Morgunblaðið - 30.05.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.05.1996, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ sýningunni. Morgunblaðið/Silli Guðmundur Páll sýnir á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. LJÓSMYNDARINN Guðmund- ur Páll Ólafsson hefur nýlokið ljósmyndasýningu á Húsavík á hinum meistarlega teknu og gerðum myndum af náttúru Is- lands. Guðmundur Páll er fæddur á Húsavík og sleit barnsskónum þar og í næstu sveit, eða þar til hann hóf göngu sinnar víð- feðmu og fjölbreyttu mennta- og listabrautar. Húsvíkingum fannst bæði heiður og ánægja af því að fá þessa sýningu og sóttu hana vel og sáu þar að myndlist er ekki síðri hjá þeim sem kunna að halda á myndavél- inni en þeim sem halda á pensli. Guðmundur Páll hefur meðal annars skráð nafn sitt í menn- ingarsögu þjóðarinnar með út- gáfu bókanna Fuglar í náttúru Islands, Perlur í náttúru íslands og Ströndin í náttúru íslands. LISTIR_______________ Formin skapa hreyfíngu og hryn Morgunblaðið/Þorkell JÓHANNES Jóhannesson listmálari. JÓHANNES Jóhannesson iistmál- ari sýnir í Gallerí Fold við Rauð- arárstíg. Verkin eru flest nýleg utan eitt sem er frá námsárum hans í Bandaríkjunum; grænleit módelmynd frá árinu 1946. „Ég hef aldrei sýnt hana áður og geri það að gamni mínu núna,“ segir Jóhannes. Hann segir sýninguna hafa komið til mjög skyndilega og hann hafi týnt saman myndir á hana frá síðustu árum. Aðeins ein myndanna hefur verið sýnd áður. Síðasta einkasýning Jóhannesar var í Kaupmannahöfn fyrir Ijórum árum. Á sýningunni eru bæði myndir með skeifulaga formum sem þekja mestan myndflötinn auk hefð- bundinna uppstillinga og mynda þar sem manneskjan er í for- grunni. Sumar myndir eru ab- strakt en í öðrum blandast þekkj- anlegur veruleiki inn í. „Ég er svona að leika mér að því að mála uppstillingar en þetta er nú allt sama tóbakið, glíman við litinn. Maður er alltaf að búa til vanda- mál og gátur fyrir sjálfan sig að leysa.“ Jóhannes segist ekki vita fyrir- fram hvað muni gerast þegar hann stendur fyrir framan hvítan strig- ann. Einn litur leiðir af öðrum og keðjuverkun fer af stað. Hann segist vera lengi að vinna í mynd- um sínum og vinnur oft að mörg- um í einu. Til dæmis er hann bú- inn að vinna í stærstu myndinni á sýningunni í nokkur ár. Skeifulaga formin í myndum hans eru kunn- ugleg listunnendum enda hefur hann unnið með þau í töluverðan tíma. „Þetta eru form sem skapa hreyfingu og hryn á fletinum," sagði Jóhannes Jóhannesson. Guðlaug Erla Anton Helgi Gunnarsdóttir Jónsson Lokadagur Höfunda- smiðju LOKADAGUR Höfundasmiðju LR á þessu vori verður laugardaginn 1. júní. Höfundasmiðjan var opnuð 20. janúar en að henni standa íslensk leikskáld sem hafa haft aðstöðu í Borgarleikhúsinu til að gera tilraun- ir með verk sín ásamt leikurum og leikstjórum LR. Með þeim verkum sem kynnt verða á lokadeginum munu alls 13 verk hafa verið kynnt. Á lokadeginum verða sýnd tvö verk og auk þess munu allir höfund- ar sem tekið hafa þátt í starfínu í vetur kynna sig og verk sín í anddyri. Kl. 14 verður Ævintýrið sýnt en það er bamaleikrit með söngvum eftir Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur. Leikritið ijallar um mann sem er orðinn leiður á skrifstofuvinnunni, hann fer af stað í ævintýraleit og hittir þá fyrir hinar ýmsu pprsónur og í samvinnu við þær búa þau til sitt eigið ævintýri. Leikarar eru Árni Pétur Guðjónsson, Helga Braga Jónsdóttir, Jón Hjartarson, Jóhanna Jónas og Valgeir Skagíjörð en leikstjóri er Hanna María Karls- dóttir. Tónlistina semur Arnþrúður Lilja Þorbjömsdóttir. Kl. 16.00 verður svo sýnt verk eftir Anton Helga Jónsson og heitir það Hinn dæmigerði tukthúsmatur, uppbyggilegt sjónarspil í einum þætti. Leikurinn gerist á opinberri stofnun og segir frá samviskusamri forstöðukonu sem er að setja afleys- ingamann inn í starfið svo hún geti farið í sumarfrí, en óvæntar uppá- komur breyta öllum áætlunum. Leikarar eru Bryndís Petra Braga- dóttir, Jóhanna Jónas og Valgeir Skagfjörð. Leikstjóri er Hlín Agn- arsdóttir. Götusalar græða á Marquez Bogota. Reuter. AÐEINS tveimur vikum eftir að nýjasta bók nóbelsverðlauna- hafans Gabriel Garcia Marquez kom út í heimalandi hans Kól- umbíu, geta menn keypt sjóræn- ingjaútgáfur af henni hjá götu- sölum í Bogota. Mun