Morgunblaðið - 14.05.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 14.05.1996, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hafliði og næla á toppnum í töltinu MAGNEA Rós, lengst til vinstri, var örugg með sigur á Vafa, næst koma Hrafnhildur á Fjölni, Berglind á Iðunni, Signý á Hetti og Sigurður á Perlu. Góð byrjun hjá Guðmari HARÐARMENN í Kjósarsýslu héidu sitt árlega íþróttamót um helgina að Varmárbökkum í Mosfellsbæ. Góð þátttaka var í opnum flokki á mótinu eins og í flestum mótum félagsins en lakari í yngri flokkunum. I for- keppni voru þrír keppendur inni á vellinum í senn. Guðmar Þór Pétursson keppti nú í fyrsta sinn meðal fullorðinna í flokki sem nú heitir opinn flokkur og verður ekki annað sagt en hann byrji vel. Sigraði hann í bæði tölti og fjórgangi á Spuna frá Syðra-Skörðugili en auk þess var hann í úrslitum í fímm- gangi. Guðmar er á ungmennafiokks- aldri þannig að hann er að keppa upp fyrir sig sem kallað er. Sannarlega góður árangur hjá góðum reiðmanni sem á nú þegar að baki glæstan feril. Keppni í tölti og fjórgangi var nokkuð jöfn og skemmtileg en boðið var upp á B-úrslit sem er mjög skemmtilegt ef hægt er að koma slíku við tímans vegna. Munaði ótrúlega litiu í stigum á keppendum alveg nið- ur í 20. sæti sem sýnir mikla breidd en sumum fannst dómararnir sem komu frá Akureyri nokkuð miðlægir en að öðru leyti voru menn ánægðir með þeirra störf. Ekki var keppt í fímiæfingum né hindrunarstökki en þessar greinar eiga erfitt uppdráttar, sérstakiega hindrunarstökkið. Nú var keppt í 150 metra skeiði sem er orðin viðurkennd íþróttagrein þar sem Björgvin í Varmadai sigraði en hann og Pæper keppa varla orðið í skeiði hjá Herði öðru vísi en hafa sigur. Kristján Þorgeirsson sem betur er þekktur sem Stjáni póstur lét sig ekki vanta í skeiðið frekar en fyrri daginn og hafnaði í þriðja sæti en hann er kominn vel yfir sjötugt. Gengur ungu mönnunum í Herði ilia að sjá við þeim gamla. Af keppendum í unglingaflokki er vert að geta Magneu Rósar Axels- dóttur sem keppti á Vafa sínum frá Mosfellsbæ. Voru þau í algerum sér- flokki og hefðu átt fullt erindi í opna flokkinn og iíklega verið þar í fremstu röð. Vafi hefur aldrei verið betri og stúlkan alltaf að ná betri tökum á honum. í bamaflokki var Sigurður Pálsson í sérflokki með glæsilegan hest, Frey frá Geirlandi, og það sama má segja um Sigurð að hann er að ná betri tökum á sínum hesti en hann hafði í fyrra. Munu þessi tvö líklega láta verulega að sér kveða í keppnum sumarsins. GUÐMAR Þór á Spuna frá Syðra-Skörðugili. HESTAR VT ðiv c11 i r REYKJAVÍKURMEIST- ARAMÓT Reyigavíkurmeistaramótið í hesta- iþróttum var haldið um helgina að Víðivöllum, félagssvæði Fáks. Mótið hófst á föstudag og var sú nýbreytni viðhöfð