Morgunblaðið - 25.05.1996, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 25.05.1996, Qupperneq 52
>2 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Smáfólk BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Frjáls og sjálfstæð þjóðkirkja Frá Björgvini Brynjólfssyni: NÚ ERU liðin um 450 ár frá siða- skiptum hér á landi (1542-1550). Hinn nýi siður, evangeliska lúterska kirkjan var þá að frumkvæði Dana- konungs gerð að ríkiskirkju á Is- landi. Um þjóðarviljann var þá ekki spurt hvori hér né annarsstaðar, á þeim árum. Það breyttist lítið næstu þtjár aldirnar. Auðskilið er að ríkis- valdið varð að vernda og styðja hinn nýja sið, ætti hann að geta komið í stað þess kaþólska sem átti hér langa sögu að baki og sterkar rætur í þjóðlífinu. Þetta var trúarbylting að frum- kvæði konungs sem sá mikið eftir því fé sem kaþólskir söfnuðir greiddu til páfastólsins í Róm. Bylting þessi var ekki síður af fjárhagsástæðum en trúarlegum. Auk þess sem ka- þólskir höfðu leitast við að vera sem mest sjálfstæðir gagnvart konungs- valdinu sem taldi þá skerða alræði sitt og vera sér ótrygga á ýmsan hátt. Konungur vildi auðsveipan trú- flokk og undirgefínn. Honum varð að ósk sinni. Nú er öldin önnur Þjóðkirkjan okkar þarf ekki leng- ur að vera ríkiskirkja. Hún hefur yfirburðastöðu með þjóðinni og þarf þess vegna ekki að vera tryggð með sérákvæði í stjórnarskránni og lög- vernduð á ýmsan annan hátt um- fram aðra trúflokka. Stofnun sem nýtur stuðnings yfir 90% þjóðarinnar hlýtur að geta verið sjálfbjarga, ann- að er ekki virðingu hennar samboð- ið. Þeim sem ekki hafa sjálfstraust er ekki treystandi til ábyrgðarstarfa. Þjóðkirkjan heldur að sjálfsögðu nafni sínu óbreyttu þegar hún hætt- ir að vera ríkiskirkja. Til eru þeir ráðamenn sem telja hinn mikla stuðning þjóðarinnar við þjóðkirkjuna réttlæta vernd og fjárstuðning ríkisins við hana. Þessi skoðun sýnir best hvað skortur á lýðræðisþroska er ennþá stórfelldur í þessu landi. Jafnrétti einstaklinga og félaga er fjarlægt þessum mönn- um þegar komið er að kirkjunni. Að vernda og styðja þann sterka umfram aðra lýsir hrikalegri sið- blindu sem er afleiðing vanabindandi verndar og sérréttinda. Ekkert ógn- ar þjóðkirkjunni nema sambúð henn- ar við ríkið. Framtíðarsýn Fyrsta skilyrði þess að leysa vandamál er að skilja rétt orsakir þess. Þetta á ekki síður við þjóðkirkj- una en aðra. Ekki er hægt tvemur herrum að þjóna svo vel sé. T.d. trúflokk og ríkisvaldi. Enn nú á þjóð- kirkjan einstakt tækifæri sem ekki er víst að standi lengi. Hún gæti átt frumkvæði að fullum aðskilnaði sín- um við ríkið, bæði félagslegum og fjárhagslegum. Afsalað sér öllum sínum sérréttindum sem hún hefur umfram aðra trúflokka. Og orðið þarmeð frjáls og óháð þjóðkikja sem treysti á trúna og sína söfnuði en ekki ríkið. Sjálfbær stofnun sem stæði undir nafni. Hún hlyti örugglega aðdáun þjóðar- innar og neikvæð umræða um hennar mál hyrfí eins og dögg fyrir sólu. Þjóðkirkjan gæti þá fagnað nýrri öld og 1000 ára kristni í landinu sem lýðræðislegt trúfélag sem hefði gert hreint fyrir sínum dyrum af sjálfsd- áðum. Það væri sögulegt afrek sem ekki gleymdist komandi kynslóðum. Nýtum tímann vel til aldamóta. BJÖRGVIN BRYNJÓLFSSON, oddviti SARK, Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju. Alþýðubandalagið bað um mikilvæga skýrslu Frá Stefáni Pálssyni: í DRÖGUM að samþykktum Al- þýðusambandsþings í kjaramálum er það markmið sett fram að stefna beri að því að ná sambærilegum launum og lífskjörum hér á landi og í helstu nágrannalöndum okkar. Samanburður á lífskjörum hér og í Danmörku hefur verið áberandi í umræðunni í vetur og margir lagt orð í belg. Þingflokkur Alþýðubandalagsins og óháðra brást skynsamlega við þessari umræðu. í kjölfar kjara- málaráðstefnu flokksins í febrúar lagði hann fram beiðni til forsætis- ráðherra á Alþingi um skýrslu þar sem leitað væri ítarlegra skýringa á fjölmörgum atriðum sem tengjast þessum samanburði. Þingflokkar hafa vissan rétt til þess að krefja ráðherra um slíka skýrslugerð og það notfærði Alþýðubandalagið sér. Nú ber svo við að á aðalfundi Vinnuveitendasambands Islands, þriðjudaginn 14. þessa mánaðar, greindi Davíð Oddsson forsætisráð- herra frá því að hann hefði falið Þjóðhagsstofnun að gera ítarlegan samanburð á launum og lífskjörum hér á landi og í Danmörku. Það hefði óneitanelga verið smekklegra af forsætisráðherra að geta þess hvaðan hugmyndin að skýrslugerð- inni var komin og að hann væri aðeins að framkvæma ljúfa skyldu. En það er ekki um það að fást þótt ráðherrann eigni sér meira en hann á. Hitt skiptir meginmáli að brálega mun liggja fyrir niðurstaða úr þessari vinnu að sögn Davíðs, og er það fagnaðarefni, að því gefnu að Þjóðhagsstofnun sé vandanum vaxin og skili ólitaðri skýrslu. STEFÁN PÁLSSON, Frostaskjóli 77, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.