Morgunblaðið - 22.06.1996, Page 11

Morgunblaðið - 22.06.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 11 Að lokum Guðrún Pétursdóttir hefur hætt við framboð til embættis forseta / s Islands. Kosningabaráttu okkar er því lokið. A sama hátt og við fögnuðum þeirri ákvörðun hennar að bjóða sig fram og veittum henni stuðning okkar til framboðs, skiljum við og virðum ákvörðun hennar nú um að draga sig í hlé. Þótt hljómgrunnur fyrir framboði hennar hafi ekki reynst nægur er það sannfæring okkar að Guðrún Pétursdóttir hafi allt það til að bera er prýða þarf forseta íslands. Gáfur hennar og mannvit, hjartahlýja og kjarkur eru eiginleikar sem við vildum sjá í næsta forseta lýðveldisins. Nú á þessari stundu þökkum við þeim fjölmörgu sem lögðu á sig fórnfúst og ötult starf. Við þökkum keppinautunum drengilega kosningabaráttu og að lokum þökkum við Guðrúnu Pétursdóttur og / Olafi Hannibalssyni skemmtilegt og mannbætandi samstarf. Stuðningsmenn Guðrúnar Pétursdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.