að tveir keppendur voru inni á vellinum í senn í forkeppni. Úrslit fóru fram á sunnudag. HAFLIÐI Halldórsson mætti á ný með Nælu frá Bakkakoti til leiks á Reykjavíkurmeistaramótinu og sigruðu þau með miklum glæsibrag í töltinu. Töltúrslit í opnum flokki var lokaatriði mótsins sem fór fram í fögru veðri og var mikil stemmn- ing á mótinu sem tókst vel í alla staði. Vildu ýmsir meina að Næla hefði aldrei verið betri, en þau náðu 104 stigum samkvæmt gamla stiga- kerfinu og sögðu gárungarnir að þarna ætti Helgi Björnsson söngv- ari SSSól stóran hlut að máli í vel- gengni Nælu og Hafliða nú því hann sat hryssuna sem kunnugt er í reiðhallarsýningu Fáks í vor. Eftir nokkur mögur ár, hvað þátttöku varðar, virðist nú komin uppsveifla í keppnisáhuga fáks- manna og upplýsti Ragnar Petersen mótsstjóri að alls hefðu skráningar verið um 250 að þessu sinni sem hann sagði mestu þátttöku frá upp- hafi. Það sem einnig vekur athygli er að góð skráning var í áhuga- mannaflokki sem nú var boðið upp á öðru sinni en allt virðist stefna í að styrkleikafiokkaskipting verði almennt tekin upp. Ýtir þessi góða þátttaka sannarlega undir þá þró- un. Eins og venjulega var keppni Reykjavíkurmótsins mjög spenn- andi í mörgum flokkum. Nú var keppt í Slaktaumatölti sem heitir því frumlega nanfi T 2 í reglu- gerðrabók H.Í.S. og fáksmenn bjuggu til nýjan aldursflokk sem þeir kalla pollaflokk sem er fyrir yngstu keppendurna. Áður var minnst á sigur Hafliða og Nælu í GÓÐ tilþrif sáust hjá ungmennum í fimmgangsúrslitum en þau eru frá vinstri talið Saga Steinþórs- dóttir á Húna, Ásta K. Briem á Skelfi, Gunnar Ö. Haraldsson á Kalsa, Ragnheiður Kristjánsdóttir á Sif og sigurvegarinn Davíð Jónsson á Pinna frá Rauðuskriðu. íþróttamót Harðar Haldið að Varmárbökkum 10. til 12. maí. Tölt - Opinn flokkur 1. Guðmar Þ. Péturss. á Spuna frá Syðra-Skörðugili, 6,83. 2. Snorri Dal á Greifa frá Langanesi, 6,30. 3. Sævar Haraldsson á Goða frá Voðmúlastöðum, 6,43. 4. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni frá Köldukinn, 6,26. 5. Þorvarður Friðbjömsson á Prinsi frá Keflavík, 6,16. 6. Guðmundur Einarsson á Hrafnari frá Hindisvik, 5,90. Fjórgangur. 1. Guðmar Pétursson á Spuna frá Syðra-Skörðugili, 6,8. 2. Sævar Haraldsson á Goða frá Voðmúlastöðum, 6,4. 3. Snorri Dal á Greifa frá Langanesi, 6,2. 4. Anna B. Samúelsdóttir á Rökkvu frá Keldulandi, 5,9. 5. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni frá Köldukinn, 5,9. 6. Guðmundur Einarsson á Hrafnari frá Hindisvík, 6,0. Fimmgangur 1. Sigurður Sigurðarson á Prinsi frá Hörgshóli, 6,1. 2. Sævar Haraldsson á Drottningu frá Skriðu, 6,1. 3. Guðmar Þór Pétursson á Glæsi frá Þverholtum, 6,0 4. Björgvin Jónsson á Pæper frá Varmadal, 5,6. 