Morgunblaðið - 30.05.1996, Side 15

Morgunblaðið - 30.05.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 15 FRÉTTIR * Ovenju margir dómpápar á landinu ÓVENJU margir dómpápar hafa sést hér á landi að undan- förnu eða milli 40 og 50 fugl- ar. Dómpápar sáust fyrst á Austurlandi árið 1994. Dómpápi er fugl af finkuætt og verpir hann um mestalla Evrópu eða allt frá Azoreyjum og austur eftir Asíu. Dómpápar eru staðbundnir og fuglar á Bretlandseyjum, sem eru af sérstakri undirtegund, eru al- gjörir staðfuglar. Dómpápar frá Skandinavíu eru hins vegar farfuglar að eunhverju leyti og sjást þeir fuglar stundum á Bretlandseyjum. Það kemur stöku sinnum fyrir að dómpáp- ar, líklega frá Skandinavíu, flakka út fyrir venjubundin heimkynni. Það átti sér einmitt stað í haust þegar stærsta dóm- pápaganga í manna minnum fór af stað. Síðasta skráða gangan á Bretlandi af svipaðri stærð var árið 1910. Stærsta dómpápagangan Nú hafa dómpápar sést um allt Island og eru það milli 40-50 fuglar. Aður en gangan hófst höfðu sést hér alls um 40 fuglar þannig að nú hafa komið fleiri dómpápar á nokkr- um mánuðum en höfðu sést á Islandi áður. Dómpápinn er ekki eina fuglategundin sem á það til að flakka, því að tegund- ir eins og krossnefur, silki- toppa og fleiri gera þetta einn- ig- Karlfugla og kvenfugla dóm- pápa má auðveldlega þekkja í sundur á sterk rauðbleikri bringu karlfuglsins og gráu baki. Bæði kynin eru með svart Breytingar á úthlut- unarregl- + umLIN NOKKRAR breytingar hafa verið gerðar á úthlutunarreglum Lána- sjóðs íslenskra námsmanna fyrir skólaárið 1996-1997. Lán vegna bóka- og tækjakaupa hækka úr 40% af grunnframfærslu eins mán- aðar í 50%. Samkvæmt breytingunum verð- ur nú lánað vegna greiðslu venju- legs meðlags að fullu en jafnframt fellt niður að helmingur meðlags hjá greiðanda komi til frádráttar tekjum hans þegar lán til hans er reiknað. Veitt verður lán að jafnaði í níu mánuði fyrir fullt nám á skólaári. Þetta þýðir að menn fá lán miðað við níu mánaða námstíma þegar starfstími skóla er milli átta til níu mánuðir og menn stunda nám allt skólaárið. Grunnframfærsla hækkar um nálægt 2% eða um 1.100 kr. á mánuði fyrir námsmann á íslandi í leiguhúsnæði, en svonefnt frí- tekjumark verður óbreytt, 180 þúsund kr. vegna námsmanns á Islandi í leiguhúsnæði og 140 þús- und kr. ef viðkomandi er í foreldra- húsum. Þá eru tekin af tvímæli um að úrskurðir stjórnar sjóðsins í vafamálum eru endanlegir og verða ekki bornir undir æðra stjómvald enda þótt unnt sé að kvarta yfir þeim við umboðsmann Alþingis eða kæra þá til dómstóla. höfuð, vængi og stél, með hvít- an gump og eitt hvítt væng- belti. Hljóðin eru auðþekkt tíst. Dómpápar eru skógarfuglar og gætu vel lifað hér og því vonum við að einhveijir þeirra sem eru á landinu ílendist hér. Fleiri finkutegundir flækjast hingað til lands og heitir sú algengasta fjallafinka og er hún ekki ósvipuð dómpápan- um. Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson Sjóvá-Almennar eru fyrsta tryggingafélagið sem hefur lækkað tryggingakostnað heimilanna með afslætti og endurgreiðslu á hluta iðgjalda. Ræddu við tryggingaráðgjafa okkar í Kringlunni 5, næsta umboðsmann eða leitaðu álits hjá viðskiptavinum sem þekkja Stofn af eigin raun. SJOVAljÍoALMENNAR Þú tryggir ekki eftir á!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.