Morgunblaðið - 30.05.1996, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Listahátíð
sett í Lista-
safni á
föstudag
SETNINGARATHÖFN Lista-
hátíðar í Reykjavík verður í
Listasafni Íslands annað kvöld,
föstudagskvöld, og hefst klukk-
an 20.
Bjöm Bjarnason mennta-
málaráðherra setur hátíðina og
Sigurður Bjömsson, formaður
framkvæmdastjórnar Listahá-
tíðar, flytur ávarp.
Kynnt verða úrslit í ljóðasam-
keppni Listahátíðar en þátttaka
í henni var afar góð, alls bámst
525 ljóð frá um 200 skáldum.
Silja Aðalsteinsdóttir, formaður
dómnefndar, afhendir verðlaun-
in.
Forsetinn opnar sýningu
Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, opnar mynd-
listarsýningu með verkum aust-
urrískra myndlistarmanna.
Menntamálaráðherra Austur-
ríkis, frú Elísabet Gehrer, og
Bera Nordal, safnstjóri Lista-
safns íslands, flytja ávarp.
Spilað á Arnati-fiðlu
Guðný Guðmundsdóttir, kon-
sertmeistari, leikur á Arnati-
fiðlu sem uppboðsfyrirtækið
Sotheby’s lánar á Listahátíð.
Fiðlan er metin á 13-15 milljón-
ir króna og verður til sýnir í
Listasafni Islands að tónleikun-
um loknum.
Um 60 atburðir
Listahátíð í Reykjavík 1996
stendur til þriðjudagsins 2. júlí
og á dagsskránni era um 60
listviðburðir, auk þess sem söfn
og sýningarsalir í nágrenni höf-
uðborgarinnar setja upp sér-
stakar dagkrár og sýningar á
þessum tíma.
Listasafn íslands
Sýning
tveggja
austur-
rískra lista-
manna
SÝNINGIN, sem forseti íslands
opnar í Listasafninu á föstudags-
kvöld er á verkum austurrísku
listamannanna Egon Schiele og
Arnulf Reiner sem er framlag
menntamálaráðuneytis og utan-
ríkisráðuneytis Austurríkis, svo
og Vínarborgar, til Listahátíðar
í Reykjavík vegna þess að fyrir
1000 árum var nafnið „Österric-
hi‘‘ fyrst skjalfest.
í sal 1 verða verk Arnulfs Rain-
er (f. 1929) og í sal 2 verk Egon
Schiele (1890-1918). Þessir tveir
austurrísku myndlistarmenn eru
fulltrúar fyrir expressjóniska
Ijáningu sem gengið hefur eins
og rauður þráður gegnum austur-
ríska listsköp-
un á þessari
öld. Mun Arn-
ulf Rainer
koma hingað
til lands í til-
efni sýningar-
innar.
í dag er al-
mennt talað
um Egon Schi-
ele sem einn
af merkustu
myndlistar-
mönnum 20.
aldarinnar,
segir m.a. í
kynningu
Listasafns fs-
lands. Sumir
gagnrýnendur
sögðu verk
hans vera
skrípamyndir, aðrir töldu höfund-
inn sálsjúkan. Örfáir skynjuðu þó
snilligáfu hans. Allar götur síðan
vöktu vek Schiele ámóta við-
brögð. Orðstír hans fór þó vax-
andi og var hann á hápunkti fer-
ils síns er hann lést skyndilega
úr skæðri inflúensu árið 1918,28
ára gamall.
Við fyrstu sýn geta myndir
Schieles komið áhorfandanum í
opna skjöldu eða jafnvel misboðið
honum. Nánari ítrekuð skoðun
leiðir hins vegar í ljós hve skýrt
og fölskvalaust Schiele gengur til
verks. Svo kvik, einföld og sann-
færandi er útlistun hans að allar
flóknar skýringar eru ónauðsyn-
legar.
Arnulg Reiner er í dag þekkt-
astur fyrir sérkennilegan blend-
ing Ijósmyndalistar og gjörninga,
sem er öðrum þræði eins konar
umritun á ýmsum tilfinningum
sem hann tjáir með öfgafullu lát-
bragði fyrir framan myndavél-
ina.
