Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dagskrá Óðinsdags á landsmóti skáta frestað til laugardags Morgunblaðið/Ámi Sæberg LÍFLEGUR skiptimarkaður er í gangi á landsmótinu og eru japönsku stúlkurnar sérlega öflugar í þeirri verslun. Helst er skipst á skátamerkjum, frímerkjum og mynt. Hér á hún Karin Miyasato viðskipti við tvo unga Islendinga og ekki er að sjá að tjáskiptaörðugleikar séu teljandi. FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lét veðrið ekki aftra sér og mætti galvösk á Úlfljótsvatn, þar sem henni var vel tekið af skátum á öllum aldri. Skátar sunguí rigning- unni ÓÐINSDAGUR átti að vera hápunkturinn á landsmóti skáta á Úlfljótsvatni í gær, en sökum vatnsveðurs varð að fresta stórum hluta af dagskrá miðvikudagsins fram á laugardag. Allhvasst var á Úlfljótsvatni í fyrrinótt og mikil rigning. Vöknuðu margir skátar við að tjöldin þeirra voru komin á flot og jafnvel á flug. Skátarnir báru sig þó al- mennt vel í rigningunni í gær, enda ávallt viðbúnir og kunna að klæða sig sam- kvæmt aðstæðum hveiju sinni. Það var ekki óalgeng sjón að sjá blaut föt hangandi til þerris inni í tjöldum og undir seglum. Víða sat fólk inni í tjöldum sínum og spil- aði á spil eða söng skáta- söngva. Gamli smellurinn „Singing in the rain“ ku hafa verið ofarlega á vinsældalist- anum þann daginn. Sumir voru orðnir hásir af miklum söng frá kvöldinu áður - en héldu samt áfram að syngja. Kynningardagskrá frestað til laugardags Miðvikudagurinn, eða Óð- insdagur eins og hann hét í heiðnum sið, átti að vera eins- konar þjóðhátíðardagur mótsins og tileinkaður alþjóð- legu skátastarfi. Til stóð að erlendu skátarnir kynntu þjóðlönd sín og skátastarf þar ENGINN er ísskápurinn þegar maður býr í tjaldi. Hér hafa Ijaldbúar gripið til þess ráðs að grafa holu í jörðina fyrir utan tjaldið sitt til að geyma í ávexti. og að þeir íslensku kynntu sína heimabyggð og þau sér- kenni sem einkenna daglegt líf og starf á hveijum stað. Ákveðið var að fresta þessari kynningardagskrá fram á laugardag, í von um betra veður. Þrátt fyrir þessa röskun á dagskrá gærdagsins höfðu landsmótsgestir í mörgu að snúast. Með vinsælli atriðum voru enn sem fyrr siglingar á Úlfljótsvatniog ýmsar vatnaþrautir. í gærkvöld var svo sameiginlegur varðeldur og skátaball. Forsetinn í heimsókn Einn þeirra gesta sem lét rigningarsuddann í gær ekki á sig fá var forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Hún gekk um allt mótssvæðið og heilsaði upp á skáta, unga sem aldna, íslenska og er- lenda. Að sögn Guðfinns Pálsson- ar, framkvæmdastjóra lands- mótsins, er skemmtileg stemmning og góður andi á mótinu og láta skátar veðrið ekki hafa alltof mikil áhrif á sig. Hann gerir ráð fyrir að dagskrá verði samkvæmt áætlun næstu daga. Afföll vegna sýkinga í loðdýrum ÍGERÐAR hefur orðið vart í haus minka í óvenjumörgum tilfellum á íslenskum loðdýrabúum í sumar, og einnig hafa þvagfærasýkingar í minka- og refalæðum farið vaxandi, að sögn Brynjólfs Sandholt yfirdýra- læknis. Hafa nokkur afföll orðið af þessum sökum hjá loðdýrabændum. Brynjólfur sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri vitað hvort um nýja sjúkdóma er að ræða eða ónæmi fyrir fúkkalyíjum, þannig að nýir stofnar hafi komið fram. Sagði hann að ætlunin væri að skrá betur þau tilfelli sem vart hefði orð- ið og kanna á hve mörgum búum þeirra hefði orðið vart. „Við erum að reyna að sjá hvort þetta er í sambandi við ónæmi á lyfjum eða kannski að það sé meiri þéttleiki í búrum heldur en hefur verið, og hvort það sé eitthvað sam- spil þar á milli,“ sagði Brynjólfur. ----» ♦ ♦---- Sjúkrahús Patreksfjarðar Starfsmenn funda BOÐAÐUR hefur verið starfs- mannafundur á Sjúkrahúsi Patreks- flarðar til að ræða tillögur um breyt- ingar á rekstri stofnunarinnar. Mikil óánægja ríkir meðal starfsmanna með tillögurnar, en með þeim er stefnt að 12-13 milljóna sparnaði í rekstri. Á fundi í stjórn sjúkrahússins í fyrradag var samstaða um að stefna að sameiningu sjúkrahússins og heil- sugæslustöðvarinnar frá og með næstu áramótum. Hins vegar kom fram mikil andstaða við flesta aðra þætti tillagnanna, sérstaklega þó skerðingu á starfi ljósmóður og meinatæknis. Sigurfari GK Skipstjóri hlaut 180 þúsund króna sekt SKIPSTJÓRINN á Sigurfajra GK, sem staðinn var að veiðum innan þriggja sjómílna fisk- veiðilandhelgi suður af Dyr- hólaey, þar sem allar veiðar með togvörpu og dragnót eru bannaðar, var í gær dæmdur til að greiða 180 þúsund kr. í sekt auk alls sakarkostnaðar. Afli og veiðarfæri skipsins voru gerð upptæk. Sigurfari var staðinn að ólöglegum veiðum sl. þriðju- dag og var færður til hafnar í Vestmannaeyjum. Ríkissajk- sóknari gaf út ákæru sama dag. