Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.05.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI LAUGARDAGUR 11. MAÍ1996 37 ASMUNDUR BREKKAN Ásmundur Brekkan prófessor er sjötugur í dag, 11 maí. Hann á að baki sérlega glæsi- legan feril sem starfs- maður í heilbrigðisþjón- ustu okkar íslendinga. Allt frá því að hann kom frá Svíþjóð að loknu sémámi árið 1962 hefur Ásmundur verið áber- andi persónuleiki í ann- ars litríkri flóru manna og kvenna sem gert hafa þjónustu við sjúkl- inga að sínu ævistarfi. Ásmundur hefur allt- af tekið virkan þátt í félagsstarfi og gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir samtök lækna á íslandi og erlendis. Hann er heiðursfélagi í nokkrum samtökum og hefur fengið mikinn trúnað samstarfsmanna fyrir störf sín. Þannig var hann formaður læknaráðs á Borgarspítalanum um skeið og í síðustu viku lauk hann farsælu tímabili sem formaður lækn- aráðs Landspítalans. Ásmundur tók við yfirlæknisstöðu á röntgendeild Borgarspítalans 1965 °g byggði upp þá deild sem þar starf- ar í dag. Hann skipulagði nám röntg- entækna og var skólastjóri Röntgen- tæknaskólans frá 1972 og þar til nám röntgentækna var flutt í Tækni- skóla íslands. 1982 var hann skipað- ur prófessor í röntgen- og mynd- greiningu við Háskóla íslands og forstöðulæknir á röntgen- og mynd- greiningardeild Landspítalans. Ásmundur er mikill ákafamaður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og það svo, að við yngra fólkið eigum oftast fullt í fangi með að fylgja honum eftir. Hann er geysivel lesinn, hefur leiftrandi áhuga á fag- inu og er alltaf reiðubú- inn að takast á við ný verkefni. Mitt í öllu þessu blundar svo lista- maður með óvenju næmt auga fyrir hvers konar menningu og list- um og ágætur píanó- leikari. Gæðastjórnun, gæðahandbækur, „tele- medicine", framtíðar- sýn í heilbrigðismálum og tölvumálum í heil- brigðisþjónustu, eru oftast ekki að- albaráttumál manna sem eru að ljúka starfsferli sínum, en Ásmundur hefur þekkinguna, áhuga fyrir og dugnað- inn til að byija aftur upp á nýtt. Persónulega vil ég þakka alla vin- áttu og handleiðslu. Eg þakka marg- ar ógleymanlegar stundir, í daglegu starfi og á ferðum erlendis en einkum fyrir það, að Ásmundur hefur alltaf heiðrað 24 tíma regluna þegar við höfum orðið ósammála. Hann hefur með einum eða öðrum hætti stuðlað að sérnámi flestra sér- fræðinga í myndgreiningu, sem starfa á Islandi í dag, auk þess að stofna til náms fyrir röntgentækna og hefur því lagt meira af mörkum til nútíma röntgen- og myndgrein- ingar á íslandi en aðrir menn. Ásmundur og Ólöf Helga eru á ferð um Ítalíu, en ef hann les þessar línur á veraldarvef okkar tíma þá hafðu þökk fyrir og við óskum þér hjartanlega til hamingju með dag- inn. Ólafur Kjartansson. FÉLAGSSTARF Sveitarstjórnarkosningar 11. maí 1996 á norðanverðum Vestfjörðum Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Sjálfstæðishúsinu (Valhöll), Háaleitisbraut 1, Reykjavík. Símar: 588 4042, 588 4033. Fax: 515 1717. Skrifstofustjóri: Brynjólfur Samúelsson. D-listinn. SlltQ ouglýsingor Nám í cranio sacral- jöfnun 1. hluti af þremur 22.-28. júní. Kennari: Svarupo H. Pfaff, lögg. „heilpraktikerin” frá Þýskalandi. Uppl. og skrán. í sfma 564-1803. Dagsferð sunnud. 12. maí kl. 10.30 Fjallasyrpan, 1. áfangi af 10 1 þessari sívinsælu ferða- röð; Esjan, Þverfellshorn. Jeppaferð 11.-12. mai kl. 08.00 Básar í Goöalandi. Leiðbeint verður um akstur í straumvötnum. Verð kr. 1.800/1.500. Útivist. