Morgunblaðið - 25.07.1996, Page 26

Morgunblaðið - 25.07.1996, Page 26
26 kkMTUDAGUR 25. JULI 1996 ....................................... MORGUNBLAÐIP FJÖLMIÐLUN Tillögnr framkvæmdastjórnar ESB Markaðshlutdeild fjölmiðla tak- markist við 30% Samstarf BSkyB og Kirch um stafrænt sjónvarp Nýlegur samstarfs- samningur milli bresku gervihnattasjónvarps- stöðvarinnar BSkyB og þýsku sjónvarps- samsteypunnar Kirch hefur vakið mikla athygli evrópskra fjárfestaog hlutabréf BSkyB hækkað í kjölfarið SAMNIN BSkyB, en helsti hluthafi þess er Rupert Murdoch, kaupir allt að 49% hlut í DF1, stafrænu sjónvarpskerfi Kirch í Þýskalandi. DF1 hefur útsendingar 17 rása í Þýskalandi, stærsta sjónvarpsmarkaði Evrópu. Ekki er búist vð hagnaði af rekstri fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Stafrænn sendir breytir sjónvarpsmerki í einfalt tölvumál sem eykur gæði og gefur umtals- vert meiri burðargetu. Þannig mætti bæta við hundruðum rása. Hefðbundin sjónvarpsútsending Frumlitir sjónvarpssendinga, rautt, grænt og blátt, eru greindir í sundur og breytt í rafboð sem eru send hvert fyrir sig. Stafræn sjónvarpsútsending Ný gerð myndavéla breyta myndinni allri í tölvukóða sem byggist á tölustöfunum 0 og 1 og síðar er endursniðinn og þjappað saman með tölustöfum frá 0 uppí 31, sem minnkar mjög kostnað við útsendingu. BBC World Service breytt með eins dags fyrirvara London. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hyggst á næstu dögum kynna tillögur, sem kunna að tak- marka veldi fjölmiðlakónga á borð við Silvio Berlusconi og Rupert Murdoch. Hugsanlegt er að tillögur að nýjum reglum verði samþykktar á fundi framkvæmdastjómarinnar 31. júlí, að sögn fíeufers-fréttastofunnar. I drögum að nýjum ESB-reglum um fjölmiðlamarkaðinn, sem unnin hafa verið undir stjóm framkvæmda- stjórnarmannsins Marios Monti, er kveðið á um að útvarps- og sjón- varpsfyrirtæki megi ekki ráða meiru en 30% af markaðnum í einu landi. Svokölluð margmiðlunarfyrirtæki, sem starfa til dæmis á útvarps-, sjón- varps og dagblaðamarkaði í senn, yrðu að sætta sig við 10% markaðs- hlutdeild sérhvers þáttar starfsem- innar. Dagblöð verða ekki háð 30% þröskuldinum, svo fremi að eigendur þeirra eigi ekki jafnframt sjónvarps- eða útvarpsstöðvar með mikla út- breiðslu. Þá er gert ráð fyrir ríkis- sjónvarpsstöðvar verði undanþegnar þessu ákvæði reglnanna. Evrópuþingið hefur áhyggjur af lýðræðinu Að sögn embættismanna ESB er tillögunum ætlað að samræma reglur aðildarríkjanna um bann við hringa- myndun í fjölmiðlun og fækka þann- ig hindrunum í vegi frjálsrar fjárfest- ingar í fjölmiðlafyrirtækjum á Evr- ópumarkaðnum. Með tillögugerðinni er fram- kvæmdastjórnin einnig að bregðast við kröfum Evrópuþingsins um að- gerðir vegna þróunarinnar á evrópsk- um fjölmiðlamarkaði, þar sem æ fleiri fyrirtæki hafa runnið saman í öfluga fjölmiðlarisa. Evrópuþingmenn óttast að samruni fjölmiðlafyrirtækja muni verða til þess að færri skoðanir kom- ist á framfæri í fjölmiðlum og lýðræð- inu verði þannig skorður