Morgunblaðið - 07.07.1996, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ágreiningur FÍ og Svínavatnshrepps um skipulag og yfirráð á Hveravallasvæðinu
Óvissa um leyfi til framkvæmda
ÞRÁTT fyrir þann úrskurð umhverfisráðuneytis-
ins að Hveravellir falli innan staðarmarka Svína-
vatnshrepps og hreppsnefnd fari með stjómsýslu-
vald á Hveravöllum er ríkjandi óvissa um hvort
heimilt er að ráðast í framkvæmdir á svæðinu.
í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í nóvember
1995, í máli Svínavatnshrepps, Torfalækjar-
hrepps og fleiri hreppa gegn Landsvirkjun, varð
niðurstaðan sú að ekki hefði verið sýnt fram á
eignarhald hreppanna á Auðkúluheiði en Hvera-
vallasvæðið tilheyrir heiðinni.
Var dóminum áfrýjað til Hæstaréttar og er
nú beðið dóms hans í málinu.
í úrskurði skipulagsstjóra ríkisins í mars sl.
um frekara mat á umhverfisáhrifum fyrirhug-
aðra framkvæmda á vegum á Hveravöllum
komst embættið m.a. að þeirri niðurstöðu að
eignarhald á svæðinu þurfi að liggja ljóst fyrir
áður en unnt sé að veita leyfi til framkvæmda
og var í því sambandi vísað í umræddan héraðs-
dóm.
Páll Sigurðsson, forseti Ferðafélags íslands,
segir að þessi niðurstaða skipulagsstjóra hafi
verið athyglisverð. Ekki hafi þó rökstuðningur
fylgt úrskurðinum og því sé óvíst hvaða áhrif
þetta hafi.
Unnið að gerð nýs deiliskipulags
Hreppsstjórn Svínavatnshrepps lagði fram
tillögu að deiliskipulagi á svæðinu í byrjun árs-
ins en skipulagsstjóri vísaði deiliskipulaginu til
baka og óskaði eftir að fram færu rannsóknir
á svæðinu. Er nú unnið að gerð nýs deiliskipu-
lags. í úrskurði sínum sagði skipulagsstjóri að
meðan ekki lægi fyrir að viðkomandi hreppar
hefðu eignarrétt yfir þessu landsvæði gætu
sveitarstjómaryfirvöld ekki heimilað byggingar
á því.
Umhverfisráðuneytið víkur einnig að dómi
héraðsdóms í úrskurði sínum og segir að þrátt
fyrir að dómurinn hafi komist að þeirri niður-
stöðu að Auðkúluheiði sé ekki eignarland Svína-
vatns- eða Torfalækjarhrepps taki hann ekki á
staðarmörkum hreppanna eða stjórnsýsluvaldi
þeirra. „Staðarmörk sveitarfélags kveða ekki á
um eignarrétt þess til landsvæðis," segir í úr-
skurði ráðuneytisins.
„Ég tel ákaflega líklegt að Hæstiréttur stað-
festi úrlausn héraðsdóms því að héraðsdómur fer
augljóslega í sömu stefnu og alimargir hæstarétt-
ardómar sem fallið hafa um hálendissvæði á
undanfömum ámm,“ sagði Páll.
í niðurstöðum héraðsdóms sagði m.a.: „Það
em gmndvaliarreglur í eignarrétti að sá, sem
telur til eignarréttinda yfir landi, verði að færa
fram heimildir fyrir tilkalli sínu og að sá, sem
afsalar landi, geti ekki veitt viðtakanda sínum
víðtækari rétt en hann átti sjálfur. Efni og orða-
lag kaupsamninga og afsala, sem um ræðir í
málinu, sker eigi til fullnustu úr um það hvort
stefnendum hafi verið afsalað fullkomnu eignar-
landi eða einungis afréttareign, þótt hið síðara
verði líklegra talið."
Fjórðungsmótið á Gaddstaðafiötum
Oður enn efstur
A
Islensku
liðin til
Austur-
Evrópu
ÍSLENSKU knattspymuliðin,
ÍA, KR og ÍBV, sem taka þátt
í forkeppni Evrópumóts félags-
liða, vom óheppin er dregið var
í Genf í Sviss í gærmorgun.
Öll þurfa þau að ferðast til
Austur-Evrópu. íslandsmeist-
arar Skagamanna drógust gegn
FC Sileks frá Makedónía í
UEFA-keppninni og ÍBV gegn
Lantana frá Eistlandi í sömu
keppni. KR, sem leikur í for-
keppni Evrópumóts bikarhafa,
mætir MPCC Mozyr frá Hvíta-
Rússlandi. ÍA og KR leika fyrri
leikina á heimavelli en ÍBV fékk
fyrst útileik.