bókin selj- ast vel hjá götusölunum, jafnvel betur en hjá útgáfunni, að því er sagði í kólumbíska sjónvarp- inu. Bjóða götusalarnir bókina, „Fréttir af mannráni" (Noticia de un Secuestro) á hálfvirði. I þessari nýjustu bók beinir Marquez sjónum sínum að myrkari hliðum heimalandsins en hún er byggð á atburðum sem áttu sér stað í glæpaöld- unni sem riðið hefur ylír Kól- umbíu. Bókin er yfir 700 síður að lengd og fjallar um mannrán og eiturlyíjahringina sem tengj- ast Iandinu að því er virðist óijúfanlegum böndum. „Ætlun- in var að segja fólki sögu lands á nýjan hátt. Það sem mun lík- lega koma fólki mest á óvart er að þessi bók minnir meira á skáldsögu en aðrar skáldsögur sem ég hef skrifað,“ segir Marquez í samtali við News- week í tilefni af útkomu bókar- innar. Hún segir frá níu mann- GABRIEL Garcia Marquez hefur skrifað bækur sínar á tölvu frá því að hann samdi Ástina á tímum kólerunnar. Luku vetrar- starfinu í Þorlákshöfn Keflavík. Morgunblaðið. KVENNAKÓR Suðurnesja hélt nýlega tónleika í Njarðvíkurkirkju, í Reykjavík og vetrarstarfinu lauk síðan með tónleikum í kirkjunni í Þorlákshöfn. Kvennakór Suðurnesja hefur verið starfræktur í fjölda ára og er angi af blómlegu hljómlistarlífi á Suðurnesjum. Stjórnandi kórs- ins er Sigvaldi Snær Kaldalóns, en formaður er Málfríður B. Waage. Á tónleikunum í Þorlákshön fengu þær kvennakórskonur Stein Erlingsson til liðs við sig og söng hann einsöng. -----♦ ♦ ♦------ ránum, þar af átta á blaðamönnum, sem voru framin 1990- 1991, áþeimtíma sem veldi eiturlyfja- barónsins Pablo Escobar stóð sem hæst. í samtalinu segir Marquez einnig frá því að hann fari á fætur kl. fimm á hveijum morgni og setjist niður við tölvuna á milli kl. átta og níu. Marquez hefur skrifað á tölvu frá því hann skrifaði Ástina á tímum kóler- unnar og því hafa margir að- dáendur hans fagn- að, því afköstin hafa aukist geysilega. Áður en tölvan kom til sögunnar liðu að jafnaði sjö ár á milli verka hans en nú kemur út bók eftir Marquez þriðja hvert ár. Marquez, sem er orðinn 69 ára, segir það ekki hvarfla að sér að setjast í helgan stein. Hugmynd- irnar ólgi innra með sér og hætti hann að reyna að koma þeim í orð, muni hann einfald- lega deyja. Lokasýn- ing á Kvásar- valsi SÍÐASTA sýning á Kvásarvalsin- um eftir Jónas Árnason verður föstudaginn 31. maí í Borgarleik- húsinu. Me_ð stærstu hlutverk fara Guð- rún Ásmundsdóttir, Margrét Ól- afsdóttir og Rúrik Haraldsson. Jóhanna Jónas, Sigurður Karlsson og Soffía Jakobsdóttir o.fl. fara með minni hlutverk. Leikstjóri er Inga Bjarnason. Fréttir af mannráni. Formfestan styrkur Njarðar „ÍSLENDINGURINN Njörður P. Njarðvík sýnir sínar bestu hliðar í skáldsögum sínum þegar hann þjappar saman,“ segir í upphafí rit- dóms Vesa Karonen í stærsta blaði Finnlands, Helsingin Sanomat, um skáldsögu Njarðar, Hafborg. Hún kom út fyrir skemmstu í þýðingu Tuula Tuuva. Bók Njarðar fjallar um sumar menntaskóladrengs og fyrstu kynni hans af fiskveiðum, hafinu, áhöfn- inni, lífínu og konunum. „Njarðvík sýður frásögnina niður eins og í dós. Þjappaði hann um 20% meira myndi skáldsagan verða að smásögu. Nú tengjast saman myndir úr ólíkum hliðum togara- samfélagsins, vinnunnar og náttúr- unnar. En einnig lýsingar á hinu íslenska lífi í landi sem er svo nærri hafinu og fiskveiðunum. Aðalpersónan í skáldsögu Njarð- vík les fagurbókmennir og tengist atvinnu- og skemmtanalífí ná- grennisins en hann virðir það einn- ig fyrir sér utanfrá, eins og sögu- menn Anttis Tuuris. Njarðvík býr ekki yfir húmor Tuuris. En frásögn- in um hafíð er ekki þurr því Njarð- vík eykur spennuna á ósýnilegan hátt. Manneskjurnar takast á í van- mætti sínum, hafið andar í stærð sinni. Þetta er er ekki neitt nýtt heldur eilíft, mikil frásagnarhefð um haf- ið.“ Segir Karonen að líkja megi unglinginum í sögu Njarðvík við aðalsögufíetju Hemingways í sög- unni um gamla manninn og hafið. „Skilningur íslenska piltsins á lífinu eykst en gamli maður Hemingways glatar honum. Með látlausuum stíl sínum mótar Njarðvík einnig ís- lenskt samfélag og djúpstæð tengsl við náttúru og sögu. Hafborg flýtur ekki út í tómið. Þegar Njarðvík reynir að vera líflegur í skrifum hættir honum við tilgerð. Formfestan er styrkur hans.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.