5. Kristfn Engström á Frama frá Ytra-Vallholti, 5,6 6. Hákon Pétursson á Draupni frá Sauðárkróki, 5,5. Gæðingaskeið. 1. Björgvin Jónsson á Pæper frá Varmadal. 2. Páll Viktorsson á Haffa frá Brautarlandi. 3. Guðmundur Einarsson á Frama frá Ytra-Vallholti. 4. Þorvarður Friðbjömsson á Erosi frá Kjarnholti I. 5. Þráinn Ragnarsson á Spretti frá Kirkjubæ. Skeið 150m. 1. Björgvin Jónss. á Pæper frá Varmadal, 8,1/14,9 sek. 2. Páll Þ. Viktorss. á Höffu frá Brautarlandi, 7,2/15,8 sek. 3. Kristján Þorgeirsson á Þrymi frá Þverá, 6,9/16,1 sek. 4. Þorvarður Friðbjörnsson á Erosi frá Kjamholtum, 6,6/16,40 sek. 5. Guðlaugur Pálsson á Hjálmi frá Guðnabakka, 6,5/16,45 sek. íslensk tvíkeppni Guðmar Þ. Péturss. á Spuna frá Syðra-Skörðugili, 6,81. Skéiðtvíkeppni og stigahæsti keppandi Björgvin Jónsson á Pæper frá Varmadal og Hönnu frá Varmadal. Tölt - Unglingar 1. Magnea R. Axelsdóttir á Vafa frá Mosfellsbæ, 5,9. 2. Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Fjölni, 5,4. 3. Berglind H. Birgisdóttir á Iðunni frá Litlu-Tungu, 5,1. 4. Signý H. Svanhiidardóttir á Hetti frá Glæsibæ, 4,4. 5. Sigurður Haraldsson á Perlu, 4,6 Fjórgangur 1. Magnea R. Axelsdóttir á Vafa frá Mosfellsbæ, 6,1. 2. Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Fjölni, 5,8. 3. Helga Ottósdóttir á Kolfinni frá Enni, 5,2. 4. Signý H. Svanhildardóttir á Hetti frá Glæsibæ, 5,1. 5. Berglind H. Birgisdóttir á Iðunni frá Litlu-Tungu, 4,8. íslensk tvíkeppni og stigahæsti keppandi Magnea Rós Axelsdóttir á Vafa frá Mosfellsbæ. Tölt - Börn 1. Sigurður Pálsson á Frey frá Geirlandi, 5,0 2. íris Sigurðardóttir á Perlu frá Möðruvöllum, 3,8. 3. íris Dögg á Blíðu frá Vogum, 2,9 4. Ásgerður Þráinsdóttir á Bjólfi frá Álfsstöðum, 2,9. 5. Sigrún Sveinbjörnsdóttir á Hregg, 2,-3. Fjórgangur - Börn 1. Sigurður Pálsson á Frey frá Geirlandi, 5,4. 2. tris Sigurðardóttir á Perlu frá Möðruvöllum, 2,4. 3. íris Dögg á Blíðu frá Vognm, 4,3. 4. Ásgerður Þráinsdóttir á Bjólfi frá Álfstöðum, 4,1. 5. Eva Benediktsdóttir á Draumi frá Guðnabakka, 2,9. íslensk tvíkeppni og stigahæsti keppandi Sigurður Pálsson á Frey frá Geirlandi. Reykjavíkurmeistaramót Haldið í Víðidal 9. til 10. maí. Opinn flokkur - Tölt 1. Hafliði Halldórsson á Nælu frá Bakka, 8,78. 2. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi, 8,08. 3. Hinrik Bragason á Óði frá Brún, 7,77. 4. Eriing Sigurðsson á Feldi frá Laugarnesi 7,30. 5. Gunnar Amarsson á Blika frá Reyðarfirði, 7,23. Slaktaumatölt 1. Alexander Hrafnkelsson á Fleygi frá Árgerði, 6,94. 2. Viðar Halldórsson á Prinsi frá Hvítárbakka, 6,60. 3. Auðunn Kristjánss. á Frímanni Syðri-Brekkum, 6,16. 4. Davíð Matthíasson á Frank Brúnó frá Viðvík, 6,14. 5. Erling Sigurðsson á Draupni frá Minni-Borg, 5,85. Fjórgangur 1. Sigurbjöm Bárðarson á Oddi frá Blönduósi, 7,51. 