Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 1
112 SÍÐUR B/C/D/E/F 176. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samið um nýja borg- arstjóm í Mostar Mostar. Reuter. LEIÐTOGAR Króata í Mostar féllust á það í gær að taka sæti í borgar- stjórn, en þeir höfðu hafnað því þar sem þeir neituðu að viðurkenna niður- stöður kosninganna sem fram fóru í borginni í júní sl. Samkomulaginu var náð eftir maraþonsamningaviðræður undanfarinna daga, sem stýrt var af fulltrúum Evrópusambandsins. Clinton staðfestir lög um íran og Líbýu ESB mótmælir refsiaðger ðum Brussel. Reuter, The Daily Telegraph. Kvóta- hoppið verði heft BRETAR hafa lagt fram á ríkjaráð- stefnu Evrópusambandsins tillögu um breytingar á Rómarsáttmálan- um, sem eiga að koma í veg fyrir svokallað kvótahopp. Talið er að um 150 „kvótahoppsskip“ séu nú skráð í Bretlandi. Þau veiða úr kvóta þeim, sem ESB úthlutar Bretum, en eru í eigu erlendra aðila, einkum Spánverja, mönnuð erlendum sjómönnum og leggja stóran hluta afla síns upp í spænsk- um höfnum. í tillögu Breta er gert ráð fyrir að sérstök bókun verði gerð við Rómarsáttmálann, stofnsáttmála Evrópusambandsins, þar sem kveð- ið verði á um að stjórnvöld í hveiju aðildarríki geti gert kröfur til fiski- skipa, sem þar eru skráð, um að þau hafi „raunveruleg efnahagsleg tengsl" við strandbyggðir viðkom- andi ríkis. Brezkum stjórnvöldum að kenna? írland og Frakkland hafa lýst stuðningi við tillögu Breta en Spánn leggst eindregið gegn henni. í tímaritinu Worldfish Report kem- ur fram að embættismenn í fram- kvæmdastjórn ESB telji að Bretar geti kennt sjálfum sér um kvóta- hoppið. í stað þess að nýta sér sjóði ESB til að greiða fiskimönnum fyr- ir að hætta störfum, hafi brezk stjórnvöld í raun neytt marga sjó- menn til að selja útlendingum báta sína. ■ Viljahindrakvótahoppið/18 Litaðir lampar BORN í borginni Hiroshima í Jap- an fleyttu lituðum lampaljósum á ánni Motoyasu í gær, þegar þess var minnst að 51 ár var liðið frá því atómsprengju var varpað á borgina 6. ágúst 1945. EVROPURIKI, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta í íran og Líbýu, hafa mótmælt þeirri ákvörðun Bills Clintons Bandaríkjaforseta að undirrita lög sem kveða á um að refsa beri erlendum fyrirtækjum sem fjárfesta í löndunum tveimur. Ráðamenn í Þýskalandi sögðu að stjórn Clintons væri „á rangri braut“ í þessu máli og Frakkar vöruðu hana við því að Evrópusam- bandið (ESB) myndi grípa til gagn- aðgerða. Viðbrögð Breta, sem hafa verið nánustu bandamenn Bandaríkj- anna í Evrópu, voru ekki eins hörð en þeir sögðust ætla að ræða við önnur ESB-ríki um hvernig bregð- ast ætti við lögunum. Þeir minntu ennfremur á að utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna fólu framkvæmda- stjórninni í apríl að undirbúa refsi- aðgerðir ef bandarísku lögin yrðu staðfest. Framkvæmdastjórn ESB mót- mælti einnig lögunum og áréttaði að hún væri reiðubúin að grípa til gagnaðgerða til að veija hagsmuni aðildarríkjanna. Markmið laganna er að refsa stjórnvöldum í Iran og Líbýu fyrir meint tengsl þeirra við hermdar- verkamenn með því að hindra er- lendar fjárfestingar í löndunum. Lögin geta einnig skaðað evrópsk olíu- og gasfyrirtæki þar sem 20% af orkuinnflutningi ESB koma frá þessum tveimur löndum. Ráðamenn í Líbýu sögðu að lög- in myndu aðeins skaða hagsmuni bandarísku þjóðarinnar og Evrópu- sambandsins. ■ Sagðir tengjast/16 Deilur þjóðabrotanna í hinni tví- skiptu borg voru byijaðar að ógna viðkvæmu jafnvægi friðarsam- komulagsins í Bosníu og höfðu nei- kvæð áhrif á undirbúning fyrstu kosninganna til nýs þings Bosníu, sem fara eiga fram í september. Fulltrúar Evrópusambandsins höfðu undanfarna daga reynt sitt ítrasta til að sætta fulltrúa beggja þjóðabrotanna í borginni og fá leið- toga Króata í borginni til að viður- kenna niðurstöður borgarstjórnar- kosninganna. Króatar