Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞORKELL PÉTURSSON + ÞorkeIl Péturs- son var fæddur í Kasthvammi í Laxárdal 17. maí 1936. Hann lést 20. maí síðastliðinn á Sjúkrahúsi Húsa- víkur. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson bóndi í Árhvammi í Lax- árdal og kona hans Regína K. Frí- mannsdóttir. Kona hans er Sólveig Guðrún Jónasdótt- ir, fædd 2. júní 1938. Foreldrar hennar eru Jónas Sigurgeirsson bóndi á Helluvaði í Mývatnssveit og kona hans Hólmfríður ísfelds- dóttir. Börn Þorkels og Sól- veigar: 1) Hólmfríður, f. 1. júlí 1958. Húsmóðir í Fagra- nesi í Aðaldal. M. Guðmundur Á. Jónsson. 2) Regína, f. 16. september 1959. Húsmóðir á Egilsstöðum á Hér- aði. M. Aðalsteinn Gíslason. 3) Jónas, f. 28. okt. 1961. Býr á Húsavík. 4) Drengur, óskírður, f. 14. apríl 1966, dáinn 30. apríl sama ár. 5) Stúlka, andvana fædd 28. desember 1969. Auk þess hefur Guðmundur Helgi dóttursonur þeirra að miklu leyti alist upp hjá þeim hjónum. Barnabörnin eru orðin sjö, en eitt þeirra er látið. Útför Þorkels fer fram frá Húsavíkurkirkju 29. maí. Hjartfólgnar þakkir, hjartans vinur góði, fylgja þér héðan í friðarlönd. Sælt verður síðar sælan þig að fínna á sumarlandsins sólskinsströnd. (Hulda) Þorkell bróðir okkar, eða Keli eins og hann var alltaf kallaður, er genginn á vit feðra sinna löngu fyrir aldur fram. Hann féll fyrir illvígum sjúkdómi, sem engum hlíf- ir hvorki háum né lágum, en glaður og reifur gekk hann mót örlögum sinum svo að aldrei heyrðust frá honum nein æðruorð. Við bræður fyrir sunnan undruðust hve létt var yfir honum þegar hann kom suður í læknisskoðanir oft á ári, síðustu átta ár. Margar ógleymanlegar ánægjustundir áttum við með hon- um þá og það ber að þakka hér. Það er sárt að þurfa að horfa upp á sína nánustu, á besta aldri, beij- ast af alefli við svo skæðan sjúkdóm og bíða lægri hlut. Keli ólst upp í stórum systkina- hópi, fyrst í Kasthvammi og síðan í Árhvammi í Laxárdal þar sem foreldrar okkar bjuggu. Hann var Miimingargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minning- argreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. I janúar sl. var pappirskostnaður Morgunblaðs- ins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanfömum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgunblað- ið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og al- mennum aðsendum greinum. Rit- stjórn Morgunblaðsins væntir þess, að Iesendur sýni þessu skiln- ing enda er um hófsama takmörk- un á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25_dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hef- ur verið miðað við 8.000 slög. t SKÚLI BJÖRGVIN SIGFÚSSON frá Leiti íSuðursveit, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. maí. Guðrún Jónsdóttir, synir og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faöir, afi og langafi, INGVAR AGNARSSON, Hábraut 4, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 30. maí, kl. 13.30. Aðalheiður Tómasdóttir, Sigurður Ingvarsson, Ágústa Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNIIMGAR ekki hár í loftinu þegar hann byij- aði að hjálpa til við búverkin, en óbilandi áhuga og dugnað fékk hann í vöggugjöf og var alþekktur dugn- aðar- og eljumaður sem sjaldan féll verk úr hendi, fljótur og hraðvirkur. Seint mun gleymast eitt sinn síðla sumars þegar við eldri bræður og pabbi vorum við heyskap úti í Rauðhólaey í Laxá. Keli, sem var þá níu eða tíu ára, færði okkur kaffi og bað pabbi hann að snúa stórum heyflekk í Heygarðsnesi, sem er stórt landsvæði fyrir svo ungan dreng. Þetta tók