Verk Rainers minna á ýmsilegt
í austurlenskri
heimspeki og
heilunarfræð-
um, sem iðu-
lega snúast um
skynjun á þeim
straumum sem
stafar af fólki,
um árur, um
samhljóm hlut-
anna, það sem
Austurlandabú-
ar nefna
chakra. Athug-
anir Rainers á
lokaþætti
mannlífs, á
sjálfu dauða-
stríðinu, eru
síðan rökrétt
framhald þess-
ara verka. Þær
athuganir, sem
hann nefndi „heimildir“ um enda-
lok mannlegrar tjáningar" eru
tilbrigði um helgirímur og nái,
cadaveri.
Sýningunni lýkur þann 21. júlí.
Svava og
Stefán heið-
ursfélagar
RITHÖFUNDARNIR Svava Jak-
obsdóttir og Stefán Júlíusson voru
kjörin heiðursfélagar Rit.höfunda-
sambands íslands á aðalfundi sam-
bandsins sem haldinn var 18. maí sl.
Frá stofnun Rithöfundasambands-
ins árið 1974 hafa eftirtaldir rithöf-
undar verið kosnir heiðursfélagar
þess: Guðmundur G. Hagalín, Hall-
dór Laxness, Kristján Eldjárn,
Snorri Hjartarson, Guðmundur
Daníelsson, Gunnar M. Magnúss,
Ólafur Jóh. Sigurðsson, Jón úr Vör,
Thor Vilhjálmsson, Stefán Hörður
Grímsson, Jakobína Sigurðardóttir,
Hannes Pétursson, Peter Hallberg
og Sigurður A. Maghússon.
---------♦-«-----
Tónleikar í Skarðskirkju
Breytt tíma-
setning
FRUMFLUTNINGI á átján lögum
eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð
Jónasar Hallgrímssonar í Skarðs-
kirkju í Landsveit annaðkvöld hefur
verið seinkað til kl. 22.00. Flytjendur
á tónleikunum verða Signý Sæmunds-
dóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Sig-
urður Ingvi Snorrason, Hávarður
Tryggvason og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir. Tónleikamir verða end-
urteknir í Listasafni íslands kl. 17.00
á sunnudag.
Náttúrusýn í íslenskri myndlist á Kjarvalsstöðum
NÁTTÚRUSÝN í íslenskri mynd-
list nefnist sýning sem opnuð verð-
ur laugardaginn 1. júní kl. 16 á
Kjarvalsstöðum. Þar verða sýnd
verk eftir Ásmund Sveinsson, Birgi
Andrésson, Eggert Pétursson,
Finnu Birnu Steinsson, Georg
Guðna, Halldór Ásgeirsson, Hrafn-
kel Sigurðsson, Hrein Friðfinns-
son, Jóhann Eyfells, Jóhannes
Sveinsson Kjarval, Kristin E.
Hrafnsson, Kristján Davíðsson,
Kristján Steingrím Jónsson, Nínu
Tryggvadóttur, ólaf Elíasson, Pét-
ur Eggertsson, Sigurð Guðmunds-
son, Svavar Guðnason og Þórarin
B. Þorláksson. Sýningarstjórar eru
Gunnar B. Kvaran og Kristín G.
Guðnadóttir.
I kynningu Kjarvalsstaða segir
m.a.: „Leiðin til frumleikans hjá
mörgum íslenskum listamönnum á
þessari öld hefur oft legið í gegnum
íslenska náttúru. Á þessari sýningu
er ætlunin að stefna saman verkum
eftir íslenska listamenn sem hafa
tekið höndum saman við náttúr-
una, samsamast henni eða notið
hennar á einn eða annan hátt.“
Sýningin stendur til 31. ágúst.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá
kl. 10-18.
Eftir Eros - ást og
sársauki úr innvið-
um sálar og líkama
Maureen Fleming er bandarískur dansarí og dansskáld,
fædd í Japan, lærð í klassískum dansi og japönskum
butoh dansi. Hún kemur hingað til lands á Listahátíð
í Reykjavík og Jón Ólafsson hitti hana í New York,
þar sem hún ræddi list sína, verk og Islandsferð.
ÞEGAR Maureen Fleming var rúmlega
tveggja ára og bjó í Japan ásamt foreldrum
sínum varð hún fyrir slysi. Hjólreiðamaður
rásaði í veg fyrir bíl sem hún var í ásamt
móður sinni, sem hemlaði snögglega og
Maureen kastaðist í gegnum framrúðuna.