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Skipstjóri Sigurfara játaði skýlaust sök í málinu og viður- kenndi að hafa verið á botn- vörpuveiðum þar sem allar veiðar með togvörpu og drag- nót eru bannaðar. Afli skipsins var gerður upptækur en verð- mæti hans var um 700 þúsund krónur, sem og veiðarfæri sem metin eru á 1,3 milljónir króna. Dóminn kvað upp Kristján Torfason, dómstjóri við Hér- aðsdóm Suðurlands. Horfur á metverði á orku til J árnblendifélagsins Meðalorkuverð til ÍSAL og Járnblendifélagsins 1984-96 -------------- ----US mills/kWst——— 20 ÍSAL I * ^ m'’ ^ X^\ \ Járnblendifélagið-^ •4— 1 ( |h 1———i 1 1— '84 1985 '8 '87 '88 '89 1990 '91 '92 '93 '94 1995 '96 Járnblendifélagið áætlar að greiða 19,4 mills fyrir orKuna í ár. Jafnframt á Landsvirkjun 33,3% hiutdeild I hagnaði umfram 520 milljónir kr. ÚTLIT er fyrir að verð á raforku frá Landsvirkjun til íslenska jám- blendifélagsins hf. á Grundartanga verði með því hæsta sem gerst hef- ur síðan fyrirtækið tók til starfa. Raforkuverð til ÍSAL verður hins vegar að öllum líkindum heldur lægra í ár en í fyrra þar sem heims- markaðsverð á áli var þá hærra. 200 milljónir í afslátt Vegna lágs verðs á kísiljárni á árunum 1993-94 varð að samkomu- lagi að Landsvirkjun gæfi Járn- blendiverksmiðjunni afslátt á raf- magnsverði. Samtals fékk fyrirtæk- ið rúmlega 200 milljónir í afslátt á orkuverði á þessum árum. Þennah afslátt hefur fyrirtækið verið að greiða til baka á þessu og síðasta ári. Samkvæmt áætlun Landsvirkj- unar borgar Járnblendifélagið u.þ.b. 90 krónur fyrir kWst á þessu ári, eða 13-14 miIl/kWst. í rekstr- aráætlunum Járnblendifélagsins er hins vegar miðað við að félagið greiði í ár 19,4 milI/kWst fyrir ork- una. Þetta er byggt á meðalverði á kísiljárni á fyrri helmingi þessa árs. Hið endanlega orkuverð ræðst af verði kísiljárns frá miðju þessu ári til ársloka 1997. Inni í þessum tölum eru greiðslur fyrir afsláttinn sem veittur var 1993-94, en ekki hugsanleg hlutdeild Landsvirkjunar í arði Járnblendifélagsins. „Raforkusamningur Landsvirkj- unar og Járnblendifélagsins gerir ráð fyrir að ef eiginfjárhlutfall Járn- blendifélagsins fer yfir ákveðið mark og hagnaður þess fer yfir 520 milljónir króna greiði fyrirtækið 33,3% af þeim hagnaði, sem er umfram þetta mark, til Landsvirkj- unar. Nú er eiginfjárhlutfall fyrir- tækisins komið upp fyrir þetta mark og útlit er fyrir mjög góðan hagnað hjá því og þess vegna eru horfur á að það reyni á þetta ákvæði samningsins," sagði Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Einu sinni áður hefur reynt á þetta ákvæði, en það var árið 1989. Þá fékk Landsvirkjun um 10 millj- óna króna hlut í arðgreiðslum Járn- blendifélagsins. í lok þess árs hófst niðursveifla á verði kísiljárns sem stóð í fjögur ár. Þorsteinn sagði að það kæmi ekki í ljós fyrr en búið væri að gera upp rekstur Járn- blendifélagsins fyrir árið 1996 hver ágóðahlutur Landsvirkjunar yrði. Hagnaður Járnblendifélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins var 394 milljónir króna. Orkuverð til ÍSAL lækkar Raforkusamningur Landsvirkj- unar og ÍSAL kveður á um teng- ingu orkuverðs við heimsmarkaðs- verð á áli. Verðið er hins vegar ekki tengt beint við afkomu álvers- ins. Samkvæmt orkusamningnum getur verðið sveiflast á milli 12,5 mill og 18,5 mill. Þorsteinn sagði að á síðasta ári hefði ÍSAL greitt um 17 mill fyrir kWst, en í ár yrði verðið á bilinu 15-16 mill. Það jafn- gilti því að greidd væri um ein króna fyrir kWst. Hann sagði að ástæðan fyrir þessari lækkun væri lægra heimsmarkaðsverð á áli. Þrátt fyrir lægra raforkuverð í ár til ÍSAL er verðið mun betra en á erfiðleikaárunum 1992-1994, en þá var það við lágmarkið. ; i i : ? I I i I « I t 1 1 « « k « « « « « « v « € « C L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.