Morgunblaðið - 30.05.1996, Page 50

Morgunblaðið - 30.05.1996, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR Trúir Ólafur Ragnar á guð? Frá Magnúsi Óskarssyni: Á ÍSLANDI er trúfrelsi varið af stjómarskrá. Yfirleitt er það einka- mál hverju menn trúa og óviðeig- andi að ræða trú einstakra manna opinberlega. Svo væri og um Ólaf Ragnar Grímsson ef hann hefði ekki með orðum og athöfnum kallað yfir sig þá spumingu sem hér er varpað fram. Hann hefur á undan- fömum vikum sést á kirkjubekkjum „ við trúarathafnir. Af því tilefni hef- ur verið rifjað upp að hann hafi fyrir nokkmm ámm lýst því yfir fyrir dómi að hann tryði ekki á guð. Á því hefur Ólafur Ragnar a.m.k. tvívegis síðustu daga gefið skýringar sem em svo óralangt handan við mörk vits og velsæmis að ekki er leyfilegt að láta kyrrt liggja. Bæði í blaðaviðtali og svari á fundi, sem var sjónvarpað, hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseta- frambjóðandi, sagt að hann hafi talið „eðlilegast" að vinna frekar drengskaparheit en sveija við guð í tilteknu dómsmáli þar sem um hafi verið að ræða „borgaraleg rétt- arhöld“. Þetta er glóralaust mgl. Það er ekkert til á Islandi sem heit- ir borgaraleg réttarhöld. Annað- hvort era menn fyrir rétti eða ekki. Dómstólum landsins verður ekki gefíð nýtt nafn í blekkingarskyni. Verri er þó hin blekkingartilraun- in. Það er vísvitandi blekking þegar Ólafur Ragnar gefur í skyn að hann hafí að geðþótta getað ákveðið hvort hann sór trúarlegan eið eða vann drengskaparheit. íslensk lög leyfa það ekki. Fyrir dómi var Ólafur Ragnar Grímsson ekkert spurður um það hvað honum fyndist „eðli- legast". Hann var spurður um það hvort hann tryði á guð og ef hann hefði svarað því játandi varð hann staðfesta framburð sinn með svar- daga sem þannig hefst: „Eg sver það og vitna til guðs míns ...“ Það gerði Ólafur Ragnar ekki, heldur vann hann drengskaparheit, sem sá einn fær lögum samkvæmt að gera, sem ekki er í viðurkenndu trúfélagi og hefur, aðspurður af dómara, svarað neitandi spurningu um það hvort hann trúi á guð. Dómabækur og segulbandsupptökur munu bera með sér neikvætt svar Ólafs og þarf ekkert um það að deila. Það gengur heldur ekki og er bara mgl þegar Ólafur Ragnar seg- ist hafa verið fyrir rétti sem ijár- málaráðherra, en ekki persónulega sem Ólafur Ragnar Grímsson. Það verður laglegt ef þjóðin lendir í því að þurfa að aðgreina það sem for- seti íslands segir frá blaðrinu í Ól- afí Ragnari Grímssyni, sem kæmi úr sama munni. Mig varðar ekkert um guðstrú Ólafs Ragnars Grímssonar. En þjóð- ina varðar um það hvort maður sem vill verða forseti íslands skýrir rangt frá fyrir dómi eða segir henni ósatt um trú sína. MAGNÚS ÓSKARSSON hæstaréttarlögmaður. Stækkum sam- skiptalögsöguna Frá Kristjáni Einarssyni: ÞAÐ VAR lífshagsmunamál íslend- inga allra að stækka landhelgina og færa efnahagslögsöguna út í tvö hundmð mílur. Okkar verkefni núna er álíka stórbrotið. Við þurfum að stækka viðskipta- og samskiptalög- sögu íslendinga þannig að hún nái um allan heim. Sem tákn fyrir slíka þjóðarviðleitni er Ólafur Ragnar Grímsson réttur maður á réttum stað. Ferill hans er sönnun þess að með menntun, þroskun hæfíleika og '*persónulegu framtaki, er hægt að starfa í senn á þjóðlegum og alþjóð- legum vettvangi. Sækjum auð í samskipti Ný störf verða fyrst og fremst til í samskiptum fólks. Við Islendingar eigum eftir að sækja ómældan auð í samskipti við erlenda menn. Hvar- vetna emm við að bijótast út úr einangmn og fyrirtæki og fólk em að ráðast í verkefni um allan heim. Væntanlegur forseti er ekki yfír það hafínn að leggja sitt lóð á vogarskál- ina með þessum brautryðjendum, sem em að búa í haginn fyrir þjóð- ina. Við þurfum að gera gagnvegi milli íslands og ánnarra landa og eignast gagnholla samverkamenn í öllum heimshomum. Forseti getur treyst slík vináttubönd. Orkugjafi í þjóðlífinu