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkóma I dag kl. 14. Allir eru hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 12. maí Dagsferðir 1) Kl. 10.30 Strandarheiði, rústir og sel. Strandarheiði heit- ir heiðin ofan byggða allt frá Afstapahrauni og inn að Voga- landi upp af Vatnsleysuströnd. I fylgd staðkunnugs fararstjóra, Sesselju Guðmundsdóttur, verða rústir og sel könnuð á þessum slóðum. 2) Kl. 13.00 Hrafnagjá (Strand- arheiði) - Snorrastaðatjarnir. Létt gönguferð. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni austanmegin og Mörkinni 6. Verð kr. 1.200. Fritt fyrir börn m/fullorðnum. Ferðafélag Islands. SÁNING SUMARBLÓMA NÚ ÞEGAR veðrið er búið að vera svona hlýtt og gott erum við áreiðanlega bytjuð að hugsa um blómin í garðinum. Þau fjölæru eru farin að kíkja upp úr moldinni og margir laukar í blóma. Sumarblóm- in eru nú þegar farin að koma í verslanir, en heldur snemmt er að setja þau út núna því alltaf er von á næturfrosti. Þeir sem eiga gróður- skála geta hinsvegar gróðursett í þá. I gróðurvöruverslunum eru núna seldar óteljandi tegundir af fræjum. Það er orðið of seint að sá sumarblómum sem þurfa langan ræktunartíma, en til eru tegundir sem enn má sá með góðum ár- angri. Það eru til dæmis morgunfrú (Calendula officinalis), dúkablóm (Tagetes tenuifolia) og skjaldflétta (Tropaeolum majus) sem er klifur- planta en er Iíka falleg í ker og svalakassa. Til þess að ræktun- in takist vel og blóm- in verði ekki teygð þarf að vera hægt að hafa plönturnar á björtum stað, til dæmis í gluggakist- unni. Bæði er hægt að dreifsá í bakka og síðan dreifsetja í potta, þegar fyrsta varanlega laufblaðið sést, en auðveldast er að sá beint í litla potta því þá skemmast ræt- ur plantnanna ekki. Bakkamir og pott- BLOM VIKUNNAR 327. þáttur SKJALDFLETTA og krýsi. arnir þurf að vera hreinir og best er að kaupa svokallaða sáðmold, sem er laus við sjúkdóma, illgresi pg er áburðarsnauð. ílátin eru nærri fyllt og yfirborðið sléttað. Ef sáð er í bakka er fræjunum dreift jafnt yfir en í potta eru sett tvö til þijú fræ og önnur plantan fjarlægð ef bæði fræ- in spíra. Síðan er ör- lítilli mold stráð yfir og vökvað vel á eftir. Gott er að setja gler eða glært plast yfir svo rakinn haldist í moldinni og ef sólin verð- ur of sterk þarf að skýla sáning- unni til dæmis með því að leggja dagblað yfir glerið. Þegar fræin byija að spíra er glerið/plastið tek- ið af og þá þarf plantan á allri þeirri birtu að halda sem hún nær í. Nú þarf að gæta þess vel að ekki þorni í pottunum. Meðan fræ- in eru að spíra er æskilegur hiti 20°C en 15-18°C eftir spírun. I lok maí þarf síðan að herða plönturnar og hafa þær úti á dag- inn þar til þær síðan verða gróður- settar á endanlegan stað í byijun júní. Gangi ykkur vel. KoFi MORGUN BLAÐSINS rúbkaup í blíðu og stríbu Sunnudagsblaöi Morgunblaðsins 26. maí nk. fylgir blaðauki, sem heitir Brúbkaup - í blíbu og stríbu. í blaðaukanum verður fjallað um undirbúninginn fyrir brúðkaupið, veisluna, birtar uppskriftir og rætt um veisluþjónustur. Einnig veröur umfjöllun um fötin og tískuna, brúðarkjólaleigur, brúðkaupsferðina, brúðkaupsgjafir og þróun þeirra, fjallað verður um kostnaðarliði o.m.fl. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 20. maí. Dóra Gubný Sigurbardóttir og Anna Elínborg Gunnarsdóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. plDri9»íl>t®í<ii|i - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.