að eini munurinn á henni og grjótklöpp, væri að klöppin væri ekki með hand- fangi og ei heldur á hjólum! Guðspjall dagsins: Sending heilags anda. (Jóh. 16.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukaffi Átthagafélags Snæfell- inga og Hnappdæla eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur í Grindavík prédikar. Fáskrúðsfirðingar aðstoða við helgihaldið. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Aðalfundur Safnaðarfélags Dómkirkjunnar í safn- aðarheimilinu eftir guðsþjónustu. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Org- anisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Laugardaginn 4. maí: Vorferð barnanna. Farið frá Grensáskirkju kl. 10. Sunnudaginn: Messa kl. 14. Prestur sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. Kammerkór Grens- áskirkju tekur þátt í guðsþjón- ustunni. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Organisti Douglas A. Brotchie. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tóm- as Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA:Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju syngur. Vorferð sunnu- dagaskólans og foreldramorgna hefst með sunnudagaskóla kl. 11. Síðan verður farið til Þingvalla, þar sem grillaðar verða pylsur og brugðið á leik. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnars- son. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfs- bjargarhúsinu Hátúni 12. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Vor- ferð sunnudagaskólans. Farið í Sæfiskasafnið í Höfnum. Farið í leiki og grillað. Börn innan 5 ára séu í fylgd með foreldrum eða eldri börn- um. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Grandaskóla syngur við guðsþjón- ustuna, stjórnandi Eyrún Finnboga- dóttir. Sr. Halldór Reynisson. Guðs- þjónusta kl. 14 með þátttöku Isfirð- ingafélagsins. Prestur sr. Agnes Sigurðardóttir. Kaffisala að lokinni guðsþjónustu. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnheiður Erla Bjarna- dóttir prédikar og fermir Sunnu Gurúnu Eaton, Haukanesi 16, Garðabæ. Sr. Solveig Lára Guð- • mundsdóttir þjónar fyrir altari. Org- anisti Violetta Smid. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Barnakór Árbæj- arsóknar syngur í guðsþjónustunni auk kirkjukórsins. Barnaguðsþjón- usta kl. 13 í umsjón Örnu og Guð- rúnar. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Ferðalag barnastarfsins, lagt af stað frá kirkj- unni kl. 13.30. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Smári Óla- son. Tónleikar kl. 17. Gunnar Sigur- jónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Presturdr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram. Organisti Lenka Máteóva. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. (Ath. breyttan messu- tíma.) Lilja Kristín Þorsteinsdóttir guðfræðingur prédikar. Organisti Ágúst Ármann Þorláksson. Prest- arnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Oddný J. Þorsteins- dóttir. Bryndís Malla Elídóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprest- ur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 14. Fermd verða: Bergsveinn Jósepsson, Garðhúsum 6; íris Ósk Ólafsdóttir, Hlaðhömrum 44, Krist- inn Pétur Skúlason, Frostafold 47, Nína Björg Thomsen, Danmörku, p/t Hlaðhamrar 44. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfia: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Daníel Glad. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Dögg Harðar- dóttir. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð- issamkoma sunnudag kl. 20. Reid- un og Káre Morken stjórna og tala. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón sr. Þórhild- ur Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Vist- fólki á sambýlum í sókninni sérstak- lega boðið tii kirkju. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Organleikari Sól- veig Einarsdóttir. Kaffiveitingar í Strandbergi eftir guðsþjónustu. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs- þjór.usta í Lágafellskirkju kl. 14. Jón Þorsteinsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Kór Grinda- víkurkirkju syngur. Organisti Sigu- róli Geirsson. Sóknarprestur. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 117 Aðalsafnaðarfundur Innri-Njarðvík- ursafnaðar haldinn eftir guðsþjón- ustuna. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 14. Kór Fé- lags eldri borgara á Suðurnesjum syngur við athöfnina. Stjórnandi Agota Joó. Einsöngur Birna Rúnars- dóttir. Aðalsafnaðarfundur Ytri- Njarðvíkursafnaðar haldinn eftir guðsþjónustuna. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigfús Baldvin Ingva- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. Órganisti Einar Öm Ein- arsson. Súpa í hádeginu í Kirkjulundi og aðalsafnaðarfundur eftir messu. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 10.30. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu. Ath. breyttan messutíma. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. STÓRU-BORGARKIRKJA, Gríms- nesi: Fermingarmessa sunnudag kl. 14. Rúnar Þór Egilsson. LEIRÁRKIRKJA, Leirársveit: Ferm- ingarmessa verður sunnudag kl. 11. Sigríður Guðmundsdóttir. ÞINGVALLAKIRKJA: Fermingar- messa verður sunnudag kl. 14. Hanna María Pétursdóttir. Guðþjónusta kl. 14.00 Fermd verða: Bergsveinn Jósepsson, Garðhúsum 6. íris Ósk Olafsdóttir, Hlaðhömrum 44. Kristinn Pétur Skúloson, Frostafold 47. Níno Björg Thomsen, Danmörku, p/t Hlaðhamrar 44. Wb UTANHÚSSKLÆÐNING M - SAMSKEYTALAUS - SEM EKKI ÞARF AÐ MÁLAS Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? 1 1 ALKALÍ-SKEMMDIR ■ SÍENDURTEKIN MÁLNINGARVINNA ■ FROSTSKEMMDIR B LÉLEG EINANGRUN ■ LEKIR VEGGIR B EILÍFAR SPRUNGUVIÐGERÐIR Ef svo er, skaltu kynna þér kosti sto-utanhússklæðningarinnar: STO-KLÆÐNINGIN ...er samskeytalaus akríl-klæöning ...er veöurþolin ...leyfir öndun frá vegg ...gefur ótal möguleika í þykkt, áferö og mynstri ...er litekta og fæst 1400 litum ____ ...er teygjanleg og viönám gegn sprungumyndun er mjög gott STO-KLÆÐNINGUNA ...er unnt aö setja beint á vegg, plasteinangrun eöa steinull ...er hægt aö setja á nær hvaöa byggingu sem er, án tillits til aldurs eöa lögunar HÆGT ER AÐ KLÆÐA HLUTA HÚSA MEÐ STO ÁN SÝNILEGRA BREYTINGA! BÍLDSHÖFÐA 18 112 REYKJAVfK i' VEGGBRYÐI SIMI 567 3320 FAX 567 4320 I EHF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.