settar. Aðrir framkvæmdastjórnarmenn geta enn átt eftir að krefjast breyt- inga á þeim þröskuldum, sem Monti hefur lagt til. Þá eru það fulltrúar ríkisstjóma aðildarríkja Evrópusam- bandsins í ráðherraráðinu sem eiga síðasta orðið um það hvort tillögurn- ar verða samþykktar. Búast má við andstöðu frá a.m.k. sumum aðildar- ríkjum. Þannig hafa Bretland og Þýzkaland áður lagzt gegn tillögum framkvæmdastjómarinnar um að takmarka samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlum. Óvíst er um afstöðu ítal- skra stjórnvalda, en gera má ráð fyrir að verði reglurnar samþykktar óbreyttar myndi það hafa áhrif á veldi fjölmiðlakóngsins Silvios Ber- lusconi, sem talinn er ráða um 40% ítalska fjölmiðlamarkaðarins. Fylgis- menn tillagna framkvæmdastjórnar- innar benda á að fjölmiðlaveldi Ber- lusconis hafí veitt honum forskot á aðra stjórnmálamenn í baráttunni um hylli kjósenda. Útsendingarleyfi ekki endurnýjuð Karel Van Miert, samkeppnisstjóri Evrópusambandsins, hefur að und- anförnu mælt fyrir um að fram- kvæmdastjómin grípi í auknum mæli til aðgerða til að hindra sam- runa fjölmiðlafyrirtækja eða krefjist breytinga á samningum um samein- ingu, sem talið er að geti veitt við- komandi fyrirtækjum markaðsráð- andi stöðu. í uppkasti Montis er hins vegar farin ný leið. Þar er ekki gengið út frá eignarhaldi, eins og í löggjöf flestra ESB-ríkja, heldur markaðs- hlutdeild. Samkvæmt tillögudrögun- um yrði komið í veg fyrir að markaðs- hlutdeild fyrirtækja færi upp fyrir tiltekinn þröskuld með því til dæmis að endumýja ekki útsendingarleyfi þeirra. BREZKA ríkisstjórnin og yfirmaður heimsútvarpsins BBC World Service fengu ekki að vita um fyrirætlanir um víðtækar og umdeildar breyting- ar á heimsútvarpinu í júní nema með eins dags fyrirvara að sögn Johns Birts, framkvæmdastjóra BBC. Óttazt er að fyrirætlanirnar muni koma niður á gæðum og breidd frétta og annars efnis BBC World Service, en Birt sagði utanríkisnefnd brezka þingsins að fyrirætlanirnar hefðu verið samþykktar í meginat- riðum og ekki væri hægt að gera á þeim verulegar breytingar. En ráðherra í utanríkisráðuneyt- inu, Jeremy Hanley, sagði að stjórn- in mundi ekki heimila breytingar nema þær rýrðu ekki gæði þeirrar þjónustu sem nú væri veitt. Fyrirætlanirnar gera ráð fyrir nánari samlögun BBC World Service sem fær 175 milljónir punda á ári frá utanríkisráðuneytinu — og innan- landsútvarpsins. Birt sagði að með breytingunum yrði BBC gert kleift að framleiða fyrsta flokks efni á ódýrari hátt. Mótmælaályktun Andstæðingar breytinganna, þar á meðal að minnsta kosti 238 þingmenn af 651, hafa undirritað mótmælaá- lyktun, þar sem því er haldið fram að þær muni koma niður á gæðum frétta til 140 milljóna manna í heimin- unm. Til dæmis geti verið talið mikil- vægara að fylgjast með Ólympíuleik- unum í Atlanta en að senda fréttarit- ara tii óróastaða heims. BBC boðar aukna hagkvæmni í rekstri London. Reuter. BREZKA ríkissjónvarpið og útvarpið ráðgerir nýjar breytingar til að auka hagkvæmni í rekstri á næstu þremur til