2. Edda Rún Ragnarsdóttir á Leisti frá Búðarhóli, 6,92. 3. Erling Sigurðsson á Adam frá Götu, 6,87. 4. Gunnar Tryggvason á Þyti frá Brimilsvöllum, 6,67, 5. Gunnar Amarsson á Hauki frá Akureyri, 6,37. Fimmgangur 1. Sigurbj. Bárðars. á Dyni frá Ytra-Skörðugili, 6,90. 2. Guðmundur Björgvinsson á Koli frá Stóra-Hofi, 6,36. 3. Tómas Snorrason á Óðni frá Miðhjáleigu, 6,32. 4. Hinrik Bragason á Óði frá Brún, 5,1. 5. Hulda Gústafsdóttir á Aski frá Djúpadal, 4,12. Gæðingaskeið 1. Auðunn Kristjánsson á Frímanni frá Brekkum, 83,5. 2. Hir.rik Bragason á Spá frá Skúfsstöðum, 80,5. 3. Sigurbjörn Bárðarson á Dyni frá Ytra-Skörðugili, 80. 4. Guðmundur Björgvinsson á Koli frá Stóra-Hofi, 58,5. 5. Davíð Matthíasson á Mekki frá Reykjavík, 53. Fimikeppni 1. Sigurbjörn Bárðarson á Hæringi frá Ármóti, 36,18. Hindrun 1. Sigurbjöm Bárðarson á Hæringi frá Ármóti, 38,40. íslensk tvíkeppni Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi. Skeiðtvíkeppni Sigurbjörn Bárðarson á Dyni frá Ytra-Skörðugili. Olympísk tvíkeppni Sigurbjörn Bárðarson á Hæringi frá Ármóti. Tölt - Áhugamenn 1. Svava Kristjánsdóttir á Hrafni frá Ríp, 6,87. 2. Ingólfur Jónsson á Fiðringi frá Ögmundarstöðum, 6,37. 3. Katrín Sigurðardóttir á Skálm frá Köldukinn, 6,20. 4. Ólöf Guðmundsdóttir á Ósk, 5,94. 5. Sólveig Ásgeirsdóttir á Gerplu frá Hvoli, 5,54. Fjórgangur - Áhugamenn. 1. Ólöf Guðmundsdóttir á Ósk, 6,43. 2. Katrín Sigurðardóttir á Skálm frá Köldukinn, 6,31. 3. Ingólf. Jónss. á Fiðringi frá Ögmundarstöðum, 6,14. 4. Bára Elíasdóttir á Klaka, 5,64. 5. Ólafur Lámsson á Riddara frá Helgadal, 5,55. Fimmgangur - Áhugamenn 1. Katrín Sigurðardóttir á Sögu frá Holtsmúla, 4,18. 2. Bára Elíasdóttir á Hlýju, 4,03. Fimikeppni. Alexandra Montan á Hjörvari frá Akureyri,34,08. íslensk tvíkeppni. Ólöf Guðmundsdóttir á Ósk. Stigahæsti knapi. Bára Elíasdóttir. Tölt - Ungmenni. 1. Davíð Jónsson á Snældu frá Miðhjáleigu, 6,60. 2. Ásta Katrín Briem á Útlaga frá Búðarhóli, 6,37. 3. Svanheiður Rafnsdótir á Hjörvari frá Selfossi, 5,12. 4. Saga Steinþórsdóttir á Húna frá Hrafnhólum, 4,78. 5. Sara Ó. Weehley á Atlasi frá Kirkjubæjarklaustri, 4,25. Fjórgangur - Ungmenni. 1. Davíð Jónsson á Snældu frá Miðhjáleigu, 6,29. 2. Þórir Ingþórsson á þræði frá Hemlu, 5,14. 3. Sara Ósk Weehley á Draumi frá Miðsitju, 5,12. 4. Guðrún Berndsen á Galsa frá Hofsstöðum, 4,52. 5. Edda S. Þorsteinsdóttir á Vini, 3,30. Fimmgangur - Ungmenni. 1. Davið Jónsson á Pinna frá Rauðuskriðu, 6,21 2. Ragnheiður Kristjánsdóttir á Sif frá Keldudal, 5,63. 3. Gunnar Ö. Haraldsson á Kalsa frá Skollagróf, 3,63. 4. Ásta Kristfn Briem á Skelfi frá Skagaströnd, 3,54. 5. Saga Steinþórsdóttir á Húna frá Hrafnhólum, 2,83. Fimikeppni - Ungmenni. 