Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. MAI1996
LISTMUNIR
Á LAUGARDEGI
Hinn svokallaði endurreisnarstíll átti
upptök sín á Ítalíu, en breiddist út til ann-
arra landa Evrópu á 16. öld. Sigríður
Ingvarsdóttir fræðir okkur hér um
margbreytileika hans.
MORGUNBLAÐIÐ
STÓR kista úr eik frá 1588. Smíðuð í Bretlandi af þýskum innflytjanda.
ÞÝSKUR skápur úr eik og ask-
viði eftir Peter Flötner frá 1541.
Endurreisnarstíllinn birtist
hér og þar í Þýskalandi og þá
fyrst í Suður-Þýskalandi. Það
kom í hlut Albrecht Dúrer
(1471-1528) sem löngum hef-
ur verið talinn einn mesti
listamaður Þýskalands, að
vinna að þessari samlögun og
innleiða endurreisnina, en
vera þó trúr þýsku þjóðar-
sálinni í þeim umbrotum og
átökum sem þar gerðust.
Diirer ferðaðist mikið alla
tíð. Ítalíuferðir hans höfðu
veruleg áhrif á listsköpun
hans. Fyrst hélt hann til
Ítalíu 1495 og síðar 1505 og
dvaldist þá lengi í Feneyjum.
Fyrsta stórverk Diirers var
tréskurðarverk, „opinberun-
in“, sem táknar opinberun
Jóhannesar. Durer hafði ekki
einungis tileinkað sér tækni
ítala heldur gekk hann einn-
ig í gotneskan skóla. Hann
var því í vissum skilningi
tímamótamaður og hafði
áhrif á alla listþróun Þýska-
lands.
Listamaðurinn Hans Hol-
bein yngri (1497-1543) er
ásamt Albrecht Dúrer talinn
mesti listamaður Þýska-
lands. Hann hafði dvalist um tíma á
Ítalíu og átti einnig stóran þátt í því
að innleiða ítalska endurreisnar-
stílinn í Þýskalandi. Það var ekki
fyrr en um miðja öldina að lista-
maðurinn Peter Flöttner frá
Nuremberg byrjaði að þróa nýjar
aðferðir í skreytingarlist frá Ítalíu.
Atti hann stærstan þátt í því að
innleiða endurreisnina í húsgag-
nagerð. Fyrirmyndirnar sótti hann
í fomklassísk minni sem kölluðu
fram nýjar skrautgerðir; naktir
drenghnokkar (putti), ferhyrnd, oft
HIMINN úr eik með glæsilegum útskurði frá 1580. Á efri
myndinni er þýsk brúðarhirsla úr eik og hlyni frá 1590. Hérna
er kistum raðað saman, sem var vísir að klæðaskápnum.
FRANSKUR skápur úr hnotu eftir Huges
Sambin. c. 1570.
þægilegri. Nýjar gerðir
af húsgögnum komu
fram á sjónarsviðið.
Himinrúmið skipaði
virðulegan sess í híbýl-
um og varð jafnvel mik-
ilvægasta húsgagnið.
Mikið var lagt upp úr því
að hafa svefnherbergið
sem glæsilegast og var
það jafnan notað sem
móttökusalur. Kistan
bjó enn yfir verulegu
notagildi og var skreytt
útskurði eða innlögn.
Síðan var farið að raða
kistum saman sem var
vísir að klæðaskápnum.
Nuremberg var þekkt
fyrir glæsilega skápa af
mismunandi gerðum.
Yfirstéttin lagði mikið
upp úr því að hafa skáp-
ana sem glæsilegasta,
þeir voru úr íbenvið, inn-
greyptir dýrindis stein-
um og málmum.
niðurmjókkandi stoð með manns-
höfði efst (hermes), bjamarkló,
akantusmynstur, gotneskar
skrautgerðir, dýrsmyndir og grím-
ur sem voru áberandi á skápum og
kistum. Peter Flöttner varð einn
atkvæðamesti listamaður næstu
ára í Þýskalandi. ítalski
endurreisnarstíllinn barst han-
dahófskennt norður um Þýskaland
með teikningum og varð flatari en á
Ítalíu og Frakklandi.
A 16. öld jókst velmegun í
Þýskalandi og húsakynnin urðu
Bretland
tSSO-tGBO
Á dögum Elísabetar 1. Breta-
drottningar sögðu Bretar skilið við
gotneska stílinn, en gekk illa að
fínna eigin stíltegundir. Þeir voru
fremur háðir handahófskenndum
áhrifum erlendra listamanna.
Áhrif endurreisnarstílsins frá
Ítalíu bárust fyrr tO annarra landa
Evrópu en Bretlands. Fjarskipti og
samgöngur tóku óhemju langan
Art* a VI (7 4' 4' u/wnwlinl* . . A .... A 4 .t..
vegi þeim hefðum sem höfðu verið
ríkjandi hjá þjóðum sem voru langt
í burtu frá Róm.
Upphafsmaður endurreisnar-
stílsins í Bretlandi var Inigo Jones
(1573-1651). Árið 1613 hélt hann í
listkönnunarferð tO Ítalíu og var
fyrstur Englendinga að rannsaka
rómverskar minjar. Þegar hann
kom til London var hann skipaður
húsameistari konungs. Frægasta
bygging Inigos er Drottningar-
húsið í Greenwich í London. Hann
grundvallaði enska byggingarlist
og hreinskorin form hans féllu vel
að enskum þjóðarsmekk.