Það var ekki fyrr en áratugum síðar, eftir
að Maureen leitaði til læknis vegna langvar-
andi eymsla í hálsi, að henni varð ljóst hvaða
áhrif þetta atvik hafði haft á líf hennar og
starf. Röntgenmyndir sýndu óeðlilegan bein-
vöxt í hálsliðunum, sem læknirinn taldi geta
stafað af höggi í bemsku. Maureen fór að
grafast fyrir um hvað hefði hugsanlega gerst
og þá var riljuð upp sagan af slysinu og jap-
anska hjólreiðamanninum sem hafði bara
glott yfir þessum hrakföram Ameríkananna.
„Ég gerði mér ljóst að þetta atvik bjó
djúpt í undirmeðvitundinni. Það sem ég geri
í dansi hefur orðið til sem svar við því og
sem tilraun til að komast yfir og ummynda
líkamlegan sársauka.“
Maureen Fleming hefur víða vakið hrifn-
ingu fyrir afar sérstæða danstækni og undra-
verða getu til að skapa hin ólíklegustu form
úr líkama sínum einum saman. Hún beitir
aðferðum hins japanska butoh-dans, sem hún
fullnumaði sig í hjá þarlendum meisturum.
Butoh-dansinn byggist á tengslum undir-
meðvitundar og líkama, þeirri trú að í hreyf-
ingum líkamans birtist hinn ómeðvitaði hluti
sálarlífsins og að vald dansarans yfir hreyf-
ingum sínum geri honum fært að veita fram
orkunni í sálinni.
„Það er merkilegt hvernig við Vestur-
landabúar höfum hneigst til þess öldum sam-
an að afneita líkamanum. Hið holdlega verð-
ur merki hins illa og forgengilega, girnda
og langana sem einstaklingurinn á að
skammast sín fyrir. t mínum augum er
líkaminn ekkert annað en búningur sálarinn-
ar og farartæki. Hvergi er sáiinni betur lýst
en í því sem líkaminn getur sagt og skapað."
í butoh-dansinum eru hreyfingar hægar
og formin standa kyrr. Dansarinn umyndast
fyrir augum áhorfandans. „Það sem ég vil
að áhorfandinn skynji eru tákn og erkitýpur
sem vísa til sammannlegrar reynslu en ná á
sama tíma út yfir hana. Ummyndunarferlið
er hreyfing sem kemur innan frá, ef svo
MAUREEN Fleming í verki því sem hún sýnir á Listahátíð.
má segja. Það er hreyfíng sem er spunnin
upp úr frumeiningum hreyfikerfis líkamans,
byijar í sinum og böndum og innri lögum
vöðvanna og nær svo upp á yfirborðið."
Verkið sem Maureen Fleming sýnir á ís-
landi er kallað Eftir Eros og eins og nafnið
gefur til kynna er það næsta verk dansarans
á eftir verki sem hún hefur þróað um nokk-
urra ára skeið og ber titilinn Eros. Innblást-
ur þess verks er hin forna goðsögn um gríska
guðinn Eros og Psyche sem mátti ekki líta
hann augum en óhlýðnaðist og var hafnað
fyrir bragðið. Eftir Eros þróar meginatriði
goðsagnarinnar áfram. Þar er höfnunin og
svarið við henni, hefndin, sem þó á sér upp-
tök í ást á þeim sem hún beinist gegn, rauði
þráðurinn. „Ást og sársauki eru veruleikinn
sem mannleg þróun á rætur sínar í,“ segir
Maureen. „Það sem verkið snýst um er
hvernig sálin ummyndast fyrir tilverknað lík-
amans og hvernig það sem þráð er verður
eitt með þeim sem þráir það.“
Maureen hefur sýnt Eros og Eftir Eros
víða um heim, nú síðast í Mílano á Ítalíu
og fyrr á árinu í París. Hún segist mjög
spennt að sýna verkið á íslandi, en það verð-
ur á dagskrá Listahátíðar 2. júní. í fram-
haldi af því ætlar hún að halda tveggja vikna
námskeið fyrir íslenska dansara.
Auk Maureen Fleming eiga dansarinn
Christopher Odo og danshöfundurinn David
Parsons þátt í verkinu. Textar eru eftir
David Henry Hwang, tónlist eftir Philip
Glass, Henrik Gorecki og fleiri.