1. Ásta K.Briem á Tjörva frá Akureyri, 20,3. Hindrun - Ungmenni. Ásta K. Briem á Tjörva frá Akureyri, 28,0. Stigahæsti knapi og íslensk tvíkeppni. Davíð Jónsson. Olympiu tvíkeppni. Ásta K.Briem. Tölt - Unglingar. 1. Davíð Matthíasson á Prata frá Stóra-Hofi, 7,92. 2. Bergþóra Snorradóttir á Ósk frá Dalsmynni, 6,47. 3. Auður Jónsdótir á Kleópötru frá Króki, 5,99. 4. Valdimar Ómarsson á Rauð frá Álfhólum. 5. Steinunn B. Hilmarsd. á Randveri frá Grundarfirði. Fjórgangur - Unglingar. 1. Davíð Matthiasson á Prata frá Stóra-Hofi, 6,40. 2. Bergþóra Snorradóttir á Ósk frá Dalsmynni, 6,03. 3. Árni B. Pálsson á Hrannari frá Teigi, 5,61. 4. Auður Jónsdóttir á Kleópötru frá Króki, 5,57. 5. Bjarni G. Nicolaison á Snúði frá Götu, 5,31. Fimmgangur - Unglingar og börn. 1. Davíð Matthíasson á Mekki frá Reykjavík, 5,95. 2. Þórdís Gunnarsd. á Gosa frá Auðsholtshjáleigu, 4,42. 3. Viðar Ingólfsson á Baugi, 4,32. 4. Bjami Nicolaison á Zorba frá Heiðarbrún, 2,60. 5. Hrefna M. Ómarsd. á Kjarval frá Stokkhólma, 2,22. Fimikeppni - Unglingar. 1. Bergþóra Snorradóttir á Móbrá frá Dalsmynni,12,0 Hindrun - Unglingar. 1. Davíð Matthíasson á Greiða frá Reykjavík, 32,1. Stigahæsti knapinn, olympíutvíkeppni og íslensk tvíkeppni. Davíð Matthíasson. Tölt - Barnaflokkur. 1. Jóna Margrét Ragnarsdóttir á Hildi frá Brún, 6,57. 2. Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Hauki frá Akureyri, 6,27. 3. Viðar Ingólfsson á Röðli frá Fosshóli, 5,73. 4. Hrefna Omarsdóttir á Alvari frá Álfhólum, 5,08. 5. Þórdis Erla Gunnarsd. á Venna frá Kirkjubæ, 4,42. Fjórgangur - Barnaflokkur. 1. Sylvía Sigurbjömsdóttir á Hauki frá Akureyri, 6,45. 2. Viðar Ingólfsson á Röðli frá Fosshóli, 6,29. 3. Þórdís Erla Gunnarsd. á Venna frá Kirkjubæ, 5,24. 4. Unnur B. Vilhjálmsd. á Svertu frá Stokkhólma, 5,40. 5. Jóna Margrét Ragnarsdóttir á Rökkva, 4,91. Fimikeppni - Barnaflokkur. 1. Sylvía Sigurbjömsdóttir á Hauki frá Akureyri,15,4. Hindrun - Bamaflokkur. Viðar Ingólfsson á Mósa frá Tumabrekku, 22,2. Stigahæsti knapinn og íslensk tvíkeppni. Sylvía Sigurbjörnsdóttir. Olympíutvíkeppni. Viðar Ingólfsson. Tölt - Pollaflokkur. 1. Fannar Örn Ómarsson á Hrafnkötlu frá Álfhólum, 45. 2. Guðbjörg Snorradóttir á Örvari frá Stapa, 38,8. Þrígangur - Pollaflokkur. 1. Fannar Örn Ómarsson á Sölva frá Álfhólum, 30,4. 2. Guðbjörg Snorradóttir á Örvari frá Stapa, 29,1. íslensk tvíkeppni - Pollaflokkur. Guðbjörg Snorradóttir. Sigahæstur. Fannar Örn Ómarsson. Skeið 160 m. 1. Sigurbjörn Bárðarson á Snarfara, 14,8. 2. Guðmundur Björgvinsson á Kol frá Stóra-Hofi, 15,5. 3. Auðunn Kristjánss. á Söndm frá Stafholtsveggjum, 15,9. 4. Alexander Hrafnkelsson á Hrappi, 16,0. 5. Magnús Norðdahl á Sveip frá Syðri-Rauðamel, 16,3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.