Glæsilegri húsgögn voru undir
áhrifum frá endurreisnarstílnum
og manierisma, flögð íburðarmiklu
skreytimynstri úr blómum og blöð-
um sem kom upphaflega frá ísl-
ömskum listamönnum. Ibenviður
og perlur voru einnig notaðar í
skrautgerð húsgagna. Útskurður
var þó algengasta skreytingin.
Áhersla var lögð á að hafa himin-
sængina sem glæsilegasta.
Algengasta húsgagnið frá þessum
tíma var kistan sem var notuð
undir lín. Skápurinn varð einnig
vinsæll, samsettur úr tveimur hlu-
tum, undir- og yfirskáp. Vin-
sælustu viðartegundirnar voru eik
og hnota frá 1500?1650.
Þegar líða tók á 17. öldina fór að
berast talsvert á hflluskápum með
snúnum fótum. Lausar sessur
höfðu verið notaðar á stólum frá
ómunatíð, en armstóflinn birtist í
því formi sem við þekkjum hann
núna með bólstruðu baki.
1
I.
ITALSKI endurreisnarstíllinn
breiddist til Frakklands í byrj-
un 16. aldar. Um það leyti sem
endurreisnin var að festa rætur á
Ítalíu reis Frakkland upp úr
Hundrað ára stríðinu undir samein-
uðu konungsvaldi. Síðar blönduðust
Frakkar í héraðsdeflur á Ítalíu og
kynntust þannig endurreisninni á
ftalíu.
Frans 1. ríkti í Frakklandi frá
1515-1547, þegar hann sneri til
Frakklands 1525 helltist ítölsk tíska
yfir Frakkland. Hann fékk ítalska
listamenn í þjónustu sína og sendi
íranska listamenn tO Ítalíu að nema
hinn nýja stíl.
Enn mægðust franskir konungar
við Medici ættina í Flórens. Frans
1. lét son sinn Henrik II sem var
barn að aldri ganga að eiga Katrínu
Madici frá Flórens. Árið 1528 stóð
Frans 1. konungur fyrir þvi að reisa
eina glæsilegustu konungshöll allra
tíma, Fontainbleau, rétt fyrir utan
París sem átti að undirstrika endur-
reisnarstflinn. Réð hann tvo ítala,
Giovanni Battista Rosso og Frans-
eseo Primaticcio (1504-70), til að
skreyta viðhafnarsal hallarinnar
sem varð fyrirmynd að skreyting-
um víða í Evrópu.
Glæsileikinn í Fontainbleau varð
til að efla franskan listiðnað svo um
munaði. Frakkar fóru nú að seflast
til listrænnar forystu einkum í
myndvefnaði, sem síðar náði há-
marki í Góbelínverksmiðjunni
skammt frá París.
Þjóðverjar höfðu skarað frarn úr í
gotneskri tréskurðarlist, en það
kom í hlut Frakka að leiða fram ný
skrautform í anda endurreisnar-
stflsins. Árið 1550 kom út rit af
teikningum eftir franska listamann-
inn Jacques Androuet DuCerceau
(1520-84) sem átti eftir að hafa mik-
0 áhrif í skrautgerð húsgagna í
Frakklandi. Fyrirmyndimar voru
sóttar í fomklassísk minni sem
hæfðu til ytra skrauts; ljónslíki,
dýrsmyndir, grímur, amartákn, og
hvers kyns kynjakvikindi.
Frönskum húsgögnum frá þess-
um tíma svipar talsvert til ítalskra
húsgagna. Skápurinn (armoires)
hafði eina hurð og var aðalhirslan í
Frakklandi. Þegar líða tók á 16. öld-
ina kom liram ný tegund af skápum,
voru þeir samsettir úr tveim hlut-
um, undir- og yfirskáp. Yfirskáp-
urinn var yfirleitt minni, styttri og
grennri. Tvær hurðir vom yfirleitt
fyrir hverjum skáp og voru með
glæsilegum útskurði á framhliðinni
og þóttu mikil listaverk. Rúmstæðið
var gert að íburðarmiklu húsgagni á
þessum tíma þ.e. rúm með „himni“
yfir. Hægt var að draga tjöld fyrir
hliðarnar. Armstóllinn, með bólstr-
uðu sæti og baki, var farinn að líta
dagsins ljós á seinni tíma
endurreisnarinnar í Frakklandi.
Lítið hefur varðveist af bólstruðum
stólum frá þessu tímabili.
Áhrif ítalsku en-
durreisnarinnur í
Þýskalandi
í byrjun 16. aldar stóðu Þjóðverj-
ar á miklum tímamótum. Þeir höfðu
einangrast í þjóðlegri sundrung og
gotneskri íhaldsemi. Talsverð
tregða var á útbreiðslu endurreisn-
arinnar norður um Alpafjöll til
Þýskalands. Þar ríkti gotneski stfll-
inn lengur en í öðrum löndum. Síð-
an dró úr viðskiptum Þjóðverja við
Ítalíu, verslun færðist frá Feneyj-
um tfl Hollands og rofnuðu stjóm-
artengsl sem verið höfðu milli land-
anna.
FRANSKT borð úr hnotu frá 156071600 eftir Jacques Andrauet DuCerceon.
Endurreisn
í E t/rápu
Áhríf ítalska entturreisnarstíEsins
í Frakkiantti 1500-1600