áttu bágt með að sætta sig við að samkvæmt niðurstöðum kosninganna yrðu múslimar í meirihluta í borgarráði og höfðu þess vegna neitað að sitja fundi borgarráðs. Undir hótunum ESB um að draga lið sitt til baka frá Mostar sátu deiluaðilar um helg- ina á löngum samningafundum en niðurstaða náðist fyrst um hádegis- bil í gær. „Þetta hefur verið mjög strembið og við áttum ótaldar svefnlausar nætur,“ sagði sérlegur sendiboði ESB, Sir Martin Garrod, í gær. „Við beittum hvössum orðum á hveijum degi en nú höfum við loks náð samkomulagi,“ sagði hann. Skortur á samstarfsvilja Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í gær, að skortur á samstarfsvilja stjórnvalda í Zagreb væri helzta ástæða þess að ekki nema örfáir þeirra 180.000 serbnesku flóttamanna, sem flúðu Krajina-hérað undan sókn Króatíu- hers fyrir ári, hefðu hingað til get- að snúið aftur til heimkynna sinna. Jeltsín Rússlandsforseti mættur til vinnu eftir þriggja vikna hvíld Stærsta sókn skæruliða í Tsjetsjníu í finun mánuði Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti sneri aftur til vinnu sinnar i Kreml í gær, eftir þriggja vikna hvíldarhlé sem hann tók til að ná sér af mikilli þreytu eftir kosningabaráttu sína. Erfið mál biðu forsetans - skæruliðar Tsjetsjena hófu stórsókn gegn herliði Rússa í sjálfstjórnarhéraðinu í gær, og á sama tíma sprakk sprengja á þeirri leið sem forsætisráðherrann Viktor Tsjernomyrdín ók á leið á vinnustað. Skæruliðar aðskilnaðarsinna, undir forystu Shamils Basayevs, sem fór fyrir skæruliðum í blóð- ugri gíslatöku í fyrra, réðust inn í höfuðborgina Grozný og tvo aðra helztu bæi Tsjetsjníu, Argun og Gudermes, í mestu stórsókn skæruliða á herlið Rússa í fimm mánuði. Rússneski herinn svaraði árásunum með því að láta eldflaugum og vélbyssuskothríð rigna yfir skæruliða úr þyrlum, sem reynzt hafa skæðustu vopn Rússa í Tsjetsjníu-stríðinu. Skæruliðar eru sagðir hafa skotið fjórar þyrlur niður yfir Grozný. Að minnsta kosti 23 rússneskir hermenn eru sagð- ir hafa fallið í bardögunum og 91 særzt, sam- kvæmt upplýsingum fréttastofunnar Interfax. Haft er eftir rússneskum hershöfðingja að mannfall í liði skæruliða sé „þrisvar til fjórum sinnum meira." Talsmaður skæruliða sagði árásirnar ætlaðar til að þvinga Rússa aftur að samningaborðinu. Reuter BORIS Jeltsín mætti til vinnu á skrifstofu sinni í Kreml í gær, og fundaði með for- sætisráðherranum Viktor Tsjernomyrdín Háttsettur rússneskur embættismaður lýsti hins vegar leiðtogum skæruliða sem „alþjóðlegum hryðjuverkamönnum" og að útiloka mætti viðræð- ur við þá. Fréttastofan hafði eftir Sergei Stepas- hin, ritara hinnar opinberu nefndar rússneska rík- isins um málefni Tsjetsjníu, að Zelimkhan Yand- arbíjev, leiðtogi aðskilnaðarsinna, og aðstoðarmað- ur hans Aslan Mashkadov yrðu sóttir til saka sem glæpamenn. Reynt að skapa glundroða í Moskvu í vesturhluta Moskvu sprakk sprengja í gær sem rauf veg sem Viktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra átti leið um þremur mínútum síðar. Þó talsmenn forsætisráðherrans hefðu vísað því á bug að um tilræði við hann hefði verið að ræða sagði Itartass-fréttastofan, að sprengjunni hefði vafa- laust verið ætlað að skapa glundroða í rússnesku höfuðborginni. Bardagarnir 'í Tsjetsjníu og sprengingin í Moskvu vörpuðu ljósi á þau miklu vandamál sem Jeltsín forseti stendur frammi fyrir áður en hann sver embættiseið fyrir annað kjörtímabil sitt sem forseti á föstudaginn. Annað vandamál eru vangaveltur um heilsu forsetans, sem hann vonast til að draga úr með þvi að vera mættur aftur til vinnu. Aðstoðarmenn Jeltsíns létu ekkert uppi um það hvort hann hygð- ist halda hvíld sinni áfram að embættistökunni lokinni, en í síðustu viku var haft eftir tveimur aðstoðarmönnum, að líklega myndi forsetinn taka sér lengra hvíldarfrí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.