fimm árum og búa sig undir tíma stafrænnar tækni. Christopher Bland stjórnarfor- maður hefur einnig bent á að aukn- ar tekjur kapla- og gervihnattarása og miklar auglýsingatekjur óháða sjónvarpsnetsins ITV muni „draga verulega úr“ hlutdeild BBC á sjón- varps- og útvarpsmarkaði og valda auknum kostnaði. BBC hefur þegar sparað 100 millj- ónir punda á síðustu árum með auk- inni hagkvæmni í rekstri. Mestallri upphæðinni hefur verið varið til dag- skrárgerðar að því er fram kemur í ársskýrslu BBC. Sagt er að því tak- marki stjórnvalda að spara alls 16.9% á þremur árum til marz 1997 verði náð og ríflega það. 89 punda afnotagjöld Allir húsráðendur í Bretlandi verða að greiða 89.50 pund á ári eða um 9000 kr. í afnotagjöld fyrir litsjónvarp og eru þau langstærsti tekjuliður BBC sem fyrr. Bland lagði áherzlu á að halda yrði áfram að réttlæta nauðsyn þess að afnotagjöld yrðu liður í fjármögn- un BBC. Heildartekjur BBC á árinu jukust nokkuð og nema nú 2,4 milljörðum punda. Miklu máli skipti að minna er um það en áður að fólk komi sér hjá því að greiða afnotagjöld og að tekjur viðskiptadeildarinnar BBC Worldwide Ltd hafa aukizt. Grynnk- að hefur verið á skuldum þessog allt bendir til að því marki verði náð að ljúka við að greiða skuldirnar fyrir árslok 1977 að sögn BBC. Stærsta verkefni BBC á næsta ári verður að leggja drög að því að koma á fót stafrænni sjónvarps- og útvarpsþjónustu. Á BBC hlusta og horfa 45% not- enda og hefur fyrirtækið haldið sín- um hlut þrátt fyrir sívaxandi sam- keppni. Heildræn heilsa Lífsstíll nýrra tíma 26. - 28. júlí við Meðalfellsvatn í Kjós Útihátíð um óhefðbundnar lækningar og heilun Meðal efnis verður Fyrirlestrar, Sogaæðanudd, Heilun, Nálastungur, Yoga, Qi gong, Reiki, Súrefnisuekningar, Áruteikningar, Ljós og huóð, Spámiðlar, Indversk læknisfræði, Ilmolíur. Nýjar aðferðir í læknisfræði, Kinisologi, Kristalheilun, Skyggnilýsing, Einkatímar, Hugleiðslur, Persónuleg ráðgjöf, Hugefli, Kvöldvökur og margt fleira Fjölskylduhátíð, þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta dagskrá fyrir alla. Börnin mega fylgjast með umhirðu dýra. Veiðileyfi í Meðalfellsvatni eru innifalin Mót án vímuefna Hundahald bannað Aðgangseyrir aðeins kr. 2000.- Allt innifalið nema einkatímar Ókeypis yngri en 16 ára. Meðal gesta og fyrirlesara verða: Ann May, Árni Svavarsson, Björgvin Guðjónsson, Einar Þorsteinn Ásgeirsson, Garðar Garðarsson, Guðjón Kristjánsson, Guðmundur Skarphéðinsson, Guðmundur Rafn Geirdal, Hannes Stígsson, Hallgrímur Magnússon, Kristján Einarsson, Lára Halla Snæfells, Matti Ósvald, Selma Júlíusdóttir, Sigurrós Snæhólm, Sigurður Vilhjálmsson, Úlfur Ragnarsson, Þorsteinn Barðason, Ævar Jóhannesson og margir fleiri. Forsala aðgöngumiða hefst mánudaginn 22. júlí hjá Nýjum Tímum, að Dugguvogi 12, R (græna húsið). Verð aðgöngumiða í forsölu kr. 1800.