um þijá tíma, en alltaf hélt Keli áfram þangað til að verkinu var lokið. Líklega þætti þetta mikil vinna í dag fyrir svo ungan dreng og hafði pabbi orð á því hvað hann væri seigur, sem síðar kom svo oft í ljós. Hér verður stiklað á stóru um ævidaga Kela. Hann kvæntist ung- ur Sólveigu sinni, sem hann unni alla tíð hugástum. Á æskuárum eignaðist Keli vörubíl og hafði at- vinnu við akstur í nokkur ár. Keli og Sólveig byggðu sér íbúðarhús í Árhvammi og hófu þar búskap 1962 og bjuggu þar til ársins 1965, en þá hættu þau búskap og Keli fór að læra húsasmíðar. Þau voru í Árhvammi á sumrum, en niður við Laxárvirkjun á vetrum, meðan á náminu stóð. Síðan byggðu þau íbúðarhús í Holtagerði 3 á Húsavík og fluttu þangað 1972 og hafa átt þar heima síðan. Keli vann við smíðar fyrstu árin á Húsavík, en seinni ár var hann starfsmaður Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Keli átti mörg áhugamál svo sem garðrækt, útiveru, ferðalög og hestamennsku sem hann því miður varð að láta af vegna veikinda sinna. Dansmaður var hann góður og hafði gaman af að dansa og var hrókur alls fagnaðar á góðra vina stundum. Hann var ávallt glaður og hress í viðmóti, afar bóngóður og víldi allra vanda leysa. Hann var starfí sínu trúr og tryggur vinnuveitendum sínum, og heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Keli var sérstaklega umhyggju- samur eiginmaður og faðir og lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Mjög var gestkvæmt í Holtagerði 3 og þar áttu vinir og vandamenn margar ánægjustundir með þeim hjónum, sem bæði voru með af- brigðum gestrisin, vinsæl og vina- mörg. Oft dáðumst við að hinum fagra og vel hirta garði hjá þeim hjónum og rósunum stóru og fal- legu sem þar skörtuðu svo fagur- lega líkt og þær væru á ódáinsakri eilífðarinnar, þar sem bróðir okkar dvelur nú. Elskulegi bróðir. Nú er baráttu þinni lokið og þú hefur fengið hvíld og frið í faðmi guðs. Við þökkum þér allar samverustundimar og þó sérstaklega systkinamótið á Löngumýri síðastliðið sumar, sem þú komst á sárþjáður, meira af vilja en mætti, til þess að við systk- inin gætum verið þar öll saman. Minningin um bróður, vin og góðan dreng mun lifa áfram í hjörtum okkar og veita okkur öllum styrk á erfiðum stundum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Sólveig okkar, Fríða, Reg- ína, Jónas, tengda- og afabörn. Við vitum að þessi fátæklegu orð okkar megna engan veginn að slæva hinn sára harm fjölskyldunnar og biðjum algóðan guð að styrkja og vera með ykkur á þessari sorgarstundu. Við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (I.S.) Systkinin. Elsku frændi. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta og þökkum þér fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum með þér, og alla þá hlýju sem þú sýndir okkur. Við gleymum því aldrei hversu vel þú tókst á móti okkur þegar við kom- um norður. Nú ert þú komin til Guðs og laus við öll veikindi og þjáningar og nú líður þér vel. Elsku Keli okkar, minningin um góðan frænda mun alltaf lifa í hjarta okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Bugga okkar, Fríða, Reg- ína, Jónas, Guðmundur Helgi, tengda- og afabörn við vottuin ykkur öllum dýpstu samúð á þess- ari erfiðu stundu. Jóna, Regína og Trausti. MARGRET SIGR UN GUÐMUNDSDÓTTIR + Margrét Sigrún Guðmundsdótt- ir fæddist að Skógs- múla í Dalasýslu 1. ágúst 1907. Hún lést á uppstigning- ardag 16. maí sl. á vistheimilinu Kumbaravogi þar sem hún hafði dval- ið síðustu misserin. Foreldrar Margrét- ar voru Guðrún Sigríður Sigurðar- dóttir frá Arnar- stapa og Guðmund- ur Jónasson frá Stóra-Skógi í Dalasýslu. Margrét eignaðist Halldóru 9.10.1925 með Benedikt Þórar- inssyni frá Svarfhóli, sem lést 17.5. sl., og Sigrúnu 15.9. 