Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 35 er hægt annað en að minnast á pönnukökurnar sem þú bakaðir á tveimur pönnum. Enn hefur enginn komist með tærnar þar sem þú hafðir hælana í þeim efnum. Við gnægtabrunn minninganna streyma fram í hugann myndir af þér frá liðinni tíð, alltaf var stutt í stríðnina hjá þér og það var ósjald- an að strákslegt bros breiddist yfir andlit þitt þegar þú varst að segja okkur frá ýmsum uppátækjum þín- um í gegnum tíðina. Þú varst öku- þór mikill og því ekkert undarlegt að þú hafír haft það að ævistarfí að aka bifreiðum og stundum þegar tækifæri gafst til hafðir þú gaman af að kitla pinnann í bíltúrum sem þú bauðst okkur í, aldrei urðum við þó bílhrædd, við vorum alltaf örugg hjá þér. Það varst líka þú sem veittir okkur innsýn í hvemig var að alast upp á öðrum tímum á íslandi við önnur lífsskilyrði en við þekkjum í dag. í gegnum frásagnir af lífi þínu sem bóndadrengur og síðar ungur maður á Núpi undir Vestur-Eyja- fjöllum ferðuðumst við með þér í gegnum liðna tíð, geystumst með þér á hestbaki eða tókum hraust- lega til við heyskapinn. í gegnum árin fylgdist þú með okkur vaxa úr grasi og verða að fullorðnum og sjálfstæðum einstaklingum sem tóku mismunandi stefnu í lífínu sem þú sýndir alltaf mikinn áhuga og hvattir okkur heilshugar áfram í því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Elsku besti afí okkar, við munum ylja okkur við eld minninganna um ókomna framtíð. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar sem dýrmætur fjársjóður. Elsku amma, megi guð veita þér styrk í þessari miklu sorg. Þröstur, Kolbrún og íris. Elsku afí! Það er svo erfítt að sætta sig við gang lífsins og horfast í augu við það að einhvern tíma þurfa allir menn að fara, þar á meðal þú. Þeg- ar þú fórst skildirðu eftir svo stórt tómarúm í okkar hjarta að það er sárt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að sjá þig aftur í þessu lífí. Við minnumst þess með hlýju þegar við komum til þín og ömmu í Skriðustekk 1 og fengum að gægj- ast í nammiskápinn eða fengum glænýjar pönnsur sem þú bakaðir oft. „Jahá, hann afí, hann kann líka að baka,“ sögðum við þegar við vorum minni á meðan félagarnir göptu af undrun, „og svo steypir hann líka heilu húsin með nærri berum höndum.“ Já afí, aldrei höf- um við vitað eins sterkan mann og þig bæði á líkama og sál. Við viss- um öll að þú værir mjög veikur þó að það sæist aldrei á svip þínum. Aldrei heyrðum við þig svo mikið sem kvarta yfir þessum hræðilega sjúkdómi sem var að reyna að yfír- taka líkama þinn, heldur fengum við ávallt glettin tilsvör og prakk- araglampann sem blikaði í augum þínum vantaði aldrei. Alltaf hafðir þú áhuga á öllu því sem við tókum SJÁ NÆSTU SÍÐU Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflngvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! + Okkar kæra systir og mágkona, BRYNHILDUR STEINÞÓRSDÓTTIR (Stella), sem andaðist í Kaupmannahöfn 9. júlí, verður kvödd frá Fossvogskapellu í dag, miðvikudaginn 7. ágúst, kl. 13.30. Birgir Steinþórsson, Kristfn Ingimundardóttir. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR FRÍMANNSSON, Hátúni 10b, er lést á heimili sínu 1. ágúst síðastlið- inn, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 9. ágúst kl. 15.00. Margrét Ragnarsdótir, Albert Sævar Guðmundsson, Guðmundur Örn Ragnarsson, Ólína Erlendsdóttir, Róbert Ragnarsson, Ragnar Fr. Ragnarsson, Linda Björk Vilhjálmsdóttir, og barnabörn. + Móðir mín, SVEINBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Kleppsvegi 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Þórunn Franz. + Ástkær faðir minn, tengdafaðir, sonur og bróðir, JÓHANN FRIÐÞÓRSSON bifvélavirki, Álftamýri 54, Reykjavík, sem lést 28. júlí, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Eyjólfur Jóhannsson, Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, Fanney Jóhannsdóttir, Jakob Friðþórsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, JÓHANN BJARMI SÍMONARSON fyrrv. skrifstofustjóri, Klettaborg 4, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Freygerður Magnúsdóttir, Þorleifur Jóhannsson, Olga Ellen Einarsdóttir, Símon Jón Jóhannsson, Hallfríður Helgadóttir, Gígja Símonardóttir, Sverrir Sigurðsson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG FRIÐFINNSDÓTTIR, Ásholti 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Þorsteinn Jónsson, Andrés Úlfarsson, Steinunn M. Sigurðardóttir, Elín Úlfarsdóttir, Þétur Vilhjálmsson, Ólöf D. Úlfarsdóttir, Gunnar Th. Gunnarsson og barnabörn. + Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, SESSEUA ANDRÉSDÓTTIR frá Öxnafelli, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. ágúst. Ólafur A. Thorlacius, Fjóla Aðalsteinsdóttir og synir. + Systir mín og mágkona, MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Jón B. Guðjónsson, Geirþrúður Charlesdóttir. + Faðir okkar, INGVAR ALFREÐ GEORGSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 7. ágúst, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Ingvarsson, Óskar Heimir Ingvarsson, Sigrún Pálina Ingvarsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Vesturgötu 71, Akranesi, sem lést 2. ágúst, verður jarðsungin frá Háteigskirkju á morgun, fimmtudaginn 8. ágúst, kl. 15.00. Jón Helgason, Súsanna Halla Magnúsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Eysteinn Jónsson, Jónfna Gróa Jónsdóttir, Loftur Hilmar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum samúð og vináttu við andlát og útför ÁSTU HELGADÓTTUR KOLBEINS, f. 9.10.1902, d. 18.07.1996. Lilja Kolbeins, Þórey Kolbeins, Halla Kolbeins, Pétur Pétursson, Ásta Kolbeins, Andrés Pétursson, Eyjólfur E. Kolbeins, Erna Kristinsdóttir og fjölskyldur. + Þökkum af heilum hug það vinarþel sem okkur var sýnt við andlát og útför ætt- móður okkar, ÞÓRU HELGADÓTTUR, Kópavogsbraut 8. Einnig þökkum við starfsfólki heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins ein- staka umönnun í veikindum hennar. Helgi Þórhallsson, Ingibjörg Pálsdóttir, Þórunn Björnsdóttir, Marteinn Hunger Friðriksson, Jón Björnsson, Grímur Björnsson, Valgerður Benediktsdóttir, Þórhildur Björnsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Páll Helgason, Þórhallur Helgason, Kolbeinn Marteinsson, Þóra Marteinsdóttir, María Marteinsdóttir, Marteinn Marteinsson, Gunnar Grímsson, Sóley Grímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.