Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 11
FRAMKVÆMDIRNAR vorið 1941 drógust vegna
slæms árferðis, klaka í jörðu og bleytu. A þessari
ljósmynd sem tekin er 10. apríl það ár sér yfir flug-
vallarsvæðið og vestur yfir Alftanes. A firðinum lón-
ar breskt birgðaskip.
Á ÞESSARI mynd sem tekin er 28. maí 1941 er Norð-
ur-Suður brautin orðin allmyndarleg. Vinstra megin
má sjá hús sem í daglegu tali var kallað Tunnan.
SVONA leit flugvöllurinn út fullbyggður,
haustið 1941.
RE YKVÍSKIR unglingar tóku mikinn þátt í
byggingu flugvallarins.
BERGUR G. Gíslason
var fyrsti verkstjóri
áhugamanna sem
hófu framkvæmdir
við gerð flugbrautar
sumarið 1940, sem
Bretar tóku síðan við
um haustið.
VIÐ afhendingu Reykjavíkurflugvallar 6.
júlí 1946. Á myndinn eru Harper, yfirmaður
flugvallarins, Ólafur Thors, forsætisráð-
herra, og Sir Gerald Shepheard, sendiherra.
LJÓSMYND af flugvellinum á Kaldaðar-
nesi, tekin 1. ágúst 1941. Búið er að leggja
eina flugbraut og verið að vinna að tveim-
ur öðrum. Tveimur árum síðar flæddi
Ölfusá yfir bakka sína, olli skemmdum á
flugbrautunum, og þá fluttu Englending-
ar starfsemina alla til Reykjavíkur.
Veturinn 1940-1941 var unnið
hörðum höndum við gerð Reykja-
víkurflugvallar. Ástandið á Atl-
antshafi versnaði dag frá degi, þar
höfðu Þjóðveijar með sína kafbáta
algjöra yfirhönd. Það var engin
spurning að þetta var orðin bar-
átta upp á líf og dauða. Flugvöllur
á Islandi myndi skipta sköpum.
Þess vegna varð að flýta byggingu
Reykjavíkurflugvallar sem mest
til þess að hægt væri að hefja
eftirlitsflug frá Islandi.
Áhrifa orrustunnar á Atlants-
hafi gætti svo sanriarlega í ís-
lensku þjóðlífi. Sorgarmars var
leikinn í útvarpinu, allir biðu í
óvissu, vissu hvaða fréttir biðu
áheyrandans, — enn einn tpgarinn
hafði horfið í hafið með manni og
mús. Spurningar vöknuðu, hvað
hafði gerst, var það djúpsprengja
— tundurdufl — sprengjuflugvél?
Oftar en ekki var enginn til frá-
sagnar — togarinn eða fragtskipið
hvarf í hafið og eftir stóðu ekkjur
og munaðarlaus börn.
Hinn 28. maí 1941 tilkynnti
Curtis yfirmaður breska hersins á
íslandi hermálaráðuneytinu í
London að stærsta flugbraut
Reykjavíkurflugvallar væri tilbú-
inn í stríðsátök.
Fyrsta opinbera lendingin var
framkvæmd af yfirmanni Flus-
flota Orkneyja og Hjaltlands sem
kom fljúgandi til Reykjavíkur.
Flugvélar frá Reykjavíkurflugvelli
tóku við gæzlu vegna skipalesta á
Atlantshafinu. Mikilvægi Reykja-
víkurflugvallar hefur aldrei verið
metið að verðleikum. Bretar voru
stoltir af framkvæmdum á Reykja-
víkurflugvelli, enda máttu þeir
vera það, því bygging flugvallarins
tók aðeins 10 mánuði.
Hinn 6. júlí 1946 tók Ólafur
Thors við lykli flugvallarins úr
hendi sendiherra Breta við hátíð-
lega athöfn á Reykjavíkurflugvelli.
í fyrstu gegndi Reykjavíkur-
flugvöllur lykilhlutverki í utan-
lands- og innanlandsflugi en í dag
hafa hlutverkin breyst. Keflavík-
urflugvöllur er orðinn alþjóðlegur
flugvöllur en Reykjavíkurflugvöll-
ur skipar eftir sem áður stóran
sess í hugum íslendinga sem ein
aðalsamskiptamiðstöð í innan-
landsflugi.
YFIRMENN breskra flugmála voru stoltir af Reykjavíkurflug-
Welli og sendu listamenn til að gera myndir af honum. Hér er
vatnsiitamynd eftir einn þeirra, af gamla flugturninum og brögg-
um\sem hýstu m.a. slökkviliðið og síðar veitingastað Loftleiða.
/
í ÁGÚST 1941 kom Winston Churchill í heimsókn til Reykjavík-
ur. Hér er hann að koma úr Alþingishúsinu, eftir að hafa flutt
ræðu á svölum þess. Úr miðbænum hélt hann meðal annars út á
Reykjavíkurflugvöll.
SVEIT Lancaster- flugvéla á Reykjavíkurflugvelli árið 1947, en þetta mun hafa verið síðasta stórheimsókn
breskra flugvéla á sinn gamla flugvöll.