Fámennri, velmenntaðri og vinnusamri þjóð á að geta farnast vel í heimi nútíma tækni. Það þarf að opna dyr fyrir Islendinga um víða veröld og ljúka íslandi og möguleikum þess upp fyrir erlend- um samverkamönnum. Það er ekki minni auður í því fólginn að virkja alþjóðleg tengsl heldur en að virkja fallvötnin okkar og slík sambönd gætu reynst dýrmætur orkugjafi í þjóðlífínu. Það felst engin mótsögn í því að stækka samskiptalögsögu Islend- inga og halda trúnað við þjóðina. Þvert á móti. KRISTJÁN EINARSSON, forstjóri Rekstrarvara. Til útvarpsstíóra Frá Kristjáni Torfasyni: NÚ STYTTIST óðum tíminn til 29. júní nk. þegar íslendingar velja sér forseta. Fram hafa komið raddir um að Ríkisútvarpið fullnægi ekki nægi- lega vel fræðsluskyldu sinni gagn- vart þjóðinni um þá sem boðið hafa sig fram til þessa embættis. Þannig kom fram hjá Guðrúnu Pétursdóttir sl. laugardag að hún teldi ríkisútvarpið ekki standa sig sem skyldi hvað varðaði kynningu á frambjóðendum. Einnig kom þetta fram hjá Guðrúnu Agnarsdóttur á fundi hjá félagi stjómmálafræðinga sem haldinn var á Hótel Sögu sl. föstudag. Undir sjónarmið hennar tóku, auk Guðrúnar Pétursdóttur, franibjóðendumir Pétur Kr. Hafstein og Ástþór Magnússon. Undir þessa kröfu hafa þannig allir frambjóðend- ur tekið, aðrir en Ólafur Ragnar. Síst er að undra að Ólafur Ragn- ar telji ekki þörf á frekari kynn- ingu. Hann hefur sem flokksformað- ur Alþýðubandalagsins, þingmaður og ráðherra um margra ára skeið verið reglulega á sjónvarpsskjánum hjá landsmönnum. Aðrir frambjóð- endur hafa ekki þessa aðstöðu. Þá þarf að kynna fyrir þjóðinni. Þeir hafa þurft að greiða fyrir auglýsing- ar á sjónvarpsstöðvunum dýmm dómum. Ekki Ölafur Ragnar. Hann þarf ekki að kaupa auglýsingar á sjónvarpsstöðvunum. Hann hefur fengið næga auglýsingu í þessum miðlum á liðnum árum án þess að þurfa að greiða fyrir hana. Hann vill viðhalda þessu fjölmiðaforskoti sínu, hagnast á þessu. Ég skora á yður, hr. útvarps- stjóri, að leggja lóð yðar á vogaskál- ina til að jafna þennan aðstöðumun. KRISTJÁN TORFASON, lögfræðingur. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegitil föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Þakkir til starfsfólks Vesturbæjar- laugar MIG LANGAR að biðja Velvakanda fyrir þakkir til starfsfólks Vesturbæjar- laugar fyrir að sýna mér velvilja og natni þegar ég týndi eyrnalokk í sund- lauginni. Þau sýndu að þeim er annt um viðskipta- vini laugarinnar og þegar eyrnalokkurinn fannst, 10 dögum seinna, hringdu þau til mín og létu mig vita. Borghildur Bernharðsdóttir. Ábending SKÚLI hringdi og vildi vekja athygli á þjónustu borgarinnar við eldri borg- ara. Vinnuskóli Reykjavík- ur hefur boðið ágæta þjón- ustu við eldri borgara í formi umhirðu garða, en sá galli er á gjöf Njarðar að sú þjónusta hefst ekki fyrr en um mitt sumar, eða í lok júní. Geta allir séð að þá era garðarnir komn- ir í mikla óhirðu. Væri ekki ráð að hefja þessa þjónustu fyrr? Gæludýr Hamstur fannst BRÚNN og hvítur hamst- ur fannst á rölti á Grettis- götunni í síðustu viku. Kannist einhver við að hafa tapað hamstri er hann beðinn að hringja í síma 551-3728. Kettir í heimilisleit VEGNA búferlaflutninga óskast heimili fyrir læðu og þijá þriggja mánaða kettlinga. Læðan er mjög gáfuð. Upplýsingar í síma 567-2582. Konan sem fann köttinn KONAN á Freyjugötunni sem hafði samband við eig- endur kattar sem lýst var eftir í Velvakanda er vin- samlega beðin að hafa samband aftur í síma 553-5552 eða 560-8934. Tapað/fundið Dömuúr tapaðist VANDAÐ dömuúr tapað- ist sl. föstudag, líklega á svæðinu Flókagata, Há- teigsvegur, Rauðarárstíg- ur eða í leið 3 niður Lauga- veg, því það uppgötvaðist í Lækjargötu að úrið væri týnt. Úrið er á gull- og silfurlitaðri armbands- keðju. Finnandi vinsamleg- ast hringi í Hólmfríði í síma 553-8482. Fundarlaun. Úr fannst GYLLT kvenúr fannst á Seltjarnarnesi nálægt