■ íslensku liðin/48
ÓÐUR frá Brún og Hinrik Braga-
son héldu fyrsta sætinu í A-flokki
eftir fullnaðardóm tuttugu efstu
hesta á fjórðungsmótinu í gær.
Næstir komu Hjörvar frá Ketils-
stöðum og Atli Guðmundsson með
8,73, Gordon frá Stóru-Ásgeirsá
og Sigurbjörn Bárðarson með
8,64, Prins frá Hvítárbakka og
Viðar Halldórsson með 8,62, Dal-
var frá Hrappsstöðum og Daníel
Jónsson með 8,60, Seimur frá
Víðivöllum fremri og Þórður Þor-
geirsson með 8,59. Jöfn með 8,56
urðu Prins frá Hörgshóli og Sig-
urður Sigurðarson og Spá frá
Varmadal og Erling Sigurðsson.
Kappreiðar fóm fram á föstu-
dagskvöld. í 150 metra skeiði sigr-
aði Snarfari frá Kjalarlandi, knapi
Sigurbjöm Bárðarson á 14,35 sek.
Lúta frá Ytra-Dalsgerði varð önn-
ur, knapi Þórður Þorgeirsson á
14.42 sek. og Hólmi frá Kvíabekk
þriðji, knapi Svanur Guðmundsson
á 14,98 sek. í 250 metra skeiði
sigraði Sprengjuhvellur frá Efsta-
dal, knapi Logi Laxdal á 22,20
sek. Ósk frá Litladal varð önnur,
knapi Sigurbjörn Bárðarson á
22,21 sek. og Funi frá Sauðár-
króki varð þriðji, knapi Erling Sig-
urðsson á 22,54 sek. í 350 metra
stökki sigraði Chaplin frá Hvítár-
síðu, knapi Siguroddur Pétursson
á 26,20 sek. Sprengja sem Erlend-
ur Ingvarsson sat varð önnur á
26.42 sek., og Bangsi frá Hurðar-
baki, sem Þórdís Guðmundsdóttir
sat, þriðja á 26,43 sek. Einn hest-
ur náði tíma í 300 metra brokki,
Nari frá Laugarvatni, knapi Þor-
kell Bjamason yngri og var tíminn
35,76 sek.
QUEEN Elizabeth er einkar
glæsilegt skip.
Queen
Elizabeth II
væntanleg
VON er á Queen Elizabeth II, einu
þekktasta skemmtiferðaskipi
heims, hingað til lands kl. 8 á
mánudagsmorgun. Hjörleifur
Hjörleifsson, umboðsmaður
skemmtiferðaskipa á vegnm Eim-
skips, segir að skipið hafi aðeins
skamma viðdvöl í Reykjavík og
láti úr höfn um kl. 16 sama dag.
Á skipinu eru 1.545 farþegar og
1.058 manna áhöfn.
Queen Elizabeth II sigldi
jómfrúarferð sína frá heimahöfn-
inni í Southampton til New York
árið 1969. Skipinu var breytt úr
gufuskipi í diselskip árið 1986 og
gerðar voru verulegar endurbæt-
ur á því árið 1994. Nú er skipið
um 70.327 tonn og getur flutt
1.830 farþega. Skipið er 293 m
að lengd og 32,9 m að breidd og
ristir 9,9 m djúpt.
Queen Elizabeth er í eigu al-
þjóðlega skipafélagsins Cunard
Line. Hingað kemur skipið frá
Skotlandi og heldur áfram til
Norður-Noregs.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Þingmenn gagnrýna vinnubrögð umhverfisráðherra
Móta þarf reglur um
flutning stofnana
Breikkun
brúar yfir
Djúpadalsá
UNDANFARIÐ hefur athygli
manna beinst að hættunni sem
stafar af einbreiðum brúm á
þjóðvegum landsins. Vega-
gerðin á Sauðárkróki lauk
nýlega við breikkun brúarinn-
ar yfir Djúpadalsá í Skaga-
firði. Tíu manna vinnuflokkur
sá um framkvæmdirnar, sem
stóðu yfir í u.þ.b. mánuð og
kostuðu rúmlega 30 milljónir
króna. Vegagerðin á Sauðár-
króki er þessa dagana að vinna
að breikkun brúar yfir Staðará
milli Varmahlíðar og Sauðár-
króks, og lýkur því verki vænt-
anlega um næstu mánaðamót.
SVAVAR Gestsson, Alþýðubanda-
lagi, og Kristín Ástgeirsdóttir,
Kvennalista, gagnrýna vinnubrögð
umhverfisráðherra vegna ákvörð-
unar hans um flutning Landmælinga
íslands til Akraness og telja ófaglega
að henni staðið.