1947 með Sigvalda Jónssyni sjó- manni frá Sauðárkróki, f. 25.1. 1919, d. 8.7. 1993. Útför Margrétar fór fram fimmtudaginn 23. maí frá Foss- vogskirkju. Ég minnist móður- systur minnar einatt með hlýju og virðingu. Við vorum ekki gömul systkinin þegar við misstum föður okkar, sem sárt var saknað og því meira kunnum við að meta ættingja okkar sem véku að okkur vel völdum hlý- legum orðum og ekki skemmdi fyrir ef okkur var réttur pakki eða eitthvað góðgæti þegar við átti, en það var Magga frænka óspör á. Hún var elst sex systkina sem ólust upp við þröngan kost í örreit- is koti vestur í Dölum. Vafalaust hefur Magga skynjað kotið sem fegurstu höll ásamt systkinum sín- um í uppvextinum þegar allan sam- anburð vantaði. Ef hún þá hefur nokkuð verið að velta því fyrir sér, því fyrir litla tápmikla stúlku á sveitaheimili sem elst upp við ást og umhyggju eru skepnurnar og náttúran efst í huga ásamt foreldr- um og systkinum, sem hún leiddi fyrstu sporin um hlaðvarpann og síðar út í grónar hlíðar Miðdalanna þar sem „birkið og fjalldrapinn grær“. Ung tók hún á sig meiri skyldur til að létta undir með foreldrum sínum og réðst í vist að Svarfhóli fimmtán ára gömul. Það áttu eftir að verða henni örlagarík spor, sem færðu henni í senn hamingju og sorg. Þar kynntist hún manninum sem að líkindum var maðurinn í lífí hennar og átti með honum dótt- urina Halldóru aðeins átján ára gömul. En hvorki var henni ætlað að njóta æskuástarinnar né sam- vista við dóttur sína því hún varð að koma henni í fóstur viku gam- alli, að Erpsstöðum þar sem henni var búið ástríkt og gott heimili en síðar sameinuðust þær mæðgur á ný og tókust með þeim miklir inni- leikar. Halldóra giftist Baldvini Árnasyni og áttu þau þijú börn og fimm barnabörn. Síðar kynntist Magga Sigvalda Jónssyni sjómanni. Með honum eignaðist hún annan sólargeisla, Sigrúnu. Hún er gift Guðmundi Þorvari Jónassyni og eiga þau tvö börn. Magga frænka vann ýmis störf og kom sér hvarvetna vel á vinnu- stöðum sínum hvort heldur það var Belgjagerðin, Sjóvá eða SVR. Ég minnist hennar sem ákaflega fé- lagslyndrar og glaðværrar konu. Mikill gat fyrirgangurinn verið í þeim mömmu þegar þær voru að koma úr einhverri margra utan- landsferða og voru að rifja upp skemmtileg augnablik. Magga var mikill sóldýrkandi og stundaði sund nær daglega um áratuga skeið. Hún var ör í skapi, en fljótt brá af henni og var hún manna sáttfúsust ef hún taldi sig hafa beitt einhvern ósanngirni. Ræktar- semi var ríkur þáttur í fari hennar og ræktaði hún frændgarð sinn vel. Ég mun alltaf minnast Möggu með hlýju og virðingu. Ég votta Sigrúnu, Halldóru og fjölskyldum þeirra samúð mína. Minning um góða manneskju mun ætíð lifa. Guðrún Guðmundsdóttir. + Sendum innilegar þakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug í veikindum, við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og dóttur, GUÐRÚNAR SKARPHÉÐINSDÓTTUR, Freyjugötu 27, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Sigurði Árnasyni lækni og öðru starfsfólki Heimahlynningar krabbameinsjúkra fyrir umönnun þeirra, svo og öllum þeim, er minntust hennar með kveðjum, gjöfum, blómasend- ingum og vinarhug. Vinum úr Bergmáli og vandamönnum sendum við hjartans þökk fyrir veitta aðstoð við útför. Gylfi Snædahl Guðmundsson, Ruth Snædahl Gylfadóttir, Jóhannes Kristjánsson, Rakel Snædahl Gylfadóttir, Laufey Þórðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.