- Nánari upplýsingar í síma: 581-3595 Fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch Taka bömin við rekstrinum? RUPERT Murdoch er í forystu fyrir fjölmiðlarisanum News Corp. sem er með ársveltu upp á nærri níu millj- arða Bandaríkjadollara, um 600 milljarða króna, og ekkert bendir til þess að hann hyggist draga sig í hlé á næstunni. A hinn bóginn geta menn ekki stillt sig um að velta fyr- ir sér hvort hann sé byijaður að búa bömin undir að taka við af sér en Murdoch þykir hafa stjórnað sam- steypunni eins einkafyrirtæki sínu og vill vafalaust geta ráðið einhveiju um framtíðarstjórnendur. Banda- ríska blaðið The Wall Street Journal fjallaði nýlega um málið. Er eiginkona Murdochs, Anna, var kjörin í stjóm News Corp. árið 1990 sagði hún að um „tryggingu" væri að ræða; hún ætti að sjá um að völd- in yrðu áfram hjá fjölskyldunni hvemig sem allt veltist meðan börn- in væru að búa sig undir að taka við. Murdoch á dóttur, Prudence, frá fyrra hjónabandi en hún býr í Eng- landi og hefur ekki sýnt áhuga á fyrirtækjarekstri föðurins. Yngri sonurinn, James, er 23 ára og vinnur heldur ekki hjá Murdoch-fyrirtæki. Hann hætti í Harvard-háskóla og rekur ásamt öðram manni plötuút- gáfu í New York. James segir að sér hafi þótt óþægilegt að vinna „undir löngum skugga föður míns“. Oðru máli gegnir um dótturina Elisabeth, sem er 28 ára og menntuð í sagnfræði, og soninn Lachlan, 24 ára, er lauk námi við Princeton- háskóla. Þau eru nú bæði orðin áhrifamikil í fyrirtækjum föðurins, hún tók á þessu ári við framkvæmda- stjórn deildar gervihnattaútsendinga bSkyb í London, hann gegnir nú ábyrgðarstöðum hjá News Ltd. og Star TV. „Eg vonast til að geta gefíð þeim öllum færi á að sýna hvað þau geta,“ segir Murdoch um börn sín. Elisabeth stundaði nám í hinum víðfræga Vassar-háskóla í Banda- ríkjunum og kynntist þar Ghana- manninum Elkin Pianim sem er af voldugum ættum í heimalandi sínu. Þau gengu í hjónaband með pompi og prakt í Los Angeles og eiga eitt barn. Elisabeth vann í nokkur ár hjá dagskrárdeild Fox-sjónvarpsstöðv- anna, sem Murdoch rekur, en eigin- maðurinn var kaupsýslumaður í New York en gegndi auk þess starfi á fjármálasviði hjá Fox. Sfðan kom að því að þau ræddu framtíðaróskir sín- ar við Murdoch. „Við sögðum honum að við vildum fara sjálf út í fyrir- tækjarekstur“, segir Elisabeth. Vaknað með andfælum Þau keyptu með aðstoð Murdochs, er ábyrgðist bankalánin, litla og syfjulega sjónvarpsstöð í San Luis Obisco í Kaliforníu. Elisabeth breytti á skömmum tíma rekstrinum, lagði áherslu á æsifréttir og safarík hneyksli á borð við Simp- son-málið. Sýndir voru þættir á borð við „Kynlíf og ástarsambönd á tíunda áratugnum: Hve langt má ganga á fyrsta stefnumótinu?". Mótmælin streymdu inn, Elisabeth sat sjálf við símann og svaraði ösku- reiðum áhorfendum sem vildu frekar fá að sjá hefðbundið efni eins og skrúðgöngur og kökubakstur í safn- aðarheimilinu. Áðalfréttaþulurinn undanfarin 15 ár hætti. „Viðhorf okkar til lífsins voru einfaldlega ólík“, sagði hann um nýju eigend- uma. Eftir að hafa rekið stöðina í 16 mánuði seldu hjónin hana fyrir 47,3 milljónir dollara, hagnaðurinn var 12 miiljónir dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.