Svavar segir pólitísku valdi beitt
þvert á fagleg sjónarmið. Þá megi
spyrja um hlutverk höfuðborgarinn-
ar. „Er ekki þjóðhagslega hagkvæmt
að menn geti vitjað ákveðinna megin-
þátta opinberrar þjónustu á sama
svæðinu?" spyr Svavar. „Það er eng-
in tilviljun að Reykjavík hefur byggst
upp. Þjóðin hefur talið hagkvæmt
að hafa þessa þjónustu hér og t.d.
ákváðu menn að hafa Alþingi hér.
Bæði sem Reykvíkingur og þingmað-
ur landsins alls er ég óánægður með
þessi vinnubrögð.“
Margir ókostir
Svavar minnir á að Alþýðubanda-
lagið hafi lagt fram þingsályktunar-
tillögu í vetur um það hvemig standa
skuli að flutningi ríkisstofnana út á
land. „Það er tímabært að mótuð
verði stefna um þetta þannig að ekki
sé hægt að flytja starfsmenn stofn-
ana í Reykjavík eins og gripi milli
landshluta."
Kristín telur ákvörðunina mjög
hæpna og að henni fylgi margir ókost-
ir. „Grundvöllur fyrir því að hægt sé
að flytja stofnunina er að nógu mik-
ill hluti starfsmanna vilji starfa áfram
þannig að starfsemi stofnunarinnar
raskist ekki verulega," segir hún.
Hún segir að þess verði einnig að
gæta að á þeim stað sem stofnun
sé flutt til sé hægt að bjóða mökum
atvinnu við hæfi. Hjá Landmælingum
vinni margir háskólamenntaðir menn
og þeir eigi margir maka með há-
skólamenntun. í ljósi þess sé ólíklegt
að makar fái auðveldlega vinnu við
hæfi á Akranesi.
► 1-52
Flugvöllur með fortíð
►Upphaf Reykjavíkurflugvallar
var sögulegt en nú eru liðin 50
ár frá því að Bretar afhentu íslend-
ingum flugvöllinn til umráða. /10
Hlið vítis opnuðust
► Morð, pyntingar og mannát ein-
kenndu menningarbyltinguna í
Kína fyrir 30 árum samkvæmt
upplýsingum í nýrri bók. /12
Barist á öllum
vígstöðvum
►Frásögn Auðar Guðjónsdóttur
sem enn berst fyrir því að fá kín-
verskan lækni til landsins til að
ljúka aðgerð á dóttur sinni. /20
Svifið seglum þöndum
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Jón Barðdal
í Seglagerðinni Ægi. /22
B
C
FERDALOG
D
BILAR
► l-28
ílandifólksins
►Það er óneitanlega þverstæðu-
kennt að Kalaallit Nunaat eða land
fólksins eins og Grænlendingar
kalla land sitt, skuli einmitt vera
landið þar sem mennirnir eru svo
agnarlitlir og fáir í hrikalegri nátt-
úrunni. /1&12-15
Paradísá jörðu
►Verkfræðingurinn Guðmundur ’
Pétursson hefur sl. þijú ár starfað
sem ráðgjafi við virkjunarfram-
kvæmdir í Venesúela og segir frá
þjóðinni sem þar býr, lífsstíl henn-
ar, ríkidæmi, auðnuleysi og fá-
tækt. /2
Gegnum Zimbabwe og
Zambíu
►Frásögn íslensku fjölskyldunn-
ar, á leið frá Góðrarvonarhöfða til
Tröllaskaga, af öðrum áfanga
ferðarinnar. /4
► 1-4
Vestfirðir
►Uppbygging ferðamála á vest-
asta odda Evrópu. /2
Með krakkana í Köben
►Kaupmannahöfn er heimsóknar
virði fyrir fólk á öllum aldri en hér
er rakið hvað borgin býður upp á
fyrirkrakka. /4
► l-4
Ör dísilbílavæðing
►Evrópskir bílaframleiðendur
telja sig sjá fram á enn aukna
eftirspum eftir dísilbílum í álf-
unni. /3
Reynsluakstur
► Scania hópbifreið með þægind-
um í bak og fyrir. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak
Leiðari 26
Helgispjall 26
Reykjavtkurbréf 26
Minningar 32
Myndasögur 38
Bréftilblaðsins 38
ídag 40
Brids 40
Stjömuspá 40
Skák
Fólk í fréttum
Bíó/dans
íþróttir
Útvarp/sjónvarp
Dagbók/veður
Mannlifsstr.
Kvikmyndir
Dægurtónlist
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-4-8-BAK
ERLENJDAR FRÉTTIR'
1&6