Eið- istorgi í síðustu viku. Upp- lýsingar í síma 561-1333. Baldur. Hringur tapaðist SILFURHRINGUR með stórri silfurplötu með gulldoppu ofan á tapaðist annaðhvort á Fjólugötu, á bílastæði bak við Mennta- skólann eða fyrir utan ís- landsbanka í Lækjargötu sl. föstudag. Finnandi er vinamlega beðinn að hringja í síma 567-6110 eða 560-0119 Elfa. Farsi Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu ný- lega og færðu Barnaspítala Hringsins ágóðann sem varð 2.230 krónur. Þau heita Arna Hilmars- dóttir, Lára Sigríður Lýðsdóttir og Vilhjálmur Hilmarsson. Víkverji skrifar... UGGVÆNLEGT er að heyra fréttir frá helginni síðustu, hvert árásarmálið á fætur öðru. Eitt þeirra var þó sýnu alvarleg- ast, þar sem ráðizt var á mann og hann skorinn á háls. Til allrar ham- ingju lenti hnífurinn á beini og sla- gæðar í hálsi mannsins sluppu naumlega. Ofbeldishneigð er greinilega vaxandi vandamál á ís- landi, sem taka þarf föstum tökum. Víkveiji veit af ungum manni, sem var á gangi í miðbænum að- faranótt laugardagsins í síðustu viku, þegar nokkrir ungir piltar gengu að honum að tilefnislausu og kröfðu hann um peninga. Þegar hann sagðist enga hafa, var hann einfaldlega spurður hvort hann væri með eitthvert múður og þegar hann neitaði að afhenda peningana var hann sleginn í götuna svo að stórsá á honum, gleraugu hans brotnuðu og hann þurfti að heim- sækja slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þrátt fyrir svo fólskulega árás veit Víkveiji að ungi maðurinn var alvarlega að velta fyrir sér að kæra ekki, hann vildi heldur bera tjónið en hætta á frekara áreiti árásar- mannanna. Auk þess sem alls kost- ar óvíst er hvort þeir væru borgun- armenn fyrir tjóninu. Kannski er þetta að verða æ al- gengara viðhorf fólks í Reykjavík í dag, að betra sé að kæra ekki en kæra. Það er í raun mjög alvarlegt og lýsir þá einnig því, að Íögregl- unni hefur mistekizt að veita borg- uranum þá vemd sem þeim ber. xxx AÐ ER ekki ofsögum sagt, að erfítt sé_ að rækta fallega blómagarða á íslandi. Einmitt þeg- ar gróður er allur í blóma og hefur notið einmuna veðurblíðu vikum saman, hvessir svo að viðkvæm blóm, sem lítt eru vindþolin, falla og eru rétt svipur hjá sjón eftir vindinn. Garðeigandinn stendur svo eftir álútur og allt amstur hans og alúð við plönturnar er unnið fyrir gýg. Það má því segja að það sé fremur vanþakklátt starf að vera metnaðarfullur garðeigandi á ís- landi. xxx ISÍÐASTA laugardagsblaði var aðsend grein um þá stefnu Reykjavíkurborgar að leiða göngu- stíg sem með réttu ætti að liggja sunnan við Fossvogskirkjugarð inn í garðinn og raska þar með ró og helgi garðsins. Víkveiji vill taka undir þá gagn- rýni, sem fram kemur í áður- nefndri grein, þar sem umferð um stíginn, sem er hluti göngustígs, sem hefst yzt á Seltjarnarnesi og liggur upp í Elliðaárdal, er einatt svo mikil að líkara er umferð um Laugaveg. Vegna þessa fór Víkveiji að glugga í lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, eins og þau heita fullu nafni og eru nr. 36 frá árinu 1993. Þar segir skýrt og skorinort í upphafi 6. greinar lag- anna: „Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir, sbr. og almenn hegn- ingarlög." Síðar í greininni segir svo: „Eigi má reisa mannvirki, starfrækja stofnun eða reka fyrir- tæki, sem frá stafar hávaði eða ys, í nánd við kirkjugarða. Skal þess gætt við skipulagningu skipulags- skyldra staða.“ Og í 18. grein laganna segir: „Kirkjugarðar skulu girtir traustri girðingu með vönduðu sáluhliði.“ Þar sem göngustígurinn gengur í gegnum Fossvogskirkjugarð er engin girðing, þ.e.a.s. hún er rofín á tveimur stöðum. Víkveiji sér því ekki annað en greinarhöfundur umræddrar greinar í laugardags- blaði Morgunblaðsins frá 25. maí hafí rétt fyrir sér. Þarna virðist Reykjavíkurborg vera að fremja lögbrot, sem refsivert er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.